Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Page 19
Fréttir / Fimmtudagur 1. apríl 2010 19 -p- Surtseyjarstofa opnuð í sumar - Surtsey er einstök náttúruperla sem þarf að varðveita - Ekki vitað eins mikið um náttúru annarra eyja í öllum heiminum: Verður vonandi gluggi út í eyjuna -Þar sem hægt er að nálgast allar tiltækar upplýsingar um Surtsey, segir forstöðumaður Lovísa Ásbjömsdóttir, forstöðu- maður Surtseyjarstofu, var ráðin í nýtt starf hjá Umhverfisstofnun út í Vestmannaeyjum árið 2008, en þá stóð til að opna Surtseyjarstofu snemma árs 2009. Lovísa vann áður á Náttúrufræðistofnun Islands þar sem eitt af stóru verkefnum hennar var Surtsey, tilnefning hennar á heimsminjaskrá og Surts- eyjarsýningin. „Starf mitt hjá Umhverfisstofnun felst í því að koma upp Surtseyjar- stofu og starfsemi hennar, auk þess að hafa umsjón með friðlandinu Surtsey. Þegar ég kom hingað út í Eyjar vorið 2008 stóð til að byggja gosminjasafnið Eldheima, sem er mjög spennandi verkefni. I Eldheimum var gert ráð fyrir að gera gossögu Vestmannaeyja góð skil og þar var einnig gert ráð fyrir Surtseyjarstofu. I efnahagshruninu haustið 2008 urðu miklar breyt- ingar hjá ríkinu varðandi ný verk- efni og þannig fór að allt fjármagn til Surtseyjarstofu var skorið niður. Sömuleiðis var hugmynd Vest- mannaeyjabæjar um byggingu Eldheima lögð til hliðar. Síðasta sumar ákvað Framkvæmdasýsla rikisins og Umhverfisstofnun að auglýsa eftir húsnæði undir Surts- eyjarstofu, en þar sem ekki var búið að tryggja fjármagn í stofuna var ekki hægt að taka næstu skref. Þá tók við erfiður biðtími eftir svari stjórnvalda um framhaldið, en í febrúar síðast liðnum samþykkti fjármálaráðuneytið kostnaðaráætlun Surtseyjarstofu og komið er grænt ljós um áframhaldið. Eftir allan þennan tíma var tölu- verð hætta á að við værum búin að missa húsnæðið sem okkur bauðst síðasta sumar og að við værum komin aftur á byrjunareit varðandi það, en sem betur fer var það ekki. Fljótlega verður gengið frá leigu- samningi um húsnæði á Heiðar- vegi I þar sem Surtseyjarstofa verður til húsa a.m.k. næstu fimm árin. Staðsetningin er á góðum stað og Surtseyjarstofa verður sýnileg í miðbænum. Nú er verið að teikna húsnæðið, eigandinn, Gfsli Valur, er langt kominn með að hreinsa út og síðan hefst uppbygging. Við vonumst til að opna Surtseyjarstofu um mán- LOVÍSA og Þórunn sýningarhönnuður að störfum. -Það er heilmikið verk framundan og auðvitað getur ýmislegt komið uppá sem getur frestað opnun stofunnar, en maður finnur fyrir miklum vilja þeirra sem koma að þessu verki að opna Surtseyjarstofu í sumar , segir Lovísa. ÞANNIG kemur Surtseyjarstofa til með að líta út. Þarna var áður skemmtistaðurinn Skansinn. Fljótlega verður gengið frá leigusamningum um húsnæði á Heiðarverg 1 og Surtseyjarstofa verði þar til húsa a.m.k. næstu fimm árin. Staðsetningin er á góðum stað og Surtseyjarstofa verður sýnileg í miðbænum. Sýningin „Surtsey - jörð úr Ægi“ sem var í um 320 fermetra sýningarsal í Þjóð- menningarhúsinu verður núna sett upp í um 170 fermetra sýningarsal. aðarmótin júní-júlí. Það er heilmik- ið verk framundan og auðvitað getur ýmislegt komið uppá sem getur frestað opnun stofunnar, en maður fmnur fyrir miklum vilja þeirra sem koma að þessu verki að opna Surtseyjarstofu í sumar og ég er viss um að okkur takist það í þetta skiptið. Sýningin „Surtsey - jörð úr ægi“ sem var í um 320 fer- metra sýningarsal í Þjóðmenn- ingarhúsinu verður núna sett upp í um 170 fermetra sýningarsal. Þannig að það verður heilmikil kúnst að koma sýningunni fyrir. Sýningarhönnuðurinn, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir kemur fyrir páska til að skoða sýningarsalinn og teikna sýninguna inn í rýmið. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Ég reikna með að Surtseyjarstofa verði opin eins og önnur söfn í Vestmannaeyjum yfir sumartíma. Yfir vetrartíma er opnunartíminn styttri og starfsemin miðuð frekar við heimsóknir skólahópa. Síðan eru margar góðar hugmyndir um skemmtilegar uppákomur í Surtseyjarstofu, en fyrsta skrefið er að opna.“ Hvað með vœntingar? „Bæjarbúar hafa miklar væntingar til Surtseyjarstofu. Þegar fréttir bárust af fjárveitingu í Surtseyjar- stofu bárust mér margar ham- ingjuóskir og þótti mér vænt um það. Surtsey er einstök náttúruperla sem þarf að varðveita og ekki er vitað eins mikið um náttúru annarra eyja í öllum heiminum, eins og það sem við vitum um Surtsey. Vonandi verður Surtseyjarstofa einskonar „gluggi“ út í eyjuna, þar sem hægt er að nálgast allar tiltækar upplýsingar um Surtsey." Herrakvöld ÍBV - Vel heppnuð gleðistund: / Treyja Olaf Stefánssonar á metfé Það var mikið um dýrðir á karlakvöldi karlahandboltans hjá ÍBV þar sem samankomnir voru um 140 karlar á öllum aldri. Allt miklir stuðningsmenn handboltans og IBV og sannkallaðir gleðipinnar. Áherslan er góður matur og létt skemmtiatriði og allt stóðst væntingar þetta sinnið. Kári Vigfússon og hans fólk sá að venju um matinn sem var að mestu glæsi- legir fiskréttir en passað var upp á að þeir matvöndu fengju kjöt. Páll Scheving stýrði skemmtuninni og tókst svo vel upp að enginn tók eftir því að aðalræðumaður kvöldsins mætti aldrei. Ymislegt var gert til að komast í buddu gesta og hæst bar uppboð á árituðum treyjum landsliðsmannanna Róberts Gunnarssonar, Guðjóns Vals Gíslasonar og Olafs Stefánssonar. Eðlilega fór treyja fyrirliðans á hæsta verðinu, fór á metfé, og prýðir hún nú húsnæði Godthaabs í Nöf. Allir stóðu ósárir upp frá borðum og eiga ekkert nema góðar minningar frá herrakvöldinu. Þeir geta svo huggað sig við að nýtt herrakvöld kemur að ári, {I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.