Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 15
Frcttir / Fimmtudagur 2. október 2008 15 I Handbolti: ÍBV - Þróttur 31:28 Sigur í fyrsta heimaleiknum - Eyjamenn misstu tvisvar niður mikla forystu REFIRNIR I BOLTANUM. ÍBV Iiðið er skemmtilega sett saman af gömlum refum í handboltanum og ungum og efnilegum strákum. Hér eru tveir refir, Sigurður Bragason og Daði Pálsson en bakvið þá glittir í hinn unga og efnilega markvörð, Friðrik Sigmarsson. íþróttir Eyjamenn fengu Þrótt í heimsókn á laugardaginn en leikið var á nýju parketi í gamla salnum. Eyjamenn munu leika alla sína heimaleiki í gamla salnum í vetur en markmiðið er að skapa þar ósigrandi heimavöll sem önnur lið eiga að vera hrædd við. Stemmningin á laugardaginn var á köflum mjög góð en hefði leikurinn farið fram í nýja salnum hefði fólkið verið meira dreift og engin stemmning myndast. Baráttuglaöir Þróttarar Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu strax forystu en Þróttarar urðu fyrir miklu áfalli eftir aðeins sex mínútna leik þegar Garðar Garðarson var rekinn af velli eftir fólskulegt brot á Leifi Jóhannessyni. Þróttarar gáfust þó ekki upp og börðust vel í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í eitt mark í stöðunni 14-13. Eyjamenn náðu þó góðum kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik 17-14. I seinni hálfleik byrjuðu Eyjamenn af miklum krafti og náðu fljótt yfirhöndinni og náðu sjö marka forystu á tímabili. Þrátt fyrir mikla yflrburði náði Eyjamenn þó aldrei að hrista baráttuglaða Þróttara af sér og mikil spenna skapaðist í leiknum þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá höfðu Þróttarar minnkað muninn í eitt mark. Heimamenn voru þó sterkari á lokamínútunum og unnu leikinn með þremur mörkum 31-28. Eyjamenn sýndu þar mikinn karak- ter að koma aftur til baka en verða að ná að klára leikina þegar færi gefst. Eyjaseiglan vann leikinn Blaðamaður Frétta hitti Leif Jóhannesson eftir leik en Leifur átti mjög góðan leik í liði IBV en hann segir að Eyjaseiglan hafí unnið leikinn. „Fyrsta korterið var mjög gott en svo slökum við aðeins á og vanmetum Þrótt sem er fínasta lið. Við misstum forskotið en á endanum unnum við leikinn á seigl- unni.“ Eyjamenn misstu tvisvar niður mikið forskot í leiknum en Leifur kennir fáum æfmgaleikjum um það. „Við höfum bara fengið allt of fáa æfingaleiki þetta er eiginlega fyrsti alvöruleikurinn okkar og það var gott að vinna hann.“ Leifur hefur mikla trú á velgengni í vetur og telur að liðið eigi góða möguleika á að fara upp. „Við verðum bara að hafa trú á þessu verkefni og halda áfram með Eyjabaráttuna." Tölfræöin Mörk: Sigurður Bragason 7, Leifur Jóhannesson 6, Sindri Ólafsson 5, Sindri Haraldsson 4, Svavar Vignisson 3, Grétar Eyþórsson 3, Vignir Stefánsson 2, Daði Pálsson 1. Varin skot: Kolbeinn Amarson 11, Friðrik Sigmarsson 10. Staðan ÍR 2 2 0 0 69:61 4 Aíturelding 2 2 0 0 56:45 4 Grótta 2 1 0 1 49:52 2 Selfoss 2 1 0 1 59:60 2 Haukar U 2 1 0 1 57:41 2 ÍBV 2 1 0 1 62:62 2 Þróttur 2 0 0 2 50:58 0 Fjölnir 2 0 0 2 40:63 0 UGANDA Andy og Augustine framlengja Ugönsku leikmennirnir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa framlengt samninga sína við ÍBV. Báðir leikmennirnir voru lykilmenn hjá ÍBV þegar að liðið vann fyrstu deildina í ár en báðir voru þeir valdir í lið ársins af fyrirliðum og þjálfurum. Andrew er nú samningsbundinn ÍBV út 2011 en Augustine til ársins 2010. Andrew, eða Siggi eins og Eyja- menn kalla hann, hefur verið hjá ÍBV síðan 2006 og hefur því sitt fjórða tímabil með ÍBV á næsta ári. Hann hefur leikið 51 leik og skorað 2 mörk fyrir ÍBV. Augustine, eða Gústi hefur spilað 33 leiki og skorað 4 mörk fyrir Eyjamenn en hann missti einungis af einum leik í sumar ÍBV mætir Fram í bikar- keppninni Saga Huld spilaði gegn írum íslenska lands- liðið skipað leik- mönnum 19 ára og yngri í kvennaflokki tryggði sér sæti í m i 11 i r i ð 1 u m Evrópukeppn- innar á dögunum en Eyjastelpur komu mikið við sögu. Hópurinn sem var valinn innihélt þrjár stelpur frá ÍBV þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur, Sögu Huld Helgadóttur og Þór- hildi Ólafsdóttur. Þórhildur tók þó ekki þátt í riðlakeppninni sökum meiðsla sem hún varð fyrir á æfingu hjá liðinu. Liðið byrjaði á að spila við gestgjafana frá Israel en sá leikur fór 2-1 fyrir Island en annað mark liðsins skoraði Fanndís Friðriksdóttir sem spilaði nánast alla yngri flokka með IBV. Næsti leikur liðsins var gegn Grikkjum en sá leikur fór einnig 2-1 fyrir Island en mörkin skor- uðu Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir systir Gunnars Heiðars og fyrrum leikmaður ÍBV. Með sigrinum gegn Grikkjum tryggðu stelpumar sér sæti í mill- iriðlum. Seinasti leikur liðsins var gegn Irum en þann leik spilaði Saga Huld Helgadóttir leikmaður ÍBV, liðið tapaði reyndar þeim leik 5-1 en mark liðsins skoraði Fanndís og hún skoraði því í öllum leikjum liðsins. [Körfubolti 11. flokkur Þokkaleg frammistaða hjá 11 .flokk Um helgina spilaði ll.flokkur karla í körfuknattleik í fyrsta skipti í A- riðli. Liðið tryggði sér sæti í riðl- inum með frábærri frammistöðu seinasta vetur. Liðið lék þrjá leiki um helgina. Eyjamenn töpuðu fyrsta leiknum gegn Islands og bikarmeisturum Njarðvíkur 46:85 en Eyjamenn gáfu meisturunum allt of mikinn frið í vamarleiknum. Næsti leikur var mun betri en þá mættu Eyjamenn Breiðablik. Leikurinn var jafn fra- man af en tveir lykilmenn lentu í villuvandræðum strax í 2. leikhluta og hvíldu út hálfleikinn. Þá náðu gestirnir góðri forystu og unnu að lokum 75:89. Seinasti leikur IBV var gegn afar Kristján Tómasson var stiga- hæstur um hclgina. sterku liði Fjölnis. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta 14-14 en Fjölnis- menn náðu þó góðri forystu í byrjun seinni hálfleiks. Eyjamenn komu sterkir til baka í lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða og náðu að minnka muninn í 55-59. Leikmenn IBV hefðu getað minnkað muninn enn frekar en misstu boltann klaufa- lega. Eftir það skomðu Fjölnismenn síðustu ellefu stig leiksins og lokatölur því 55-70. Eyjamenn sýndu oft á tíðum frábæra takta og eiga alveg heima á meðal þeirra bestu á íslandi. Stigahæstu leikmenn IBV Kristján 62, Ólafur 33, Alexander Jarl 29, Einar 18. [Kynning á fimleikakrökkum Nafn og aldur: Agnes Líf Sveinsdóttir. Nafn foreldra: Thelma og Sveinn. Hversu lengi hefur þú æft: Ég hef æft í sex ár. Uppáhaldsgrein: Tvíslá. Leiðinlegast: Slá. Markmið í fimleikum: Að komast í l. þrep. Uppáhalds flmleikastjarna: Svetlana Khorkina. Hefur þú önnur áhugamál: Handbolti. Nafn og aldur: Elísabet Bára Baldursdóttur, 11 ára. Nafn foreldra: Baldur og Helen. Hversu Iengi hefur þú æft: Ég er búin að æfa í sjö ár. Uppáhaldsgrein: Tvíslá, hestur og trampólín. Leiðinlegast: Slá og plankar. Markmið í fimleikum: Að komast í 1. þrep. Uppáhalds fimleikastjarna: Svetlana Khorkina. Hefur þú önnur áhugamál: Fótbolti. Dregið var í Eimskipsbikamum í beinni útsendingu í sjónvarps- þættinum Sportið á mánudaginn. Eyjamenn fá heimaleik en and- stæðingar þeirra verða Fram sem spila nú undir stjórn Viggó Sigurðssonar í úrvalsdeild. Lið Fram hefur byrjað vel í vetur og unnið báða sína leiki. Búast má við hörkuleik og eru allir Eyjamenn hvattir til að mæta á leikinn. Matt Garner orðaður við Valsmenn Enski bakvörð- urinn öflugi og fyrirliði ÍBV, Matt Gamer er orðaður við úrvalsdeildar- lið Val í slúður- pakka Fótbolta .net. Garner lék eins og höfðingi með ÍBV í sumar en er með lausan samning og yrði það gríðarleg blóðtaka ef hann yfirgefur herbúðir ÍBV. Leiðrétting f seinasta tölublaði Frétta var kynning á leikmönnum meistara- flokks karla í handbolta en rangt var farið með nöfn á tveimur leik- mönnum liðsins. Birkir Gylfason heitir Birkir Guðbjömsson og Kolbeinn Arnason heitir Kolbeinn Arnarson. Fréttir vilja biðjast velvirðingar á þessum mistökum. Framundan Laugardagur 4. október Kl. 13.00 Afturelding - ÍBV 1. deild karla í handbolta.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.