Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 31
KRAKKAR FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Kynningarblað Hreinlætisvörur, bleiur, Veröld Astridar Lindgren, Maxímús Músíkús, smáforrit og bólusetningar. Vefsíðan er lokaverkefni mitt í skólan-um en mig hafði lengi langað til að fá að kíkja í kokkabækur leik skólanna,“ segir Berglind Mari Valdemars dóttir, nemi í hagnýtri menningarmiðlun. Hún hefur safnað uppáhaldsuppskriftum leikskóla- barna saman á vefsíðu og eldað réttina heima. Hún segir dularfulla matarlyst sonar síns hafa kveikt hugmyndina. „Ég fékk alltaf að heyra hvað strákurinn minn borðaði vel í leikskólanum en fannst hann ekki hafa mikla matarlyst heima. Ég heyrði svipaðar sögur hjá öðrum foreldrum og þegar ég vann svo sjálf einn vetur á leik- skóla sá ég hvað krakkarnir borðuðu alltaf vel og hvað maturinn var góður.“ Berglind sendi öllum leikskólum lands- ins bréf og bað um að fá sendar uppskriftir. Hún fékk svör frá yfir fimmtíu leikskólum og hófst handa við að elda og prófa réttina á fjölskyldunni. „Þetta hefur gengið mjög vel, drengurinn klárar alltaf af diskinum,“ segir hún hlæj- andi og telur sig hafa komist að leyndar- málinu að baki þessarar góðu matarlystar leikskólabarna. „Það er einfaldleikinn í matreiðslunni. Eins komst ég í handbók fyrir leikskóla- eldhús og þar er að finna ýmis ráð, sem ég set einnig á síðuna. Til dæmis að láta matinn líta vel út, ekki blanda honum mikið saman eða stappa og að bjóða upp á fjölbreyttan mat en kynna eina nýja tegund í einu til að smakka. Eins að gefast ekki upp þó barnið fúlsi við einhverju nýju heldur bjóða aftur upp á það nokkru síðar,“ segir Berglind. Hún segir eldamennskuna hjá henni sjálfri hafa breyst eftir að hún fór að vinna verkefnið og hún sé meðvitaðri um það sem ratar í pottana. „Ég er til dæmis meðvitaðri um að bjóða upp á fjölbreyttan mat og eins sá ég í hand- bókinni að lögð er áhersla á meðalhóf. Það finnst mér heilbrigt viðhorf gagnvart mat og sjálf hef ég á bak við eyrað að tala alltaf vel um mat í eyru barna.“ En kom henni eitthvað á óvart? „Já, vinsælasta uppskriftin sem ég fékk er að lifrarbuffi. Ég get ekki ímyndað mér mörg börn fái lifrarbuff heima hjá sér. Ég á sjálf til dæmis eftir að koma mér í að elda þá uppskrift,“ segir hún sposk. Vefsíðan fór í loftið þann 16. janúar og munu bætast við uppskriftir og ýmis ráð fram á sumar en Berglind lýkur náminu í júní. Slóðin á síðuna er http://uppahalds. tumblr.com. - rat Dularfull matarlyst leikskólabarna Berglind Mari Valdemarsdóttir lýkur námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands í vor. Hún rannsakar hver galdurinn er á bak við góða matarlyst leikskólabarna og safnar nú saman á vefsíðu uppáhaldsmataruppskriftum leikskólabarna. Kjúklingaréttur frá leikskólanum Vinagarði í Reykjavík er meðal þess sem er að finna á síðu Berglindar. MYND/BERGLIND MARI VALDEMARSDÓTTIR Berglind Mari Valdemarsdóttir hefur safnað saman uppáhaldsuppskriftum leikskólabarna og komist að leyndarmálinu á bak við góða matarlyst krakkanna. MYND/GVA Kjúklingaréttur frá leikskólanum Vinagarði í Reykjavík Fyrir fjóra UPPÁHALD KRAKKANNA Í VINAGARÐI 3-4 kjúklingabitar Sósa 1 dl tómatsósa 1 tsk. karrí ½ tsk. engifer ½ peli matreiðslu- rjómi Hrærið innihalds- efnum sósunnar saman. Aðferð Leggið kjúklinga- bitana í eldfast mót og kryddið með salti og pipar. Hellið sósunni yfir. Bakið í ofni við 200 gráður í 60 mín. Njótið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.