Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Qupperneq 24
(FRÉTTIRJI plús ☆ ™ 5umfiRFfR0,R
Frétta- og ouglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 1 brjÚðÉúÆí' riMjiáagjafíMJ) £L-í*íí jl-'~IXláí J 3"/ííibHJ-d&ÚMiaaríij
IlllÍMlÍl iif * ' 1
WSP'" 'aBi |U L J ':fi ~ < ML4 MT R W!k-~
EYJASTÚLKUR urðu sigursælar í keppninni um Ungfrú Suðurland. Hlíf Hauksdóttir, leikmaður ÍBV í
knattspyrnu, var valin Ungfrú Suðurland. Birgitta Osk Valdimarsdóttir, til vinstri varð í öðru sæti og Ragna
María Gestsdóttir í því þriðja. Sjá nánar á bis. 22. Mynd Sunnlenska fréttaveitan/Egill.
Margt í boði í Vestmannaeyjum um páskana:
Kirkjurnar hressa andann á daginn
/
-A kvöldin og á nóttunni kemur það í hlut skemmtistaða
Vestmannaeyjabær stendur ekki
fyrir gönguferðum eða öðrum
uppákomum um páskana eins og
undanfarin ár. Kirkjan heldur hins
vegar sínu striki enda páskamir
stærsta hátíð kristinna manna.
Skemmtistaðir bæjarins láta heldur
ekki sitt eftir liggja því og nóg um
að vera alla páskana og eldri
borgarar verða með þriggja kvölda
páskaeggjaspilakeppni í Alþýðu-
húsinu næstu þrjú fimmtudags-
kvöld.
I Landakirkju verður kvöldmessa
með altarisgöngu á skírdag og í
guðþjónustu á föstudaginn langa
lesa félagar úr Leikfélagi Vest-
mannaeyja úr píslasögu guðspjall-
anna og erindi úr Passíusálmum sr.
Hallgríms Péturssonar.
Klukkan átta á páskadagsmorgun
verður hátíðarguðþjónusta og að
henni lokinni er kirkjugestum boð-
ið til morgunverðar í Safnaðar-
heimilinu. Barna- og fjölskyldu-
guðþjónusta verður í kirkjunni á
annan í páskum.
Hvítasunnukirkjan stendur líka
fyrir öflugu samkomustarfi um
páskana. A skírdag verður Theodor
Petersen frá Færeyjum ræðumaður
á samkomu á fimmtudagskvöld.
Gídeonmenn og fleiri lesa Passíu-
sálma og valda sálma á föstudaginn
langa. Hátíðarsamkomur verða á
páskadag og annan dag páska.
Það verður líka nóg um að vera á
skemmtistöðum bæjarins. A kaffi
Kró verður Eyjakvöld á fimmtu-
dagskvöld. Skítamórall verður í
Höllinni eftir miðnætti föstudagsins
langa og Hljómsveitin Buff eftir
miðnætti á páskadag. Einsi kaldi
stendur fyrir Galadinner í Höllinni
laugardaginn 3. aprfl þar sem boðið
verður upp á glæsilegan kvöldverð
með léttu undirspili og ekkert til
sparað.
Volcano Café verður líka með
veglega dagskrá, Einar Ágúst
skemmtir á miðvikdagskvöld, þá
verður opið fram á morgun og
Skítmórall spilar á fimmtudags-
kvöld. Það var líka opið á föstu-
dagskvöld og Kiddi Bigfoot heldur
uppi stuðinu á laugardagskvöld.
Volcano Café verður opið föstudags
og sunnudagskvöld.
Á Lundanum verður plötusnúður
á miðvikudagskvöld og hljómsveit-
in Tríkot heldur uppi fjörinu á
föstudags- og laugardagskvöld.
Siglingstofnun hefur samþykkt fækkun í áhöfn Herjólfs:
Starfsfólk óttast að gripið verði til uppsagna
þegar siglingar hefjast í Landeyjahöfn
Siglingastofnun hefur samþykkt
fækkun í áhöfn Herjólfs úr 14 til 15
í níu eftir að skipið byrjar að sigla í
Landeyjahöfn um mitt sumar eins
og áætlað er. Mun þetta einkum
bitna á þjónustufólki og hásetum.
Hvað gengið verður langt í að fækka
í áhöfninni liggur ekki fyrir en ljóst
er að allt að 20 manns gætu horft
upp á að missa vinnuna þegar kemur
fram á árið.
I dag er fyrirkomulagið þannig að
14 eru áhöfn yfir vetrartímann, 15
frá 1. apríl til 1. september og allt að
Kristján skipstjóri á Gandí
Nýr skipstjóri hefur verið
ráðinn á Gandí VE 171. Hann
heitir Kristján E. Gíslason og er
sem stendur skipstjóri á ísfisk-
togaranum Mars RE 205.
Kristján hefur lengst af starfað
hjá Granda og var bæði skip-
stjóri og stýrimaður á Engey RE
á árunum 2005 til 2007.
Kristján hefur störf fljótlega,
um miðjan apríl enda reiknað
með að skipið komi um það leyti
til Eyja. Kristján kemur til með
að eiga lögheimili í Vestmanna-
eyjum.
Mynd Þorgeir Baldursson.
17 þegar mestir flutningar eru.
Samkvæmt heimildum Frétta er gert
ráð fyrir níu og mest tólf þegar
siglingar hefjast í Landeyjahöfn. Til
að manna skipið þannig að áhöfnin
fái tilskilinn frítírha er tvöföld áhöfn
á Herjólfi í dag og það verður áfram.
Þeim mun þó fækka úr um 30 í um
20. Sami fjöldi verður í brú þar sem
sjö skiptast á, í þjónustunni eru tíu
til tólf en gæti farið niður í tvo
kokka.
Hver niðurstaðan verður liggur enn
ekki fyrir og er málið til skoðunar
hjá Eimskip sem heldur áfram
rekstri skipsins. Þó minni þörf verði
fyrir þjónustu með færri farþegum í
ferð, engum klefum og styttri
siglinu er ólíklegt að ekki verði ein-
hver þjónusta í boði. En á meðan
ekki liggur fyrir hvernig henni verði
háttað og hvað mörgum er ætlað að
sinna störfum á dekki er stór hluti
áhafnarinnar í óvissu um framtíð
sína. Engum hefur verið sagt upp en
þernumar eru með mánaðar upp-
sagnarfrest.
VIKUTILB0Ð
31. mars - 7. apríl
^lcöiícaa
*
0PNUNARTÍMI
Skirdagur (fimmtud.)
kl. 10.00 -19.00
Laugardaga
kl.10.00 -19.00
2. i póskum (mónud.)
kl.11.00-19.00