Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Qupperneq 1
Viðgerðir
og smurstöð
(Í( ^ -Sími 481 3235
BRAGGINN Réttingar
og sprautun
Bílaverkstæði - Flötum 20 - Sími 481 1535
38. árg. I 21. tbl. I Vestmannaeyjum 26. maí 2011 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is
Nítján nemendur útskrifuðust frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum við hátíðlega athöfn á laugardag. Dagmar Ósk Héðinsdóttir útskrifaðist af Starfsbraut, Logi Garðar Fells
Ingólfsson útskrifaðist sem húsamiður, og þrír nemendur, Georg Skæringsson, Halldór Jón Sævarsson og Sigurður Einar Gíslason útskrifuðust sem vélstjórar með B- stig. Fjórtán
nýstúdentar útskrifuðust einnig frá skólanum en þeir eru: Bjartey Ingibergsdóttir, Björgvin Hallgrímsson, Elín Sólborg Eyjólfsdóttir, Erna Dögg Hjaltadóttir, Fanney Finnbogadóttir,
Jóhanna Rut Óskarsdóttir, Magnús Örn Möller, Ólafur Björgvin Jóhannesson, Sigrún Bryndís Gylfadóttir, Svava Kristín Grétarsdóttir, Tinna Ósk Þórsdóttir, Þorsteinn Ingi,
Arnarson, Þórdís Gyða Magnúsdóttir og William Thomas Möller. Hér eru nemdendur ásamt Ólafi H.. Sigurjónssyni skólameistarara.
Binni í VSV og servíettuhagfræðin
„Ríkisstjórnin leyfir sér að kasta
fram frumvörpum til laga um að
umtuma skipulagi fiskveiða án þess
að meta á neinn hátt afleiðingamar.
Ég sagði við Samfylkingarþing-
mennina að fyrst stjómarliðar sæju
ekki ástæðu til að reikna út á svo
mikið sem servíettuhom til hvers
stefna þeirra leiddi tæki ég af þeim
ómakið.
Við blasir mynd sem er hreint ekki
fögur. Ég hefi fengið ótrúleg við-
brögð víðs vegar að af landinu og
skynja vel hve mörgum ofbýður
þessi dæmalausa ríkisvæðing sjáv-
arútvegsins og pólitískt kvóta-
skömmtunarkerfi sem Jón Bjama-
son, Róbert Marshall, Ólína & Co.
vilja koma hér á í nafni réttlætis“
segir Sigurgeir B. Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri, Binni íVinnslu-
stöðinni, eftir fund Samfylkingar-
innar í Eyjum í síðustu viku. Þjóðin
hlýddi á snarpa orðasennu þeirra
Róberts Marshall í ljósvakafréttum
eftir fundinn og í Silfri Egils síðast-
liðinn sunnudag urðu útreikningar
Binna á Samfylkingarfundinum
tilefni enn frekari umræðna um
afleiðingar kvótafrumvarpa stjóm-
valda.
„Samfylkingin virðist tala mngum
tveim í þessu máli, því málflutn-
ingur Sigríðar Ingibjargar Inga-
dóttur, alþingismanns, á þessum
fræga fundi hér var þess eðlis að ég
tók heils hugar undir allt sem hún
sagði um að sjávarútvegur yrði ekki
rekinn án eðlilegrar arðsemi og hún
var sammála mér um að auðlinda-
gjald yrði einungis lagt á útgerð en
ekki fiskvinnslu. Síðast en ekki síst
sagði hún að án stöndugs atvinnulífs
yrði ekkert velferðarkerfi til, því
öflugt atvinnulíf væri vitaskuld
undirstaðan," segir Binni.
„Oddný Harðardóttir alþingis-
maður lagði það til mála á fundinum
að stjómarliðið vildi að ríkið hirti
10-12 milljarða króna í tekjur á ári
af auðlindagjaldi. Það dugði mér til
að reikna út á servíettuna mína
heildarmyndina sem stjómarliðar
sjálfir víkja sér undan að sýna
þjóðinni. Ég miðaði við að skuldir
sjávarútvegsins væru 450 milljarðar
láóna, sem er nokku minna en ætla
mætti samkvæmt opinberum tölum,
að skuldimar bæm 6% vexti og að
framlegð í greininni (EBITDA) væri
60 milljarðar króna, sem er í sam-
ræmi við rekstraryfirlit sjávarút-
vegsins árin 2008 og 2009 sam-
kvæmt Hagstofu Islands.
Niðurstaðan er sú að það tæki sjáv-
arútveginn 25 ár að óbreyttu að
greiða skuldir sínar miðað við af-
komuna 2009 en um 150 ár miðað
við afkomuna 2008! Viðbótarauð-
lindaskattur upp á 10 milljarða
króna myndi þýða að atvinnugreinin
gæti greitt skuldir sínar á 56 ámm
miðað við afkomuna 2009 og vel að
merkja þá er hvorki reiknað með
neinum nýfjárfestingum né arð-
greiðslum.
Sé miðað við afkomuna 2008 gæti
sjávarútvegurinn aldrei borgað
skuldimar. Rétt er að taka fram að
afkoma sjávarútvegsfyrirtækja árið
2009 gefur réttari mynd af stöðunni
en 2008 vegna þess að gengi ís-
lenskrar krónu féll á árinu 2008.
Þegar þetta liggur fyrir er auðvelt
að skilja að ríkisstjómin vilji skjóta
fyrst en spyrja svo. Ég þurfti svo
sem ekki að láta segja mér að
afleiðingar áforma hennar yrðu
alvarlegar fyrir sjávarútvegsfyrir-
tækin og sjálft þjóðarbúið en þegar
að er gáð er myndin hrikalegri en
mig hafði órað fyrir. Þess vegna
kjósa stjómarliðar að boða fagn-
aðarerindi sitt og steinþegja um
afleiðingamar. Þeir vilja láta satt
kyrrt liggja af því það hentar í póli-
tískum loddaraleik."
r ÍIMSKIPI
VIÐ ERUM DAGLEGA A FERÐINNI
MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND
VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI
TO /OTA í EYJUM
SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...!
FLATIR 21 S. 481 1216 GSM.864-4616