Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
NÝR DÓMARIFyrirsætan Heidi Klum hefur tekið að sér dómarastöðu
í þættinum America‘s Got Talent. Aðrir dómarar í þætt-
inum verða Howard Stern, grínistinn Howie Mantel og
kryddpían fyrrverandi Melanie Brown. Þær Heidi og
Melanie koma í stað Sharon Osbourne.
LAMBABORGARI MEÐ BERNAISETEXASBORGARAR KYNNA Lambaborgari ðsteiktum laukhringj
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fæturna
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18Opið laugardaga 10-14
Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: „ Annapolis“ Fótlaga skór úr leðri með
vönduðu innleggi. Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.900.-
Ný sending
frá
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
24
SÉRBLAÐ
Fólk
Sími: 512 5000
7. mars 2013
56. tölublað 13. árgangur
Þetta fólk
fór þarna í
góðri trú og
fullkomnu
trausti til að
kaupa sér
skjól í ellinni,
og það endar með þessum
hætti.
Sigríður Kristinsdóttir
lögmaður
MENNING Ragnar Bragason breytir
Gullregni í kvikmyndahandrit. Tökur
gætu hafist á næsta ári. 62
SPORT Er Tottenham-maðurinn
Gareth Bale í sama flokki og Lionel
Messi og Cristiano Ronaldo? 58
ALÞINGI Atvinnuvegaráðherra,
Steingrími J. Sigfússyni, verður
veitt heimild til að fjármagna upp-
byggingu innviða í tengslum við
stóriðjuverkefni á Bakka, verði
frumvarp ráðherra þar að lútandi
að lögum. Beinn kostnaður ríkis-
sjóðs nemur 3,4 milljörðum.
Samkvæmt frumvarpinu verð-
ur ráðherra falið að semja um veg-
tengingar á milli Húsavíkur hafnar
og Bakka. Þá verður veitt víkjandi
lán vegna hafnar framkvæmda
fyrir allt að 819 milljónum.
Ýmsar ívilnanir verða veittar,
svo sem undanþága frá trygginga-
gjaldi. Þá verður rekstraraðila
veittur 237 milljóna króna styrkur
til að þjálfa starfsfólk.
Fjárlagaskrifstofa fjármála- og
efnahagsráðuneytisins er gagn-
rýnin á ívilnanirnar í umsögn um
frumvarpið og veltir upp hvort þær
skapi fordæmi gagnvart öðrum
verkefnum. Einnig setur hún
spurningarmerki við undanþágu
frá tryggingagjaldi og telur hættu
á að hún hafi áhrif á rétt starfs-
manna til velferðar trygginga og
þjónustu sem gjaldið fjármagnar.
Skrifstofan telur að með frumvarp-
inu sé horfið frá stefnu sem mörk-
uð var í lögum frá 2010 um íviln-
anir vegna nýfjárfestinga.
Guðmundur Hörður Guðmunds-
son, formaður Landverndar, tekur
undir það. Langt sé gengið í að
styðja við stóriðjuframkvæmdir,
sem og einstaka fyrirtæki. „Í upp-
siglingu er líklega stærsti kosn-
ingavíxill sem nokkru sinni hefur
verið gefinn út,“ segir hann.
Bakki er í kjördæmi Stein-
gríms, Norðausturkjördæmi, og
Guðmundur segir að það virðist
spila inn í. „Mér sýnist að þetta sé
klárlega hluti af kosningabaráttu
Vinstri grænna í kjördæminu.“
- kóp / sjá síðu 12
Steingrímur vill ívilna stóriðju
Ráðherra fer fram á heimild til sérstakra ívilnana vegna stóriðju á Bakka. Starfsemin undanþegin trygginga-
gjaldi, sem gæti haft áhrif á réttindi starfsmanna. Kostar ríkissjóð 3,4 milljarða og lægri skatttekjur að auki.
Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna
vegtengingar milli Húsavíkur-
hafnar og iðnaðarsvæðisins á
Bakka er áætlaður 1,8 milljarðar
króna. Um 1,8 km leið er að ræða.
Gert er ráð fyrir að strax næsta ár
fari 100 milljónir í rannsóknir og
útboðsgögn.
Boruð verða eins kílómetra löng
göng í gegnum Húsavíkurhöfða,
en Vegagerðin telur kostnað við
þau svipaðan og við veg sem upp-
fyllti allar kröfur iðnfyrirtækja. Til
samanburðar eru Strákagöng við
Siglufjörð tæplega 800 metrar.
1.800 milljónir í
vegi og jarðgöng
Opið til
21
í kvöld
Allt fyrir
ferm gunain
OPIÐ TIL
Í KVÖLD
www.kaupumgull.is
Græddu á gulli
Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000
Kringlunni 3. hæð.
Í uppsiglingu er
líklega stærsti kosninga-
víxill sem nokkru sinni
hefur verið gefinn út.
Guðmundur Hörður Guðmundsson
formaður Landverndar
Bolungarvík -2° A 14
Akureyri -2° A 8
Egilsstaðir -2° A 10
Kirkjubæjarkl. 0° A 16
Reykjavík 0° A 17
STORMUR SYÐST Í dag verða víða 10-18
m/s en 18-23 m/s syðst. Él en úrkomulítið
N-til. Frost 0-5 stig en frostlaust við
S-ströndina. 4
SKOÐUN Eygló Ingadóttir skrifar um
skaðleg áhrif niðurskurðar á Land-
spítala. 24
DÓMSMÁL Hálfáttræð kona á erf-
itt með að ná endum saman af því
að allt sparifé hennar situr fast
inni á hjúkrunarheimilinu Eir
vegna fjárhagsvandræða stofn-
unarinnar. Á sama tíma þarf hún
að greiða háa leigu í hverjum
mánuði á öðru hjúkrunarheimili.
„Þetta er mjög alvarleg staða,“
segir Sigríður Kristinsdóttir, lög-
maður hennar.
Konan er önnur tveggja ein-
staklinga sem hafa höfðað mál á
hendur Eir til að fá afhentan svo-
kallaðan búseturétt upp á sam-
tals tugi milljóna króna. Sam-
kvæmt samningi áttu þau að fá
hann greiddan út eftir að lyklum
að íbúðunum á Eir var skilað.
„Kröfurnar voru gjaldfallnar
fyrir mitt síðasta ár. Þessi búsetu-
réttur hefur ekki verið greiddur
þrátt fyrir áskoranir þar um og
þess vegna var Eir stefnt inn til
greiðslu,“ segir Sigríður, sem er
lögmaður beggja aðila.
Hinn skjólstæðingur hennar er
hálfsjötugur maður, erfingi fyrr-
verandi íbúa á Eir. Hann hefur
þegar greitt milljónir í erfðafjár-
skatt af búseturéttargreiðslunni,
þrátt fyrir að hann hafi enn ekki
séð krónu af fénu.
Alls eru ellefu manns í þessari
stöðu og skuld Eirar við þá nemur
200 milljónum króna. Sigríður
telur að Eir hafi brotið á jafnræði
kröfuhafa með því að gera upp við
lánardrottna sína á meðan fólkið
fékk ekkert greitt. - sh / sjá síðu 4
Eldri kona er með allt sparifé sitt fast hjá Eir og nær varla endum saman:
Skjólstæðingar Eirar höfða mál
Ný vantrauststillaga
Liðsmenn stjórnarflokkanna og
Bjartrar framtíðar vilja ræða
stjórnarskrármál frekar en vantraust.
Vantrauststillagan gæti beðið til
morguns. 2
Vanræksla og ofbeldi Allt að fjögur
þúsund börn búa við heimilisofbeldi,
segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna. 6
Tafir á rannsókn Landlæknis-
embættinu hefur enn ekki borist
greinargerð frá Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri um sjálfsvíg sjúklings. 8
Óvissa vegna andláts Töluverð
óvissa ríkir í Venesúela eftir andlát
Hugo Chavez forseta landsins. Kosið
verður innan 30 daga. 10
ÖNGÞVEITI Í ÓVEÐRINU Mjög mikið var um umferðaróhöpp í ófærðinni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Á myndinni má sjá tuttugu bíla árekstur við Kópavogslæk undir
hádegi. Þrátt fyrir fannfergi gærdagsins er reiknað með því að skólar á höfuðborgarsvæðinu verði opnir í dag. Lögreglan og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins ítreka
þó að fólk skuli fylgjast vel með upplýsingum um færð og veður í fj ölmiðlum. Sjá síðu 16 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM