Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 1
bílaverkstæðið BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 48. tbl. I Vestmannaeyjum 27. nóvember 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Farið yfir brunavarnir fyrir jóla- hátíðina Undanfarin ár hefur Lands- samband slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna staðið fyrir eldvarnaviku í grunnskólum landsins og hefur slökkvilið Vestmannaeyja tekið þátt í þessu þarfa landsátaki. A mánudaginn komu öll átta ára börn í Grunnskóla Vestmanna- eyja í heimsókn á Slökkvi- stöðina þar sem Ragnar Bald- vinsson, slökkviliðsstjóri og menn hans tóku á móti hópunum. Farið var yfir helstu þætti í brunavörnum heimil- isins og kom til dæmis reyk- kafari í fullum skrúða og sýndi vinnubrögð þeirra í bruna. Lionsmenn gáfu börnunum litabækur þar sem þemað er brunavarnir heimilisins. Öll börnin fengu heimaverkefni en lausnir verða svo metnar, dregið úr réttum lausnum og vegleg verðlaun veitt. Börnin tóku leiðsögninni vel og var að lokum keyrt aftur upp í skóla í einni af slökkvibifreiðunum og féll það vel í kramið. I framhaldi af þessari heim- sókn barnanna vilja slökkviliðs- menn hvetja íbúa í Eyjum að yfirfara reykskynjara, slökkvi- tæki og eldvarnateppi. Einnig er áríðandi að fjölskyldan hug- leiði flóttaleið ef eitthvað kemur upp á. 5,4 milljónir frá Vinnslustöðinni týndar í kerfinu Of mikið gert úr málinu - segir Andrea Atladóttir hjá Vinnslustöðinni og telur næsta öruggt að þetta fé muni skila sér. I Morgunblaðinu á mánudag var frá því greint að forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum hefðu ekki fengið neinar upplýsingar um eina af þremur millifærslum sem fram fóru milli tveggja gömlu bankanna þann 6. október sl. þarna var um að ræða fjárhæð að upphæð 30 þúsund evrur, eða um 5,4 milljónir króna. Þora ekki að koma heim með peningana Haft var eftir framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, að meðan peningar væru að týnast í kerfinu, þyrðu þeir ekki að koma heim með stórar upphæðir. Stærri peningaupphæðir Vinnslustöðvarinnar kæmu því inn í landið í skömmtum. „Meðan ástandið er svona, eru menn ekki tilbúnir að senda mikið af peningum á milli. Það er glórulaust að flytja heim peninga meðan við eigum að hættu að týna þeim," ságði Sigurgeir Brynjar en sagði útlit fyrir að ástandið væri að batna. Hann benti einnig á að velta Vinnslustöð- varinnar væri á bilinu 400 til 800 milljónir króna á mánuði og því hefði þessi upphæð engin úrslita- áhrif á reksturinn en bætti því við að svona ætti þetta auðvitað ekki að vera. Alls ekki tapað fé Andrea Atladóttir, fjármálastjóri hjá Vinnslustöðinni segir að rétt í kringum bankahrunið hafi fjórar færslur milli banka hér heima ekki skilað sér. Þrjár þeirra hafi þó skilað sér aftur inn á upphaflega reikninga en ein hafi týnst og ekki komið fram enn. „Hjá viðkomandi greiðslu- banka segja þeir að þetta sé ein- faldlega úrvinnsluatriði sem eigi eftir að skila sér, þetta fé sé alls ekki tapað," segir Andrea. Andrea segir að nánast ekkert annað hafí farið úrskeiðis í þeim hamförum sem verið hafa í banka- kerfinu undanfarnar vikur. „Við héldum að okkur höndum í nokkrar vikur eftir yfirtöku bankanna en síðan höfum við notað öruggu leið- ina, Seðlabankaleiðina svokölluðu, og það hefur allt verið í besta lagi. Við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af þessum peningum, þetta er ekki há upphæð og við eigum von á því að þetta verði leiðrétt sagði Andrea Atladóttir. Allt hefur skilað sér Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Isfélags Vestmanna- eyja, sagði að ísfélagið hefði ekki lent í neinum vandræðum vegna þessa. „Reyndar var eitthvað af færslum sem týndist um hríð en það hefur allt fundist. Það tók raunar nokkurn tíma í sumum tilfellum en hefur allt skilað sér," sagði Ægir Páll. Fer vonandi að skána Einar Bjarnason, hjá Godthaab í Nöf, segir að þeirra greiðslur hafi allar skilað sér en það hafi gengið erfiðlega á stundum og mun hægar en áður. „Það hafa verið svona þyngsli í öllu en vonandi fer þetta ástand að skána," sagði Einar. Hann segir að verst hafi ástandið verið í kringum síðustu mánaðamót en síðan þá hafi það lagast. En þetta hefur svo sem ekki sett neitt alvar- lega úr skorðum hjá okkur. Það hefur verið svolítið snúið að ná inn greiðslum og talsverð vinna við það en allt hefur það komið á endanum," sagði Einar. Narfi ehf. Ieitar að hentugri bát Utgerðarfélagið Narfí ehf. hefur selt Narfa VE til Keflavíkur. Viðar Elíasson, útgerðarmaður og fiskverkandi, sagði að báturinn hefði ekki hentað, miðað við kvótastöðu félagsins en unnið verði að því að finna hentugri bát. „Engar veiðiheimildir voru seldar með bátnum og við ætlum að halda áfram í útgerð. Báturinn fór héðan í slipp til Njarðvikur á mánudag og það var gengið frá sölu á bátnum á þriðjudag. Auð- vitað eru ýmsar blikur á lofti í þjóðfélaginu og óvissa í greininni en vonandi birtir til sem fyrst. Við erum með 560 þorskígildi í bol- fiski og humri og þó svo að aukn- ing hafi orðið í humri þá veldur skerðing í þorski ákveðnum erfiðleikum. Við erum að bregðast við með því að breyta áherslum og erum þar af leiðandi að leita okkur að hentugri bát. Höllin komin með leyfi Heilbrigðiseftirlit Suðurlands samþykkti að veita Höllinni fullt starfsleyfí á fundi á föstudag. Undanfarin ár hefur Höllin ekki haft skemmtanaleyfi lengur en til klukkan eitt eftir miðnætti vegna þess að of mikill hávaði hefur borist frá húsinu. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á húsinu og hluti þaksins einangr- aður ásamt því að gripið var til ýmissa annarra ráðstafanna. Heil- brigðiseftirlit Suðurlands hefur í framhaldinu staðið fyrir hljóð- mælingum sem skila nú þeirri niðurstöðu að hljóðmengun mælist nú ekki yfir mörkum frá húsinu. Björgvin Þór Rúnarsson, annar eigenda 2B Company og rekstrar- aðili Hallarinnar, var að vonum ánægður með þessa niðurstöðu. „Eg er ánægður með að nú sé komin lausn og niðurstaða í málið því það skiptir miklu fyrir Vestmannaeyinga að eiga glæsi- legt samkomuhús þar sem Einsi kaldi býður upp á úrvals mat og þjónusta er til fyrirmyndar. Um næstu helgi verður konukvöld í Höllinni og nú höfum við tök á því að skipuleggja árið fram í tímann en þetta eru um fímmtán viðburðir sem dreifast á árið. Síðan ætlum við að markaðssetja húsið sem ráðstefnu og tón- leikahús, " sagði Björgvin. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM SMURSTÖÐOGALHUÐABÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM A MÓTI STRAUML.! nefShamar \/éi a. nr. aíí A\/CDK,CTÆrii VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.