Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 4
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Milljón flóttamenn
1SÝRLAND Fjöldi þeirra sem flúið hafa stríðsátökin í Sýrlandi er nú kominn yfir eina milljón. Þetta þýðir að um fimm prósent landsmanna eru flúin til
nágrannaríkjanna, einkum til Líbanons, Jórdaníu, Tyrklands, Íraks og Egypta-
lands. Milljónir manna eru að auki á flótta innan landamæranna og á hverjum
degi forða þúsundir manna sér yfir landamærin. Átökin, sem nú hafa staðið
yfir í tvö ár, hafa kostað meira en 70 þúsund manns lífið.
Þingmenn gegn Walesa
2PÓLLAND Samkynhneigðir þingmenn í Póllandi hafa lagt undir sig sæti á fremsta bekk pólska þingsins til að mótmæla hvössum orðum Lechs
Walesa í garð samkynhneigðra. Á föstudaginn sagði Walesa, fyrrverandi forseti
og friðarverðlaunahafi Nóbels, að samkynhneigðir þingmenn ættu að sitja
aftast í salnum, helst á bak við vegg. Venjulega sitja flokksleiðtogar í sætunum
í fremstu röð.
Microsoft sektað
3BELGÍA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gert hugbúnaðar-risanum Microsoft að greiða 561 milljarð evra, um 92.000 milljarða
króna, í sekt fyrir að hafa ekki gert notendum Windows-stýrikerfisins kleift
að velja sér annan netvafra í stað Internet Explorer. Microsoft hefur þar með
brotið samkomulag við ESB sem gert var árið 2009. Þetta er í fyrsta sinn sem
framkvæmdastjórnin sektar fyrirtæki fyrir samkomulagsbrot.
Dansari játar sýruárás
4RÚSSLAND Pavel Dmitritsjenkó, 29 ára dansari við Bolsjoi-ballettinn í Moskvu,
hefur játað að hafa skipulagt sýruárás á Sergei
Filin, stjórnanda ballettsins. Tveir aðrir menn
hafa játað aðild að árásinni. Dmitritsjenkó segist
þó ekki hafa ætlað sér að ganga jafn langt og
raunin varð. Filin brenndist illa á augum og í
andliti þegar brennisteinssýru var skvett framan
í hann hinn 17. janúar. Lögreglan segist telja að
persónuleg óvild byggð á listrænum ágreiningi
búi að baki árásinni.
DÓMSMÁL Lögmaður tveggja ein-
staklinga sem hafa höfðað mál á
hendur hjúkrunarheimilinu Eir
telur að kröfuhöfum Eirar hafi
verið mismunað þegar hjúkrunar-
heimilið gerði upp við aðra lánar-
d r o t t n a á
sama tíma og
búseturéttar-
h a fa r sem
höfðu skilað
lyklum sínum
voru látnir
hanga í lausu
lofti mánuð-
u m sa ma n
og fengu að
lokum ekkert
greitt.
„Mér finnst óeðlilegt að menn
greiði háar fjárhæðir í afborganir
af lánum en greiði ekki þeim ein-
staklingum sem höfðu skilað og
lagt allt sitt sparifé í þessar íbúðir.
Þetta fólk fór þarna í góðri trú og
fullkomnu trausti til að kaupa sér
skjól í ellinni, og það endar með
þessum hætti,“ segir lögmaðurinn,
Sigríður Kristinsdóttir.
Eins og segir frá á forsíðu blaðs-
ins er önnur manneskjan sem
hefur höfðað mál hálfáttræð kona
sem nær varla endum saman af
því að hún þarf að borga háa leigu
á öðru hjúkrunarheimili en hefur
hins vegar ekki aðgang að spari-
fénu sínu, sem er bundið hjá Eir.
Hins vegar er um að ræða erf-
ingja fyrrverandi íbúa sem þegar
hefur greitt erfðafjárskatt af pen-
ingunum sem hann hefur ekkert
séð af.
Alls eru ellefu manns í sam-
bærilegri stöðu; eiga inni fé hjá
Eir þrátt fyrir að lyklum að íbúð-
unum hafi verið skilað fyrir löngu.
Heildarkrafa þeirra nemur um 200
milljónum króna. Þar af eru kröf-
ur fólksins sem hefur höfðað mál
einna stærstar og hlaupa sem áður
segir samtals á tugum milljóna.
Þessar 200 milljónir eru lítill hluti
af heildarskuldum Eirar, sem nema
alls um átta milljörðum króna.
Þessum ellefu einstaklingum
var í fyrradag boðið að fá afhent
skuldabréf í stað greiðslunnar.
Þeim sem enn búa á Eir var kynnt
sams konar tillaga fyrir síðustu
helgi. Hún felur í sér að í stað pen-
ingagreiðslu þegar fólk flytji út fái
það afhent skuldabréf til 25 ára, að
frádregnum þeim árum sem fólk
myndi búa í íbúðunum til viðbótar.
„Nú erum við bara að skoða það
tilboð og óska eftir gögnum frá
Eir til þess að geta tekið afstöðu
til þess hvort það sé hagkvæmt að
taka því eða að hafna því og Eir
fari þá bara í greiðslustöðvun,
nauðasamninga eða þrot,“ segir
Sigríður. stigur@frettabladid.is
222,2761
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,71 125,31
188,08 189
162,45 163,35
21,785 21,913
21,868 21,996
19,544 19,658
1,3345 1,3423
187,98 189,1
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
06.03.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
ER KALT ÚTI?
VIÐ ÞEKKJUM
TILFINNINGUNA
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
10-18 m/s syðra,
annars hægari.
BATNANDI FÆRÐ Það ættu vonandi flestir að komast til vinnu og skóla en betra er
að hlusta á tilkynningar og fréttir um færð í fjölmiðlum áður en lagt er af stað. Veður
skánar mikið næstu daga en það verður áfram hvasst við suðurströndina.
-2°
14
m/s
0°
15
m/s
0°
17
m/s
3°
23
m/s
Á morgun
Víða 10-18 m/s en allt að 23 syðst.
Gildistími korta er um hádegi
3°
0°
2°
0°
0°
Alicante
Basel
Berlín
18°
9°
8°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
4°
13°
11°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
3°
3°
23°
London
Mallorca
New York
11°
18°
4°
Orlando
Ósló
París
20°
1°
13°
San Francisco
Stokkhólmur
11°
-1°
0°
16
m/s
1°
12
m/s
-2°
10
m/s
0°
13
m/s
-3°
8
m/s
-1°
15
m/s
-4°
15
m/s
2°
0°
3°
0°
-1°
DANMÖRK Mikil óöld hefur ríkt í undirheimum
Kaupmannahafnar þar sem glæpaklíkur tak-
ast á. Frá áramótum hafa tveir verið drepnir
og margir hafa særst í fjölmörgum hnífa- og
skotárásum.
Þetta eru mikil umskipti frá síðasta ári
þegar klíkuátök voru í lágmarki, en vöxturinn
er rakinn til þess að nokkrar minni klíkur í
Kaupmannahöfn sameinuðust undir merkjum
Loyal to Familia (LTF). Þeir hafa síðan troðið
illsakir við Værebros Hårde Kerne (VHK) sem
er tengd Vítisenglum, en þess utan hefur geis-
að stríð milli Black Cobras og Bandidos.
Stofnun LTF er rakin til þess að maður sem
áður var í fararbroddi klíku einnar slapp úr
fangelsi í nóvember og tók til við að sameina
minni hópa gegn VHK. Það varð úr og nú telur
LTF hátt í eitt hundrað meðlimi. Flestir þeirra
eru af erlendu bergi brotnir en þó eru nokkrir
af dönskum ættum þar á meðal.
Þessi vargöld síðustu mánuði hefur þó haft
þau áhrif að ungir menn hafa flúið klíkurnar af
ótta um að verða fórnarlömb í næstu árásum.
- þj
Margir hafa særst og tveir látist í átökum glæpahópa í Kaupmannahöfn frá áramótum:
Vargöld ríkir í undirheimum Danmerkur
ÚTKALL Mikið annríki hefur verið frá áramótum hjá
lögreglunni í Kaupmannahöfn þar sem glæpaklíkur
hafa borist á banaspjótum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Í mál við Eir vegna
innlyksa sparifjár
Maður og kona sem eiga inni tugi milljóna hjá hjúkrunarheimilinu Eir telja kröfu-
höfum hafa verið mismunað. Eir greiddi niður lán á meðan fólk sem átti inni bú-
seturéttargreiðslur fékk ekkert. 11 manns eiga þegar að hafa fengið 200 milljónir.
MIKILL STYR Hjúkrunarheimilið Eir hefur verið í brennidepli frá því fyrir jól vegna
fjárhagsvændraða þess. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SIGRÍÐUR
KRISTINSDÓTTIR
200
milljónir króna skuldar Eir
ellefu manns sem hafa fyrir
löngu skilað lyklunum að
íbúðum á heimilinu.
HEIMURINN
1
23
4