Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2010 Úr blogghcimum: Eyjamaður vikunnar: Þorbjöm Víglundsson bloggar: A makríl- veiðum Við strákarnir á Júpiter erum enn að eltast við nýj- asta nytjafísk okkar Islendinga, makrílinn. Við erum í þriðja túr ársins og eru veiðamar rétt að fara í gang. Við höfum undanfarið verið að veiðum í kringum Vestmannaeyjar og emm við búnir að landa til vinnslu tveimur förmum af makríl, hvor um sig tæp 200 tonn. Allur þessi fiskur fer til manneldis- vinnslu svo að næg atvinna er að skapast af veiðunum án aðkomu Jóns Bjamasonar. Þetta hefði getað orðið raunin síðasta sumar ef ekki hefði verið fyrir ólympískar veiðar á verðmætasta uppsjávarfiski á Islandsmiðum. En vindum kvæði okkar í kross og tölum um eitthvað skemmtilegt. A meðan þingheimur eyðileggur kvölddagskránna á RÚV með eld- húsdagsumræðum höldum við strákarnir okkar striki og veiðum makrílinn eftir bestu getu. Við emm nú staddir suður af Meðallands- bugtinni eða á 62°37’ N og 016°47’ V. Við höfðum verið að leita allt frá Vestmannaeyjum og hingað í gærkvöldi og síðustu nótt. Um hádegisbilið urðum við varir við einhver kvikindi á mælunum og létum trollið renna ljúflega í hafið. Eftir um 6 tíma tog var trollið híft upp úr hafinu og leyndust um 80 tonn af fallegum makríl í pokanum. Við létum auðvitað trollið húrra í hafið á nýjan leik eftir dælingu og emm við á toginu eins og er. Ekki eru mörg skip sem eingöngu eltast við makrílinn eins og er en Kap VE og Sighvatur VE eru að tvflemba hér með okkur en restin af flotanum er við sfldveiðar hér aust- ar og norðar. Ég get upplýst ykkur um það að tvíburamir hífðu 100 tonn af makríl hér í kvöld. En þeir geta lítið komið frá sér upplýsing- um eins og er enda ekki búið að nútímavæða skipin með inter- netkúlu og við langt fyrir utan þjónustusvæði símans. Meira á: http://tobbivilla. 123. is/ Þorkell Sigurjónsson bloggar: Toppliðið ÍBV Til hamingju ÍBV með þennan vinnu- sigur á Fylki, sem mér skilst að fari víst ekkert í sögu- bækurnar eins og spekingarnir segja stundum. Aðal- atriðið em þrjú stigin, því menn em fljótir að gleyma nema því sem máli skiptir, stigin þrjú. Vonandi hefur Björn ívar frændi minn verið mættur með ÍBV fánann, sem ég fól honum að veifa eins og vitlaus maður. Hrópin, Áfram ÍBV, koma ábyggilega þegar við förum að verma toppinn eins og við gerum núna og vonandi gemm áfram. Ég verð að segja það eins og er, að mér leið alveg hörmulega hérna í höfuðborginni að fylgjast með leiknum í gegnum mbl.is og geta á engan hátt tekið þátt í leiknum. Ég sendi öllum í Eyjum mínar bestu óskir og áfram IBV, áfram ÍBV, áfram IBV. http://hector. blog. is Spánn verður heimsmeistari Eyjamaður vikunnar er Díana Helga Guðjónsdóttir. Ungt knattspyrnufólk hefur oft spilað sinn fyrsta landsleik í Vestmannaeyjum. Bæði á Pæju- og Shellmóti er valið í tvö lið, Landslið og Pressulið í landsleik mótanna beggja. Eins og gefur að skilja er það mikill heiður fyrir viðkomandi knattspyrnufólk að taka þátt í leiknum og fjölmargir áhorfendur fylgjast með leiknum. I ár tók Eyjastelpan Díana Helga Guðjónsdóttir þátt í landsleik Pæjumótsins og stóð sig mjög vel. Díana Helga er Eyjamaður vik- unnar. Nafn: Dfana Helga Guðjónsdóttir. Fæðingardagur: 13. maí 1998. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Mamma mín heitir Ágústa og pabbi minn heitir Guðjón. Kjartan, 18 ára og Laufey, 26 ára eru systkini mín. Draumabíllinn: Ætli það sé ekki bara Land Cruiser. Uppáhaldsmatur: Pizza með osti, skinku og beikoni. Versti matur: Ég veit það ekki, það er svo mikið sem er vont. Uppáhalds vefsíða: www.ibv- sport.is og fotbolti.net. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll tónlist nema róleg tónlist. Aðaláhugamál: Fótbolti og píanó. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Cesc Fabregas. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og Kjartan Guðjónsson. Ertu hjátrúarfull: Bara svona með happa og óhappa. Spila t.d. alltaf í sama bolnum. Stundar þú einhverja íþrótt: Fótbolta og handbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Two and a half men og How I met your mother. Hvernig var að spila fyrsta lands- leikinn: Það var bara gaman. Var smá stressuð fyrir leik en það var fljótt að fara úr mér þegar ég kom inn á. Ætlarðu að spila fleiri landsleiki í framtíðinni: Já. Ertu búin að æfa fótbolta lengi: Já, í fimm eða sex ár. Áttu þér uppáhaldslið á HM: Já, held með Spáni. Hverjir verða svo heimsmeist- arar: Spánn. Eitthvað að lokum: Áfram ÍBV! Matgazðingur vikunnar: „Garenteruð" grænmetissúpa Matgœðingur vikunnar er Guðlaugdr Þórarinn Rúnarsson. Heil og sœl. Ég vil byrja á að þakka Forseta vorum, Helga Olafs- syni, áskorunina og um leið óska honum og bœjarbúum til hamingju með að hinn margumtalaði réttur, bjúgupastað, sé nú orðinn opinber og öllum aðgengilegur. Forseti vor var nú ekki þekktur fyrir elda- mennsku hér á yngri árum, en svo flutti hann í borgina og varð að standa á eigin fótum og stendur enn. Þannig að hann virðist hafa náð góðum tökum á eldavélinni enda kom þessi dýrindisréttur fram í dagsljósið. Varðandi mína hœfni í eldhúsinu þá tel ég hana vera rétt fyrir ofan meðalmennskuna, en því hef ég náð með tilraunum ásamt því að hafa bara nett gaman afþví að elda mat. Hins vegar verð ég að taka undir með Forsetanum að upp- skriftir eru eitthvað sem ég nota ekki mikið, þœr eru ágœtis viðmið til að gefa manni hugmyndir svo notar maður bara það sem manni finnst gott og prófar sig áfram. Hins vegar rakstfrúin mín kœr á uppskrift að grœnmetissúpu (sem hún lagaði svo til eftir okkar smekk þar sem uppskriftir eru jú bara viðmið) sem er alveg fáránlega góð og er hún nú orðin fastur liður hjá okkur þar sem við erum hrifin af því að borða súpur. Þessi er svo góð að jafnvel fólk, sem er illa við grœnmeti, á eftir að borða hana með bestu lyst, alveg garenterað, svo ég sletti aðeins. Hér kemur hún, gjörið svo vel. Gratnmetissúpan 2 laukar sveppir (hálfur til einn bakki eftir smekk) 2 sellerístangir 6 hvítlauksrif 6 litlar, sætar kartöflur eða 2 dl hýðisgrjón eftir hvað fólk vill 3 ltr vatn 6 grænmetisteningar 2 dósir niðursoðnir tómatar 6 msk. tómatpaste 1 blómkálshöfuð brokkolí eftir smekk matarolía til steikingar salt og pipar söxuð steinselja og rifinn parmesan til að strá yftr súpuna áður en hún er borðuð. Léttsteikið lauk og hvítlauk, bætið síðan rest af grænmeti út í og steikið í 2-3 mín. Bætið síðan vatni, teningum, tómötum í dós og tómat- paste út í. Hrærið vel og kryddið með salti og pipar. Næst bætið þið kartöflum eða grjónum út í og látið sjóða í ca. 20 mín (gæti tekið lengri tíma ef notuð eru hýðisgrjón). Stráið steinselju og parmesan yfir áður en borið er fram. Þetta er afskaplega holl, góð og bragðmikil súpa, en til að fá smá óhollustu setjum við eina ístertu með. Súkkulaðiísterta með Maltesers 3 pk. Twix (6 stykki) 20 g smjör, brætt 4 eggjarauður 3 msk. sykur 3,5 - 4 dl rjómi, þeyttur 1 tsk. vanilludropar 1 pk. Maltesers kúlur, 175 g eða 3 pk. 59 g hver Saxið Twix smátt og blandið smjöri saman við. Setjið smjörpappír í botninn á hringlaga formi. Breiðið úr Twix blöndunni í botninn. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og loftkennd, blandið henni síðan saman við þeyttan rjóma ásamt vanilludropum. Setjið Maltesers kúlur í plastpoka og myljið gróft, t.d. með kökukefli. Bætið Maltesers mulningnum út í rjómaísblönduna og hellið í formið. Frystið. Tilvalið að eiga eina svona í frystinum fyrir gesti og gangandi. Þar sem enn er nóg eftir af með- limum brœðrafélagsins skora ég á vin minn og bróður, Gretti Jóhann- esson. Hann er maður margra hœfileika og er ég þess fullviss að hann víki sér ekki undan og muni komafram sigri hrósandi með Ijúf- fengati rétt handa öllum. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Finimtudagur 17. júní Lýðveldishátíðin Kl. 10. Mömmumorgun fellur niður. Gleðilega hátíð! Föstudagur 18. júní Kl. 11 - 12. Viðtalstímar prestanna í nýja Safnaðarheimilinu alla virka daga. Vaktsími 488 1508. Laugardagur 19. júní Kl. 11. Útför Jóhönnu Jensdóttur. Kl. 16. Hjónavígsla. Sunnudagur 20. júní Kl. 11. Messa með altarisgöngu. Árgangshópar sérstaklega velkomn- ir (55) Kór Landakirkju. Organisti Gíslína. Prestur sr. Kristján. Kaffisopi í Safnaðarheimilinu eftir messu. Mánudagur 21. júní Sumarsólstöður Kl. 11 - 12. Viðtalstímar presta og starfsmanna alla virka daga. Miðvikudagur 23. júní Jónsmessunótt Kl. 11. Helgistund á Hraunbúðum. Gestaprestur. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 17. júní Kl. 20:00 Brauðsbrotning. Laugardagur 19. júní Kl. 16:00 Krakkafjör með Sigurljóninu og félögum, söngur og gleði. Sunnudagur 20. júní Kl. 13:00 Samkoma. Vitnisburðir og fl. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardaginn 12. júní Kl. 11.00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Bama og ungmennastarf í höndum Ericu Do Carmo. Einnig verður Biblíu lexía fyrir fullorðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is undir fræðsluefni/Biblíulexia. Kl. 12.00 Guðsþjónusta. Bein útsending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Manfred Lemke prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 866-2800, net- fang thora@adventistar.is.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.