Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2011 17 / / Þessar skemmtilegu myndir lét Oskar Sigurðsson, í Stórhöfða, Fréttir hafa ásamt nafnalista. A þeim eru fermingarbörn í Vestmannaeyjum 1951. Það var séra Halldór Kolbeins sem fermdi og er hann með á myndunum. Fermt var á hvítasunnu, sem bar upp á 13. og 14. maí. Það var því hálf öld í síðustu viku frá því börnin 49 voru tekin í kristinna manna tölu. HVÍTASUNNUDAGUR 13. MAÍ 1. röð Kristín Sigurðardóttir, Skólavegi 37, Guðrún Guðmundsdóttir, Presthúsum, Guðmunda Eygló Óskarsdóttir, Landagötu 18, Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir, Hásteinsvegi 52, Sr. Halldór Kolbeins, Guðlaug Sigurðarsdóttir, Hásteinsvegi 31, Guðbjörg Pálsdóttir, Heiðarvegi 44 og Ema Tómasdóttir, Brekastíg 7c. 2. röð Gyifi Guðnason, Urðavegi 4, Ema Margrét Jóhannesdóttir, Hásteinsvegi 22, Birna Valgerður Jóhannesdóttir, Kirkjulundi, Ásta Sigurlásdóttir, Vesturvegi 9a, Ágústa Guðmundsdóttir, Saltabergi, Anna Jenný White Marteinsdóttir, Sjómannasundi 3, Anna Dóra Axelsdóttir, Kirkjuvegi 67 og Eyjólfur Martinsson, Laugarbraut 1. 3. röð Guðbjartur Kristinn Kristinsson, Norðurgarði, Garðar Gíslason, Hásteinsvegi 36, Einar Þórarinsson, Skólavegi 18, Helgi Þórarinn Guðnason, Norðurgarði, Bjarni Jónasson, Boðaslóð 5, Ágúst Grétar Jónsson, Brekastíg 23 og Ágúst Bergsson, Skólavegi 10. 4. röð Eymundur Garðar Sigurjónsson, Boðaslóð 1, Guðbjartur Richard Sighvatsson, Kirkjuvegi 49 og Gísli Matthías Sigmarsson, Brekastíg 15. ANNAR í HVÍTASUNNU, 14. MAÍ 1. röð Ragnhildur Sigurfinna Jóhannsdóttir, Helgafellsbraut 19, Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir, Hásteinsvegi 45, Svava Höjgaard Einarsdóttir, Brekastíg llb, Sr. Halldór Kolbeins, Þórunn Helga Ármannsdóttir, Steinum, Viktoría Agústa Ágústsdóttir, Aðalbóli og Valgerður Viktoría Valdimarsdóttir, Herjólfsgötu 12. 2. röð Karl Gunnar Jónsson, Hásteinsvegi 33, Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir, Ásavegi 2b, Sigríður Rósa Ágústsdóttir, Sólhlíð 7, Sandra Kolbrún Isleifsdóttir, Kirkjuvegi 20, Lilja Þorsteinsdóttir, Vesturhúsum, Júlía Sigurgeirsdóttir, Hásteinsvegi 2, Elín Hólmfríður Ásmundsdóttir, Löndum og Sigurður Hallvarðsson, Vestmannabraut 56b. 3. röð Ingi Ingvarsson, Vestmannabraut 61, Oskar Jakob Sigurðsson, Stórhöfða, Páll Jóhann Einarsson, Kirkjuvegi 27, Sveinn Ármann Valtýsson, Kirkjufelli, Sveinn Gíslason, Vestmannabraut 60 og Sigurður Helgi Tryggvason, Vestmannabraut 8. 4. röð Sigurður GoUharð Sigurðsson, Kirkjubæ, Jóhann Ævar Jakobsson, Vesturvegi 8, Rögnvaldur Ágúst Hreggviðsson, Brimhóíabraut 8 og Sigurbjörn Friðrik Olason, Hólmgarði. S Skátafélagið Faxi - Sjá ekki um rekstur tjaldsvæða - Osáttir við framgöngu bæjarins: Hefur staðið undir æskulýðsstarfinu Frosti: Skátafélagið Faxi hefur séð um rekstur tjaldsvæða í Vestmannaeyjum frá árinu 1978 en þá voru skátamir. beðnir um að taka hann að sér. Var það að beiðni Vestmannaeyjabæjar og hefur rekstur tjaldsvæðanna gengið vel og verið mikilvægur þáttur til að standa undir æskulýðsstarfi á vegum Faxa í öll þessi ár. Skátar eru mjög ónægðir með þá ákvörðum bæjarráðs að bjóða út rekstur á tjaldsvæðum sem Skátafélagið Faxi hefur séð um í áratugi. Talsmaður þeirra segir að eftir samskipti þeirra við bæjarstjóra hafi niðurstaðan verið að bjóða ekki í reksturinn en afraksturinn hefur að stórum hluta staðið undir æskulýðs- starfi félagsins. Ástæðan er að skát- amir áttu að taka á sig ýmsan auka- kostnað í kringum þjóðhátíð sem þeim fannst óaðgengilegt. Samið var við Sólbakkablóm sem var eini aðilinn sem bauð í reksturinn. Segja skátar að í ljós hafi komið að Sól- bakkablómum voru boðin önnur kjör en skátunum. „Skátafélagið Faxi hefur séð um rekstur tjaldsvæða í Vestmannaeyj- um frá árinu 1978 en þá voru skát- amir beðnir um að taka hann að sér. Var það að beiðni Vestmannaeyja- bæjar og hefur rekstur tjaldsvæð- anna gengið vel og verið mikil- vægur þáttur til að standa undir æskulýðsstarfi á vegum Faxa í öll þessi ár,“ sagði Frosti Gíslason, skátaforingi, sem síðustu ár hefur haft yfimmsjón með rekstrinum á tjaldsvæðunum. Hann segir að skátamir hafi átt von á áframhaldandi samstarfi en í febrúar í vetur hafi fulltrúi félagsins verið kallaður á fund bæjarstjóra sem tilkynnti að uppi væm hug- myndir um að bjóða út rekstur tjald- svæðanna í Eyjum eða að minnsta kosti annars tjaldsvæðanna sem em í Herjólfsdal og við Þórsheimilið. Frosti segir að bæjarstjóra, Elliða Vignissyni, hefði verið tjáð að það kæmi sér afar illa fyrir félagið fjár- hagslega. „Við óskuðum eftir upp- lýsingum um hvers vegna ætti að taka reksturinn af okkur, hvort bæjaryfirvöld væm ósátt með hvernig staðið væri að rekstri tjaldsvæðanna. Svar bæjarstjóra var að ef skátamir hefðu staðið sig illa hefði þeim ekki verið boðinn rekstur annars tjaldsvæðanna áfram. Það var því ljóst að bæjaryfirvöld vom ánægð með rekstur tjaldsvæðanna en bæjarstjóri sagði að ástæða þess að skipta upp rekstri tjaldsvæðanna væri til þess að fá samkeppni milli þeirra. Við lögðum áherslu á að þetta hefði slæm áhrif á Faxa og drægi úr hagkvæmni í rekstri tjald- svæðanna í Eyjum að vera með sinn hvom rekstraraðilann á tjaldsvæð- unum.“ Frosti sagði að þá hefði bæjarstjóri sagt að þetta væri svo góð fjáröflun fyrir skátana að jafnframt væm uppi hugmyndir um að fella niður ár- legan styrk til þeirra. Vön væri á það mörgum ferðamönnum til Eyja í sumar að skátamir hefðu nóg með annað tjaldsvæðið. „Við sögðum honum að skátamir væm þegar byrjaðir að gera ráð- stafanir fyrir sumarið til þess að bregðast við auknum ferðamanna- straumi. Það ætluðum við að gera með því að hafa starfsmenn í fullu starfi í sumar og þegar var hafin vinna við að útvega starfsfólk og sjálfboðaliða á næstu þjóðhátíð. Þá sagði bæjarstjóri að hér væm þó aðeins um hugmyndir að ræða sem alls ekki væri víst að kæmu nokkum tíma til framkvæmda og bað fulltrúa okkar um að ræða þessar hugmynd- ir ekki við aðra en ég vildi þó upp- lýsa félagsforingja Faxa um stöðu mála,“ sagði Frosti. Þann 1. mars, innan við viku eftir fund bæjarstjóra var ákveðið í bæjarráði að bjóða út rekstur a.m.k. annars tjaldsvæðanna. „Eg hringdi í formann bæjarráðs og sagði þetta ákvörðun sem kæmi sér mjög illa fyrir starf skátanna. Það væri eins og bæjaryfirvöldum væri alveg sama um starfsemi skátanna. Formaður bæjarráðs, Páley Borgþórsdóttir, brást illa við en ég óskaði eftir svör- um um ástæðu þessarar ákvörðunar. Varð fátt um svör en hún sagði að skátamir gætu boðið í reksturw tjaldsvæðisins eins og hver annar.“ Frosti sagði að um miðjan mars hefðu fulltrúar Faxa verið kallaðir á fund bæjarstjóra sem hefði lagt fram drög að samningi vegna reksturs tjaldsvæðanna við Þórshamar og Áshamar. „í honum var að finna auknar álögur og kostnað sem falla áttu á skátana sem bæjarstjóri sagði að ættu að greiðast af þeim sem sæi um reksturinn. Þá sagði bæjarstjóri að sinn hvor aðilinn ætti að reka tjaldsvæðin til að tryggja sam- keppni." Skátamir vildu vita hvenær ætti að bjóða reksturinn út en var tjáð af bæjarstjóra að hugmyndin væri að jafnvel hætta við útboð og einfald- lega velja samstarfsaðila. „Þá var bent á símtal við formann bæjarráðs sem hafði sagt að skátamir gætu boðið í reksturinn eins og aðrir. Bæjarstjóri svaraði með því að segja að það símtal hafi nú ekki hjálpað skátunum. Við óskuðum eftir upp- lýsingum um hvað hann hafi átt við en fengum ekki svör. í kjölfarið sendum við bréf til bæjarstjóra en bæjarstjóri svaraði og sagði að ýmislegt væri óljóst og enn ætti eftir að taka ákvörðun uih ýmsa þætti.“ Þann 4. apríl auglýsti Vestmanna- eyjabær eftir samstarfi við áhuga- sama um rekstur tjaldsvæðanna. „Þegar fulltrúi okkar ætlaði að sækja útboðsgögn í samræmi við ákvörðun bæjarráðs vom þau ekki tilbúin, aðeins drög að samstarfs- samningi um rekstur tjaldsvæða í Herjólfsdal. Engin útboðsgögn, ekkert tilboðsblað, engar upplýs- ingar um með hvaða hætti ætti að skila tilboðum né hvemig þau yrðu metin. Óskað var eftir svömm um fjölmarga þætti og ákveðið var að sett yrði fram tilboðsblað að beiðni okkar. Þá hefur einnig komið í ljós að þeir sem fengu gögn fengu mismunandi upplýsingar um kjör og skilyrði sem bærinn ætlaði að bjóða. Sólbakka- blóm fengu t.d. upplýsingar um að bærinn sæi um kostnað vegna leigu á gámum og girðingum á þjóðhátíð en bæjarstjóri hafði þvertekið fyrir að bærinn myndi greiða fyrir þetta ef skátamir sæju áfram um rekst- urinn líkt og í fyrra,“ sagði Frosti og bætti við að aðeins Sólbakkablóm hefðu skilað inn tilboði. Frosti er mjög ósáttur við fram- göngu bæjarins í þessu máli, sem sé ákaflega lítilmannleg gagnvart æskulýðssamtökum þar sem lang- mikilvægasta fjáröflunin er tekin af félaginu. „Einkum í ljósi þess að einkaaðila voru boðin kjör sem bæjarstjóri hafði neitað skátunum um. Þetta er ástæðan fyrir því að við buðum ekki í reksturinn. Við vomm svo sannarlega tilbúin til að takast á við aukinn ferðamannastraum eins og ég sagði áðan. Ég óska nýjum rekstraraðila samt góðs gengis en harma að bærinn hafi farið þessa leið sem gerir það að verkum að rekstur Skátafélagins Faxa verður mjög erfiður og er hætta að þetta geti bitnað á hinu mikilvæga æsku- lýðsstarfi skátanna hjá krökkum á aldrinum 7 til 15 ára og ég skil ekki forgangsröðun bæjarins í þessu máli,“ sagði Frosti Gíslason, skáta- foringi að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.