Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Blaðsíða 2
2
Frcttir / Fimmtudagur 17. júní 2010
Sparisjóðurinn - Tillaga um endurfjármögnun fyrir stofnfjáreigendur:
Halda eftir 10% af heildarstofnfé
-Sem verður 1004 milljónir - Seðlabankinn verður stærsti eigandinn
Boðað hefur verið til stofnfjár-
eigendafundar í Sparisjóði Vest-
mannaeyja á mánudaginn. A dag-
skrá er kynning á endurfjármögnun
Sparisjóðsins og tillaga um hækkun
stofnfjár til jöfnunar á tapi sem ekki
verður jafnað á annan hátt.
Tillaga um hækkun stofnfjár er í
fjórum liðum. í fyrsta lagi hækkun
stofnfjár til eigenda vfkjandi krafna
á hendur Sparisjóðnum, í öðru lagi
til eigenda óverðtryggðra krafna á
hendur Sparisjóðnum, í þriðja lagi
með aðkomu Seðlabankans og fjár-
málaráðherra fyrir hönd ríkisins og
loks hækkun með aðkomu Vest-
mannaeyjabæjar og Vinnslustöðvar-
innar hf.
I bréfi sparisjóðsstjóra til stofn-
fjáreigenda kemur fram að samn-
ingaviðræður við Seðlabanka og
aðra kröfuhafa um endurfjármögnun
Sparisjóðsins hafi staðið frá því í
febrúar sl. Því ferli lauk í apríl og í
sama mánuði samþykkti Fjármála-
eftirlitið að gengið yrði til endan-
legra samninga sem háðir eru sam-
þykki stofnfjárfundar.
Helstu atriði tillagnanna eru að
miðað er við að 38,4% krafna Seðla-
bankans verði endurfjármögnuð
með nýju langtímaláni, f4% með
nýju víkjandi láni, 25,1 % verði
breytt í stofnfé og að Seðlabankinn
afskrifi eftirstöðvar krafna.
Gert er ráð fyrir að skuldabréfa-
eigendur án veðs fái lánin færð
niður um 55% og fái eftirstöðvar
greiddar og að skuldabréfaeigendur
með veði færi lánin niður um 33,9%
og fái eftirstöðvar greiddar.
Þá er gert ráð fyrir að víkjandi
kröfuhafar, sem eiga samtals 385
milljóna kröfu á Sparisjóðinn,
endurfjármagni 50% með stofnfé og
afskrifi 50% af kröfum sínum eða
færi lánin niður um 70% og fái
eftirstöðvar greiddar.
Loks er miðað við að 72% af nú-
verandi stofnfé verði afskrifuð með
lækkun úr 375 milljónum króna í
100 milljónir. Núverandi stofn-
fjáreigendur halda eftir 10% af
heildarstofnfé Sparisjóðsins sem
verður 1004 milljónir eftir endur-
skipulagninguna.
Að þessu loknu mun Seðlabankinn
eiga 55,3% í Sparisjóðnum, eigend-
ur skuldabréfa 19,8%, nýir stofn-
fjáreigendur 14,9% og núverandi
10%.
Bankasýslan mun fara með hlut
ríksins en í fundarboði segir að
stjórnvöld hafi gefið vilyrði fyrir því
að Sparisjóðurinn og núverandi
stofnfjáreigendur hafi endurkaupa-
rétt á verulegum hluta þess stofnfjár
á nafnvirði auk vaxta en nánari
útfærsla er í höndum Bankasýsl-
unnar.
17. júni
hátíðlegur
haldinn
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní
verður haldinn hátíðlegur um
allt land í dag. Skrúðganga fer
frá Iþróttamiðstöð að Stakka-
gerðistúni þar sem hátíðar-
höldin hefjast klukkan 14.00.
Þar flytur Páley Borgþórs-
dóttir, formaður bæjarráðs,
hátíðarræðu, fjallkonan,
Thelma Sigurðardóttir, flytur
hátíðarljóð, og nýstúdent
ávarpar hátíðargesti.
Fimleikafélagið Rán verður
með sýningu, auk þess verða
söng- og skemmtiatriði.
Kvenfélagið Líkn verður með
veitingasölu í Akóges og ljós-
mynda- og vatnslitasýning
Astþórs Jóhannssonar,
„Horfnir veðurvitar“ verður
opnuð í Svölukoti.klukkan
17.00.
Herminator Invitational golfmótið - Styrkir ungmenni:
Barnaheill Vm nýtur góðs af
Herminator Invitational golfmótið
verður haldið í Eyjum í annað
skiptið 26. júní næstkomandi.
Mótið er góðgerðargolfmót þar sem
allur ágóði rennur til góðs málefnis
og höfuðáherslan er að styrkja börn
og unglinga. I fyrra söfnuðust 2,8
milljónir og naut m.a. Barnaheill í
Vestmannaeyjum góðs af því en
aðalstyrktaraðili mótsins er
Soccerade. Mótið vakti talsverða
athygli í fyrra enda kom enski
knattspymumaðurinn Sol Campbell
á mótið það sinnið.
Rúlur Snorrason, Eyjamaður og
félagi Hermanns, hefur haft yfir-
umsjón með skipulagningu móts-
ins. „Mótið byrjaði reyndar fyrir
fjórum árum, sem lítið fjölskyldu-
mót en í dag er mótið orðið stærsta
góðgerðargolfmót á Islandi,“ sagði
Rútur. Markmiðið er að gera mótið
enn öflugra á komandi árum,
sérstaklega með tilkomu erlendra
aðila. Sol Campbell kom í fyrra en
við höfum ekki náð að fá erlenda
knattspyrnustjömu í ár, þar spilar
HM mikið inn í en það gæti ein-
hver dottið inn korter í mót," bætti
hann við.
„Það koma þrír danskir blaða-
menn í mótið, frá stærstu miðl-
unum þar í landi. Verður það mjög
góð kynning á mótinu og Vest-
mannaeyjum. Sérstaklega þar sem
við höfum ekki markaðsetl mótið
mikið erlendis."
Eins og áður sagði þá er aðal-
FLOTTIR, Birkir Kristins, Þorsteinn Hallgríms, Hermann, Campell
og Eiður Smári á móti í fyrra.
markmið mótsins að styrkja góð
málefni með höfuðáherslu á börn
og unglinga. „Þá er ekki síður
mikilvægt að taka annan vinkil á
golfíþróttinni og fá skemmtilegt
fólk til að koma saman, spila golf
og eiga góðan dag. I framtíðinni
sjáum við það líka sem mikla land-
kynningu, sérstaklega fyrir Vest-
mannaeyjar og golfvöllinn. I fyrra
söfnuðust 2,8 milljónir króna og er
ætlunin í ár að allavega tvöfalda þá
upphæð. Við verðum í mjög öflugu
samstarfi við 365 miðla, sem munu
beita sínum miðlum í söfnuninni -
þ.e. Fréttablaðið, Stöð 2 og vikuna
fyrir mót verður útvarpslandssöfn-
un á Bylgjunni. Þar geta einstak-
lingar og kannski aðallega fyrir-
tæki styrkt söfnunina. Það fyrir-
tæki sem gefur mest í söfnunina
fær að launum fjögur sæti í
golfmótið þar sem allt er innifalið.“
Rútur segist leggja áherslu á að
Eyjamenn taki virkan þátt í söfn-
uninni. „Við leggjum áherslu á að
fólk í Eyjum leggi söfnuninni lið
og þá sérstaklega með því að
styrkja Barnaheill í Vestmanna-
eyjum beint,“ sagði Rútur og bætti
við að reikningsnúmer Barnaheilla
í Vestmannaeyjum sé 1167 - 15 -
551107 og kennitala reikningsins er
280374-4829.
Nýjung á
Café María
Café María býður upp á nýjung í
hádeginu alla virka daga. Boðið er
upp á sérstakan hádegismatseðil á
sanngjörnu verði. Er það súpa og
salatbar þar sem er að linna fimm-
tán tegundir af fersku grænmeti og
öðru góðgæti. Þá er hægt að fá rétt
dagsins sem ýmist er fiskur, kjöt
eða sámlokur. „En fiskur er ekki
sama og fiskur hjá okkur því við
bjóðum upp á mismunandi rétti frá
einni viku til annarrar," sagði
Stefán Olafsson, sem er yfir-
matreiðslumaður ásamt Jóni
Gunnari Erlingsyni.
Viðtökurnar hafa verið mjög
góðar en við leggjum áherslu á gott
hráefni sem alltaf er lykillin að
góðum mat,“ bætti Stefán við.
r
3. - ^
ÞAU taka vel á móti gestum, Maríus, Ilafdís og Kristjana.
hlaupið á
laugar-
daginn
Hið árlega kvennahlaup Sjóvá og
ÍSÍ verður haldið um land allt
laugardaginn 12. júní. Eins og
undanfarin ár verður hlaupið í
Eyjum en hlaupið verður frá
íþróttamiðstöðinni.
Hlaupið er haldið undir
fyrirsögninni „Konur eru konum
bestar" og er unnið í samstarfi við
Kvenfélagasamband íslands, sem
fagnar 80 ára afmæli sínu á árinu.
Kvennahlaupið er útbreiddasti
og fjölmennasti íþróttaviðburður
landsins ár hvert en um 15 þúsund
konur taka þátt á 85 stöðum hér-
lendis og 16 stöðum erlendis. í
Vestmannaeyjum hefst hlaupið
klukkan 12.00 en það er Ung-
mennafélagið Óðinn sem sér um
framkvæmdina. „Bolimir í ár eru
appelsínugulir og mjög flottir,"
sagði Karen Inga Ólafsdóttir, sem
skipuleggur hlaupið hér í Eyjum.
„Forsala bolanna er hafin, bæði í
íþróttamiðstöðinni og inni í
Flressó. Við hvetjum auðvitað
allar konur, á öllum aldri til að
taka þátt í hlaupinu. Þú þarft ekki
að hlaupa frekar en þú vilt, þú
getur gengið eða hjólað og yngstu
þátttakendunum er ýtt áfram í
kerrum og vögnum. Það
skemmtilega við kvennahlaupið
er einmitt þegar heilu ættliðirnir
koma saman, ömmur, mömmur,
dætur og kornabörn og ganga
saman. Kvennahlaupið snýst ein-
mitt um að konur komi saman,
eigi notalega stund og hreyfi sig,“
sagði Karen.
Leiðrétting
I frásögn af ársfundi Lífeyrissjóðs
Vestmannaeyja var slegið saman
tölum um lífeyrisgreiðslur og
niðurfærslu verðbréfa og því
haldið fram að verðbréfaeign
Samtryggingardeildar hefði verið
færð niður um 755 milljónir og
séreignadeildar um 24,2 milljónir,
samtals 779,2 milljónir. Hið rétta
er að þarna var um lífeyrisgreiðsl-
ur til sjóðfélaga að ræða (voru
samtals 600 milljónir árið 2008).
Þá var talað um greiðendur í
sjóðinn en rétthafar í séreigna-
deild voru 1889 og sjóðfélagar
13.215 íárslok 2009.
Niðurfærsla verðbréfa samtrygg-
ingardeilar nam 1.191 miiljón í
ársbyrjun 2009, viðbót á árinu var
339 milljónir og niðurfærsla því
samtals 1,531 milljón í árslok.
Engar niðurfærslur hefur þurft að
gera hjá séreignadeild.
ÍJtgefandi; Fyjasýn ohf. 480378-0549 - Vestinannaeyjuni. Ilitstjóri: Ómar GaiOarsson.
BlailamoniL' Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Jiilíus Ingason. Ábyrgdarmenn: Ómar Gardars-
son & Gísli Valtýsson.
Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Adsetnr rifstjómar: Sti-andvegi 47.
Símar: 481 1300 & 481 3310. MyndritL' 481-1393. Netfang/rafpóstur frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: http www.oyjafrettir.is
ERÉTITR koma út alla fimmtndaga. Bladið erselt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistiniim, Toppnum, Vöruval, Ilerjólfi, Flnghafnarversluninni, Krónunni, lsjakanum,
verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTJR eru prentaðar i 3000 eintökum.
FRÉTTiR eru aðilar aö Samtökum hæjar- og héradsfréttablada Eftirprentun, hljóðritun,
notkun ljósmynda og annad er óheimilt nema heinúlda sé getid