Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Síða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 1. aprfl 2010 Nýfceddir Vestmannaeyingar: Þann 15. janúar sl. eignuðust Ester Kjartansdóttir og Viðar Huginsson son sem hefur verið nefndur Andri. Hann var 54 cm og vó 4.400 grömm við fæðingu. Með honum á myndinni er stóra systir hans, Elma Dís. Fjölskyldan býr í Kaupmannahöfn. Úr bloggheimum: Þorkell Sigurjónsson bloggar: Kattarsmölun Jóhönnu EM Jæja, nú er það svart maður, en ~ ii það vissi heilaga T Jóhanna ekki, að ''La kettir merkja ekki JB| rautt frá svörtu. I Svo ekki er annað hægt eins og staðan er núna, að kettirnir í VG sjái samflokkskettina í ríkisstjórn- inni alla í svörtum lit. Nei, án grfns þá sé ég engan veg- inn, að VG geti látið sér í léttu rúmi liggja, að vera Ifkt við ketti, þó sú ágæta dýrategund eigi allt gott skilið. VG hafa hingað til verið dregnir á asnaeyrunum af Samfylkingunni í ríkisstjórnarsam- starfi þeirra. Þar má til nefna ESB aðildarumsókn. Engum dylst það sem eitthvað vill sjá, að Samfylkingin hefur ráðið allt og öllu innan ríkisstjórnarinnar og spurning hvort ekki sé hér komið að leikslokum í þeirra samstarfi? Sjálfsagt væri það besta fyrir þessa þjóð, að VG splitti sér frá Samfó núna strax og þeir, ásamt Sjálfstæðisflokki og Framsókn reyni að mynda stjórn. http.V/hector. hlog. is Gísli Hjartarson bloggar: Malið í VG Og önnur dýrahljóð Baulið í Samfó, ýlfrið í Sjálfst., jarmið í Framsókn og hneggið í Borgó.Allt er þetla ámóta máttlaust lið svo ekki sé meira sagt. Orð Ömma um að þessi hugsunarháttur hafi verið Akkilesarhæll íslenskrar stjórnmála á liðnum tíma má kannski til sanns vegar færa. En ég er á því að helsti Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála um langan tíma séu vinnubrögð þeirra, skortur á aga og festu. En þetta með hjarð- mennskuna er sennilega nokkuð rétt hjá honum. Orð Jóhönnu hljóta að vekja VG og Samfó til umhugsunar um það hvort eitthvað af viti sé í gangi í stjómarsamstarfinu held að fólk ætti að líta þetta þeim augum. Trúi því reyndar ekki að þessir tveir flokkar ætli að klúðra stjórnarsam- starfmu á innan við einu ári. Aumur er þá metnaður og samstarfshugur þessa fólks sem telur sig vera aðeins til vinstri í hinu íslenska pólitíska umhverfi. http://fosterinn. blog. is Eyjamaður vikunnar: Vil skvísudanstónlíst Sjö Eyjastúlkur tóku þátt í keppninni um ungfrú Suðurland sem fór fram á Hótel Selfossi síðastliðið föstudagskvöld. Eyjastúlkumar náðu glæsilegum árangri en fjallað er nánar um keppnina annarsstaðar í blaðinu. Engin fékk fleiri verðlaun en Thelma Sigurðardóttir en hún var valin Ljósmyndafyrirsæta og Sportstúlka. Það kom mörgum á óvart að Thelma skyldi ekki komast áfram í lokakeppnina um ungfrú Island en það kemur þó ekki í veg fyrir að Thelma er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Thelma Sigurðardóttir. Fæðingardagur: 2. janúar 1986. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Sigurður Sveinsson og Þóra Ólafsdóttir eru foreldrar mínir. Eg á einn bróður, Svein og kærastinn heitir Andri. Draumabíllinn: Bara einhver geðveikur skvísu-Benz. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Ég er sjúk í kjúkling, nánast alveg sama hvernig hann er matreiddur. Versti matur: Enginn matur verstur, get borðað hvað sem er. Uppáhalds vefsíða: Ætli það sé ekki helv. facebook. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Islensk- og skvísudanstónlist. Aðaláhugamál: Fótbolti, íþróttir, tíska, hönnun, skemmta mér, ferð- ast og margt fleira. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég væri til í að hitta og eiga gott Eyjamaður vikunnar er Thehna Sigurðardóttir. spjall við Beckham hjónin. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar að sumri til. Alveg yndislegar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Mín félög eru IBV og Liverpool. Uppáhaldsíþrótta- mennimir mínir eru Andri og Sveinn. Ertu hjátrúarfull: Nei, get ekki sagt það. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, fótbolta en er enn að kljást við meiðsli. Uppáhaldssjónvarpscfni: Gossip girl, Despirate housewifes og Friends og góðir gamanþættir. Hvernig var að taka þátt í ungfrú Suðurland: Það var bara geðveikt og ógeðslega gaman. Ég hefði aldrei trúað þvf að þetta hefði getað verið svona gaman. Æfmgarnar voru skemmtilegar og lokakvöldið var þvflfk upplifun að ég hefði aldrei viljað sleppa því. Stelpumar vom frábærar sem gerði þetta ennþá skemmtilegra. Var lokakvöldið eitthvað í líkingu við það sem þú áttir von á: Ég var í raun ekkert farin að pæla í því en það stóð svo sannarlega undir mínum væntingum. Varstu ánægð með kvöldið og tit- lana tvo sem þú vannst: Já, mjög ánægð og mjög sátt enda ekki annað hægt. Hefðir þú viljað komast áfram í aðalkeppnina: Já, að sjálfsögðu! Eitthvað að lokum: Þakka fyrir allan stuðninginn og yndislegu kveðjumar sem ég er búin að fá eftir keppnina. Þakka stelpunum líka fyrir frábæran tíma og snilldar lokakvöld. Matgazðingur vikunnar: Uppskrift sem ekki Ég þakka Sœma kœrlega fyrir áskorunina en ég œtla að hjóða upp á heldur óvenjulega uppskrift. Uppskriftina má enginn prufa því Álftin er friðuð, en hljómar svo í matgœðings nafni. fllft fyrir fjóra Tveir vel stálpaðir og fleygir álf- tarungar. Bringurnar skornar úr og léttreyktar, t.d. í reykofni sem fæst í Olís. Eldun: Bringurnar eru þá beikondregnar og léttsteiktar á vel heitri pönnu, með smá olíu, í um það bil 1,5-2 mínú- tur. Bringurnar eru settar til hliðar, ekkert krydd er notað. Þetta má gerast snemma dags en þá má ekki Matgœðingur vikunnar er Erlendur G. Gunnarsson. má prófa hreinsa pönnuna því nota þarf skó- firnar. Rétt áður en snætt er, er set- tur rjómi á pönnuna og beðið eftir að hann sjóði. Þá er panna tekin af eldavélinni, bringurnar settar út í og látið standa í sjö til átta mínútur. Með þessu er skylda að hafa sykur- brúnaðar kartöflur og villt salat. Eftirréttur: Uppvask, yfirleitt hjálparlaust. Síðan er sett singlemalt whiskey í glas og þá hjálpa allir. Takkfyrir mig. Ég skora á Adda Palla, fluggreifa og sjókokk sem nœsta matgœðing en hann á sök á vaxtalagi áhajhar Isleifs í vetur. Gamla myndin: Siggi í Húsavík kom á dögunum inn á ritstjórn Frétta við Strand- veg með nokkrar úrklippur úr gömlum blöðum. Siggi hefur í gegnum árin fylgst afar vel með íþróttalífi Eyjanna en meðal mynda sem hann hafði klippt út er þessi mynd hér til hliðar af fimleikafólki. Siggi segir að þarna sé kvennaliðið hans Karls Jónssonar frá Hól, fimleika- dömur þar voru m.a. Guðný á Gjábakka og fleiri góðar. Þarna er greinileg mikið líf og fjör en Siggi gat ekki sagt með vissu hvenær myndirnar væru teknar en fannst líklegt að það hefði verið upp úr 1950. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 1. apríl Kl. 20. Kvöldmessa með altaris- göngu. Ahersla á síðustu kvöld- máltíð Jesú með lærisveinunum. Sóknamefndarfólk afskrýðir altarið í lok messu og sveipar það svörtu. Prestar Landakirkju. Föstudagur 2. apríl Kl. II. Guðsþjónusta. Félagar úr Leikfélagi Vestm. lesa píslasögu guðspjallanna og erindi úr Passí- usálmum sr. Hallgríms Péturssonar. Síðustu orð Krists á krossinum. Tignun krossins. Kór Landakirkju flytur kórverk og Védís Guðmunds- dóttir leikur á þverflautu. Organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Ath. að guðsþjónustan er fyrir hádegi! Laugardagur 3. aprfl KI. 14. Útför Friðrikku Þorbjömsdóttur. Sunnudagur 4. aprfl Kl. 8. Hátíðarguðsþjónusta. Páskahlátur! Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur H. Guðjóns- son. Landakirkja býður til morgun- verðar í Safnaðarheimilinu eftir hátíðarguðsþjónustuna. Allir velkomnir. Kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju, organisti og prestur. Allir velkomnir. Máudagur 5. aprfl Kl. II. Bama- og fjölskylduguðs- þjónusta. Páskaeggjaleit í lok guðsþjónustunnar. Litlir lærisveinar syngja undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur, kórstjóra. Leikur, sögur og mikill söngur. Þriðjudagur 6. aprfl Kl. 11 - 12. Viðtalstímar presta í Landakirkju þriðjud. til föstud. Kl. 17. Æfing fyrir fermingarböm 10. aprfl og foreldra. Kl. 18. Æfmg fyrir fermingarböm 11. aprfl og foreldra. Kl. 20. Fundur í Gideon-félagi Vestmannaeyja í Safnaðarheimilinu. Miðvikudagur 7. aprfl Kl. 10. Helgistund á Hraunbúðum. Kl. 15. NTT - kirkjustarf nfu til tíu ára krakka. Gísli Stefáns. Kl. 20. Páskafundur í Aglow, félagi kvenna í öllum kirkjudeildum, í Safnaðarheimilinu. Stjórn Aglow. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 1. aprfl Kl. 20:00 ræðumaður Theodor Petersen frá Færeyjum, Rakel syngur. Föstudagur 2. aprfl Kl. 10:00 Upplestur Passíusálma, Gídeonmenn og fleiri lesa valda sálma. KI. 14.00 Hátíðarsamkoma Theodor Petersen frá Færeyjum prédikar og syngur ásamt Rakel dóttur sinni. Ath. Krakkafjör fellur niður þennan dag. Sunnudagur 4. aprfl Kl. 14.00 Hátíðarsamkoma. Theodor og Rakel verða með okkur í söng og gleði. Aðventkirkjan Laugardaginn 6. mars Kl. 11.00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir böm og fullorð- na. Bama og ungmennastarf í höndum Ericu Do Carmo. Einnig verður Biblfu lexía fyrir fullorðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is undir fræðsluefni/Biblíulexia. Kl. 12.00 Guðsþjónusta. Bein útsending frá aðventkirkjunni í Reykjavík, Björgvin Snorrasson predikar. Sími hjá safnaðarpresti er 8662800, netfang thora@adventis- tar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.