Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 14
FALLEGASTI GARÐURINN Fallegasta garðinn eiga Ingibjörg Hjálmarsdóttir og Júlíus Óskarsson, Áshamri 16. Þau hafa lagt mikla vinnu í garðinn því skipta varð um jarðveg áður en framkvæmdr hófust.. Þeim verður seint fullþakkað Þeim sem leggja mikla vinnu í að hafa snyrtilegt í kringum sig verður seint fullþakkað því um leið eru þeir að bæta umhverfið fyrir okkur hin sem sum hver mættum gera betur. Undanfarin ár hefur um- hverfisnefnd Vestmannaeyjabæjar og Rotaryklúbbur Vestmannaeyja veitt viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og eflaust er valið oft erfitt. Hér má sjá hús og fyrirtæki sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni. Fyrir vel heppnaðar endurbætur á húseign fengu Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson, Vestmannabraut 69 viðurkenningu. Fallegasta garðinn eiga Ingibjörg Hjálmarsdóttir og Júlíus Óskarsson, Áshamri 16. Snyrtilegasta húsið og garðinn eiga Guðrún Jóhannsdóttir og Þórarinn Sigurðsson, Illugagötu 15a. Snyrtilegasta fyrirtækið er Smart, Vestmannabraut 30, í eigu Lindu Hannesdóttur og Gíslalngólfssonar. SNYRTILEGASTA húsið og garðinn eiga Guðrún Jóhannsdóttir og Þórarinn Sigurðsson, Illugagötu 15a. FYRIR vel heppnaðar endurbætur á húseign fengu Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson, Vestmannabraut 69 viðurkenningu. SNYRTILEGASTA fyrirtækið er tískuvöruverslunin Smart, Vestmannabraut 30, í eigu Lindu Hannesdóttur og Gíslalngólfssonar. Myndarleg gjöf til GV Á föstudaginn var afhjúpuð gjöf fjölskyldu Guðmundar Inga Guðmundssonar til Golfklúbbs Vestmannaeyja. Um er að ræða stóra klukku sem stendur á steini fyrir utan Golfskálann. Guðmundur Ingi, sem er látinn, var mikill áhugamaður um golf og sagði Páll, sonur hans, að þess vegna hefði fjölskylduna lengi langað til að láta eitthvað af hendi rakna til Golfklúbbsins og hefði þetta orðið niðurstaðan. Fjölskyldan á og gerir út Huginn VE og var Guðmundur Ingi oftast kenndur við hann. Á myndinni eru synir hans, Guðmundur Huginn, skipstjóri á Huginn VE og Páll útgerðarstjóri að afhenda gjöfina sem Helgi Bragason, formaður GV tók á móti. 4

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.