Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 8

Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 8
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Anna Björk Bjarnadóttir Eyjólfur Árni Rafnsson Guðrún Hafsteinsdóttir Grímur Sæmundsen Kristín PétursdóttirRannveig Rist Adolf Guðmundsson Þorsteinn PálssonVilmundur Jósefsson Ásberg Jónsson Ávörp: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra Samstöðuleiðin: Fleiri störf – betri störf Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs og formaður LÍÚ Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu Fundarstjóri: Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA Nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins flytur lokaorð og slítur fundi. Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins miðvikudaginn 6. mars 2013 á Hilton Reykjavík Nordica Opin dagskrá kl. 14-16 SKRÁNING Á WWW.SA.IS SAMSTÖÐULEIÐIN FLEIRI STÖRF BETRI STÖRF REYKJAVÍK Jacob Bundsgaard, borgar stjórinn í Árósum, seg- ist afar hrifinn af hugmynd Jóns Gnarr, starfsbróður síns í Reykja- vík, um að flytja skrifstofu borgar- stjóra í Breiðholt og gæti hugsað sér að fara svipaðar leiðir og færa skrifstofu sína út fyrir miðborgina. Bundsgaard var staddur hér á landi í heimsókn á dögunum og sagði aðspurður í samtali við Fréttablaðið að honum litist vel á að flytja skrifstofu sína til Gellerup, sem er það hverfi í Árósum þar sem hlutfall innflytjenda er hæst. Það líður fyrir ímynd sína og þar hafa glæpir og ýmis önnur samfélags- mein verið landlæg um árabil. „Það er hvetjandi að sjá hvern- ig borgarstjórinn ykkar færði sig til hverfis sem er að takast á við ýmsar áskoranir og það er góð leið til að efla áherslu á þau málefni,“ segir Bundsgaard og bætir því við að það sé til margs að vinna að efla hverfin. Bundsgaard segir margt líkt með borgunum tveimur, til dæmis í skólamálum. Breytingarnar í skólakerfinu í Reykjavík síðustu misseri, þar sem margar stofnanir voru sameinað- ar, vöktu hörð viðbrögð en Bunds- gaard segir slíkt viðbúið þegar skólamál séu annars vegar. Hann þekkir þessi mál af eigin raun því hann stýrði skólamálum í Árósum á árunum 2005 til 2006 þegar inn- leiddar voru miklar sameiningar á yfirstjórnum skóla annars vegar og leikskóla hins vegar. Til dæmis voru leikskólarnir 360 árið 2005 en eru nú 81, en breytingarnar ollu miklum deilum á sínum tíma. „Fólk hefur eðlilega áhyggjur af útkomunni þegar breytingar eiga sér stað. Okkar reynsla er þó góð og það eru ekki deilur um málið lengur. Fólk er líka ánægt með að með stærri einingum er til dæmis orðið auðveldara fyrir hvern skóla eða leikskóla að sækja sérfræði- aðstoð og samvinna hefur aukist til muna.“ Bundsgaard segir að tvö til þrjú ár hafi tekið að lægja öldurnar en nú sé mikill meirihluti foreldra ánægðir með starfið. Árósar fóru ekki þá leið að sam- eina leikskóla og grunnskóla, vegna mismunandi löggjafar um stigin tvö, en þó er víða afar náið sam- starf og jafnvel í sama húsnæði, að sögn Bundsgaards. „Við fórum aðeins öðruvísi leiðir en Reykjavík en við munum fylgj- ast með því hvernig málin þróast hér og sjáum hvort við getum ekki lært eitthvað af því sem Reykjavík er að gera.“ thorgils@frettabladid.is Borgarstjóri Árósa kveðst taka Gnarr til fyrirmyndar Borgarstjórinn í Árósum er hrifinn af flutningi skrifstofu Jóns Gnarr upp í Breiðholt og íhugar að fara svipaða leið. Hann segir margt líkt með borgunum varðandi sameiningar í skólamálum. Þær hafi gefist vel í Árósum. BORGARSTJÓRINN Jacob Bundsgaard, borgarstjóri í Árósum, er hrifinn af flutningi borgarstjóraskrifstofu úr miðbænum og íhugar að fara svipaða leið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Það er hvetjandi að sjá hvernig borgarstjórinn ykkar færði sig út til hverfis sem er að takast á við ýmsar áskoranir og það er góð leið til að efla áherslu á þau málefni. Jacob Bundsgaard, borgarstjórinn í Árósum VENESÚELA, AP Hugo Chavez er enn að „berjast hetjulegri baráttu fyrir lífi sínu og heilsu“ segir Nicolas Maduro, varaforseti Vene- súela. Hann not- aði reyndar svip- að orðalag um miðjan desem- ber um heilsufar forsetans. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun telja um 60 prósent íbúa landsins að forsetinn muni ná heilsu og snúa til valda á ný. Hann hefur mánuðum saman verið á sjúkrahúsum vegna krabbameins. Chavez hefur hins vegar hvatt þjóð sína til að kjósa Maduro í for- setaembættið, komist hann ekki til heilsu aftur. - gb Flestir trúa á endurkomu: Chavez berst fyrir lífi sínu SJÁVARÚTVEGUR Fryst hafa verið 15 þúsund tonn af loðnu í fiskiðju- veri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað það sem af er vertíð. Um er að ræða frystingarmet en mest hafa áður verið fryst tæplega 14 þúsund tonn á loðnuvertíðinni 2005. Gera má ráð fyrir að heildar- frystingin á vertíðinni verði 16-17 þúsund tonn í lok vertíðar. Unnið hefur verið að ýmsum umbótum á fiskiðjuverinu þannig að afköst þess hafa aukist veru- lega og eru gjarnan fryst yfir 500 tonn á sólarhring þegar best lætur. - shá 15.000 tonn af loðnu í frost: Met í frystingu í Neskaupstað NICOLAS MADURO

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.