Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 42
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30MENNING • • 30 daga hreinsun á mataræði með Davíð Kristinssyni, næringar- og lífsstílsþjálfara, mánudaginn 4. mars, kl. 19:00 - 21:00. „Já, mér finnst þetta vera tíma- mótaverk og þeir bókmenntamenn danskir sem ég hef séð fjalla um þennan bálk eru á því máli líka,“ segir Páll Baldvin Baldvins- son um skáldsöguna Útlagann eftir danska rithöfundinn Jakob Ejersbo, sem kemur út í þýðingu Páls í dag. Útlaginn er fyrsti hlutinn í þrí- leik Ejersbo sem kom út í heima- landinu árið 2009. Sagan segir frá hinni fimmtán ára gömlu Sam- önthu, enskri stúlku sem hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri og finnst henni vera útskúfað bæði á heimili sínu og í skólanum. Hún verður ástfanginn af eldri manni sem reynist henni örlaga- ríkt; hún leiðist í fíkniefnaneyslu og verður smám saman sinn versti óvinur. Ejersbo, sonur millistéttahjóna, fæddist árið 1968 í Álaborg en flutti ungur til Tansaníu, þar sem foreldrar hans unnu við hjálpar- starf, og bjó þar um tíu ára skeið. Ejersbo starfaði framan af sem blaðamaður en einbeitti sér al- farið að bókaskrifum eftir að þriðja skáldsaga hans, Nordkraft, sló í gegn árið 2002. Sú bók gerist á síðasta áratug tuttugustu aldar og lýsir lífi ungs fólks sem lifir á jaðrinum í heimi sem einkennist af neyslu fíkniefna, afbrotum og leit að ást og öryggi. Féll frá skömmu fyrir útgáfu Í kjölfarið hóf Ejersbo að skrifa það sem hann vildi að yrði sinn ópus, eins og Páll Baldvin kemst að orði; bálk um lífið í Tansaníu á níunda áratugnum. „Í ársbyrjun 2007 kom hann með 1.600 síðna handrit til Gylden- dal,“ segir Páll Baldvin. „Þar var afráðið að skipta verkinu í þrennt; skáldsöguna Eksil, eða Útlagi eins og það heitir á íslensku, smá- sagnasafnið Revolution og skáld- söguna Liberty sem var enn ófull- gerð.“ Örlögin tóku hins vegar í taumana; Ejersbo greindist með illkynja krabbamein í hálsi um haustið og lést í júlí 2008. Áður en hann dó gaf hann fyrirmæli um frágang verkanna sem komu út með nokkurra mánaða millibili árið 2009. „Allt í kringum útgáfuna mótast vissulega af því að Ejersbo deyr sviplega rétt í þann mund sem hann er að klára verkið til útgáfu,“ segir Páll. „En bálkurinn er sann- anlega stórvirki. Það segir líka sína sögu að jafn stórt forlag og Gyldendal gefi út svona risavaxið verk með þéttu millibili.“ Opnar lokaðan heim Í eftirmála þýðanda segir að Danir hafi löngum veigrað sér við að fjalla um fortíð landsins sem nýlenduveldis; í því liggi helsta gildi bálksins sem Ejersbo skildi eftir sig. „Hann opnar fyrir lesendum heim sem hvergi er að finna í samtímabókmenntum í Evrópu, það er að segja eftir- nýlenduástandið í Afríku,“ segir Páll Baldvin. Annað bindið í bálknum er smá- sagnasafn sem byggir á minni- háttar persónum og atvikum úr fyrstu bókinni en í þeirri þriðju er saga Christians, vinar Samönthu úr Útlaganum, rakin. „Í gegnum þessa krakka sem hann lýsir opnar Ejersbo fram- andi og oft mjög óhugnanlegan heim þannig að úr verður stór dæmisaga um okkur Vesturlanda- búa, framgang kapítalismans og hvernig Afríka er leikin.“ Bálkurinn er ævisögulegur að hluta og byggir á eigin reynslu Ejersbo frá því hann bjó í Tansaníu. „Samantha ber til dæmis svip af vinkonu Ejersbo sem hann tileink- aði Nordkraft og Christian, sem er aukapersóna í Útlaganum en sögu- hetjan í lokabókinni, ber sterkan svip af höfundi sínum.“ Páll segir engum blöðum um það að fletta að með Ejersbo hafi horfið einn merkasti samtíma- höfundur Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. „En hvert hann hefði farið eftir þetta verk veit maður auðvitað ekki.“ bergsteinn@frettabladid.is Stórvirki sem lýsir óhugnanlegum heimi Skáldsagan Útlaginn eft ir Danann Jakob Ejersbo kemur út í íslenskri þýðingu Páls Baldvins Baldvinssonar í dag. Bókin er fyrsti hluti þríleiks sem hampað var sem tímamótaverki þegar hann kom út 2009, tæpu ári eft ir að höfundurinn lést. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Segir bókina opna heim sem hvergi sé að finna í samtímabókmenntum Evrópu, heim eftirnýlendutímans í Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JACOB EJERSBO Eftir að hafa slegið í gegn með þriðju bók sinni, Nordkraft, hóf Ejerskraft að vinna að ópus sínum, bálki sem byggði að hluta á æviminningum hans frá Tansaníu. Ejersbo rétt náði að klára verkið til útgáfu áður en hann lést, fertugur að aldri. BÆKUR ★★★★ ★ Pater Jón Sveinsson – Nonni Gunnar F. Guðmundsson OPNA Hógvær titill þessarar ævisögu er snjallari en kann að virðast við fyrstu sýn. Þeim sem þekkja Nonnabækurnar og aðalpersónu þeirra gæti að minnsta kosti virst sem hér sé sami maður nefndur tvisvar, virðulegu prestsheiti og gælunafni úr æsku. En kannski voru þetta tveir menn og styrkur ævisögu Gunnars F. Guðmunds- sonar felst meðal annars í því að draga fram hvernig þeir urðu til, hvað þeir eiga sameiginlegt og hvað skilur þá að. Fyrsti hluti bókarinnar, sá sem fjallar um foreldra Jóns Sveins- sonar og uppvöxt hans sýnir þetta betur en nokkuð annað og eiginlega verður þáttur foreldr- anna sá hluti bókarinnar sem er mest spennandi og kemur mest á óvart. Sú glansmynd sem dregin er upp af bernskuheimilinu og hjónabandi foreldranna í Nonna- bókunum reynist yfir- borðið eitt, og dagbækur föður- ins sem mikið er vitn- að til birta mynd af lífi sem einkennist af harðri baráttu, óham- ingju og svikum sem sá sem lesið hefur Nonnabækurnar í æsku á erfitt með að koma heim og saman. Þegar þess- um hluta bók- arinnar slepp- ir tekur Jón sjálfur sviðið. Námi hans og uppvexti í skjóli kaþ- ólsku kirkj- unnar er lýst ítarlega og lesandinn fær ágæta mynd af því sér- kennilega samfélagi sem þrífst innan hennar, einangrun frá umheiminum við stífan lærdóm og innrætingu sem verður til þess að sveitastrákur frá Íslandi gengur í stranga reglu jesúíta og eyðir þar ævinni. Við fylgjum Jóni á námsárum í Frakklandi og víðar um Evrópu og seinna til Danmerkur þar sem hann starfaði sem kennari við kaþólskan skóla og undi hag sínum illa. Síðari hluti ævisögunnar er, ólíkt mörgum ævisögum, viðburðaríkari en sá fyrri, Jón nýtur virðingar og vin- sælda sem höfundur og ferðast víða um heim, meðal annars til Ameríku og Japans. Jón Sveinsson, presturinn og rithöfundurinn, birtist okkur í skýrara ljósi en við þekktum áður en samt er lesandinn langt frá því að komast til botns í manninum, til þess er of mörgum spurningum ósvarað og kannski er ekki hægt að svara þeim. Samt situr maður eftir og getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort Jón efaðist aldrei í sinni trú, hvort prests- heitið með skírlífi og loforði um fátækt og algera tryggð við regl- una þrengdi aldrei verulega að honum, hvort hann þráði aldrei annað líf. Þessar spurning- ar koma eiginlega bara einu sinni upp á yfirborðið í sögu hans og þá reynast heimildirnar leiða okkur í blindgötu. Öll heimilda- vinna og rann- sókn Gunnars F. Guðmundsson- ar er til mikillar fyrirmyndar, mjög nákvæm og hann hefur leitað víða fanga, á köflum finnst manni nákvæmnin yfirþyrmandi en þó aldrei um of. Þótt ekki sé dregin fjöður yfir smávægilega galla í fari aðalpers- ónunnar, hann hefur verið hégóm- legur og ekki alltaf auðveldur í umgengni eða samvinnu, þá stendur höfundurinn og sögumað- urinn með sínum manni í gegnum þykkt og þunnt. Saga Gunnars um þá Nonna og Jón Sveinsson er mikið og vandað verk, hún svarar mörgum spurningum, en öðrum er ósvarað. Vonandi er þessi bók bara upphafið, höfundur Nonna- bókanna er enn þá að mörgu leyti ráðgáta. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Vönduð ævisaga sem birtir höfund Nonnabókanna í skýrara ljósi en áður en enn er mörgum spurningum ósvarað. Saga tveggja manna Í gegnum þessa krakka sem hann lýsir opnar Ejersbo framandi og oft mjög óhugnan- legan heim þannig að úr verður stór dæmisaga um okkur Vesturlanda- búa, framgang kapítal- ismans og hvernig Afríka er leikin. GUNNAR F. GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.