Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 24
7. mars 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Ósammála eigin flokki Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, sagði á þingi í gær að hann hefði aldrei viljað breyta stjórnarskránni. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, minnti hann á stefnu Framsóknar fyrir síðustu kosningar, en eitt af kosninga- málum flokksins var að kjósa til stjórnlagaþings og breyta stjórnarskrá. Gunnar Bragi sagði mikinn mun á stjórnlaga- þingi og stjórnlagaráði, en í hans flokki gætu menn haft mismunandi skoðanir á mismunandi málum. Sjálfur hefði hann ekki viljað fara þá leið sem flokkurinn ákvað að fara. Ósammála sjálfum sér Gunnar Bragi upplýsti að hann hefði kosið með tillögu um að kosið yrði til stjórnlagaþings, gegn betri vitund, þar sem það væri stefna flokksins. Menn gætu spurt hvort hann hefði þá farið gegn eigin sannfæringu og svaraði: „Að einhverju leyti, en ég var hins vegar tilbúinn til þess að breyta ákveðnum ákvæðum í stjórnar- skránni.“ Þetta er óvenju heiðarleg játning þingmanns um að hann hafi kosið gegn eigin sann- fær- ingu. Verð Steingrímur J. Sigfússon sagði, þegar hann tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér sem formaður Vinstri grænna, að hann ætlaði að vera áfram á þingi. Þar vildi hann vera þegar iðjuver tæki til starfa á Bakka við Húsavík. Nú hefur hann lagt fram frumvarp sem ætti að tryggja að slíkt iðjuver taki til starfa á næsta kjörtímabili, en þar fer hann fram á heim- ildir til ívilnana vegna málsins. Iðjuverið á því ekki að binda hann lengur við þingið en eitt kjör- tímabil enn. kolbeinn@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 V ið munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefna vandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthías- sonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkja- mönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkni- efnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heil- brigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífs- leiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassist- ann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúma- skotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við. Glæpamenn græða á óleystum vanda: Stríðið gegn fíkniefnum Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Nýlega sögðu bæði velferðarráðherra og landlæknir að engin gögn sýndu fram á að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefði skert öryggi sjúklinga. Nokkrir starfs- menn spítalans hafa aftur á móti ítrekað sagt í fjölmiðlum að við séum komin fram á bjargbrún í heilbrigðiskerfinu og jafn- vel lengra. Þegar afleiðingar niðurskurðar fara að sjást í gögnum þá er það vegna þess að lífi og heilsu fólks hefur verið stefnt í voða. Það þarf að hafa gerst mörgum sinnum til þess að koma fram í marktækum töluleg- um upplýsingum. Þess vegna þurfa heil- brigðisyfirvöld að leggja við hlustir þegar hver heilbrigðisstarfsmaðurinn á fætur öðrum varar við ástandinu. Þið verðið að trúa okkur og bregðast við áður en það er um seinan. Skaðlegur niðurskurður Ég vil benda á nokkur dæmi um skaðleg áhrif niðurskurðar á Landspítala. ■ Fárveikir sjúklingar liggja á göngum þar sem erfitt er að hvílast og ná bata. ■ Sjúklingar eru færðir fram og til baka um spítalann. Oft er ekki pláss á þeim deildum þar sem sérþekking á viðkom- andi sjúkdómi er til staðar. Fyrir vikið verður meðferðin ekki eins markviss. ■ Hvíldartími heilbrigðisstarfsmanna er ekki virtur og margir neyðast til að vinna lengur en þeir vilja eða geta. Oft eru þeir með umsjón yfir fleiri sjúklingum en þeir ráða við. Þreyttir og yfirkeyrðir starfs- menn eru líklegri til að gera mistök. ■ Sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og hægt er, stundum of fljótt. ■ Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfs- manna vegna álags og kjaramála. Það leiðir til þess að við missum fært fagfólk frá spítalanum. ■ Tækjabúnaður er gamall og úr sér genginn. Fresta þarf rannsóknum og aðgerðum af þeim sökum. ■ Biðlistar hafa lengst. Afleiðingar þess geta verið alvarlegar. Við megum ekki bíða eftir að dánartíðni aukist, biðlistar lengist úr hófi fram eða hvað eina sem mælir virkni heilbrigðis- kerfisins. Of mikið hefur verið hagrætt á Landspítala og langlundargeð starfs- manna er á þrotum. Það mun kosta tíma og peninga að byggja aftur upp þjón- ustuna og snúa þessari óheillaþróun við. Skaðleg áhrif niðurskurðar? HEILBRIGÐIS- MÁL Eygló Ingadóttir formaður hjúkrunarráðs á Landspítala ➜ Við megum ekki bíða eftir að dánartíðni aukist, biðlistar lengist úr hófi fram eða hvað eina sem mælir virkni heilbrigðiskerfi sins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.