Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 2
2 préttir / Fimmtudagur 26. maí 2011 STÚLKURNAR 14 sem taka þátt í keppninni í ár. Sumarstúlkan 2011 í Höllinni á laugardag - Verður í alla staði glæsileg: Jóhanna Guðrún og Jónsi skemmta Sumarstúlkukeppnin verður haldin í 24. sinn í Höllinni næstkomandi laugardag. Alls taka fjórtán stúlkur þátt í keppninni en stelpumar vom kynntar sérstaklega í síðasta tölublaði Frétta. Eins og alltaf er boðið upp á glæsilega dagskrá og frábæran mat sem Einsi kaldi matreiðir. Evróvisionstjaman Jóhanna Guðrún kemur tví- vegis fram ásamt gítarleikaranum Davíð Sigur- geirssyni. Þá mun Jónsi í Svörtum fötum koma fram ásamt vinum sínum en hljómsveitin I svört- um fötum leikur svo fyrir dansi eftir keppnina. Aðalatriðið er hins vegar stelpurnar sem munu koma fjórum sinnum fram, í sérstöku opnunar- atriði, tveimur tískusýningum og svo lokaatriði. Miðasala verður opin fram að keppni, miðaverð er aðeins 6.500 krónur fyrir mat og skemmtun en hægt er að panta miða í síma 896-6818 og 891- 6818. Húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:15. Framkvæmda- og hafnarráð - Þriggja tunnu flokkun á sorpi frá 1. júli: Brún fyrir lífrænt, græn fyrir pappír og grá fyrir óendurvinnanlegt Framkvæmda- og hafnarráð ákvað á síðasta fundi sínum að taka upp þriggja tunnu kerfi við frekari flokkun á sojpi í Vestmannaeyjum. Ráðið fól Ólafl Þór Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að taka upp við- ræður við núverandi rekstraraðila sorporkustöðvar, sem er Islenska gámafélagið, um samning um þriggja tunnu flokkunarkerfi og sorphreinsun. Miðað er við að nýr samningur taki gildi 1. júlí 2011 og að nýr samningur verði að hámarki til 12 mánaða og er þá miðað við að heildarverkið verði boðið út. íbúar geta sameinast um tunnur Þegar Ólafur Þór var spurður hvort húseigendur þyrftu ekki að kaupa tunnurnar sagði hann að Vestmanna- eyjabær kæmi til með að útvega tunnurnar og leigja bæjarbúum. Leiguverð væri ekki alveg komið á hreint en reiknað með að hækkunin yrði óveruleg fyrir viðskiptavini frá því sem verið hefur. „Maíspokar verða notaðir undir lífræna úr- ganginn og ekki settir pokar í hinar tunnurnar og þannig losnar um gríðarlegt magn af plastpokum. Það þarf að skola mjólkurfemur og ílát en að öðru leyti er það tiltölulega hreinn úrgangur. Brúna tunnan, með lífrænum úrgangi, er losuð einu sinni í viku yfir sumartíma og hálfsmánaðarlega yftr veturinn en græna tunnan, pappír o.fl., og gráa tunnan, óendurvinnanlegur úrgang- ur, eru losaðar einu sinni í mánuði," sagði Ólafur en fjölbýlishús og raðhús geta sameinast um tunnur t.d. brúnu tunnurnar sem hafa minnsta sorpið. Flokkunarkerfið íslenska Gámafélagið heldur úti vef um flokkunarkerftð og þar kemur fram að þriggja tunnu kerfið byggist upp á brúnni, grænni og grárri tunnu. Brúna tunnan er eingöngu ætluð undir lífrænan úrgang sem settur er í lífræna maíspoka sem brotna niður. Þetta er úrgangur sem fellur til af heimilum s.s. afskurður af ávöxtum, grænmeti og brauði, leifar af kom- vömm, kjöti, ftski, pasta og hrís- grjónum, eggjaskurn, kaffikorgur o.fl. Lífræni úrgangurinn er losaður og fluttur beint á jarðgerðarsvæði fyrir- tækisins þar sem notast er við jarðgerðarvélar sem vinna úrgang- inn þannig að afurðin er molta sem nota má sem áburð fyrir skógrækt eða garða. I grænu tunnuna á að setja allan pappír heimilisins, pappa, plast, minni málmhluti, t.d. niðursuðu- dósir, málmlok af glerkrukkum og femur sem þarf að skola og einnig þarf að fjarlægja matarleifar af flát- um. Tunnan er losuð mánaðarlega, sorpið flokkað og fer mismunandi leiðir í endurvinnslu. Gler og rafhlöður má alls ekki fara í tunnuna þar sem innihald tunnunnar er hand- flokkað og því getur brotið gler verið varasamt. Óendurvinnanlegur úrgangur fer í gráu tunnuna. Dæmi um slíkt er bleiur, gler, ryksugupokar og skal koma fyrir í lokuðum plastpokum t.d. eins og þeim sem notaðir eru undir matvömr.. Stranglega bannað er að setja rafhlöður, spilliefni, eld- eða sprengifim efni í gráu tunnuna. Slík efni eiga heima í viðurkenndri spilliefnamóttöku og fólk er hvatt til að hafa samband við Islenska Gámafélagið til þess að fá leið- beiningar um hvemig skal koma þessum efnum í _ réttan farveg. Flokkunarmiðstöð íslenska Gáma- félagsins flytur úrganginn á viður- kenndan förgunarstað þar sem úr- gangurinn er urðaður. Vor við sæinn - Minningartónleikar um Oddgeir -Allur ágóði rennur til styrktar Hófí og Stymma sem misstu hús sitt Langflestir tónlistarmenn í Eyjum standa að tónleikum í Höllinni nk. miðvikudagskvöld sem verða helg- aðir því að í ár em 100 ár frá fæð- ingu Oddgeirs Kristjánssonar. Bera þeir yfirskriftina Vor við sæinn, minningartónleikar um Oddgeir. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína og er ákveðið að styrkja fólk sem varð fyrir miklu tjóni þegar veggjatítla uppgötv- aðist í húsi þeirra. Höllin kemur myndarlega að verkefninu þannig að takist vel til gæti safnast umtalsverð upphæð. „Við vomm öll sammála um að gera þetta en um sjálfa tónleikana er það að segja að eingöngu verða leikin lög eftir Oddgeir nema eitt sem var samið við kvæði sem Ási í Bæ orti til minningar um þennan vin sinn,“ sagði Jarl Sigurgeirsson, talsmaður tónlistarfólksins. Þeir sem koma fram em Lúðra- sveit Vestmannaeyja, Stórsveit Vestmannaeyja, Stuðlar, Tríkot, Afrek, Hippabandið, Leikhús- bandið, Dólgamir og Obbosí. „Kynnir verður Ámi Johnsen og mun hann taka einhver lög,“ sagði Jarl sem lofar góðum tónleikum. „Öll þekkjum við lögin hans Odd- geirs og það er okkur heiður að fá þetta tækifæri til að minnast hans um leið og við styrkjum gott málefni." Hólmfríður Sigurpálsdóttir og Styrmir Gíslason, Hófi og Stymmi, vom á götunni þegar uppgötvaðist að veggjatítla hafði eyðilagt hús þeirra að Kirkjuvegi 29. Þau þurftu að yfirgefa húsið strax og ljóst er að þau hafa orðið fyrir mildu tjóni því engar tryggingar ná yfir tjón að þessu tagi. Dagar lita og tóna: Engin hátíð í ár Nú ljóst að djasshátíðin, Dagar lita og tóna, sem hefur verið fastur liður á hvítasunnu í 20 ár, fellur niður í ár. Er það mikill skaði því hátíðin hefur alveg frá upphafi verið einn af stóra póstunum í menningarlífi Vestmannaeyja. Ingi Tómas Bjömsson, sem hefur verið í forsvari fyrir Daga lita og tóna ásamt Hermanni Einarssyni, staðfesti þetta í samtali við Fréttir. „Aðsókn hefur veríð að minnka síðustu ár með aukinni samkeppni og nú er svo komið að við treystum okkur ekki til að halda áfram. í fyrra var mikið lagt í hátíðina en aðsóknin stóð ekki undir kostnaði. Hátíðin stóð alltaf í þrjú kvöld en núna vomm við að gæla við að hafa eitt kvöld en það gekk ekki upp og því var ákveðið að Dagar lita og tóna verða ekki í ár,“ sagði Ingi Tómas. Frá upphafi var mikill metnaður lagður í Daga lita og tóna og á vegum hennar hafa komið fram allir okkar bestu tónlistarmenn í djassi og blús síðustu 20 árin. Það er því eftirsjá í hátíðinni og vonandi taka þeir félagar upp þráðinn að nýju næsta ár eða að aðrir taki við kyndlinum. Huginn einn við makrílleit „Við erum að leita að makríl og erum 40 mflur suður af Kötlu- tanga,“ sagði Ómar Steinsson, stýrimaður á Hugin VE á mið- vikudagsmorgun en Huginn er nú í fyrsta túr eftir endurbætur og lagfæringar. „Við fóram út á sunnudag og emm eina skipið sem er á makríl og emm búnir að fá tvisvar sinnum fimmtíu tonn og það er bara lélegt. Það hefur verið leiðindaveður og bræla, en er fínt núna. Við emm að leita og prófa búnaðinn og hann virkar fínt, “ sagði Ómar og allir um borð ánægðir með að vera byrjaðir aftur eftir langt stopp. Leitað að organista Við starfslok Guðmundar H. Guðjónssonar organista Landa- kirkju hefur verið auglýst eftir organista við Landakirkju í fulla stöðu. Þegar auglýst var sl. vor bar það ekki árangur að sögn sr. Kristjáns Bjömssonar þannig að nú er verið að leita að organista til að koma til starfa sem fyrst. Þar til fundinn er vel menntaður og þjálf- aður kórstjóri og organisti verður reynt að fá afleysingamenn eftir því sem þarf svo kórinn geti sinnt sínu hlutverki og hægt verði að halda uppi söng kórsins við athafnir og hefðbundið helgihald í sumar. ÍJtgefandi: Eyjasýn ehf. 480378-0549 - Vestmannaeyjiun. Ritstjóri: Ónwr Garðarsson. BlaxJamenn: (íuðbjörg Signrgeirsdóttir og Július Ingason. Ábyrgðarmenn: ÓmarGardars- son & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyja])rent. Vestmannaeyjum. Adsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstur frettir@eyjafrettrr.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTt’lit koma út aJla fimmhidaga. Blaðid er selt í áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, Tvistinimi, Toppnum, Vörnval, Herjólfi, Flughafnarversliininni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Fridarhöfn.. FRÉ'l'i'iK eru prentaðar i 3000 eintökum. FRÉTi'lR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaðiu Eftirjirentun, hljóðritun, notkun ljósmjmda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.