Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2011
13
FOLAR sem stóðu undir nafni.
Sumarstúlkurnar í óvissuferð:
Folar, góður matur
og dekkjaskipti
Við hófum óvissuferðina á
skemmtilegum leik þar sem stúlk-
unum var skipt í þrjá hópa og fengu
á blaði 15 atriði sem þær áttu að
leysa.
Allt átti að festa á filmu með
a.m.k. einum úr liðinu. Áttu þær að
láta mynda sig með t.d. leikmanni
úr meistaraflokki karla í fótbolta,
einhverjum úr bæjarstjóm, sem
þeim gekk erfíðlega að fínna, og
ein brá á það ráð að láta taka mynd
af sér með brúðkaupsmynd af við-
komandi í fanginu. Svo áttu þær að
vefja einhvem sem múmíu með
rúllu af klósettpappír og taka mynd
af fola, sem var misjafnt hvemig
þær túlkuðu.
Eftir 45 mínútna kapphlaup
fómm við svo og fengum okkur í
svanginn á 900 grillhúsi, sem
klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
Síðan röltum við okkur niður á
bryggju þar sem Friðrik og Alma
tóku á móti okkur frá Rib-safari og
fóm með okkur í geggjaða ferð í
kringum Heimaey. Má segja að
yfirskrift ferðarinnar hafi verið
„wet and wild“ í orðsins fyllstu
merkingu!
Veðurbamar og flottar fóm þær
síðan á klifurvegginn hjá
Björgunarfélaginu og sýndu hreint
ótrúlega fæmi, flestar. Síðan var
haldið á dekkjaverkstæðið hjá
Braga Magg þar sem tvær og tvær
kepptust um að skipta um dekk,
svissa afturdekki og framdekki,
sem gekk vonum framar, þannig að
ef dekkið springur hjá þér, þá hóar
þú bara í eitt stykki sumarstúlku og
því verður reddað á 0.1!!
Síðan enduðum við á frábærri
óvissuferð í kósýpartý á
Hamrinum. Ég vil þakka öllum
þeim sem aðstoðuðu okkur við að
gera þessa ferð svona skemmti-
lega....ástarþakkir fyrir okkur, þið
emð frábær!!
Hjördís framkvœmdastjóri.
RIB-SAFARI „Wet and Wild“ í þess orðs fyllstu merkingu.
HESTAR heiiluðu stúlkurnar.
Viska - Utskrift eftir raunhæfísmat og verslunarfagnám:
Kom sérlega vel út í Eyjum
-Að mati Sólrúnar Bergþórsdóttur, náms- og starfs-
ráðgjafa, sem útskrifaði sjö nemendur í síðustu viku
ÚTSKRIFT FAGNAÐ Nemendur og kennarar, f.v. Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðukona Visku, Sólrún,
Ragna Birgisdóttir, Jón Björn Marteinsson, Þórhildur Ragna Karlsdóttir, Guðbjörg Erla Ragnarsdóttir,
Margrét Grímlaug Kristjánsdóttir, Ingimar Georgsson Vöruvali, Inga Sigurbjörg Arnadóttir, Elín Þóra
Olafsdótir, Sigmar Georgsson og Jónatan Guðni Jónsson.
Vöruval- Gott vöruúr-
val og þjónusta
Fjórir nemendur tengjast verslun-
inni Vömvali, annaðhvort sem
fyrrverandi eða núverandi starfs-
menn, og voru áhrif þess greinileg
í verkefnunum. Þar sem eigandinn
býður upp á heilsuvörur ákvað
Elín Þóra Ólafsdóttir að safna
saman upplýsingum um heilsu-
vömr sem starfsmenn gætu deilt
með viðskiptavinum og þar koma
fram svör við spumingum um ein-
stakar vörur, svo sem hveitikím,
spelt og ýmsar tegundir af baun-
um og hvemig hægt er að nýta
þær við matargerð. Síðan gerði
hún lítinn bækling fyrir viðskipta-
vini og fólk getur þá lesið sér til
um heilsuvörumar.
Inga Sigurbjörg Árnadótdr safn-
aði saman upplýsingum fyrir
starfsmenn og viðskiptavini um
ávexti og grænmeti sem eru í boði
í Vöruvali. Þar koma fram al-
mennar upplýsingar um hvem
ávöxt og grænmeti; í hvaða mat
hann er heppilegur ásamt
geymsluþoli og slíku. Þar á meðal
eru ávextir eins og appelsínur,
bananar, mangó, granatepli,
drekaávextir og fleira auk þess
sem þeir em merktir eftir ákveðnu
kerfi sem starfsmenn Vöruvals
vinna eftir. Þetta er handhægt
upplýsingarit fyrir starfsmenn
jafnt sem viðskiptavini.
Ragna Birgisdóttir og Margrét
Grímlaug Kristjánsdóttir fóru yfír
þróun einyrkja í matvöruverslun í
Vestmannaeyjum frá því fyrir gos
og fram til dagsins í dag. Fram
kom að fyrir gos voru tíu mat-
vöruverslanir í bænum en í dag
em þær aðeins fjórar, þar af er
bara ein einyrkjaverslun. Þær
gerðu líka könnun meðal við-
skiptavina Vöruvals og þar kom í
ljós að meginástæða þess að þeir
kjósa að kaupa inn matvöru þar er
að þar fer saman gott vömúrval
og góð þjónusta.
Viska - símenntunarmiðstöð út-
skrifaði sjö nemendur úr verslun-
arfagnámi við hátíðlega athöfn í
Vinaminni á föstudag. Námið er
hannað af Fræðslumiðstöð at-
vinnulífsins og því er ætlað að auka
verslunarfærni og efla almenna og
persónulega færni starfsfólks til að
takast á við fjölbreytt og krefjandi
verkefni í nútímaverslun. Allir
nemendur skiluðu athyglisverðum
lokaverkefnum en þetta er í fyrsta
skipti sem boðið er upp á slíkt nám
í Vestmannaeyjum.
Bóklegt og verklegt nám
Sólrún Bergþórsdóttir, náms- og
starfsráðgjafi, sagði, þegar hún var
spurð út í tilhögun námsins, að
námið væri starfstengt og metið til
51 einingar á framhaldsskólastigi.
„Bóklegi hlutinn er 510 kennslu-
stundir og vinnustaðahlutinn 340
klukkustundir en námið skiptist f
nokkra þætti og fer fram í lotum.
Þættimir em m.a. verslunarfæmi,
persónuleg fæmi og almenn fæmi,
en innan þeirra em fög eins og
upplýsingatækni, verslunarreikn-
ingur og hagnýtar raungreinar.
Þegar námið fór upphaflega af stað
fyrir nokkram áram kom í ljós að
þeir sem sóttu námið höfðu margir
hverjir mjög mikla reynslu og því
var ákveðið að gera tilraun með að
setja upp raunfæmimat,“ sagði
Sólrún en það var gert til að meta
viðkomandi þannig að þeir reynslu-
miklu þyrftu ekki að taka eins
mikið námsefni og þeir sem höfðu
litla sem enga reynslu.
„Viska, Mímir í Reykjavík, og
Símey á Akureyri fengu styrk til að
bjóða upp á raunfæmimat í tii-
raunaskyni. Við auglýstum námið,
níu nemendur sóttu um og allir fóra
í gegnum raunfæmimatið í bóklega
hlutanum sl. haust og fengu metnar
mismargar einingar. Eftir það var
boðið upp á nám til að klára
bóknámið og var það klæðskera-
saumað að hverjum og einum, en
allir nemendur urðu einnig að
vinna lokaverkefni. Eftir bóklega
hlutann var raunfæmimat á vinnu-
staðahlutanum og allir sem ákváðu
að haida áfram, en það voru sjö
nemendur, kláraðu það með stæl.“
Skiptir höfuðmáli að halda
vel utan um nemendur
Sólrún segir að lokaverkefnin hafí
komið mjög vel út í Eyjum og
ánægjulegt að allir þátttakendur
luku náminu, en sú var ekki reynd-
in annars staðar. „Hér kláraðu allir
og reynslan segir okkur að það
skiptir höfuðmáli að halda vel utan
um nemendur í ferlinu. Við höfðum
það þannig að lokaverkefnið var
hluti af námsferlinu og fellt inn í
stundaskrá og hefur það greinilega
haft mjög jákvæð áhrif,“ sagði
Sólrún og tók fram að nú væri
tilraunaverkefninu lokið og nú yrði
námið endurskoðað og bætt.
„Hugmyndin er nú að hafa raun-
fæmimat á bóklega hlutanum og
vinnustaðahlutanum saman. Við
eram búin að fá nýjan styrk og
ætlum að bjóða upp á raunfæmimat
í haust og svo námið í kjölfarið. Ég
er þegar komin með áhugasama
einstaklinga sem hug hafa á að
sækja þetta nám.“
Sólrún segir lokaverkefnin, sem
nemendur unnu, hafa verið mjög
athyglisverð en hugmyndin var að
nemendur fengju tækifæri til að
sýna fram á þekkingu sína og fæmi
í gegnum verkefni sem gætu komið
að notum, annað hvort á þeirra
vinnustað eða í verslun og þjónustu
almennt.
Kjöt og flísalím
Kjötvara er vandmeðfarin og Guð-
björg Erla Ragnarsdóttir og Jón
Bjöm Marteinsson, fyrrverandi
verslunarstjóri Krónunnar, unnu
lokaverkefni um kjöt og með-
höndlun á því.
Upplýsingamar nýtast ekki síst
nýjum starfsmönnum sem koma að
því að vinna í kjötborði. Þar er
farið yfír geymslu og meðferð á
kjöti. Þar má finna upplýsingar um
lamba-, nauta-, og grísakjöt og
ýmsum spumingum svarað eins og
hvaða nautakjöt viðskiptavinurinn á
að velja í matinn.
í Húsasmiðjunni í Reykjavík
getur starfsmaðurinn sérhæft sig í
ákveðnum vöruflokkum. Þegar
kemur að lítilli verslun í Eyjum er
stefnan að hafa býsna fjölbreytt
vöruúrval og viðskiptavinurinn
gerir kröfur um góða þjónustu.
Þórhildur Ragna Karlsdóttir, starfar
í Húsasmiðjunni og er hún búin að
safna saman upplýsingum fyrir
starfsmenn og viðskiptavini um
ýmsar byggingavörur og má þar
fínna hagnýtar upplýsingar um
eiginleika vörannar, notkunar-
leiðbeiningar o.fl. Hún tók einnig
saman upplýsingar um timbur og
þær vörar sem seldar verða í
Húsamiðjunni sumarið 2011. Hér
hefur verið safnað saman miklum
og hagnýtum upplýsingum sem
geta komið viðskiptavinum að góðu
gagni. Guðbjörg.