Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 6
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 PIXEL – LJÓSMYNDABÓK Fáðu uppáhaldsmyndirnar þínar saman í eina bók. 20 bls. bók í A4-broti með hvítri eða svartri harðspjaldakápu. í krafti fjöldans NÝ MYND 3.900 kr. 7.450 kr. Verð 48% Afsláttur 3.550 Afsláttur í kr. AFMÆLISVIKA VIÐ ENDURTÖKUM VINSÆLUSTU TILBOÐIN GILDIR 48 TÍMA 2 ÁRA PI PA R\ TB W A • SÍ A ALÞINGI Frá og með næstu mánaða mótum verður eindagi á lánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) 4. hvers mánaðar, en ekki 15. eins og verið hefur. Eindaginn er því þremur dögum eftir gjalddaga. Breytingin skilar ÍLS 80 millj- ónum króna í auknar tekjur. Sjóður inn segir hins vegar að vaxtatap hvers lánþega verði aldrei meira en 150 krónur á ári. Þar er átt við tapaðar vaxta- tekjur sem annars fengjust af því að hafa upphæðina lengur inni á reikningum greiðenda. Kvartanir yfi r má l i nu hafa borist inn á borð Neytenda- samtakanna og stjórn þeirra mun fjalla um málið 20. þessa mánaðar. „Auðvitað getur þet ta haft erfiðleika í för með sér fyrir einhverja. Við teljum að þetta sé gert með mjög stuttum fyrirvara og hann hefði átt að vera lengri,“ segir Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna. Breytingin hefur þegar orðið og mun vera í gildi við af borganir um næstu mánaðamót. „Engar kvaðir eru í lögum, reglugerðum eða á skuldabréfum sjóðsins, um það hversu mörgum dögum eftir gjalddaga eindaginn er,“ segir í tilkynningu frá ÍLS. „Langt eindagatímabil var upp- haflega til þess ætlað að veita mönnum svigrúm til þess að komast í banka til að greiða af húsnæðis lánum sínum. Í dag greiða flestir rafrænt, ýmist með skuld- færslum eða í heimabanka, og því lítil rök fyrir löngu eindagatíma- bili.“ Þá segir að stytting eindaga- tímabilsins sé liður í hagræðingar- aðgerðum sjóðsins en stjórnvöld hafi gert kröfu um hagræðingu í rekstri hans. kolbeinn@frettabladid.is Neytendur ósáttir við eindagabreytingu ÍLS Eindagar af lánum Íbúðalánasjóðs verða nú þremur dögum eftir gjalddaga. Færir sjóðnum 80 milljóna tekjuaukningu. Hertari innheimta að kröfu ríkisstjórnar. Stjórn Neytendasamtakanna fundar um málið vegna kvartana lántakenda. Neytendasamtökin hafa sent ÍLS erindi og farið fram á þeir sem þess óski geti fengið gjalddaga færða aftar í mánuðinn. Hafi eindagi verið 15. hvers mánaðar færist gjalddaginn aftur að þeirri dagsetningu. „Ég legg áherslu að það verði þá komið til móts við þá sem geta einhverra hluta vegna ekki greitt strax. Í staðinn fyrir 14 daga mun á gjalddaga og eindaga verður hann þrír dagar. Við viljum að það verði komið til móts við þá sem eru í erfiðleikum og gjalddaginn færður aftar.“ Íbúðalánasjóður hefur ekki svarað erindinu. Vilja færa gjalddaga aftar FÓLK Íbúðalánasjóður segir að vaxtatap lántakenda við eindagabreytinguna verði aldrei meira en 150 krónur á ári. Neytendur eru uggandi og hafa rætt við Neytenda- samtökin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓHANNES GUNNARSSON MENNING Grunnsýning Náttúruminjasafns Íslands verður opnuð í Perlunni haustið 2014. Það var stað- fest með undirritun leigusamnings á aðstöðu í Perl- unni í gær. Leigusamningurinn er til fimmtán ára og ársleigan er áttatíu milljónir króna. Efnt verður til samkeppni um hönnun grunn- sýningarinnar í húsinu á næstunni. Eins er ráðning nýs forstöðumanns við safnið fram undan, sem mun leiða mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin. Uppbygging grunnsýningar Náttúruminjasafns- ins er liður í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og er gert ráð fyrir að 500 milljónum króna verði varið til hönnunar og uppsetningar á sýningunni og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni. Í tilkynningu segir að sýningunni sé ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, vera mikilvæg fyrir náttúrufræðikennslu á öllum skóla- stigum og veita aðgang að því mikla fræðsluefni sem er í öðrum vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins. Þá er ótalið mikil vægi slíkrar sýningar í ferðaþjónustu. - shá Náttúruminjasafn Íslands hefur fengið inni í Perlunni næstu fimmtán árin: Sýning náttúruminja árið 2014 SAFN FÆR HÚSNÆÐI Margrét Hallgrímsdóttir, safnstjóri NÍ, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra auk þeirra Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, við undirritun í gær. ALÞINGI Þingmenn voru sammála um það í eldhúsdags umræðum gærkvöldsins að gríðarlega mikil tækifæri væru til þess að skapa hagsæld og gott samfélag á næsta kjörtímabili. Þeir voru þó fráleitt sammála um hvaða leið væri rétt að því markmiði. Ræðumenn stjórnarflokkanna eyddu nokkru púðri í að lýsa því hve góður árangur hefði náðst, hve erfiðu búi stjórnin hefði tekið við og hve vel hefði tekist að spila úr þeirri slæmu stöðu. Ræðumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks varð hins vegar tíðrætt um glötuð tæki- færi ríkisstjórnarinnar og að stjórnar flokkarnir þyrftu að fara frá til að hægt væri að breyta um kúrs. Heilt yfir má segja að mun meiri sáttatónn hafi hljómað í þingsal í gær en í umræðu um vantraust á ríkisstjórnina á mánudag. Þar réð heiftin ríkjum, í gær voru þingmenn víðsýnni. Fulltrúar smærri flokkanna, Hreyfingarinnar og Bjartrar framtíðar, lögðu áherslu á að breyta yrði stjórnmálaumræð- unni. Undir það tóku margir. Þrátt fyrir sáttatóninn fengu þungar hnútur að fljúga í umræð- unum. Og ekki gáfu allir mikið fyrir þá afsökun að stjórnin hefði tekið við slæmu búi. „Hér varð hrun, er mantran sem fólkið í landinu hefur fengið að heyra frá ríkisstjórninni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. - kóp Þingmenn höfðu áhyggjur af trúverðuleika stjórnmálanna: Sáttatónn en þungar hnútur „Stjórnmálin eru að læra að nýta þjóðar- atkvæðagreiðslur. Við virtum viljann í Icesave-málinu og við munum líka virða hann í stjórnarskrár- málinu.“ „Á meðan lausnir stjórnmálamanna til vinstri og hægri snúast um að reyna af öllum mætti að troða raunveruleikanum inn í fyrir fram ákveðna kassa sósíalismans og frjálshyggjunnar blæðir heimilunum út.“ „Það er kominn tími til að hér taki við ríkis- stjórn sem segir hátt og snjallt– við stöndum með atvinnulífinu og viljum allt gera til að það blómstri.“ „Ég vil að við nýtum auðlindir, sem við eigum hiklaust að kalla sameignir okkar í stjórnarskrá, á skyn- samlegan hátt. Arð- rænum ekki náttúruna þannig að afleiðingar stóriðjuframkvæmda birtist í dauðum stórfljótum.“ ÁRNI PÁLL ÁRNASON BJARNI BENEDIKTSSON SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.