Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 2. október 2008 HIPPABANDIÐ æfir á efstu hæð Magnahússins sem skapar sérstaka stemmningu. Frá vinstri, Páll Viðar, Hrafnhildur, Heiga, Arnór og Þröstur. Stórtónleikar og dansleikur í Höllinni á Hippahátíð: Hippar halda sig við baunaspíruhagkerfið -Segir Helga Jónsdóttir sem lætur ekki titring í fjármálakerfi heimsins setja sig út af laginu Hippahátíð verður um helgina og er miklu til tjaldað og fær Hippa- bandið bæði innlenda og erlenda listamenn til liðs við sig. Hátíðin hefst með stórtónleikum í Höllinni á föstudagskvöldið og á laugar- dagskvöldið verður stórdansleikur hippanna þar sem lög áttunda ára- lugarins munu hljóma. Til stóð að sjálfur Donovan mætti en hann átti ekki heimangengt en lög hans verða flutt, þannig að andi meist- arans mun svífa yfir vötnunum. Hjónin Arnór Hermannsson, bak- ari og Helga Jónsdóttir fara fyrir fríðum hópi dugnaðarforka sem eru í Hippabandinu og standa fyrir Hippahátíðinni sem nú er haldin í sjöunda sinn. Þau láta ekki skjálfta á fjármálamörkuðum hafa áhrif á sig enda peningar ekki stóra málið hjá hippunum. „Hippar halda sig við baunaspíruhagkerfið, svo ég vitni í Bjartmar Guðlaugsson hinn eina sanna,“ sagði Helga í samtali við Fréttir. „Það er blásið til sóknar og farið í þetta af fullum krafti. Það er alltaf einhver gleði yfir þessu,“ bætti Helga við. Fasti kjaminn í Hippabandinu auk Helgu og Arnórs eru Grímur Gíslason á trommur, Þröstur Jóhannsson á bassa, Karl Björnsson á gítar og Hrafnhildur Helgadóttir söngkona og í fjarbúð eru Páll Viðar Kristinsson á hljómborð og Agúst Ingvarsson á bongótrommur. „Svo höfum við kallað til liðs við okkur Sæþór Vídó, sem alltaf held- ur tengslum við okkur og Gísla Elíasson sem leikur á trommur í nokkrum lögum. Hann er Eyja- SHADY Owens kemur fram á Hippahátíðinni en hún er enn að. maður og lék með hljómsveitum hér í Eyjum á árum áður.“ Aðrir sem koma fram eru Shady Owens og Rúnar Júlíusson, Bjartmar, fyrsta útgáfa Papanna en í henni eru Hermann Ingi, Hlöðver Guðnason og Vignir og Georg Olafssynir og Hilmar, Bára Gríms og Chris Foster, Hermann Ingi og Helgi, DS Kinks Coverband. „Það er okkur heiður að fá Shady og Rúnar sem flytja brot af lögum Trúbrots, Hermann Ingi og Helgi verða með neista af Logunum þar sem Stones verða í aðalhlutverki og Davíð og Siggi í DS Kinks leita í smiðju Ray og Dave Davis í Kinks eins og nafnið bendir til. Þeir eru hreint út sagt frábærir. Svo ætlum við Arnór að flytja nokkur af lögum Donovans sem gat því miður ekki komið núna hvað sem verður,“ sagði Helga. Arnór og Helga lofa miklu fjöri á stórtónleikunum á föstudagskvöldið sem byrja stundvíslega klukkan níu. „Þá koma allir fram og er fólk hvatt til að mæta í hippafötum til að undirstrika stemmninguna. Þetta er þétt dagskrá í a.m.k. tvo klukkutíma. Kynnir verður Einar Gylfi Jónsson sem kannski á eftir að upplýsa gömul leyndarmál frá hippaárunum." Klukkan tólf á miðnætti á laugar- dagskvöldið, stundvíslega, hefst Hippaballið í Höllinni og verður leikið sleitulaust fram á nótt. „Þar spilar Hippabandið, Papar og eitt- hvað af þeim listamönnum sem komu fram á tónleikunum," sagði Helga og hún lofar frábæru balli. Hún segir þau renna nokkuð blint í sjóinn með aðsókn en áhugi virðist mikill. „Það er mikið hringt en óvissa um það hvort við fengjum Höllina eða ekki hefur háð markaðssetningunni og þannig hefur það verið í fimm ár af þeim sjö sem við höfum staðið í [ressu. En við erum bjartsýn og lofum frábærri skemmtun. Hippabandið æfir allt árið en undanfamar vikur höfum við æft öll kvöld og helgar og fær fólk að sjá og heyra afrakst- ur erfiðisins um helgina," sagði Helga að lokum. Heimasíða Hippahátíðar er http://hippinn.eyjar.is. Að lokum má geta þess að Hippabúðin hennar Þórunnar verður í Höllinni, opin á föstu- deginum frá kl 13 og fram yfir tón- leika, einnig opin á laugardeginum milli kl 14.00 til 18.00. s Eyjabúð 55 ára: Ovissa með framtíðina -segir Friðfinnur í Eyjabúð sem hefur staðið þar vaktina frá 1970 Eyjabúð er sannarlega elsta verslunin í Vestmannaeyjum en í gær, miðvikudaginn 1. október, voru 55 ár síðan Friðfinnur Finnsson, frá Oddgeirshólum, opnaði verslunina sem er enn á sama stað við Strandveginn. Nú er það þriðji ættliðurinn sem á og rekur verslunina en óvissa er með framtíð Eyjabúðar og ræðst það í næsta mánuði hvort rekstr- inum verður fram haldið eða ekki. Þegar komið er inn í Eyjabúð er kókkistan á sínum stað og inn- réttingarnar eru þær sömu og hafa mætt viðskiptavinum í áratugi. Og í hillum og á veggj- um eru sýnishorn af því sem Eyjabúð selur; byggingavörur, útgerðarvörur og verkfæri. Friðfinnur Finnbogason stendur líka vaktina en hvort henni fer að Ijúka skýrist á næstu mánuðum. „Afi minn og nafni opnaði Eyjabúð þann 1. október 1953 og er verslunin því 55 ára á morgun,“ sagði Friðfinnur þegar rætt var við hann á þriðjudaginn. „Pabbi, Finnbogi Friðfinnsson, tók við af honum, ég byrjaði hér 1970 og tók við rekstrinum FRIÐFINNUR segir minni versl- anir eigi undir högg að sækja í harðnandi samkeppni. 1998.“ Hann segir reksturinn hafi lítið breyst nema hvað hann hefur í mörg ár verið með umboð fyrir ferðaskrifstofurnar Urval-Utsýn og Plúsferðir. „Aukin samkeppni, færri bátar og skip hafa áhrif á reksturinn og það er erfitt að reka sérverslun í Vestmanna- eyjum í dag. Eg hef auglýst góðan afslátt í október á öllum vörum í versluninni. I nóvember verður svo ákveðið með framhaldið og óljóst hvað ég geri,“ sagði Friðfinnur að lokum. Bæjarstjórn samþykkir jafnréttisáætlun: Trúir að hún verði far- vegur fyrir jafnréttis- og umbótaverkefni Bæjarstjóm Vestmannaeyja sam- þykkti jafnréttisstefnu sem var lögð fyrir síðasta fund. Er hún liður í því að efla allt jafnrétti í Vestmannaeyjum og er það trú bæjarstjórnar að hún verði farvegur fyrir jafnréttis- og umbótaverkefni sem snert geta nær öll svið sveitar- félagsins „Bæjarstjórn Vestmannaeyja grund- vallar starf sitt á jöfnunt rétti allra bæjarbúa. í nútímasamfélagi er starf að jafnrétti karla og kvenna víðfeðmur málaflokkur sem getur haft mikil áhrif. Vestmannaeyjabær er stór atvinnurekandi og jafnframt sá aðili sem veitir fjölskyldum og íbúum margháttaða grunnþjónustu sem miklu ræður um lífskjör. Því hyggst bæjarstjóm með skipulögðu jafnréttisstarfi vinna út frá jafnrétt- isstefnu hvað varðar kjör og starfs- aðstæður starfsmanna, sem og þjónustu og lífsgæði íbúanna." finnar ruddist inn í hús: Ahyggjur af efndum Aðfaranótt sl. lau- gardags var lögreglu tilkynnt um að maður hefði ruðst inn í hús hér í bæ og verið með hótanir gagnvart húsráðanda. Taldi hús- ráðanda þarna brotið á rétti sínum og lagði fram kæru vegna húsbrots. Mun ástæðan fyrir þessari uppákomu hafa verið áhyggjur þess sem ruddist inn að húsráðandi gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar varðandi húsakaupin. LOGRFGÍ.AW St. Ola lcysir Hcrjólf af: í slipp á Akureyri í tíu daga Herjólfur er í slipp á Akureyri, og mun St. Ola taka við siglingum á meðan. Ráðgert er að Herjólfur verði kominn til Eyja á ný í tæka tíð til að hefja áætlun að morgni 9. október. St. Ola er Eyjamönnum vel kunnur enda skipið leyst Herjólf af hólmi undanfarin ár. St. Ola hóf siglingar milli lands og Eyja að fyr|r breytingunm. morgni þriðjudags. Skipið tekur fleiri bíla og ^ma breytingin er sú að í St. Ola eru færri farþega og ættu Eyjamenn því ekki að finna kojur. Bazrinn: Eyjarnar á Skólavegi? Að undanfömu hafa starfsmenn bæjarins unnið að gerð eyja við gatnamót Skólavegar og hliðargatna. Eyjarnar eru listilega gerðar, lagðar götusteini af mikilli kúnst. Starfsmenn bæjarins eiga heiður skilið fyrir vandaða vinnu. Hins vegar liggur ekki í augum uppi hver tilgangurinn með þessu framtaki bæjarins er og eins gott að eyjamar verði vel merktar svo menn hreinsi ekki undan bílum sínum þegar skyggja tekur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.