Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Blaðsíða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2010
Á ÆSKUSLÓÐUM Emilía er fædd og uppalin í Eyjum. Hér er hún á gamalkunnugum slóðum með fjölskyidu sinni, eiginmanninum Karli Guðmundssyni og strákunum Inga Snæ
sem er sjö ára og Bóasi fimm ára og nú er þriðja barnið væntanlegt í kringum þjóðhátíðina.
Surtsey innblástur að stól
sem vakið hefur mikla athygli
-Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður, stendur í stórræðum - Var meðal tíu sem valin var úr 600
manna hópi til að taka þátt í bandarískri hönnunarsýningu - Fjölskyldan þurfti að yfírgefa
Bandaríkin með viku fyrirvara - Bíða eftir að fá atvinnuleyfi á ný - Þriðja barnið á leiðinni
Viðtal
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
gudbjorg @ eyjafrettir. is
Emilía Borgþórsdóttir og Karl
Guðmundsson hafa búið, ásamt
tveimur sonum sínum, í Banda-
ríkjunum í fjögur ár. Karl vann hjá
Össuri áður en hann flutti sig yfir í
amerískt stoðtækjafyrirtæki og
Emilía, sem er sjúkraþjálfari, settist
aftur á skólabekk og lærði hönnun.
Hún var valin úr stórum hópi ungra
hönnuða og sýndi á hönnunarsýn-
ingunni Internalional Contemp-
orary Furniture Fair í New York í
maímánuði. Hægindastóllinn sem
hún hannaði fékk umfjöllun í fjöl-
mörgum veftímaritum sem fjalla
um hönnun og lífstíl. Fjölskyldan
hefur dvalið í Vestmannaeyjum
undanfarna mánuði vegna þess að
dvalarleyfi þeirra í Bandaríkjunum
rann út og þau urðu að yfirgefa
landið með stuttum fyrirvara.
Emilía var tilbúin í spjall um þessar
óvenjulegu aðstæður hjá fjölskyld-
unni, hönnunamámið, stólinn og
sýninguna.
Biðu eftir græna kortinu
„Við þurftum að fá framlengingu á
atvinnuleyfi og það var verið að
sækja um græna kortið fyrir okkur
þannig að við héldum að allt væri í
himnalagi. Ég kom hingað heim til
að vera í afmælinu hennar Páleyjar
systur minnar þann 6. febrúar,
ætlaði að vera í tíu daga og fékk
svo hringingu frá Kalla. „Þú ert
ekkert að koma út, við erum að
koma heim,“ sagði hann og þeir
voru mættir til Éyja, hann og
strákarnir, nokkrum dögum seinna.
Og við höfum verið hér síðan,“
sagði Emilía en vonaðist til að fjöl-
skyldan kæmist út aftur um miðjan
mánuðinn en unt það ríkir enn
óvissa. Fjölskyldan getur því allt
eins þurft að bíða enn um sinn.
„Umsóknin um græna kortið var í
ferli en handvömm hjá lögfræðingi
okkar varð til þess að henni var
hafnað. Bandaríkjamenn hafa hert
túlkun á öllum reglum, sérstaklega
þar sem þar er um 10% atvinnu-
leysi rétt eins og hér á landi. Við
sóttum um tvær tegundir atvinnu-
leyfa og fengum samþykki fyrir
atvinnuleyfí frá 1. október næst-
komandi en vonumst til að fá leyfi
sem tekur gildi strax.“ sagði Emilía
og nú lá beinast við að spyrja hana
hvers vegna þau hjónin ákváðu að
freista gæfunnar úti í hinni stóru
Ameríku.
Dúxaði í hönnunarnámi
„Kalli vann hjá Össuri og við
ákváðum að flytja út þegar honum
bauðst að starfa á vegum fyrir-
tækisins í Suður-Kalifomíu. Við
bjuggum í Orange County í þrjú ár
en sl. haust fluttum við til New
Jersey en þá bauðst honum að
vinna fyrir amerfskt fyrirtæki og
þá sem yfirmaður þróunardeildar
með spelkur. Við sáum ákveðin
tækifæri í því að flytja okkur um
set og kynnast þannig ólíkum
menningarheimum vestur- og aust-
urstrandarinnar. Mig hafði alltaf
langað að vera nálægt New York
sem er Mekka hönnunar og tísku
og bærinn sem við búum í er í 30
til 50 mínútna fjarlægð frá borg-
inni.“
Þú notaðir tímann í Orange County
ogfórst í hönnunarnám?
„Já, ég fór í iðnhönnunarnám. Ég
er sjúkraþjálfari og starfaði sem
slíkur í nokkur ár en mig langaði
alltaf til að taka master í vinnuvist-
fræðilegri hönnun. Það var hins
vegar ekki í boði og það endaði
með því að ég fór í BS nám í iðn-
hönnun. Ég sé ekki eftir því, það er
mikilvægt að fara alveg í grunn-
inn.“ sagði Emilía og bætir því við
að hún hafi ekki einu sinni kunnað
að teikna Óla prik þegar hún byrj-
aði. „Það skiptir miklu að hafa
undirstöðuna því þú þarft ákveðna
þekkingu til að koma þinni hug-
mynd alla leið,“ bætti hún við og
vinnan skilaði sér sannarlega því
Emilía dúxaði þegar hún út-
skrifaðist sem iðnhönnuður í júní
2009 frá Art Institute of Orange
County, Califomia.
Þótti skrýtið að nota roð
Fjölskyldan flutti á austurströndina
um það leyti sem Emilía hafði
lokið náminu og það tók ákveðinn
tíma að koma sér fyrir en hjónin
eiga tvo stráka, Inga Snæ sem er
sjö ára og Bóas fimm ára og nú er
þriðja barnið væntanlegt í kringum
þjóðhátíðina..
„Við keyptum okkur hús og ég
hef verið að koma okkur fyrir og
laga húsið aðeins til. Ég hef líka
unnið smáverkefni fyrir veitinga-
staðinn Happ sem verður opnaður í
Reykjavík á næstunni og svo er ég
með í hönnunarsýningu sem ber
yfirskriftina Ur hafi til hönnunar,
og stendur yfir í Hönnunarsafni
Islands. Þar sýni ég barnaburðar-
poka úr roði en það var eitt af þeim
verkefnpm sem ég vann í skól-
anum. Ég lét senda mér roð frá
Islandi en yfirmanni mínum fannst
skrýtið að setja barn í roð. Ég
spurði hvað hafi verið gert frá örófi
alda og konan sem kenndi
námskeiðið var aftur á móti hrifin.
Nú eru Dior og fleiri þekkt
fyrirtæki í tískubransanum að taka
inn roð enda umhverfisvænt efni.
„Umsóknin um græna kortið var í ferli en
handvömm hjá lögfræðingi okkar varð til þess
að henni var hafnað.“