Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 4
EVIEMYNDIR (góðar & slæmar) VITTORIO Yndisleiki ReYKVÍKINGI er það sönn ánægja að helga fyrstu línur þessara dálka kvikmynd þeirri sem Tjarnarbíó byrjaði að sýna í gær. Þetta er ítölsk mynd og nefnist á flestum þjóðtung- um (frumtungunni ásamt ensku og frönsku að minnsta kosti) nafni sem þýðir næst- um orðrétt: Of seint á morg- un, en kallast hér Vandamál unglingsáranna, samkvæmt m.k þeirri skringilegu ástríðu reykvískra bíóstjóra að breyta helzt alltaf nöfnum kvikmynda, venjulega til hins verra. Þó mega menn '1§ ekki halda, að Vandamál unglingsáranna sé rangnefni, myndin fjallar vissulega um þau vandamál, og það með þeim hætti, að ógleymanlegt hlýtur að verða hverj- um hugsandi manni. — Mynd þessi er fullkomin að leik, efni og formi, enda stjórnað af Vittorio de Sica, höfundi Reiðhjólaþjófsins, en hann fer þarna jafnframt með eitt aðal- hlutverkið. Og í öllum sínum mannlega ynd- isleik og lifandi húmor, flytur myndin veigamikinn uppeldislegan boðskap, sýnir átökin milli þröngsýni gamla tímans og víð- sýni hins nýja gagnvart vandamálum þeim og spurningum sem kynþroskinn vekur hjá unglingunum. Reykvíkingur hvetur alla til að sjá þessa mynd og sérstaklega þó for- eldra sem eiga börn á hinum viðsjárverða aldri; þeir ættu að sjá hana strax í dag; það getur orðið — of seint á morgun. /itFTUR á móti er önnur mynd, sem Tjam- arbíó mun sýna bráðlega, „Katrín mikla,“ ekki eins góð. Sú mynd endar þar sem hún ætti að byrja, þ. e. a. s. á þeirri stund þegar Katrín tekur völdin „yfir öllum Rússunum", eða m. ö. o. þegar allir hinir ómerkilegri hlutir eru búnin að gerast, en allir hinir merkilegri hföíwramundan. Nafn myndar- inna^er þamjBvTllandi; það ætti að vera „Kajgn litlar Deikur er þarna þó sæmi- köflum, og raunar mjög góður hjá þs Fairbanks yngra, sem leikur hinn Ivo geðveikg manninn IJatrínar. Garfield leikur þarna andlegan kryppling, ráðþrota, hvæsandi afbrotamann. En kvik- myndarhandritið er að ýmsu leyti gallað. Garfield er of áttaviltur, og maður á bágt með að trúa því, að þessi maður geti í rauninni verið til. Þó eru í myndinni „sterkir" sprett- kaflar, og sumir raunar á- gætir. En hafi það verið ætlun höfundar og kvik- myndarstjóra, að áhorfand- inn fengi einhverja samúð með aðalpersónunni, — þá missa þeir marks. Hafnarbíó á í fórum sínum nýstárlega, bandaríska mynd: Francis. Asni leikur aðalhlutverkið með aðstoð Donalds O’Connor. Myndin gerði lukku í Bandaríkjun- um. Hún verður sýnd bráð- lega. DE SICA & húmor. jin all the way — er ameríska nafnið libíó sýnir næstú aalhlutverkið sér til aðstoðar. Sþekkur leikari; hún lollywoodgljáann þraut- íisheppnaða: hún gæti rétt rúng stúlka í Austurstræti. John rK Stjörnubíó byrjar væntan lega um næstu helgi að sýna þýsku óperumyndina Brúðkaup Figaros. Myndin er ný. Forráðamenn bíósins vona, að henni verði ekki verr tekið en metmynd- inni La Traviata. Stjörnubíó sýndi hana á 5. viku — og á kannski eftir að taka hana til sýningar einu sinni enn. Abott & Costello verða stjörn- urnar í Nýja Bíó næstu daga í Mexican Hayride. Næsta mynd Austur- bæjarbíós á eftir „Kaldar kveðjur" J. GARFIELD & S. WINTERS verður „Hann hljóp alla leið.“ væntan- lega franska myndin Parísarnætur. Gaman- mynd með ekta myndum úr næturlifi heimsborgarinnar. — ★ — SVÆSNASTA ÍÞRÓTTAFRÉTTIN, SEM VIÐ MUNUM EFTIR ÞESSA STUNDINA (Morgunblaðsdeild) OSLO, 18. febr. — Formaður Alþjóða- olympíunefndarinnar, Sigfrid Edström, ligg- ur sjúkur af kvefsótt. Varaforseti nefndar- innar gegnir störfum hans á meðan. Ég vona nú ritstjóri góður að þér athugið þetta fyrir mig og já alveg rétt, hvernig er rneð Hnefaleikaráðið er búið að leggja það niður? (Þjóðv. 14. 2.). Gott ef ekki er bara búið að berja það niður. Timinn birtir sunnud. 17. 2. kvæði er néfnist: „Bergmál frá englanna söng (Lag: Beautiful brown eyes)." Kvæðið er birt undir fyrirsögninni: „Þáttur kirkjunnar." Höfundur: Sr. Árelíus Nielsson. Það er líka til „Tennessee þolka." „Eldurinn er talinn hafa kviknað vegna rafmagnsleysis, er hér var um Suðurnesin . . . Ekki var hægt að dæla vatni á eldinn fyrst í stað vegna rafmagnsleysis." (Mbl. 14. 2.). Með öðrum orðum: Fyrst kveikti rafmagnsleysið i og svo . . . Eitt sinn meðan hann dvaldist eystra gerði hann sér h'tið fyrir og gekk allt austan frá Seyðisfirði og til Borgarness. Var 13 daga á leiðinni. í þá daga var slikt ferðalag sjaldgæft. (Afmælisgrein í Mbl. 13. 2.). Nú eru menn alltaf að skjót- ast þetta, blessaðir veriði! Var síðan gengið til einvíganna ýmist tveir saman (tvíliðakeppni) eða einn og einn. (Þjóðv. 19,2.). Ekkert þrivigi? Haukur lagði fyrstur af stað, datt einu sinni illa og öðru sinni vel . . . (Tíminn, 20. 2.). Og þriðja byltanl Sæmileg? Glæpamennska fer hér í Reykja- vík mjög í vöxt og glæpir þeir, sem hér hafa verið drýgðir að undanförnu, eru af því tægi, að varla má geta þeirra, án þess að gagnrýni fylgi með. (Vísir, 11. 2.). Góð eða vond? Berjast í skotheldum vestum í Kóreu. (Alþbl. 21. 2.). Einhneþptum eða tvlhneppt- um? REYKVÍKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.