Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 10

Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 10
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Miðvikudaginn 6. mars kl. 12.00–14.00 Laugardalsvöllur í sal KSÍ 3. hæð Aðgangur ókeypis. Skráning á phs@getspa.is MÁLÞING ÍSÍ og Íslenskar getraunir efna til málþings um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum DAGSKRÁ 12:00 Setning – Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Getspár/Getrauna 12:10 Heildstætt yfirlit – Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og FIBA Europe 12:45 Hagræðing úrslita, hættumerki á Íslandi – Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ 13:00 Kaffi 13:10 Hagræðing úrslita í íþróttum sem viðfangsefni lögreglu og réttar- kerfisins – Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari höfðuborgarlögreglu 13:25 Umfang og eðli vandamálsins – Pétur Hrafn Sigurðsson deildarstjóri getraunadeildar 13:45 Umræður og niðurstöður – Sigurður Elvar Þórólfsson fundarstjóri og formaður Samtaka íþróttafréttamanna 14:00 Ráðstefnulok TYRKLAND, AP Um miðja síðustu viku staðfesti Nazmi Gur, kúrdísk- ur þingmaður á tyrkneska þinginu, að Abdullah Öcalan, leiðtogi Verka- mannaflokks Kúrda, hefði sent frá sér tillögur að friðarsamkomulagi sem gæti orðið að veruleika á næstu mánuðum. Öcalan er helsti leiðtogi aðskilnaðar sinnaðra Kúrda í Tyrk- landi. Hann hefur setið í fangelsi á fangaeyju, rétt utan við Istanbúl, frá árinu 1999. Í tuttugu blaðsíðna bréfi, sem hann sendi bæði til Kúrdaflokks- ins á tyrkneska þinginu og til yfir- manna uppreisnarsveita Kúrda í Tyrklandi, hvetur hann til þess að Kúrdar hætti vopnaðri baráttu sinni gegn tyrkneska hernum þann 21. mars næstkomandi, en þann dag halda Kúrdar upp á Nowruz- hátíð sína, sem er vorhátíð. Há tíðin hefur oft orðið tilefni til harðra átaka milli Kúrda og tyrkneskra hermanna. Öcalan hvetur uppreisnarsveitir síðan til þess að yfirgefa Tyrkland og halda yfir landamærin til Íraks fyrir 15. ágúst, en þá verða 29 ár liðin frá því vopnuð barátta Kúrda hófst í Tyrklandi. Síðan þá hafa átökin kostað tugi þúsunda lífið. Í staðinn vonast Öcalan til þess að tyrknesk stjórnvöld láti hundruð Kúrda laus úr fangelsum. Jafn- framt reiknar hann með því að Tyrkir tryggi réttindi Kúrda í nýrri stjórnar skrá og veiti héraðs- stjórnum á svæðum Kúrda aukin völd. „Þetta er sögulegt ferli,“ segir Gur og fullyrðir jafnframt að meðal Kúrda sé ríkur vilji til þess að semja um frið við Tyrki. Hins vegar muni Kúrdar fylgjast vand- lega með því hvaða umbætur tyrk- nesk stjórnvöld geri. „Þetta eru tillögudrög hans,“ segir Gur um bréfið frá Öcalan. „Endanlega útgáfan mun taka á sig mynd eftir að flokkurinn og aðrir sem hlut eiga að máli hafa komið með sínar tillögur.“ Reiknað er með laga breytingum í Tyrklandi sem gerðu það að verkum að ekki yrði lengur lögbrot að fara opinberlega lofsamlegum orðum um uppreisnarsveitir Kúrda. Þar með væri hægt að láta marga Kúrda lausa úr fangelsum. Jafnframt er tyrkneska þingið að vinna að nýrri stjórnarskrá, sem Kúrdar vonast til að tryggi betur réttindi minnihluta- hópa. gudsteinn@frettabladid.is Friðartilboð Kúrda berst úr fangelsinu Abdullah Öcalan, leiðtogi aðskilnaðarsinnaðra Kúrda í Tyrklandi, hefur sent frá sér tillögur að friðarsamkomulagi. Öcalan hefur setið í fangelsi nálægt Istanbúl síðan 1999. Hann reynir nú að fá yfirmenn uppreisnarliðsins til að leggja niður vopn. KÚRDAR Í TYRKLANDI Aðskilnaðarhreyfing hefur í nærri þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði Kúrda. NORDICPHOTOS/GETTY Erum með gott úrval af góðum bílum á frábæru tilboði. Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is BMW X5 3.0i Nýskr. 05/06, ekinn 120 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr.3.980.000 TILBOÐ kr. 3.280 þús. SUBARU LEGACY LUX Nýskr. 01/08, ekinn 77 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr.2.680.000 TILBOÐ kr. 1.990 þús. TOYOTA LAND CRUISER 150 Nýskr. 12/10 ekinn 30 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 7.990.000 TILBOÐ kr. 6.990 þús. PORSCHE CAYENNE TURBO Nýskr. 09/03 ekinn 77 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr.4.980.000 TILBOÐ kr. 3.590 þús. NISSAN X-TRAIL SE Nýskr. 06/08, ekinn 107 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr.3.340.000 TILBOÐ kr. 2.290 þús. TILBOÐSVERÐ! 4.590 þús. Rnr. 200490 Rnr. 151206 Rnr. 101868 NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06/08, ekinn 94 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.980.000 TILBOÐ kr. 3.980 þús. LEXUS RX400h HYBRID Nýskr. 06/08, ekinn 68 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 5.990.000 Rnr. 140136 Rnr. 280303 Rnr. 120089 TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ KOMDU STRAX Í DAG! GERÐU FRÁBÆR KAUP! TILBOÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.