Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 10
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 10 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00 Hreinlega frábær fyrir þvottahúsið Þvottavél og þurrkari tilvalin fyrir húsfélög og minni ferðaþjónustur Þvottavél og þurrkari • Ryðfrítt stál • Stærra hurðarop - 45cm þvermál • Sparnaðarkerfi fyrir vatn og orkunýtingu • Notendavæn og þægileg þvottakerfi • Þvottavél og þurrkari staflanleg til að nýta pláss betur • Margar góðar viðbætur fáanlegar, m.a. myntraufFAS TU S _E _0 6. 02 .1 3 Bílaleigubílar sem tryggingafélög útvega á meðan bíll tryggingataka er í viðgerð eru yfirleitt í minnsta flokki, samkvæmt upplýsingum frá TM, VÍS og SJÓVÁ. Telji tryggingataki sig þurfa bílaleigubíl í sömu stærð og hans eigin er þörfin metin í hvert sinn, bæði vegna fjölskylduaðstæðna og starfs. Þurfi viðkomandi að fara yfir fjallveg til þess að komast í vinnu getur hann til dæmis fengið fjórhjóladrifinn bíl. Þarfir vegna aksturs í sjálfu starfinu eru sagðar metnar í hverju tilviki. Sé fjölskyldan stór og ef tryggingataki þarf á jafnstórum bíl og sínum eigin vegna fötlunar er tekið tillit til þess. Meti tryggingafélagið að viðskiptavinurinn þurfi einungis lítinn bíl getur hann greitt mismuninn á leigu lítils og stórs bíls sætti hann sig ekki við lítinn bílaleigubíl. Bílaleigubílar í minnsta flokki á vegum tryggingafélaga „Bestu kaupin eru sennilega bolur sem ég keypti í Kaupmanna- höfn árið 2002 og kostaði sennilega 200 krónur danskar. Þetta er ljósblár bolur með hvítri friðardúfu framan á sem fór mér einkar vel. Það var eiginlega ótrúlegt hve margir hrósuðu bolnum í kjölfarið, meira að segja ókunnugt fólk,“ segir Reynir Þór Eggertsson Euro- vision-sérfræðingur og bætir því að hann eigi bolinn enn þá en komist því miður ekki í hann lengur þótt það standi til bóta. Spurður um verstu kaupin svarar Reynir: „Ætli það séu ekki gallabuxur sem ég keypti einu sinni en slitnuðu strax daginn eftir. Það var svekkjandi.“ Þá segir Reynir að það þurfi ekki að koma á óvart að það séu flíkur úr fataskápnum sem honum detti helst í hug enda sé hann eignalítill ef frá eru skilin föt, bækur og vídeóspólur. NEYTANDINN REYNIR ÞÓR EGGERTSSON Á vídeóspólur, bækur og föt Frá og með næstu áramótum verða starfsmenn sólbaðsstofa í Noregi að gangast undir sérstakt próf. Starfsmennirnir eiga að geta metið húðgerð viðskipta- vinanna. Þeir eiga að geta ráðlagt viðskiptavinum um hæfilega lengd tímans á ljósabekknum og tíðni sólbaðanna. Jafnframt eiga starfsmenn að meta hvort húð viðskiptavina sé of ljós fyrir lampa á sólbaðsstofu. Samtök eigenda sólbaðsstofa segja þessar nýju reglur alltof strangar. Það verði of dýrt að hafa alltaf menntað starfsfólk á vakt. Í fyrra var einstaklingum undir 18 ára aldri í Noregi bannað að sækja sólbaðsstofur. Þurfa í próf fyrir vinnu á sólbaðsstofu Settu kubbana í nælon Þegar búið er að leika með legókubba svo mánuðum skiptir er ekkert ólíklegt að þeir verði skítugir og að þar leynist kex- afgangar og annað matarkyns sem tilheyrir að maula með kubbaleik. Það er gott húsráð að setja kubbana í gamlar nælonsokka- buxur, koddaver eða annað sem þolir þvott. Svo má setja kubbana inni í þessu í þvottavél á hægri og góðri stillingu, og ekki meira en þrjátíu gráðu hita. GÓÐ HÚSRÁÐ SKÍTUGIR LEGÓKUBBAR Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og við- skiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desem- ber að fjárhæðarviðmið vegna toll- frjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar“. Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir mið- nætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrr- nefnda hópa, en almennt hámarks- verðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krón- ur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti ein- staks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveð- ið að breyta ákvæðinu við næstu endur skoðun laganna.“ Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deil- ir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein stað- festingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur.“ thorgils@frettabladid.is Bættu hámarkinu aftur inn eftir athugasemdir tollstjóra Ákvæði um hámarksverðmæti einstaks hlutar til tollfrelsis við komu til landsins, var tekið út en sett aftur inn í frumvarp á lokaspretti fyrir jólafrí. Hámark fyrir einn hlut verður 44.000 krónur við gildistöku laganna. RAUÐA EÐA GRÆNA HLIÐIÐ? Eftir að ný tollalög taka gildi um næstu mánaðamót verður leyfilegt að taka með sér að utan tollfrjálsan varning að upphæð 88.000 krónur, en hver hlutur má ekki kosta meira en 44.000. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÁMARKIÐ AFTUR SETT INN Núgildandi lög Frumvarpið fram Samþykkt lög á síðasta dag (frá 1. mars) Hámarksverðmæti 62.500 88.000 88.000 Hámarksverðmæti staks hlutar 32.500 Ekki tiltekið 44.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.