Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Page 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2011 Sighvatur Bjarnason - Umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju: Heimurinn getur verið býsna geðveikur -Afraksturinn einhverjar milljónir - Byggja á sumarhús fyrir langveik börn SIGHVATUR BJARNASON kom víða við á ferðum sínum. Á myndinni hér að ofan er hann í borginni La Paz í Bólivíu með unga sölustúlku sér við hlið en hún var að reyna selja honum kókalauf. Þeir voru margir sem fylgdust spenntir með heimsreisu Eyja- mannsins Sighvats Bjarnasonar en ferðina kallaði hann Umhverfis jörðina á 80 dögum. Markmiðið var sem sagt að komast umhverfis jörðina á 80 dögum og um leið safna fé til styrktar Umhyggju, félags til sluðnings langveikra barna. Sighvatur sendi einnig inn myndbönd á vefinn Vísi.is þar sem hægt var að fylgjast með ferðinni og enn er hægt að skoða mynd- böndin, sem eru mörg hver ansi skemmtileg. Sighvatur svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Frétta um ferðina og því sem henni tengist. Langaði að stíga út fyrir rammann Hvernig kviknaði hugmyndin að fara í heimsreisu? „Það hafði blundað í mér í nokk- urn tíma að stíga hressilega út fyrir rammann og takast á hendur verk- efni sem væri verulega eftirminni- legt, svona „once in a lifetime“ áskorun. I vetur sköpuðust kjörað- stæður, þ.e. ég hafði loksins tíma aflögu en að auki er ég orðinn nægilega gamall og reyndur til að standa í slíku á skynsaman hátt. I desembermánuði sat ég í fbúð minni í þungum þönkum og glápti á bókahilluna mína. Þar lá lítið kver sem ég hafði keypt nokkrum misserum fyrr, skáldsagan Um- hverfis Jörðina á 80 dögum, eftir Jules Veme. Við það sló saman nokkrum tannhjólum og ákvörð- unin tók sig sjálf.“ Ákvaðst þú að fara í ferðina áður en þú ákvaðst að láta gott af þér leiða með því að safna áheitum? „Það gerðist svo til á sama tíma. f sunnudagsmogganum 21. maí sl. voru myndir af ungum manni, sem ég hafði fylgst með úr fjarlægð og var hvatinn að áheitasöfnuninni. Það vill svo til að foreldrar hans eru á leið í sérstaka söfnun, og ætla með vinafólki sínu að hlaupa um- hverfis landið í sumar." Vildi vera sjálfbær í ferðinni Sighvatur segir að það hafi þurft talsverðan undirbúning fyrir ferð- ina. Huga þurfti að mörgum hlutum. „Já, það er að merkilega mörgu að hyggja og ég varði talsverðum tíma í undirbúning. Flóknast er að velja leið sem er sæmilega örugg og býður upp á nógu skilvirkan ferða- máta. Það var ljóst í upphafi að það yrði ekki raunhæft að sækja um fyrirfram vegabréfsáritanir, nema að mjög takmörkuðu leyti. Því varð að velja leið sem liggur um ríki sem bjóða upp á svokallað „on arrival" áritun, en upplýsingar og áreiðanleiki um það liggur ekki alltaf ljóst fyrir. Á endanum varð til leið sem ég var viss um að myndi 80% ganga upp, en í raun má segja að skipulagningin hafi haldið áfram á hverjum degi fer- ðalagsins. Að auki velti ég mikið fyrir mér hvaða búnað skyldi taka með. Eg hef tröllatrú á því að vera eins sjálf- bær og hægt er og treysta ekki á að geta keypt mismunandi hluti á hinum ýmsu stöðum. Að auki tel ég mjög mikilvægt að ferðast eins létt og hægt er. Á endanum varð til 13 kílóa pakki af búnaði sem reyndist mér frábærlega vel og ég myndi engu breyta f dag. Eg fékk nokkrar sprautur og uppáskrift fyrir sýkla-, meltingar- og malaríulyfjum en að auki lagði ég mikla áherslu á að undirbúa iðrin vel með góðum meltingar- hvötum sem ég tók allan tímann og reyndust afar vel. Svo þarf að huga að ótal litlum hlutum; bólusetningarskírteini, ferðagögn, afrit af vegabréfi og svo framvegis. Svo þarf auðvitað að geyma þetta á mismunandi stöðum í farangri og á líkama, ef einu setti er stolið." Hefði ekki viljað sleppa myndböndunum Eins og áður hefur komið fram, sendi Sighvatur inn myndbönd á Vísi.is alla ferðina þar sem les- endur gátu fylgst með ferðalaginu frá fyrstu hendi. Hann segir að það hafi verið talsverður hausverkur til að byrja með að vinna mynd- böndin. „I upphafi hafði ég enga þekkingu eða reynslu í mynd- bandagerð og gerði í raun mitt fyrsta myndband, fyrsta kvöldið. Eg var með Heavy Duty Dell fartölvu og klippiforrit en til starf- ans notaði ég eina Canon videovél og eina minni GoPro, vatnsþétta vél sem hægt var að fela utan á sér. Vélamar setti ég á stöng og gat þannig tekið myndir af sjálfum mér, líkt og myndatökumaður væri með í ferð. Eg komst fljótlega að því sem fagmenn höfðu sagt mér, þ.e. að ná góðu myndefni kostar fyrirhöfn. Handritið var ekkert, nema bara það sem varð á vegi mínum hverju sinni. En það getur verið merkilega þreytandi að mynda í sífellu dag eftir dag.“ Sighvatur segist ekki hafa lent í erfiðleikum með að koma efninu frá sér, þrátt fyrir að ferðast í nokkrum af frumstæðustu löndum heims. „Myndböndin sendi ég frá mér í gegnum tölvupóst, og var með þrjár mismunandi gáttir til taks. Það kemur að mörgu leyti á óvart hversu netið er aðgengilegt víða um heim en hraði, aðgengi og stöðugleiki er ekki alltaf fyrsta flokks og það reyndist tímafrekt að finna net, fá aðgang og senda um 40Mb skrár, tvær til þrjár í viku. Það gekk mjög vel að koma þessu heim og saman, en það voru margar andvökunætur að klippa saman myndbönd, sjá til þess að allar rafhlöður væru hlaðnar og koma myndböndum á rétta aðila hér heima. En ég hefði alls ekki viljað sleppa þessum þætti, sem var í raun stórskemmtilegur og gaf mér mikið. Það er einnig ýmislegt sem gerist þegar maður er kominn með myndavél á loft. f óteljandi skipti var ég spurður hvort ég væri blaða- eða fréttamaður. Oft gat það komið sér vel og veitti manni ákveðna fyrirgreiðslu. Stundum kallaði það á vandræðagang og jafnvel hörð viðbrögð en í grunninn hafa flestir gaman að því að brosa framan í linsu.“ Yemen eftirminnilegast Nú ferðaðist þú heimshorna á milli í orðsins fyllstu merkingu. Hvað er eftirminnilegast úr ferð- inni?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.