Reykvíkingur - 01.03.1952, Qupperneq 13

Reykvíkingur - 01.03.1952, Qupperneq 13
UMHEIMURINN EF taka má mark á upplaginu, er ritstjóri Reader’s Digest sá slyngasti, sem nokkurntíma hefur verið uppi. í Bandaríkjunum einum selj- ast 9.500.000 eintök af Reader’s'Digest mán- aðarlega, en í öllum heiminum um 15.000.000 eintök. Ritið er prentað á 11 tungumálum og lesið í 59 löndum, en sem stendur fara fram samningar um að hefja útgáfu á því í Hollandi og Indlandi. Reader’s Digest er nú 30 ára, og DeWitt Wallace, eigandi þess og aðalritstjóri, hleypti því af stokkunum með 4.000 dollurum, sem hann fékk að láni hjá föður sínum og bræðr- um. Kona hans er einn af fjölmörgum aðstoðar- ritstjórum. Það eru skiptar skoðanir um, hvað valdi vin- sældum Reader’s Digest. DeWitt segir: ,,Ég geri mér einfaldlega far um að grafa upp efni, sem ég hef sjálfur gagn og gaman af, og svo birti ég það.“ Rithöfundurinn Louis Bromfield, sem oft selur ritinu greinar, segir hinsvegar, að vinsældir þess eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til „andlegs auðnuleysis" og að „miðlungs- gáfur ritstjórans“ séu „í algeru samræmi við gáf- ur lesendanna.“ Þeim geðjast að Digestinu, segir Bromfield,* vegna þess að við lestur þess ,,þarf hvorki að beita hugsun né ímyndunar- afli.“ Ritstjórar Reader’s Digest fara leynt með það, en satt er það samt, að meir en helmingur grein- anna, sem í því birtast, eru ekki endurprentanir. Digestið notaði eingöngu ,,úrval“ blaða- og tímaritagreina fram til ársins 1933, en fór þá að ráða til sín menn til þess að skrifa um það efni, sem DeWitt var hugleikið. En sumar greinanna, sem þannig sjá dagsins ljós, fá fyrst inni í öðrum tímaritum, svo að Reader’s Digest geti síðar ,,endurprentað“ þær. DeWitt segist hafa orðið að grípa til eigin manna, vegna þess að „úrvalið“ hafi ekki verið orðið nóg á mark- aðnum. Hann borgar mönnum sínum rausnar- lega fyrir ómakið. Aðstoðarritstjórar hans fá allt að 800.000 króna árslaun og ríflegan bónus. En það er einn af duttlungum DeWitt að láta launin og bónusagreiðslurnar breytast frá ári til árs, þannig að enginn veit eiginlega með vissu fyrr en í árslok, hve miklar heildartekjur hans verða. Þannig fékk ónefndur Digest-ritstjóri eitt árið 550.000 króna árslaun og svo rösklega 1.400.000 í uppbót. En annað ár fékk sami maður 1.400.000 króna laun en alls enga upp- bót. Svokallaðir „lausamenn," fyrsta flokks skriffinnar, sem ferðast um fyrir Digestið og senda því greinar þegar svo liggur á þeim, fá 160.000—350.000 króna árslaun, plús að minnsta kosti 20.000 krónur fyrir hverja birta grein — plús bónus! Það kemur mönnum því ekki á óvart þótt DeWitt sé vinsæll vinnuveit- andi, þegar það bætist við, að fullvrt er, að hann sé ástúðlegur og feiminn og hafi óbeit á að segja mönnum upp starfi. Það telst til tíðinda, að starfsmanni við ensku Digest-útgáfuna var þá loksins sagt upp, þegar hann hafði ekki sést á vinnustað í átta vikur. VINNA hefst í vor við lengstu bílagöng í heimi. Fyrir framkvæmdum stendur franskt- ítalskt-svissneskt fyrirtæki, og hugmyndin er að fara beint í gegnum Mont Blanc, hæsta tind Alpafjallanna (15.781 fet). Göngin verða sjö mílur á lengd, 50 fet á breidd og 15 feta há. Um þau eiga að liggja fjórar akbrautir, og fullgerð verða þau rösklega þrisvar sinnum lengri en lengstu bílagöngin, sem nú eru í notkun, göngin undir Mersey- fljótið við Liverpool í Englandi. Hreinu lofti verður dælt í göngin um mikla loftrás undir akbrautunum, en verkinu á að vera lokið að fullu innan þriggja ára. Bílar verða 15 mínútur að aka undir Mont Blanc. I fyrstu verður vegtollur tekinn af far- artækjum (um 25 krónur) til þess að greiða verkkostnaðinn, en hann er áætlaður 330 millj. FóLKSFJÖLGUNIN í heiminum er orðin hugsandi mönnum mikið áhyggjuefni. Mann- fólkinu fjölgar um 70.000 dag hvern, þ. e. 25 milljónir á ári. Sumir telja, að alþjóðasamvinna um takmörkun barneigna sé óhjákvæmileg. I BANDARÍSKUM skólum er hægt að fá tilsögn í hinum ólíklegustu hlutum. Dæmi frá háskólanum í New York: Kennsla í bókavali og almennri hugsun; ábendingar til aukins skilnings á málverkum; leiðbeiningar handa kaupendum gamalla listmuna; fræðileg athugun á því, hvernig lesa beri fréttir í dagblöðum. Sagt er, að einn þeirra manna, sem útvarpið hefur valið til að segja fslendingum frá útlöndum, hafi á héraðsdómsprófi í lögfræði dæmt mann í 9 ára fangelsi fyrir að stela skotthúfu af gamalli konu . . . Einn þekktasti rithöf- undur okkar trúir á náttúrulækn- ingastefnuna; kveðst ekkert geta skrifað ef hann borði kjöt. Það er haft eftir einum kollega hans, að svo virðist sem hann lifi ekki á öðru en steik þessa dagana . . . Haft er fyrir satt, að úthlutun- arnefnd listamannalauna hafi við síðustu úthlutun veitt manni ein- um allríflegan styrk vegna þess hve áktakanlega hann lýsti kjör- um sínum, hungri og volæði, í bréfi til nefndarinnar. Hann skrifaði bréfið sem myndlistar- maður; hefur sýnt eina mynd á æfinni. En styrkurinn, sem hann hlaut, var tekinn frá öðrum mál- ara, sem þegar er orðinn vel þekktur . . . Þórbergur Þórðar- son er sagður hvata mjög för sína framhjá Lækjartorgi þegar maðurinn á kassanum er að tala. Því að ef það hendir hann að stanza, snýr maðurinn sér óðara persónulega beint að honum og fer að svívirða hann fyrir anda- trú . . . Ung íslensk söngkona á Ítalíu hefur tekið sér nafnið Nini Palis. Mun Palis vera stytting úr Palla ís . . . Sagt er að uppistað- an í skáldsögu þá, sem Halldór Kiljan hefur I smíðum, sé sótt í Fóstbræðra sögu. Hefur Kiljan sagt opinberlega, að hin nýja saga f jalli um stríð og frið, og má efiaust treysta því að þeir félag- arnir Þorgeir Hávarsson og Þor- móður Kolbrúnarskáld sjái að minnsta kosti vel fyrir því fyrr- nefnda ... Nýlega var í Danmörk gerð mesta hvítlaukspöntun sem um getur í allri veraldarsögunni. Pantandi: Náttúrulækningafélag íslands . . . Nemendur Hús- mæðrakennaraskólans gerðu ný- lega verkfall til að mótmæla ókurteisi sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir af hálfu skólastjór- ans . . . REYKVÍKINGUB 13

x

Reykvíkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.