Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 11

Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 11
MÁNUDAGUR 4. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 Fundir verða haldnir á Akureyri, Borgarnesi, Egilsstöðum, Reykjavík og Selfossi í mars. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, fræðir ungt fólk á skemmtilegan hátt um fjármál. FRÆÐSLUFUNDUR UM PENINGA FYRIR UNGT FÓLK 12–16 ÁRA Hvernig virka peningar? Mikilvægi þess að setja sér markmið Hvernig er hægt að láta peninginn endast aðeins lengur? Fundurinn er haldinn í samstarfi við Stofnun um fjármálalæsi HEILBRIGÐISMÁL Rannsókn í Englandi hefur leitt í ljós marktækt samband á milli bólusetningar gegn svínainflúensu með bóluefninu Pandemrix og drómasýki [taugasjúkdómur sem veldur svefntruflunum] hjá börnum og unglingum. Frá þessu var greint í vísindatímaritinu British Medical Journal á dögunum, að því segir í frétt frá Landlæknisembættinu. Áður hafa birst niðurstöður um marktækt samband í þessum aldurshópum í Finnlandi og Svíþjóð en ekki í öðrum löndum. Á Íslandi hefur ekki sést marktækt samband á milli bólusetningar með Pandemrix og dróma- sýki. Spurður um afstöðu til bólusetninga með lyfinu Pandemrix segir Haraldur Briem sótt- varnalæknir að hún sé óbreytt enn sem komið er. „Við fylgjum tilmælum Lyfjastofnunar ESB þess efnis að Pandemrix-bóluefnið sé ekki notað hjá ungu fólki gegn svínainflúensu nema að alvarlegur faraldur ríði yfir og annað bóluefni sé ekki fáanlegt. Það þarf að fara fram áhættu- mat,“ segir Haraldur. Bóluefnið Pandemrix er ekki lengur til hér á landi. Það bóluefni sem nú er notað gegn svína- inflúensu og öðrum stofnum inflúensu er af ann- arri gerð og hefur ekki verið bendlað við dróma- sýki, að sögn Haraldar. - shá Rannsókn sýnir fylgni milli bólusetninga gegn svínaflensu og drómasýki: Lyfið er ekki lengur til hér á landi BÓLUSETNING Tugþúsundir Íslendinga voru bólu- settir með Pandemrix gegn svínaflensu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EGYPTALAND, AP Rannsakendur loftbelgsslyssins, sem varð 19 manns að bana í Egyptalandi, sækjast nú eftir að ræða við eina ferðamanninn sem lifði af. Rann- sóknarmennirnir vonast til að hinn breski Michael Rennie geti varpað ljósi á tildrög slyssins. Rennie og flugmaður loftbelgs- ins voru þeir einu sem lifðu slysið af, en Rennie slapp með smávægi- legar skrámur og marbletti. Talið er að þeir hafi stokkið úr loft- belgnum áður en hann varð alelda. - möþ Rannsaka slys í Egyptalandi: Vilja varpa ljósi á tildrögin VERSLUN Þjónustujöfnuður við útlönd var jákvæður um 32,2 milljarða í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Hún var 41,6 milljarðar árið 2011 á þáverandi gengi. Stærstu þættirnir eru sam- göngur og ferðaþjónusta. Sam- göngur skiluðu 74,2 milljarða afgangi og ferðaþjónustan átta milljörðum. Því var 50 milljarða halli á annari þjónustu. Afkoman er árstíðaskipt þar sem tæplega 45 milljarða afgang- ur er á öðrum og þriðja ársfjórð- ungi en tap á á fyrsta og fjórða fjórðungi. - þj Tölur Hagstofu Íslands: Þjónustan 32 milljarða í plús SAMGÖNGUR Samgöngur og ferða- þjónusta eru veigamestu þættirnir í jákvæðum þjónustujöfnuði á síðasta ári. VÍSINDI Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, svokallað vorrall, hófst fyrir helgi vikunni og stend- ur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verk- efninu; togararnir Bjartur NK, Ljósafell SU og Jón Vídalín VE og rannsóknaskipin Árni Friðriks- son og Bjarni Sæmundsson. Alls verður togað á um 600 stöðvum vítt og breitt á landgrunninu á 20-500 metra dýpi. Vorrallið hefur verið fram- kvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helstu markmið eru að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldurs samsetningu, fæðu, ástandi og útbreiðslu helstu fisktegunda við landið, og hitastigi sjávar. Úrvinnsla mælinganna fer fram í lok mars og fyrstu niður- stöður verða kynntar í apríl. - shá Stofnmæling botnfiska: Vorrallið hafið BRETLAND, AP Bretar geta nú flett upp í gagnagrunni og kom- ist að því hvort forfeður þeirra hafi átt þræla. Gagnagrunnur- inn fór í loftið fyrir helgi og er rannsóknar verkefni við Uni- versity College í London. Verkefnið byggir á upplýsing- um um 46 þúsund manns sem fengu greiddar bætur við afnám þrælahalds í Bretlandi árið 1833. Einn rannsakendanna sagði að verkefnið gæti gefið innsýn í arf- leifð þrælahaldsins í nútímasam- félagi. Afkoma þrælahalds hafi meðal annars fjármagnað járn- brautir, fyrirtæki, byggingar og listaverk sem væru til í dag. -hj Óþægilegar upplýsingar: Voru forfeður þrælahaldarar?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.