Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Page 19
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2011
19
Pepsídeild kvenna: ÍBV -Afturelding 5:0
Frábær byrjun hjá stelpunum
- Hafa unnið fyrstu tvo leikina 5:0 og eru á toppi Pepsídeildarinnar
FRÁBÆR BYRJUN. ÍBV hefur byrjað tímabilið mjög vel í Pepsídeild kvenna. Hér fagna stelpurnar
fimmta og síðasta marki ÍBV í leiknum en það gerði Kristín Erna Sigurlásdóttir, sem er önnur frá hægri.
Stelpurnar í ÍBV hafa heldur
betur hrist upp í kvennaboltanum
með frábærri byrjun sinni í
Islandsmótinu. IBV lagði Þór/KA
að velli fyrir norðan í fyrsta leik
5:0 og vakti sigurinn mikla at-
hygli. Einhverjir vildu meina að
norðanstúlkur hefðu vanmetið
nýliðana í Pepsídeildinni en
stelpurnar sýndu það á þriðju-
daginn að sigurinn var engin
tilvilijun, með 5:0 sigri á Aftur-
eldingu.
Leikurinn gegn Aftureldingu fór
fram við afar erfíðar aðstæður, svo
ekki sé dýpra tekið í árinni. Stífur
vindur stóð beint á annað markið
sem varð til þess að þegar t.d. taka
átti aukaspyrnur, þurfti að halda
boltanum því hann einfaldlega fauk
af þeim stað þar sem taka átti spym-
una. I raun hefði leikurinn ekki átt
að fara fram. En aðstæðumar bitn-
uðu auðvitað jafnt á báðum liðum
en Eyjaliðið byrjaði með vindinn í
bakið. Stelpumar vom þrátt fyrir
það nokkuð rólegar í sóknarleik
sínum en náðu þó að skora þrjú
mörk og vom tvö af þeim úr skotum
utan vítateigs.
Síðari hálfleikur var hins vegar
mun betri hjá ÍBV, eins skrítið og
það kann að hljóma enda léku
stelpumar þá á móti vindinum. En
það gerðu þær mjög vel, reyndu að
halda boltanum niðri og spila
honum skipulega upp völlinn. Þetta
gerðu þær sérstaklega vel þegar leið
á seinni hálfleikinn sem varð til þess
að þær bættu við tveimur mörkum
áður en yfir lauk. Reyndar hefðu
þær átt að skora fleiri, því þær fengu
nokkur dauðafæri til að bæta við
mörkum og áttu m.a. skot í stöng.
Leikskipulagið gekk upp
Miðvörðurinn öflugi, Elísa Viðars-
dóttir, hefur staðið vaktina í hjarta
varnarinnar, _sem hefur ekki fengið á
sig mark í íslandsmótinu. „Eg er
mjög sátt við stigin þrjú og það er
ekki slæm tölfræði hjá nýliðum að
vera með markatöluna 10:0 eftir tvo
leiki og fullt hús stiga. En við
ætluðum að byrja mótið af krafti og
við höfum svo sannarlega gert það.“
Aðstœður voru ekkert að hjálpa til?
„Nei alls ekki. Fyrstu mörkin hefðu
getað dottið hvom megin sem var
eftir því hvort liðið byrjaði með
vindinn í bakið. En við vomm svo
heppnar að þetta datt okkar megin í
fyrri hálfleik. Við höfum oft spilað
betur en aðstæður voru auðvitað
erfiðar og í heildina er ég sátt við
leikinn og stigin þrjú. Jón Óli var
búinn að leggja þetta vel upp fyrir
okkur og leikskipulagið gekk upp.“
En tveir stórsigrar í upphafi móts.
Eru önnur lið að vanmeta IBV?
Það er erfitt að segja. Við emm að
spila glimrandi fínan bolta. Vanmat
eða ekki vanmat, það skiptir okkur
engu máli svo lengi sem við emm að
taka þessa leiki,“ sagði Elísa að
lokum.
Pepsídeild kvenna
IBV 2 2 0 0 10:0 6
Stjaman 2 2 0 0 7:0 6
Valur 2 1 1 0 2:1 4
KR 2 1 1 0 2:1 4
Þór/KA 2 1 0 1 2:6 3
Breiðablik 2 0 1 1 2:3 1
Fylkir 2 0 1 1 1:4 1
Þróttur 2 0 1 1 1:5 1
Afturelding 2 0 1 1 0:5 1
Grindavík 2 0 0 2 1:3 0
Knattspyrna, Pepsídeildin: Keflavík 0 - ÍBV 2
Meiðsli að stríða Eyjamönnum
- Frábær sigur gegn Keflavík á útivelli - Hefndu ófara síðustu tveggja ára
Eyjamenn gerðu góða ferð til
Keflavíkur á sunnudaginn þegar
þeir lögðu heimamenn að velli 2:0.
Mörk ÍBV gerðu þeir Tryggvi
Guðmundsson og Andri Olafsson,
Tryggvi eftir rétt tæplega mínútu
og Andri um það bil níu mínútum
síðar. Eyjamenn léku mjög vel í
leiknum, gáfu fá færi á sér og
sóknarleikurinn er á uppleið.
Segja má hins vegar að sigurinn sé
dýra verði keyptur því markaskor-
aramir tveir þurftu báðir að fara
meiddir af leikvelli. Tryggvi fékk
þungt höfuðhögg eftir að hann vann
skallaeinvígi gegn varnarmanni
Keflvíkinga og við það kinnbeins-
brotnaði hann. Tryggvi átti að fara í
aðgerð vegna meiðslanna í dag,
fimmtudag en hann hefur látið hafa
eftir sér að hann ætli sér að spila
næstkomandi sunnudag gegn Vík-
ingum. Líklegra er hins vegar að
hann verði einhveijar vikur frá og
spili jafnvel ekki aftur fyrr en í lok
júní, eftir landsleikjahlé fslands-
mótsins vegna Evrópumóts U-21 árs
liðsins.
Andri þurfti sömuleiðis að fara af
leikvelli, tognaður aftan í læri sem
em hvimleið meiðsli. Auk þeirra
var Jordan Connerton meiddur en
gamalt kviðslit tók sig upp í síðustu
viku og þá var enski miðjumaðurinn
Bryan Hughes í fríi í Englandi.
Síðast en ekki síst er Albert
Sævarsson, markvörður liðsins,
meiddur og verður hugsanlega frá í
einhverjar vikur. Eyjamenn hafa
hins vegar endurheimt þá Ian Jeffs
og Finn Ólafsson. Jeffs tognaði
aftan í læri í Ieiknum gegn Fylki en
Finnur hafði ekkert leikið í sumar
þegar kom að leiknum gegn Kefla-
vík.
Heimir Hallgrímsson tefldi djarft
gegn Keflavík og uppskar eftir því.
Hann setti Andra Ólafsson í fram-
línuna með Tryggva en þeir, ásamt
Guðmundi Þórarinssyni, voru vam-
armönnum Keflvíkinga afar erfiðir.
Þá munaði mikið um að fá Finn
aftur á miðjuna en hann átti mjög
góðan leik, eins og reyndar liðið í
heild sinni.
ÍBV átti að spila í gær gegn Kjal-
nesingum í 32ja liða úrslitum
Valitorbikarsins en leikurinn átti að
fara fram á heimavelli Kjalnesinga,
gervigrasvelli Framara í Safa-
mýrinni. Úrslit leiksins vom ekki
kunn þegar blaðið fór í prentun.
Næsti leikur ÍBV í íslandsmótinu er
hins vegar næstkomandi sunnudag
þegar Eyjamenn taka á móti ný-
liðum Víkings.
Sigur í deild en úr leik í Valitor bikarkeppninni
KFS lék gegn Ægi á Týsvellinum
um helgina í 3. deild íslands-
mótsins. Leikurinn varð ævin-
týralegur því KFS komst yfir
strax á 15. mínútu en Ægismenn
gerðu sér lítið fyrir og svöruðu
með þremur mörkum á næstu 20
mínútum leiksins. Eyjamenn
náðu að laga stöðun fyrir leikhlé
og staðan því 2:3 í hálfleik.
Leikmenn KFS bættu svo við
þremur mörkum í síðari hálfleik
áður en Ægismenn náðu að svara
og lokatölur 5:4.
KFS mætti svo Hamri í 32ja liða
úrslitum Valitor bikarkeppninnar
á þriðjudaginn en leikurinn fór
fram í Hveragerði. Hamarsmenn
höfðu betur, 2:0 og er KFS því úr
leik þetta árið.
íþróttir
Landsbankamótið í
sundi:
Góður árangur
Eyjakrakka
Á dögunum tóku 28 krakkar úr
Sundfélagi ÍBV þátt í Lands-
bankamóti ÍRB í Reykjanesbæ.
Krakkarnir stóðu sig vonum fram-
ar, bættu tíma sína talsvert og
voru sjálfum sér og félagi sfnu til
sóma, sem er ekki síður mikilvægt
atriði. Á heimasíðu félagsins
segir að Kristjana Dögg Baldurs-
dóttir, 14 ára, hafi náð bestum
árangri en hún gerði sér lítið fyrir
og sigraði í 50 m og 100 m skirið-
sundi og náði auk þess brons-
verðlaunum í 50 m flugsundi, 50
m og 100 m baksundi. Sannar-
lega glæsilegur árangur hjá þess-
ari efnilegu sunddrottningu. Auk
hennar fékk Elfa Karlsdóttir, 9
ára, gullverðlaun í 50 m flugsundi
og Eva Aðalsteinsdóttir náði svo
AMÍ lágmörkum í 200 m bak-
sundi.
Fjáröflun 4.
flokks frestað
4. flokkur karla í knattspyrnu
ætlaði að ganga í hús og safna
raftækjum síðastliðinn þriðjudag.
Því þurfti að fresta vegna ösku-
falls, þeir munu ganga í hús um
leið og aðstæður leyfa. Við minn-
um á söfnunarkassana í Eyja-
tölvum og Eymundsson.
Nýtt lið í Eyjum
FC Krabbi sótti um aðstöðu til
æfinga og keppni í knattspyrnu til
fjölskyldu- og tómstundaráðs en
félagið er nýtt í Eyjum. Ráðið
óskar Eyjamönnum til hamingju
með nýtt félag en bendir um leið á
að þau félög sem ekki em aðilar
að ÍBV-héraðssambandi greiði
fyrir þann kostnað sem til fellur
vegna notkunar á aðstöðu Vest-
mannaeyjabæjar. FC Krabba er
bent á að hafa samband við ÍBV-
íþróttafélag.
Framundan
Fimmtudagur 26. maí
Kl. 16:00 Keflavík-ÍBV
4. flokkur kvenna, A-lið.
Kl. 17:30 ÍBV-Grindavík
2. flokkur karla.
Kl. 17:30 ÍBV-Þróttur
2. flokkur kvenna.
Föstudagur 27. maí
Kl. 18:00 Breiðablik-ÍBV
4. flokkur kvenna, B-Iið.
Laugardagur 28. maí
Kl. 14:00 IBV-KF/Tindastóll
3. flokkur karla.
Kl. 14:00 Valur-ÍBV
4. flokkur karla, A- og B-lið.
Sunnudagur 29. maí
Kl. 16:00 ÍBV-Víkingur
Pepsídeild karla.
Kl. 13:00 KFS-KV
3. deild karla.
Kl. 16:00 ÍBV-Keflavík
3. flokkur kvenna.
Mánudagur 30. maí
Kl. 17:00 ÍBV-Fylkir
3. flokkur kvenna.
Kl. 17:30 Fram-ÍBV
2. flokkur karla.
Þriðjudagur 31. maí
Kl. 16:00 Grindavfk-ÍBV
5. flokkur kvenna, A- og B-lið.
Miðvikudagur 1. júní
Kl. 18:00 Breiðablik-ÍBV
Pepsídeild kvenna.
Kl. 16:30 ÍBV-Víkingur
4. flokkur kvenna, A-lið.
Kl. 18:00 ÍBV-Fram
3. flokkur karla.