Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 52
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 „Það er hægt að búa til bleyjukökur úr hvernig bleyj- um sem er. Oftast nota ég annaðhvort Libero eða Pampers ef kaupandinn er ekki með neinar sérstakar óskir. Það er líka hægt að nota allar stærðir af bleyj- um, enda eru kökurnar mikið gefnar í gjafir eftir að barnið er fætt,“ segir Bergþóra Björg, eigandi fyrir- tækisins Gjafakörfunnar. Bleyjukökurnar eru í flestum tilfellum búnar til úr pappableyjum, en þær er einnig hægt að búa til úr öðru, til dæmis taubleyjum eða þvottapokum. Bleyj- unum er þá annaðhvort rúllað upp og raðað saman eða raðað í hring og bundið um þær með borða. Bergþóra setur yfirleitt bangsa á toppinn á sínum kökum. Stund- um er miðjan tekin úr þeim til að koma fyrir gjöfum þar. „Ég reyni líka að nota gjafirnar til að skreyta kökurnar enn frekar. Einu sinni vildi kaupandinn til dæmis láta hálsmen fylgja með svo ég setti það utan um hálsinn á bangsanum,“ segir hún. Í Banda- ríkjunum er algengt að skreyta kökurnar enn frek- ar með smáhlutum sem barnið þarfnast, eins og snuðum. „Þetta er svo skemmtileg, falleg og sniðug gjöf og það er hægt að treysta því að hún komi til með að nýtast barninu,“ segir Bergþóra Björg. Bergþóra Björg hefur alltaf verið mikil föndurkona. Hún er að læra til blómaskreytis í Garðyrkjuskólan- um í Hveragerði og dreymir um að Gjafakarfan verði í framtíðinni blóma- og gjafavöruverslun. Hún hefur alltaf verið mikið fyrir bandarískar hefðir og árið 2009 byrjaði hún að leita sér upplýsinga og prófa sig áfram í gerð bleyjukaka eftir að hafa séð þeim bregða fyrir í ófáum bandarískum bíómyndum. „Þetta er það yndis- legasta sem ég geri,“ segir hún. Hún segist hafa tekið eftir því að það séu helst stelp- ur á milli tvítugs og þrítugs sem kaupi kökurnar til að gefa í svokölluð steypiboð (e. baby shower), svo hún gerir ráð fyrir að það séu helst yngri stelpurnar sem séu farnar að taka upp þá hefð. Kökurnar eru þó vin- sælar í skírnargjafir eða sængurgjafir líka og kaup- endurnir því á öllum aldri og alls staðar að. „Ég sendi hvert á land sem er og hef meira að segja tvisvar sinn- um sent kökur erlendis, til Bretlands og Noregs,“ segir hún. tinnaros@frettabladid.is Steypiboð eru boð af bandarískri hefð sem vinkonur eða skyldkonur verðandi móður halda henni stuttu áður en hún eignast barn. Yfirleitt er verðandi móðirin lokkuð í boðið á fölskum forsendum og það látið koma henni á óvart. Upphaflega voru boðin aðeins haldin þegar konur áttu von á sínu fyrsta barni en á seinni árum hefur það breyst og þau nú yfirleitt haldin við hverja óléttu. Það er þó vaninn að einungis konum sé boðið að koma og þeim sem þegar eiga börn er gert að veita þeirri óléttu heilræði varðandi móðurhlutverkið. Allir gestir færa verðandi móðurinni, eða ófæddu barninu, einnig litla gjöf. Vaninn er að þær gjafir séu hlutir sem barnið þarfnast eftir að það fæðist, svo sem bleyjur, teppi, pelar og föt. Hefðina má finna víðs vegar um heiminn þó hún sé mismunandi eftir heimshlutum. Í Kína er boðið til að mynda yfirleitt haldið um mánuði eftir að barnið fæðist. Sums staðar tíðkast það líka að föðurnum séu haldin sérstök boð en þau eru yfirleitt af öðrum toga. Í Bret- landi er föðurnum til að mynda haldið sérstakt boð rétt eftir fæðingu barnsins þar sem félagarnir fara með hann á barinn og drekka nýfædda barninu skál. Hvað er steypiboð? Karen Kjartansdóttir er 24 ára gömul og á von á sínu fyrsta barni þann 28. apríl næstkomandi með kærastanum sínum, Jun De Luna. Vinkonur Karenar komu henni heldur betur á óvart um síðustu helgi þegar þær slógu upp steypi- boði fyrir hana. „Stelpurnar skipulögðu þetta þannig að þær létu mig halda að ég væri á leið- inni í afmæli til einnar í hópnum. Svo þegar ég kom inn var búið að skreyta alla íbúðina með barna- dóti eins og samfellum og barna- skóm. Ég skildi í fyrstu ekkert hvað var í gangi,“ segir Karen. Hún er önnur vinkonan í hópn- um til að eignast barn en þetta var þó í fyrsta skipti sem svona boð er haldið. „Við ætluðum að halda steypiboð fyrir vinkonu okkar þegar hún var ólétt en það klúðraðist því hún átti fyrir tím- ann svo við náðum því ekki,“ rifj- ar hún upp. Hún segir þær vinkonurnar allar hafa skemmt sér mjög vel í boðinu. Það hafi byrjað á því að allar fengu stelpurnar sér for- drykk, sem var að sjálfsögðu óáfengur. Þær gæddu sér svo á girnilegum kökum og kræsingum og fóru í leiki. „Stelpurnar voru til dæmis búnar að smyrja súkkulaði í þrjár bleyjur og ég átti að þefa af þeim og giska á hvaða súkkulaði væri í hvaða bleyju. Ég fékk svo pakka fyrir hvert rétt svar og þar sem ég náði þeim öllum rétt fékk ég þrjár rosa flottar gjafir. Ætli þær séu þá ekki orðnar stikkfrí að gefa mér sængurgjafir þegar barnið kemur,“ segir Karen og hlær. Hélt að hún væri að fara í afmæli FÉKK ÓVÆNT STEYPIBOÐ Karen segist ekki hafa skilið neitt í því hvað var í gangi þegar hún gekk inn í íbúðina sem var öll skreytt með barnadóti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bleyjukökur vinsælar í steypiboðunum Svokölluð baby shower, eða steypiboð á góðri íslensku, hafa verið að færast í aukana hérlendis á undanförnum árum. Um er að ræða bandaríska hefð þar sem vinkonur verðandi móður halda óvænt boð fyrir hana áður en barnið kemur í heiminn. Bleyjukökur eru vinsælasta gjöfi n í slíkum veislum vestanhafs, en þær eru einnig fáanlegar hérlendis. ÞRJÁR HÆÐIR AF BLEYJUM Bleyjukökurnar geta verið allt frá einni hæð og upp úr, en þriggja hæða kökurnar eru vinsælar. MYND/ BERGÞÓRA BJÖRG www.or.isHreint vatn - hraust fólk Málþing um vatnsvernd Orkuveita Reykjavíkur stendur fyrir málþingi um vatns vernd laugardaginn 23. febrúar á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, klukkan 13:00-15:00. Fulltrúar atvinnulífsins, hagsmunaaðila, stjórnvalda og Orkuveitunnar munu fjalla opinskátt um þetta mikilvæga málefni og svara spurningum fundarmanna. Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir. Enginn aðgangseyrir en vinsamlegast skráið þátttöku á: http://www.or.is/UmOR/Hreintvatnmalthing/ Hreint vatn – ómetanleg lífsgæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.