Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Page 22

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Page 22
22 Fréttir / Fimmtudagur 1. apríl 2010 GLÆSILEGAR F.v. Birgitta Ósk sem varð í 2. sæti, Hlíf sem var valin ungfrú Suðurland og Ragna María sem varð í þriðja sæti. Myndir Sunnlenska fréttaveitan/Egill. S Ungfrú Suðurland - Eyjastúlkur stóðu sig frábærlega - Þrjár í ungfrú Island: Hlíf í fyrsta sæti og Birgitta Osk í öðru -Thelma ljósmynda- og sportstúlkan - Sara Dögg vinsælust - Eyjmenn studdu Vestmannaeyingar áttu salinn á Fegurðarsamkeppni Suðurlands sem fram fór á Hótel Selfossi. Þar áttu Vestmannaeyingar sjö stúlkur af ellefu og þeir geta unað glaðir við sitt því Hlíf Hauksdóttir, leikmaður IBV í knattspyrnu sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja, var valin ungfrú Suðurland. Eyjastúlkan Birgitta Ósk Valdimarsdóttir varð í öðru sæti og Ragna María Gestsdóttir í því þriðja. Sara Dögg Guðjónsdóttir frá Vestmannaeyjum var valin vinsælust og Thelma Sigurðardóttir, líka frá Eyjum, var valin ljósmyndafyrirsætan og sport- stúlkan. Sex stúlkur komast áfram og í þeim hópi eru Hlíf, Birgitta Ósk, Ragna María, Sara Dögg, Svava Kristín Grétars- dóttir frá Vestmannaeyjum og Steinunn Yr Hjaltadóttir Bender. Keppniskvöldið var á allan hátt hið glæsilegasta. „Salurinn var kjaftfullur og áberandi hvað Eyjamenn voru fjölmenn- ir,“ sagði Egill Bjarnason, blaðamaður og Ijósmyndari, sem tók myndirnar á síðunni. „Þeir stóðu með sínum stúlkum og létu vel til sín heyra og voru komnir upp á borð þegar best lét.“ Að sjálfsögðu voru stúlkurnar í aðal- hlutverki, komu fram á sundfötum og kjólum en líka var boðið upp á tónlist. Meðal annars fluttu nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands atriði úr söng- leik sem fluttur var á árshátíð skólans. „Eyjamenn áttu kvöldið og salinn sem kom best í Ijós þegar úrslitin voru birt. Annars var þetta í alla staði vel heppnað, þriggja rétta máltíð, góð skemmtiatriði og góð stemmning. Og ekki má gleyma stúlkunum sem stóðu sig frábærlega,“ sagði Egill. Ungfrú Suðurland, Hlíf Hauksdóttir: Aldrei leið- inlegt að vinna Hlíf Hauksdóttir, ungfrú Suður- land, var að vonum ánægð með úrslitin þegar Fréttir náðu tali af henni á mánudag. „Þetta var æðislegt, ég bjóst ekki við að þetta yrði svona skemmtilegt. Þarna var mikið af fólki og góð stemming." Urslitin, komu þau óvart? „Þau komu mér mjög mikið á óvart, þau gerðu það,“ sagði Híf og viðurkennir að hún sé keppnismanneskja. „Það er aldrei leiðinlegt að vinna,“ bætti hún við enda keppir hún í fót- bolta og mikil áhugamanneskja um íþróttir. Hvernig leggst keppnin um ungfrtí Island í þig? „Bara vel, ég veit ekki ennþá hvenær hún verður. Eg er að fara út með fótboltanum til Bene- dorm á fimmtudag þar sem við verðum í viku æfmgaferð. Það verður gott að komast í sólina og spila fótbolta pg ég einbeiti mér svo að ungfrú Islands keppninni þegar nær dregur." Hlíf er á fyrsta ári í Iþrótta- fræði við Háskóla íslands þannig að það er í nógu að snúast. „Mér l'innst best að hafa nóg að gera og ég ætla að koma beint eftir prófín til Eyja. Það er frábært að spila með IBV. Ég er svolítill Vestmannaeyingur í mér og hann vex með hverju ári.“ FLOTTAR stúlkur Á efri myndinni eru Eyjastúlkurnar Thelma og Birgitta Ósk og Sara Dögg og Svava Kristín á þeim neðri. Birgitta Ósk: Frábært Birgitta Ósk Valdimarsdóttir varð í öðru sæti. „Þetta var rosa- lega gaman og frábært kvöld. Við vorum búnar að æfa í tvo mánuði og vorum ógeðslega spenntar og pínulítið stressaðar. En þetta var bara gaman, hvort sem við komum fram á tísku- sýningu eða á síðkjólum. Salurinn var þétt setinn, um þrjú hundruð manns, og gerði það meira spennandi að sjá alla ættingja og vini í salnum. Ég er rosa sátt við þetta.“ Birgitta sagði það hafa komið á óvart þegar kynnirinn tilkynnti að sex keppendur kæniust áfram í keppnina um ungfrú ísland. „Við vissum ekkert af því og hann bað okkur að stíga fram um leið og hann las nöfnin. Síðan var tilkynnt um þriðja sætið og það var skemmtilegt að tvíburasystir Rögnu Maríu krýn- di hana því hún var j þriðja sæti í keppninni í fyrra. Ég var auð- vitað mjög ánægð að fá annað sætið og stelpan sem krýndi mig var í því sæti í fyrra og mamma og tengdamamma hennar eru góðar vinkonur. Þannig að þetta var bara skemmtilegt, “ sagði Birgitta en þrjár af Eyjastelpunum komast áfram í ungfrú Island keppnina. „Ég er mjög spennt fyrir ungfrú ísland keppninni en tók tvo daga í óhollustu svo er bara að halda áfram en ég er ekki viss hvenær sjálf keppnin fer fram. Mér er sagt að keppnin unt ungfrú Island sé miklu meiri vinna en ég held það verði gaman að takast á við þetta," sagði Birgitta að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.