Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Page 2
2 Fréttir /Fimmtudagur 1. apríl 2010 S Landeyjahöfn - Framkvæmdastjóri IBV-íþróttafélags sér kosti og galla: Fagna styttri siglingu en syrgja flugið Tryggvi Már Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri ÍBV, segir að ferða- máti liða IBV-íþróttafélags komi til með að breytast mikið í sumar með tilkomu Landeyjahafnar. Löng sigling með Herjólfí verði væntan- lega úr sögunni en það sem verra er, beint flug til Reykjavíkur líka. Hann segir eðli málsins samkvæmt muni öll lið á vegum félagsins sigla upp í Landeyjahöfn enda verði hugsanlega ekki annað í boði. „Þó svo að það yrðu flugsamgöngur héðan, þá reikna ég með því að langflest íþróttafólk á okkar vegum fari sjóleiðina." Ekkert félag hefur greitt jafn riiikið í ferðakostnað og IBV. Sjá menn ekki fram á bjartari tíma þegar stœrsti útgjaldaliðurinn fer minnkandi ? „Jú, vissulega. Reyndar á félagið eftir að klára samning við Vega- gerðina og Eimskip, en þar sem að IBV er stærsti viðskiptavinurinn nú þegar á ég ekki von á öðru en við fáum góðan samning. Einnig horf- um við til þess að stóru fjáraflan- irnar okkar vaxi enn með þessari samgöngubót og við fáum fleira fólk í bæinn á mótunum og á Þjóðhátíð.11 Nú liggurfyrir að Flugfélag Islands sé að hœtta að fljúga, hefur það áhrif á starfsemi IBV? „Eins og staðan er í dag, þá hefur það vissulega áhrif. Meistaraflokk- - ÞJÓÐHÁTÍÐ í Vestmannaeyjum ÍBV-íþróttafélag á mikið undir góðum samgöngum og ræðst aðsókn á þjóðhátíð m.a. af framboði á ferðum til Eyja. arnir í handbolta hafa notað flugið mikið í vetur. Þá er þetta mjög slæmt fyrir fjáraflanir okkar. Það hefur verið mikil eftirspum í flug. Bæði til þess að komast á Þjóðhátíð og á knattspymumótin. Ég reyndar trúi ekki öðru en að Flugfélagið láti reyna á flugið á markaðslegum for- sendum. Stöðug aukning hefur verið á flugleiðinni til Eyja og er ekkert sjálfgefið að hún minnki við það að fá höfn upp í Landeyjum. Allavega finnst mér dapurt ef það er búið að ákveða það fyrirfram að hætta með flugið. Það er mikilvægt að hafa þennan kost, að vera einung- is 20 mínútur til höfuðborgarinnar," sagði Tryggvi. Viska-Pungapróf orðið 30 metra smábátaskipanám: Kennt í Eyjum en nemendur á fimm stöðum Hjá Visku stendur yfir námskeið sem til skamms tíma var kallað pungapróf en í dag er kennt við tólf metra réttindi og heitir smábáta- skipanám. Eins og nafnið bendir til er því ætlað að gefa réttindi til skip- stjórnar á smábátum allt að tólf metrum. Kennt er í húsnæði Visku í Rann- sóknasetrinu en auk Vestmannaeyja fylgjast nemendur á fjórum stöðum með náminu í gegnum fjarfundar- búnað. „Við erum með stærsta hópinn hérna, 15 nemendur, sjö eru á Grundarfirði, einn á Akureyri, tveir í Húsavík og þrír í Þórshöfn,“ sagði Valgerður Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Visku, sem hefur umsjón með náminu. Margir koma að kennslunni. Sigur- geir Jónsson kennir siglingafræði sem er stærsti hluti námsins. Friðrik Ásmundsson kennir um stöðugleika og siglingareglur og Gísli Eiríksson skipahönnun og vélfræði. „Þá eru kennd fjarskipti, veður- fræði, umhverfísvemd, nolkun sigl- Kristleifsdóttir og Sæbjörg Helgadóttir eru meðal nemenda. ingatækja og samlíkir. Einnig eru slysavamir stór þáttur í náminu og þarf fólk að hafa skilað 15 klukkutímum hjá Slysvarnaskóla sjómanna áður en þeir fá skírteini afhent. Það er þó engin fyrirstaða hjá öllum því margir hafa lokið námi við Slysavarnaskólann,“ sagði Valgerður að endingu. KÖKUBASAR hjá Ægi Fyrir skömmu hélt Ægir íþróttafélag fatlaðra basar í Eyjabúð þar sem aðstandendur komu saman. Þar var myndar- legur kökubasar og Skólalúðrasveitin lék nokkur lög. Notaleg stund í góðra vina hópi. Almannavarnanefnd ræðir viðbrögð við gosi á Fimmvörðuhálsi: Neysluvatn, raforka og öskufall -Meðal atriða sem þarf að huga að Almannavamanefnd Vestmanna- eyja hélt fund í síðustu viku þar sem farið var yfir viðbrögð og viðbúnað vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Fundinn sátu Karl Gauti Hjaltason sýslumaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðs- stjóri, Karl Björnsson læknir, Adolf Hafsteinn Þórsson for- maður Björgunarfélagsins, Sig- urður Þórir Jónsson frá Björg- unarfélaginu og Jóhannes Olafs- son yftrlögregluþjónn. Ivar Atlason frá HS veitum skýrði viðbúnað HS veitna. Sagði hann vatnið mælt tvisvar á dag hér í Eyjum og þrisvar á dag uppi á landi. Mælt væri PH-gildi þess, leiðni og hitastig. Sagði hann PH gildi yfirleitt vera á bilinu 8 til 9 sem væri mjög gott. í janúar s.I. hafi gildið lækkað niður í 5,5 sem væri í súrara lagi. Að undanfömu hefði vatnið mælst á bilinu 8,2 til 9,7 og væri því enga óeðlilega breytingu að finna í vatninu hér í Eyjum í tengslum við eldgosið. Varðandi hugsanlegan vatns- skort eru uppi hugmyndir um að ná í vatn í álunum sem væru um 5 til 6 km frá ströndinni við Bakka- fjöm. Þá var rætt um varaafl rafmagns. Ivar sagði vera nægilegt varaafl fyrir venjulega notkun í bænum, en bæta yrði við afli ef halda ætti uppi fullri vinnslu í stöðvunum. Rætt um hugsanlegt öskufall og viðbrögð við því. Rætt um möguleika á að tengja rafmagn úr Herjólfi í land svo unnt sé að nota landgöngubrýmar og jafnvel til notkunar í bænum í neyð. Samþykkt að kanna þetta mál. Eyja.net Ólafur Björgvin nýr ritstjóri „Nýr ritstjóri hefur tekið við www.eyjar.net, en það ku vera ég sjálfur Ól- afur Björgvin Jóhannesson," segir Ólafur í pistli þar sem hann kynnir sig sem nýjan rit- stjóra Eyjar.net. Tekur hann við af Kjartani Vídó. „Ég stundaði nám í Tækni- skólanum í Reykjavík, lauk þar Upplýsinga og fjölmiðlabraut og sérnámi í grafískri miðlun (prentsmíð) og hef burtfararpróf ásamt því að vera í starfsnámi fyrir sveinspróf í prentsmíði. Tek ég við af honum Kjartani Vidó vini mínum sem heldur í önnur mikilvægari störf að hans sögn. Eyjar.net er fréttasíða sem snýr að málum okkar Eyjamanna. Eftir að ég tók við hefur síðan tekið breytingum sem hafa fengið góðar viðtökur," segir Ólafu/: tJtgefandi Eyjasýn ehf. 4B0ÍJ78-054Í) - Vestmannaeyjiun. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamonn: Gudbjiirg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingason. Ábyrgdarmenn: Ómar Garðars- son & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjiipront. Vestmannaeyjum. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Simar: 481 i:i()(i & 481 3310. Myndriti: 481-1293. NetfangAafpóstnr: frettir@cyjnfrettir.is. Veffang: bttp/Avww.eyjafrettir.is ERÉTEER konui út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarböfn.. ERÉ'ITIR eru prentaðar í 9000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, bljóðritun, notknn ljósmynda og annað er óbeimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.