Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Qupperneq 21

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Qupperneq 21
Fréttir / Fimmtudagur 1. apríl 2010 21 Útræðið í Höfðavík - Áhugahópur vill byggja það í upprunalegri mynd - Krær og bátar: Allt á að minna á gamla tímann -segja Róbert Sigurmundsson og Jóhann Jóhannsson, talsmenn hópsins Hópur áhugamanna vill byggja upp svæðið þar sem bændur höfðu útræði í Höfðavík. Hugmyndin er að koma upp króm í upprunalegri mynd en þær voru þrjár: Draum- bæjarkró, Stórhöfðakró og Sigríðar- staðakró. Hópurinn hefur fest kaup á bát til að hafa á staðnum og svæðið allt á minna á gamla tímann í um- hverfi þar sem seltubragð og sjávar- gnýr magnar upp andrúmsloftið. Róbert Sigurmundsson og Jóhann Jóhannsson segja að þeir félagar séu tilbúnir til að hefjast handa um leið og þeir fá leyfi frá bæjaryfirvöldum. Bátar í fjörunni „Við sendum bréf til umhverfis- og skipulagsráðs þann 29. apríl 2009 þar sem við óskuðum eftir afnotum af landi við Höfðavík," sagði Róbert en ráðið vísaði umsókninni til fræðslu- og menningarráðs sem tók afstöðu til málsins tæpu ári seinna. Ráðið fagnar áhuga utanaðkomandi aðila á menningu og sögu Vest- mannaeyja en leggur áherslu á að ef leyfi fæst til framkvæmda á svæðinu verði farið eftir sögulegum fyrir- myndum og þess gætt að fram- kvæmdir raski sem minnst yfir- bragði umhverfisins. „Við vonumst nú til og bíðum eftir að umhverfis- og skipulagsráð af- greiði umsóknina fljótlega og erum tilbúnir að byrja um leið og leyfi liggur fyrir. Við ætluðum að hafa þetta klárt 2011 en nú hafa fram- kvæmdir dregist um eitt ár frá því okkar hugmyndavinna hófst. Tólf einstaklingar standa að félaginu og það fyrsta sem við ætlum að gera, ef að þessu verður, er að setja upp kort af þeim framkvæmdum sem fyrir- hugaðar eru á svæðinu," sagði Jóhann og Róbert útskýrir málið frekar. „Við höfum hug á að fá bátana sem standa við Safnahúsið til að hafa þama ásamt árabát sem við keyptum. Það er merkilegur bátur, smíðaður af Dodda á Hallómstað og Eggerti Gunnarssyni bátasmið. Ef við fáum bátana frá safninu þarf að steypa túndamen undir þá, “ sagði Róbert og Jóhann bendir á að ára- báturinn sé fjóræringur og gamal- dags spili verði komið fyrir í fjör- unni og hann dreginn upp á því. Selja söl, fisk og egg á staðnum Reiknað er með töluverðum umsvif- um í kringum útræðið sem geri hann lifandi þannig að hann laði til sín ferðamenn og bæjarbúar. „Við ætlum að selja egg, söl, siginn og saltaðan fisk. Okkur finnst upplagt að þurrka fisk á stakkstæðinu við Olnboga og selja í Höfðavík," sagði Jóhann og bendir á að svæðið sem tilheyri bændaútræðinu verði girt af með grjóthleðslu en þannig hleðsla var í Höfðavík í gamla daga. „Fyrsta króin sem við viljum byggja upp er Draumbæjarkróin, hún snýr í norður-suður og ástæðan fyrir val- inu er að minnsta timbrið fer í hana. Svo eru Stórhöfðakró og Sigríðar- staðakró,“ sagði Róbert. „Við viljum hafa þetta eins og það var. T.d. var kálgarður við Sigríð- arstaðakró og við ætlum að setja niður kartöflur í vor. Svo ætlum við að vera með landnámshænur og Haukur á Reykjum á fé í túninu við hliðina og þá getum við verið með nokkrar kindur innan girðingar," bætti Jóhann við. „Ég talaði við Óskar í Stórhöfða, hann var síðasti maðurinn sem fór í kræmar og hann verður okkar upp- lýsingafulltrúi um staðinn. Hann tók sjósýni þama og var með að- stöðu í Stórhöfðakrónni þannig að hann þekkir þetta út og inn,“ sagði Róbert og Jóhann minnir á söguna af frönsku sjómönnunum sem vom dysjaðir þarna rétt fyrir ofan. ÖFLUGUR HÓPUR F.v. Helgi Georgsson, Haukur Guðjónsson, Jens Karl Jóhannesson, Róbert, Garðar Arason, Viktor Hjartarson, Örn Einarsson, Jóhann, Haraldur Óskarsson, Bragi Steingrímsson og Páll Marvin Jónsson. Myndir Sigurgeir Jónasson. BÆNDAÚTRÆÐIÐ í Höfðavík Þannig sér Jóhann Jónsson listó fyrir sér aðstöðuna eins og hón var. Hægra megin er Draumbæjarkróin, Fremri króin til vinstri er Sigríðarkróin og Stórhöfðakróin er á bak við hana. ©Teikning: Jóhann Jónsson, mars 2010. „Hundrað áram síðar vora þeir flutt- ir í kirkjugarðinn. Við ætlurn að hafa samband við franska sendiráðið og athuga hvort þeir vilja útbúa minnis- varða með nöfnum mannanna," segir hann og telur tímabært að minnast þessa atburðar. Sjóminjasafn og minja- gripagerð Hvað með reksturinn á svæðinu? „Við ætlum að sækja um hjá sjóðum sem styrkja svona verkefni. Hug- myndin er ekki að við eigum þetta svæði heldur bæjarbúar. Við sjáum fyrir okkur að þarna verði minja- gripir útbúnir og að þarna verði sjóminjasafn í framtíðinni. Þarna getur myndin hans Palla Steingríms sem hann gerði um útræðið rúllað á skjá í einni krónni og sömuleiðis verði myndir til sýnis sem tengjast sjósókn. Við viljum líka hafa myndir af fjölskyldunni á Sigríðarstöðum og þeim sem þarna bjuggu, “ sagði Róbert. Félagamir sem standa að verkefn- inu treysta á að bærinn komi með sex til átta borð til að bæjarbúar geti sest niður á staðnum. „Borðin verða vissulega að vera með sambyggðum bekkjum svo þau fjúki ekki í slæm- um veðrarn," sagði Jóhann og Ró- bert bætir því við að taka þurfi mið að veðri hverju sinni. T.d. er gert ráð fyrir þremur flagg- stöngum sem hægt er að setja upp þegar eitthvað er um að vera á svæðinu og taka síðan aftur niður. ATRIÐI úr kvikmynd Páls Steingrímssonar frá árinu 1979 um útræðið í Höfðavík. MYND af upphaflegu krónum og Óskar í Höfðanum við tóftirnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.