Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Blaðsíða 12
12 Fréttír / Fimmtudagur 3. júní 2010 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum - Grunnskóli Vestmannaeyja - St Heiðarleiki og aftur heiðarleiki -Verið heiðarleg í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur, stóru og smáu, samskiptum og viðskiptum, sagði Ólafur H. Sigurjónsson þegar hann ávarpaði útskriftarnemdur í skólaslitaræðu sinni HVÍTU kollarnir settir upp. FÍV - Starfið á vorönn: Starfsreynsla getur verið lykill að námi -Raunhæfismat vél- stjóra - Merk nýjung Við upphaf vorannar voru 287 nemendur skráðir til náms í Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum. Við lok annar hafði nemendum fækkað um 19 og gengust 268 undir próf. Þetta kom fram hjá Baldvini Kristjánssyni, aðstoðarskóla- meistara, við skólaslit FÍV. „1 einingum talið þá voru nem- endur í námi í 436.829 einingum við upphaf annarinnar en það jafngildir 250 fullgildum. Við endi eða lok annar voru þeir í 404.697 eininga námi eða 231 fullgildum. Og örlítið meira af tölum því 62 nemendur náðu því marki að fá einingu fyrir mæt- ingu. Eininguna fá þeir einir sem eru með 90% raunmætingu eða hærri. Reyndar voru 3 nemendur með 100% raunmætingu," sagði Baldvin. Skipting nemenda á námsbraut- ir var svipuð og verið hefur, fé- lagsfræðibrautin var fjölmennust með 81 nemanda, náttúrufræði- braut með 55 nemendur og þá almenn braut með um 30 nemen- dur. „Mikill vöxtur hljóp í skip- stjórnarbraut skólans undir lok mars þegar nemendum þar Ijölgaði um 31. Það gerðist þegar farið var af stað með nám til skipstjórnarréttinda á smá- skipum að 12 metrum. Um var að ræða samstarfsverkefni Fram- haldsskólans og Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Nemendur á námskeiðinu komu víða að af landinu en helmingur nemenda var þó heimamenn. Af sömu ástæðu varð síðan fjölgun á vélstjórnarbrautum í lok apríl þegar 11 nemendur hófu nám á vélgæslunámskeiði, sem enn stendur.“ Baldvin kom inn á athyglisvert samstarfsverkefni Framhalds- skólans og Visku, sem er raun- færnimat fyrir vélsljóra. „Þarna er ný nálgun, að evrópskri fyrir- mynd, við að meta stöðu reynslu- mikilla einstaklinga á einhverju tilteknu sviði m.t.t. formlegs náms á þessu tiltekna sviði,“ sagði Baldvin. Tók hann sem dæmi vélstjóra sem starfað hefur á undanþágu í áraraðir og tileinkað sér heil- mikla fæmi í faginu, sem raun- fæmimatið leitast við að meta honum til tekna og stytta honum leiðina að formlegum réttindum. Auk Framhaldsskólans og Visku komu þarna að Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins og Iðan - fræðslusetur. Mannabreytingar frá því á haustönn voru litlar. Karl Gauti, sýslumaður, bættist í hóp kenn- arara og kenndi skipstjómar- efnum sjórétt. Guðný Bogadóttir, hjúkrunarfræðingur, kom og inn um áramót og kenndi sjúkraliða- nemum ýmsar sérgreinar. Gunnar Friðfinnsson fór í leyfi og í hans stað komu hjónin Samúel Sveinn og Elín Jóhannsdóttir. Skólinn hélt uppteknum hætti hvað varðar erlend samskipti og fóm 20 nemendur okkar til vikudvalar í Svíþjóð nú í apríl. Dvölin þar varð litlu lengri en upphaflega var ráð fyrir gert þar sem aska úr Eyjafjallajökli tafði heimför um tvo daga. Askan varð og til þess að Svíar frestuðu heimsókn sinni hingað til hausts. „Á því skólaári sem nú lýkur, hafa ytri aðstæður verið talsvert erfiðari en undanfarin ár. Skólinn fór af stað í haust í skugga yfnvofandi heimsfaraldurs svínaflensu og efna- hagskreppu með tilheyrandi verð- bólgu og atvinnuleysi og skólaárinu lýkur í skugga öflugs eldgoss með öskufalli og tilheyrandi áhyggjum af því öllu saman. Sem betur fór varð ekkert úr flensunni og teikn eru um að kreppunni fari að linna, en við förum inn í sumarið, í óvissu um hegðun nágrannans, Eyjafjalla- jökuls,“ sagði Ólafur H. Sigurjóns- son, skólameistari FIV, í upphafi skólaslitaræðu sinnar. Og það kom fram hjá honum að vegna niðurskurðar á fjárveitingum hafi framboð námsáfanga ekki ver- ið eins fjölbreytt og skólinn hefði kosið. „Það kemur líka fram í því að margir hópar verða fjölmennari en æskilegt er. Námsárangur hefur, þrátt fyrir allt þetta, verið nokkuð góður og vorönn skilaði alveg því sem stefnt var að hjá flestum. Nemendur virtust vera orðnir þreyttir þegar kom að vorprófum en fyrstu niðurstöður úr samantekt okkar, benda til að meðaleinkunn úr öllum prófum í vor sé eilítið hærri en á síðustu tveimur önnum. Brottfall virðist þó vera aðeins meira en var á síðustu vorönn." Fer verr út út niðurskurði en aðrir framhaldsskólar Ólafur sagði útlit fyrir að skólinn þurfi að búa við skert rekstrarfé eitthvað áfram og það sé áhyggju- efni. „I ræðu minni í lok haustannar nefndi ég það, að skólinn okkar hefur farið verr út úr niðurskurði rekstrarfjár en flestir aðrir fram- haldsskólar. Ég vil halda því til haga að meginástæðan er sú, að síðan 2008 hefur nemendum hjá okkur verið að fjölga, en viðmið- unartala nemenda í fjárlögum var fryst, og eftir á uppgjör, sem á að bæta umframnemendur, var stór- lega skert. Á árunum 2008 og 2009 vorum við með 17 ársnema umfram fjárlög á hvoru ári og hefðum átt að fá rúmar 29 milljónir í viðbótar- rekstrarfé, á þessum tveimur árum, ef miðað er við núverandi verðgildi á ársnemanum. Reyndin varð sú að við fengum 11 milljónir og halli á rekstri þessara ára varð því 19,5 milljónir." I lok annar voru lagðar nokkrar spurningar fyrir nemendur, sem hluti af stöðugu sjálfsmati skólans. Sagði Ólafur að fyrstu niðurstöður sýni að nemendur eru upp til hópa ánægðir með skólann sinn, 76% eru ánægð, 5% óánægð og 19% hvorki ánægð eða óánægð. „Annars er spurt um fjölmarga þætti og í flestum tilfellum stað- festa svörin það, að við erum á réttri leið í skólastarfinu. Einnig koma fram ábendingar um þætti sem við þurfum að huga betur að, enda til þess leikurinn gerður. í vetur hefur verið unnið að nám- skrárgerð sem felst í því að endur- skoða námsáfanga og námsbrautir. Upphaflega stóð til að þessari vinnu yrði lokið 2011 þegar nýju framhaldskólalögin áttu að taka gildi að fullu. Því hefur nú verið frestað til 2015 þannig að eitthvað hægir á þessari vinnu.“ Nýr samningur við ráðuneytið Ólafur sagði að endurskoðun skólanámskrár um markmið og áherslur í skólastarfinu sé lokið og nýr skólasamningur við ráðuneyti menntamála verði undirritaður á næstu dögum. „Ný framsetning markmiða í skólastarfmu, byggist á tveimur meginmarkmiðum sem síðan eru brotin upp í lýsandi áherslur sem tengjast sjáfsmati skólans, þar sem hinir ýmsu þættir markmiðanna eru gerðir mælanleg- ir. Meginmarkmiðin tvö eru eins konar leiðarljós fyrir starfíð og eru því nokkuð opin. Þau eru þannig, að í fyrsta lagi er markmið sem snýr út á við: Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vill bjóða fjöl- breytt og gott nám, sem mætir kröf- um nemenda og nærsamfélagsins á hverjum tíma. Og í öðru lagi mark- mið sem snýr að innra starfmu: Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum vill að starfsmönnum og nemendum líði vel í skólanum og að þeir fái tækifæri til að þroska samskipti, byggð á gagnkvæmri virðingu og skilningi," sagði Ólafur en nánari útfærslur eru á heimasíðu FÍV. Sameiginleg uppskeru- hátíð Þá sneri Ólafur máli sínu til útskriftamema. „Þetta er okkar sameiginlega uppskeruhátíð og ég óska öllum þessum bráðefnilegu nemendum til hamingju með daginn og vona sannarlega að hér hafi orðið til dálítið nesti í það ferðalag sem lífið framundan vissu- lega er. Eins og við Islendingar erum nú að upplifa, þá skiptast á skin og skúrir í þjóðfélaginu og það er ekki nýtt. Það er auðvelt að vera til þegar allt gengur vel, en það reynir á ykkur þegar á móti blæs og í slíku ástandi er gott að hafa stefnu og þekkingu til að fylgja henni," sagði Ólafur og rifjaði upp að útskriftardaginn var dánardagur Sæmundar fróða, prests í Odda á Rangárvöllum, sem sé líklega þekktasti Sunnlendingur allra tíma. „Ég geri nú ekki ráð fyrir að þið þekkið hann persónulega, því að í dag eru 877 ár frá andláti hans. Hann var fyrstur Sunnlendinga til að sækja sér framhaldsmenntun erlendis og fékk hana í Svarta- skóla, þar sem hann dvaldi líklega í mörg ár. Nemendur kvarta stundum undan stífum reglum um mætingu, en ættu að þakka fyrir að við höf- um ekki tekið upp reglur Svarta- skóla. Þar þurfti að vita nákvæman tíma þegar þú mættir í skólann og ári seinna á sama tíma máttir þú fara en ef menn klikkuðu á því, urðu þeir að bíða í heilt ár og til að kóróna þetta höfðu nemendur ekki klukku, en máttu hafa með sér stundaglas. Þegar útskrifað var, þá gengu menn út í þeirri röð sem þeir höfðu komið inn, og þá vildi gjarn- an svo til að sá er síðastur fór hvarf og spurðist ekki til hans meir. Þannig var nú brottfallið hjá þeim. Sæmundur fróði lærði greinilega ýmsa siði í þessum skóla, sem landlægir hafa orðið á Islandi, til dæmis að hafa rangt við og plata skólameistarann, sem sumir sögðu reyndar að væri Kölski sjálfur. Þekkt er sagan af útskrift Sæ- mundar, þegar hann gekk síðastur út og hafði kápu sína lausa yfir axlir og þegar krumla skólameist- arans ætlaði að góma hann, þá varð bara kápan eftir, en Sæmundur slapp. Sæmundur var einnig upp- hafsmaður skattlagningar eða tí- undar eins og það var nefnt á elleftu öld, ásamt biskupi og lögsögumanni. Hann stofnsetti líka fyrsta skól- ann á Suðurlandi og ritaði heil- margt, en það eru ekki til neinar heimildir um hvað kennt var í skólanum og öll rit Sæmundar eru týnd, sem er skrýtið. Mig grunar að hann hafi kennt þau fræði sem einna verst hafa reynst okkur Islendingum í 800 ár. Nefnilega svik og pretti ásamt því að yfirvöld skyldu stöðugt sækja fé í vasa al- mennings. Nýjasta dæmið er um útrásarvík- inga og bankaeigendur, sem fóru mikinn í svindli og prettum, en þegar til átti að taka höfðu þeir kápuna lausa á herðunum og nú borgar almenningur sem aldrei fyrr. Það liggur við að maður haldi að sagan af útskrift Sæmundar og heimför á baki kölska séu öfug- mæli, það hafi verið kölski sem kom en Sæmundur ekki og forfeður okkar hafi verið í námi hjá skóla- meistara Svartaskóla,“ sagði Ólafur en að því mæltu óskaði hann nemendum alls hins besta í framtíðinni „Ég vonast til að þið verðið góðir fulltrúar skólans okkar. Ég hef gjaman við þetta tækifæri nefnt ýmsar dyggðir sem gott er að til- einka sér, en nú legg ég bara áherslu á eitt atriði, mikla áherslu. Það er heiðarleiki og aftur heiðar- leiki. Verið heiðarleg í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur, stóru og smáu, samskiptum og viðskiptum," sagði Ólafur sem að lokum þakkaði Sísi, Ingibjörgu Ólafsdóttur Bjartmars, sem var að láta af störf- um, fyrir vel unnin störf. Viðurkenningar og útskriftarnemar á vorönn Viðurkenningar fyrir mjög góða skólasókn, 100% raunmætingu: María Rós Sigurbjömsdóttir, Matt- hías Páll Harðarson og Sigurður Einar Gíslason. Viðurkenningar í dönsku - frá danska sendiráðinu: Guðrún Svanlaug Gunnarsdóttir, Rakel Ýr Leifsdóttir, Selma Jónsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir. Viðurkenningar til húsasmiða frá Steina og OHa ehf. fyrir mjög góðan árangur á bóklegu sveins- prófi: Magnús Ingi Eggertsson. Fyrir mjög góðan árangur á verklegu sveinsprófi: Oðinn Sæbjömsson. Viðurkenningar tii nýstúdenta: Fyrir besta heildarárangur í ís- lensku á stúdentsprófi, gefin af Sparisjóði Vestmannaeyja: Herdís Gunnarsdóttir. Fyrir besta árangur í íslenskum bókmenntum á stúdentsprófi, Bylgja Dögg Sigmarsdóttir og Thelma Rut Grímsdóttir. Fyrir störf að félagsmálum nemenda: Hjalti Enok Pálsson. Fyrir mjög góðan árangur í stærðfræði og raungreinum: Elísa Viðarsdóttir. Fyrir mjög góðan árangur í sam- félagsgreinum, gefið af Drífanda stéttarfélagi: Alexandra Evudóttir. Fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi: Alexandra Evudóttir, Bylgja Dögg Sigmarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Þórhildur Ólafs- dóttir. Fyrir miklar framfarir og mjög góðan árangur á stúdentsprófi og í lokaprófum húsasmiða: Ragnar Smári Ragnarsson. Útskriftarnemar Húsasmiðir: Garðar Öm Sigmars- son, Gunnar Þór Guðjónsson, Magnús Ingi Eggertsson, Óðinn Sæbjörnsson, Páll Sigurðsson, Ragnar Smári Ragnarsson, Ragnar Örn Ragnarsson og Regin Jacob- sen. Vélstjórn 2. stig: Sindri Georgs- son. Stúdentar af félagsfræðibraut: Al- exandra Evudóttir, Andrea Kára- dóttir, Anna María Halldórsdóttir, Björg Þórðardóttir, Ema Valtýs- dóttir, Guðlaug Sigríður Gunnars- dóttir, Hjalti Enok Pálsson, Sæbjörg Helgadóttir, Þuríður Kr. Kristleifsdóttir og Auður Ósk Hlynsdóttir. Náttúrufræðibraut: Bylgja Dögg Sigmarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Kristín Ema Sigurlásdóttir, Thelma Rut Gríms- dóttir og Þórhildur Ólafsdóttir. Viðbótarnám til stúdentsprófs af starfsnámsbrautum: Páll Magnús Guðjónsson og Ragnar Smári Ragnarsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.