Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 1

Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 24 FÖRÐUN 60+Myndband þar sem hinn frægi förðunarmeistari Lisa Eldridge farðar 64 ára konu hefur vakið mikla athygli á netinu. Yfir 140 þúsund hafa skoðað myndbandið og um 1.500 hafa skrifað við það, jafnt ungar konur sem eldri. Myndbandið má skoða á Lisa- Eldridge.com. Þ ó að ég fylgi tískunni reyni éallt f LEITAR ÚT FYRIR LANDSTEINANATÍSKA Nína Dagrún Hermannsdóttir, menntaskólamær í Borgarnesi, hefur alla tíð heillast af tísku. Hún reynir ávallt að móta sinn eigin stíl. NÝTT NÝTT teg 110917 - þunn, fínleg blúnda í B,C skálum á kr. 5.800,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Laugardaga frá kl. 10-14 GEÐHJÁLP FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 BATAMIÐUÐ ÞJÓNUSTA Páll Matthíasson og Margrét Ófeigsdóttir. Bls. 1 og 5 2 SÉRBLÖÐ Geðhjálp | Fólk Sími: 512 5000 14. mars 2013 62. tölublað 13. árgangur Kona leiðir í fyrsta sinn Aleqa Hammond, leiðtogi Sósíal- demókrataflokksins á Grænlandi, er ótvíræður sigurvegari kosninga til grænlensku landstjórnarinnar. Hammond verður nýr formaður land- stjórnarinnar, fyrst kvenna. 8 Kemur neytendum illa Eindagar lána Íbúðalánasjóðs færðir nær gjalddaga. Vont fyrir neytendur, segir formaður Neytendasamtakanna. 6 Eitt sinn líf Tímamótauppgötvun NASA leiðir í ljós að eitt sinn gæti hafa verið lífvænlegt á Mars. 10 Almenningur á verði Fjöldi ábend- inga um verðhækkanir berst frá neyt- endum inn á nýjan vef ASí. 16 SPORT Þjálfari kvennalandsliðsins er ekki ánægður með líkamlegt ástand lykilleikmanna. 48 Nýtt kortatímabil KRINGLUKAST 20–50% AFSLÁTTUR OPIÐ TIL 21 Heilsubúð í Smáralind MIKIÐ ÚRVAL • FRÁBÆR GÆÐI • BETRI VERÐ Holland and Barrett ÍslandSími 534-1414 • w w w.hollandandbarrett.is • KONUKVÖLD 15% afsláttur af Dr.Organic húðvörum HEILBRIGÐISMÁL Dæmi eru um að drengir í elstu bekkjum grunn- skóla byggi upp vöðvamassa með hjálp stera. Ásmundur Kristinn Símonar son, einkaþjálfari í World Class, segist hafa þjálfað hóp drengja úr tíunda bekk sem hafi talað opinskátt um steraneyslu sína. Ásmundur segir fjölda þeirra sem neyti ólöglegra steralyfja hafa rokið upp. „Við höfum miklar áhyggjur af því að unglingar byrji snemma að reykja og drekka og höfum verið með öfluga forvarna- fræðslu gegn því en síðan er horft framhjá öllu svona.“ Hann kallar eftir aukinni umræðu um skaðsemi steraneyslu og segir mikilvægt að herða eftir- lit með sölu þeirra. „Lyfja notkun fer stöðugt vaxandi og spurningin er hvort við ætlum bara að sam- þykkja það eða fara að grípa í taumana.“ Tollgæslan hefur frá ára mótum lagt hald á tvöfalt meira magn stera en allt árið í fyrra. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Leifsstöð, segir ógnvænlegt hve ört innflutningurinn aukist. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, segist ekki efast um að til séu grunnskóladrengir sem noti stera. Inn á Vog hafi komið ung- menni niður í sautján ára aldur sem hafi misnotað slík lyf. „Ef ungir menn sem halda að þeir geti allt fá þá hugmynd að sterar geri ekki annað en að hjálpa þeim að vera fallegir, og að þeir séu hættulausir af því að þeir fái svo góðar leiðbeiningar frá sölumönnunum, þá auðvitað prófa þetta margir.“ - hó / sjá síðu 4 Grunnskóladrengir á ólöglegum sterum Einkaþjálfari segir dæmi um að drengir í elstu bekkjum grunnskóla tali fjálglega um steranotkun sína. Yfirtollvörður segir þróunina í sterasmygli ógnvænlega. Bolungarvík 0° NA 12 Akureyri -2° NA 5 Egilsstaðir -2° A 6 Kirkjubæjarkl. 3° A 5 Reykjavík 2° NA 3 KÓLNAR Í dag verða norðaustan 10-15 m/s NV-til, en annars hægari. Víða él einkum V-til. Kólnandi veður. 4 SKOÐUN Kennari sem veikist í tíma- bundinni ráðningu fyrirgerir veikinda- réttinum, skrifar Guðlaug Sjöfn. 28 SJÁVARÚTVEGUR Hjörtur Gíslason, stjórnarformað- ur Ögurvíkur, segir einsýnt að verði ekki gerðar breytingar á álagningu veiðigjalda muni fyrir- tæki hans ekki hafa rekstrargrundvöll til framtíðar. Álagning veiðigjalda fyrir árið 2010 tók allan hagnað fyrirtækisins það ár og 22 milljónum betur. „Skatturinn mun knésetja okkur. Ef þetta módel verður keyrt svona áfram er ljóst að mörg félög heltast úr lestinni,“ segir Hjörtur í viðtali við Fréttablaðið í dag. Georg Gísli Andersen, framkvæmdastjóri Valafells í Ólafsvík, vék að þessu atriði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á dögunum. Hann tíundaði fleiri dæmi um það sem Hjörtur lýsir og benti enn fremur á að þegar lögin um veiðigjöld yrðu komin að fullu til framkvæmda myndi gjaldið hækka verulega, jafnvel um helming. Til marks um óvissuna sem væri til staðar gæti enginn reiknað hækkunina út enn sem komið væri, sagði Georg Gísli. Hann segir afleiðingar svo mikillar gjaldtöku og óvissu leiða til uppsagna og minni fjár- festinga. - shá / sjá síðu 12 Ögurvík greiddi 22 milljónir umfram hagnað í veiðigjald fyrir árið 2010: Hætta útgerð ef ekkert breytist Opið til 23 í kvöld MENNING Hönnunartvíeykið Eley Kishimoto hefur endurhannað Selsham hönnunarfyrirtækisins Víkur Prjóns- dóttur og verð- ur hann hluti af haustlínu hins fræga tísku- húss. „Þau hjá Hönnunarsafn- inu í London höfðu sam- band við okkur fyrir um ári og vildu gera eitt- hvað með okkur. Þau þekktu Eley Kishimoto og þá kom upp sú hugmynd að fá þau til að endurhanna Selshaminn okkar, líkt og Henrik Vibskov hafði gert árið 2008,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, sem rekur Vík Prjóns dóttur ásamt Bryn- hildi Páls dóttur og Þuríði Rós Sigurþórs dóttur, um samstarfið. Hamur inn verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í dag. - sm / sjá síðu 54 Íslenska ullin heillar: Með í haustlínu Eley Kishimoto MENNING Ný heimasíða Páls Óskars inniheldur meðal annars áður óútgefið efni. 54 Lyfjanotkun fer stöð- ugt vaxandi og spurningin er hvort við ætlum bara að samþykkja það eða fara að grípa í taumana. Ásgrímur Kristinn Símonarson einkaþjálfari í World Class FRANS PÁFI I Argentínumaðurinn Jorge Mario Bergoglio var kjörinn nýr páfi í gær. Þúsundir manna voru á Péturstorginu. Eftir bið daglangt varð mannfjöldinn vitni að því þegar hvítur reykur liðaðist úr reykháfi Sixtínsku kapellunnar síðdegis og þegar nýr páfi steig fram í fyrsta skipti. NORDICPHOTOS/AFP HJÖRTUR GÍSLASON GUÐFINNA MJÖLL MAGNÚSDÓTTIR VATIKANIÐ „Þetta var ólýsanleg stund,“ segir Hjálmar Blöndal, lögfræðingur og nemi í Róm, sem var staddur á Péturstorginu í gær þegar Jose Mario Bergoglio, 76 ára kardínáli frá Argentínu og nýr páfi, steig fram í fyrsta skipti. Gríðarlegur fjöldi fólks var samankominn á torginu og götum þar í kring, að sögn Hjálmars og eftirvæntingin gríðarleg. Hann segir að valið hafi komið fólki á óvart. „En áhrifaríkast var þegar fjöldinn sameinaðist í hljóðri bæn fyrir fráfarandi páfa. Það heyrð- ist bókstaflega ekkert, þrátt fyrir mannfjöldann, og þetta er augna- blik sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Hjálmar. Bergoglio tók sér nafnið Frans I og er fyrsti páfinn sem á rætur að rekja til lands utan Evrópu. Bergoglio hefur þjónað sem erkibiskup í Buenos Aires frá því árið 1998 og sem kardínáli frá árinu 2001. - shá Páfi tók sér nafnið Frans I: Fyrsti frá landi utan Evrópu Nánar á bls. 27 Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð. Opið frá kl. 11:00 til 18:00 www.kaupumgull.is - Uppl.: Sverrir s. 661-7000

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.