Fréttablaðið - 04.03.2013, Page 1
FRÉTTIR
S
SÖGULEGT HÚSHÖNNUNARMARS Vaktarabærinn hefur verið endurgerður af Minjavernd.
Á HönnunarMars verður bærinn opnaður með samsýningu fjögurra hönn ð
sem hafa hannað muni sérstaklega fyrir húsið
ENDURNÝTT HRÁEFNIHollenski hönnuðurinn Joost Gehem hefur hannað kolla úr heilu búslóðunum sem fallið hafa til eftir dauða, skilnaði og gjald-þrot. Hann hefur þannig búið til hráefni úr stólum, teppum og ýmsu fleiru en frá þessu greinir vefsíðan www.dezeen.com.
Þingholt kynnir: Glæsilegt
einbýlishús á einni hæð með
tvöföldum bílskúr og vandaðri
verönd í Hafnarfirði, samtals
270 fm.
H úsið er með þremur rúm-
FASTEIGNIR.IS
4. MARS 2013
9. TBL.
Fallegt og vel hannað
einbýli í Hafnarfirði
Landmark leiðir þig heim!
* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum!
100% þjónusta = árangur*
Sími 512 4900
landmark.is
Magnús
Einarsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 897 8266
Sigurður
Samúelsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 896 2312
Sveinn
Eyland
Löggiltur
fasteignasali
Sími 690 0820
Íris Hall
Löggiltur
fasteignasali
Þórarinn
Thorarensen
Sölustjóri
Sími 770 0309
Kristberg
Snjólfsson
Sölufulltrúi
Sími 892 1931
Eggert
Maríuson
Sölufulltrúi
Sími 690 1472
Haraldur
Ómarsson
sölufulltrúi
sími 845 8286
Sigurður Fannar
Guðmundsson
Sölufulltrúi
Sími 897 5930
Viltu selja?
Vegna mikillar sölu vantar mig 2ja
og 3ja herbergja íbúðir í hverfum
101 og 105 Reykjavík.
Ákveðnir kaupendur
bíða eftir réttu
eigninni.
Talaðu endilega
við Auði í síma
824-7772 eða
a d @f i
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Mánudagur
12
2 SÉRBLÖÐ
Fasteignir | Fólk
Sími: 512 5000
4. mars 2013
53. tölublað 13. árgangur
SKOÐUN Við verðum að muna að
íslenska er fyrir okkur, skrifar Guð-
mundur Andri Thorsson 13
MENNING Íslenskur stóll hlýtur nafn
Hugleiks Dagsonar, sem er afar hrif-
inn af stólum 26
SPORT Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp
mark þegar Tottenham komst í þriðja
sætið í ensku úrvalsdeildinni. 22
INTEL PENTIUM
Sat C850-1C8
99.990
Ein af okkar vinsælustu fyrir hefðbundna tölvuvinnslu.
www.kaupumgull.is
Græddu
á gulli
Kringlunni
3. hæð mán. þri.
mið. frá kl. 11.00
til 18.00
Upplýsingar og tímapantanir:
Sverrir s. 661-7000
KÖNNUN Ríflega helmingur lands-
manna, 55,6 prósent, vill að stjórn-
völd setji frekari hömlur en nú eru
á rétt útlendinga til að kaupa jarð-
eignir á Íslandi. Þetta kemur fram
í skoðanakönnun Fréttablaðsins og
Stöðvar 2. Alls voru 44,4 prósent
aðspurðra á því að slíks væri ekki
þörf.
Eldra fólk var meira fylgjandi
slíkum hömlum; í aldurs hópnum 50
ára og eldri voru 62,8 prósent fylgj-
andi frekari hömlum, en 37,2 pró-
sent á móti. Í aldurshópnum 18 til
49 ára var naumur minnihluti hins
vegar fylgjandi slíkum hömlum,
49,1 prósent, en 50,9 prósent voru
andvíg.
Stuðningsmenn Samfylkingarinn-
ar eru síst fylgjandi frekari hömlum
Yngra fólk frekar á móti því að hömlur verði settar á landakaup útlendinga:
Á móti landareign útlendinga
EINSTAKUR ÁRANGUR Borðtenniskappinn Guðmundur Eggert Stephensen varð Íslandsmeistari 20. árið í röð í gær.
hann vann fyrst er hann var 11 ára. Hann ætlar ekki að taka þátt á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NEYTENDUR Ekkert er vitað um
afdrif í kring um eitt þúsund amer-
ískra þvottavéla og þurrkara sem
voru í íbúðum hersins á Vallarsvæð-
inu. Vélarnar eru fyrir amerísk raf-
magnskerfi og því var fyrirskipað
af stjórnvöldum að þeim ætti að
farga af öryggisástæðum. Fjöldinn
er í kringum 1.500 vélar af hverju.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins er verið að selja og gefa vélarnar
undir borðið.
Ingvi Jónasson, framkvæmda-
stjóri Háskólavalla, segir það rangt.
Hann fullyrðir að vélarnar hafi
verið sendar til förgunar eða notað-
ar sem varahluti. Tækin séu þó ekki
hættuleg í notkun.
„Þetta er ekki eitur heldur bara
venjuleg rafmagnstæki. Eini
munurinn er sá að þau hafa ekki
þennan íslenska stimpil sem þarf
að vera,“ segir hann.
Spurður um afdrif þeirra amer-
ísku véla sem hafa verið hreinsaðar
út úr íbúðunum, segir hann flestar
hafa verið notaðar í varahluti síð-
ustu ár og það sem fer út „fari bara
á haugana.“ Hann getur þó ekki til-
greint hvaða ruslahauga um ræðir.
„Það er einhver förgunaraðili
sem hendir þeim. Verktakar fjar-
lægja þetta og fara með á haugana,“
segir hann. Spurður hvaða verktak-
ar það séu segist Ingvi ekki muna
nöfnin á þeim.
Fréttablaðið komst þó að því að
það eru Íslenskir aðalverktakar
(ÍAV) sem sjá mestmegnis um fram-
kvæmdir á svæðinu. Guðmundur
Pétursson, framkvæmdastjóri ÍAV,
segist fullviss um að öll tækin séu
send í förgun til Hringrásar.
Hringrás bárust 26 tonn af tækj-
um til förgunar árið 2010, sem gerir
um 125 stykki af hverju, en hefur
ekkert fengið síðan.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands
Íslands, segist hafa heyrt veður af
því að verið sé að selja
vélarnar undir borðið.
„Við munum skoða þetta
betur því þetta er mjög
alvarlegt mál,“ segir
hann.
Mannvirkjastofn-
un fer með rafmagns-
öryggiseftirlit á svæð-
inu og setur fram
kröfur um að vélarnar fari ekki inn
á íslenskan markað. Jóhann Ólafs-
son sviðsstjóri tekur undir
orð Kristjáns og segist hafa
heyrt sögur af sölu vélanna.
„Við höfum heyrt þetta af
og til en auðvitað er þetta
algjörlega bannað,“ segir
hann. „Það eru skýr fyrir-
mæli frá okkur að vélarnar
eigi að fara í förgun.“
- sv / sjá síðu 6
Telja ólöglegar þvottavélar
herliðsins enn í umferð hér
Talið er að verið sé að selja og gefa þvottavélar úr íbúðunum á Vallarsvæðinu. Samkvæmt lögum á að farga
vélunum. Framkvæmdastjóri Háskólagarða segir allt „sett á haugana“. Hringrás hefur fargað um 125 af 1.500.
Afstaða til landaeignar útlendinga
Þetta er ekki eitur
heldur bara venjuleg
rafmagnstæki.
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri
Háskólavalla
50+ ára
37,2%
62,8%
18-49 ára
49,9%
50,1%
56%
44%
Alls
Spurt var: Vilt
þú að settar
verði frekari
hömlur á rétt
útlendinga
til að kaupa
land á Íslandi?
á landakup útlendinga, en 42,9 pró-
sent þeirra telja þörf á þeim. Þeir
sem styðja Framsóknarflokkinn eru
hins vegar harðastir á því að frekari
takmarkanir þurfi, en 66,3 prósent
þeirra telja þörf á frekari hömlum.
Útlendingar áttu um síðustu ára-
mót 28 jarðir að fullu og hluta í 73
jörðum. Jarðir að fullu í eigu útlend-
inga eru 0,37 prósent af öllum jörð-
um á Íslandi, en sé tekið tillit til
þeirra sem þeir eiga að hluta fer
hlutfallið í 1,33 prósent.
- kóp, bj / sjá síðu 4
Bolungarvík -8° NA 18
Akureyri -3° N 12
Egilsstaðir -2° N 10
Kirkjubæjarkl. -2° NA 6
Reykjavík -3° NA 14
Hvassviðri eða stormur 15-23 m/s um
allt land í dag en hægari SA-til fyrrihluta
dags. Snjókoma, einkum NA-til. Frost
2-10 stig. 4
BANDARÍKIN, AP Ung hjón létust
í bílslysi í Brooklyn í New York
í gær, en ófæddur sonur þeirra
lifði af og kom í heiminn á spít-
ala eftir að foreldrar hans voru
úrskurðaðir látnir þar.
Hjónin Nathan og Raizy
Glauber voru 21 árs og voru á
leiðinni á spítala í leigubíl þegar
annar bíll ók inn í hliðina á bíln-
um. Bæði ökumaður og farþegi í
þeim bíl flúðu af vettvangi og var
leitað í gær.
Drengurinn er alvarlega slas-
aður en ökumaður bílsins er lítið
slasaður.
Hjónin voru strangtrúaðir gyð-
ingar og voru jörðuð strax í gær.
Um 250 þúsund strangtrúaðir
gyðingar búa í Brooklyn, sem er
stærsta samfélag strangtrúaðra
gyðinga utan Ísraels.
- þeb
Foreldrarnir létust báðir:
Ófætt barn
lifði af bílslys
Markarfljóti stefnt í
ranga átt?
Eldfjallafræðingur segir Markarfljóti
stefnt í öfuga átt með því að færa
það til austurs eins og nú er lagt til. 2
Landlausir í Evrópusinnar Evrópu-
sinnar í Sjálfstæðisflokknum segjast
landlausir eftir kjánalega ályktun
landsfundar. 2
Ný könnun Minnihluti landsmanna,
45 prósent, leggur áherslu á að
Alþingi ljúki stjórnarskrármálinu sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun. 6
Gnarr fyrirmyndin Borgarstjóri
Árósa í Danmörku kveðst taka Jón
Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur sér til
fyrirmyndar. 8