Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 25

Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 25
FIMMTUDAGUR 14. mars 2013 | SKOÐUN | 25 Besti flokkurinn kom, sá og sigr- aði í borgarstjórnarkosningunum fyrir þremur árum. Andrúmsloft- ið gagnvart stjórnmála mönnum var neikvætt og traust til þeirra í lágmarki. Kjörtímabilið á undan endurspeglaði erfiða tíma og opinberun á slæmum ákvörðun- um. Besti flokkurinn naut góðs af þessu í kosningunum auk þess sem háð og brandarar um loforð sem yrðu aldrei uppfyllt tóku mál- efni úr samhengi. Í dag er Besti flokkurinn í samstarfi við Sam- fylkinguna sem hlaut einung- is 19% fylgi. Þrátt fyrir það fer Samfylkingin fyrir málaflokkum sem ráðstafa 75% af skatttekjum borgar innar og Dagur B. Eggerts- son er formaður borgarráðs. Í ákvarðanatöku er Besti meira upp á punt. Samstarfsflokkur Sam- fylkingar innar í landsmálunum hefur ekki verið sama strengja- brúðan. Forsætisráðherra smalar köttum og þingmál hafa verið í uppnámi allt kjörtímabilið. Það gengur ekkert með stærsta mál Samfylkingarinnar, Evrópu- sambandið, og flokksmenn gagn- rýna samstarfssamning ríkis- stjórnarflokkanna harkalega. Ríkisstjórnin er afar óvinsæl og fylgi við Samfylkingu mælist hið minnsta í 13 ár. Samfylkingin skynjaði fyrir nokkuð löngu síðan að hún gæti þurft nýja leið út úr sínum vandræðum. Spægipylsa í nýjum búningi Í markaðsfræðum er fyrirbærið útvíkkun á vöru eða vörulínu vel þekkt (e. line extension). Þá er ný vara sett á markað sem byggir á eldri vöru. Viðbótin getur falist í nýjum lit, breyttu magni eða nýrri framsetningu. Ágætt dæmi er þegar kjötframleiðandinn Oscar Mayer lenti í vandræðum með sölu á spægipylsum á níunda áratug síðustu aldar sem þóttu óhollar og gamaldags. Ákveðið var að búa til nýja vörulínu með því að setja gömlu pylsurnar í nýjan búning. Öllu gumsinu var pakkað í umbúð- ir sem voru kallaðar „Lunchables“, ýmsu óhollu raðað með í pakk- ann og hann markaðssettur. Nýja varan seldist grimmt þó að inni- haldið væri enn verra en uppruna- lega spægipylsan. Samfylkingin hefur eflaust ákveðið svipaða leið. Á einhverju stigi varð til hugmyndin um að stofna nýjan flokk sem gæti hirt óánægjufylgið en væri um leið tilvalinn samstarfsflokkur eftir næstu kosningar. Besta flokks hugmyndin, þar sem popparar og vinalegt fólk laust við pólitíska árekstra, var stórgott módel. Tryggja þyrfti lítið framboð sem væri skemmtilegt og jákvætt og fengi atkvæði út á neikvæða umræðu um stjórnmálamenn sem enn virtist gegnsýra samfélagið. Málefnalega þyrfti útibú Sam- fylkingarinnar hins vegar að vera keimlíkt móðurfélaginu. Minna vesen Líklega hefur runnið upp fyrir herstjórnarfræðingunum að auð- veldasta leiðin til að útbúa litla útibúið væri að fá Besta flokkinn með í ráðabruggið. Þegar nánar er að gáð eru þeir nefnilega sami flokkurinn, Bjarti og Besti, en ekki systraflokkar eins og markaðs setningin hefur gengið út á. Bæði öflin eru sett fram til höf- uðs hinum „leiðinlegu stjórnmála- mönnum“ og boða „minna vesen“, „það besta úr öllum stefnum“ og „fjölbreytni og sátt“. Stefnu- mál beggja eru fullkomlega óljós, mesta vinnan hefur farið í ímynd- arvinnu og framboðslistar þeirra eru valdir af þröngum hópi fólks þar sem vesenið við lýðræðislega framkvæmd er lágmarkað. Að auki er þetta allt sama fólkið. Borgarstjóri, aðstoðarmaður hans, framkvæmdastjóri og allir borgar- fulltrúar Besta flokksins fyrir utan einn hafa raðað sér á lista Bjartrar framtíðar. Ekki skal túlk- að hér hvaða skilaboð þetta sendir borgarbúum um áhuga þeirra á málum borgarinnar en ljóst er að klíka Besta flokksins er nú með hugann við landsmálin. Þeim er kannski vorkunn þegar haft er í huga að Samfylkingin situr í bílstjóra sætinu í borginni. Stærra útibú Björt framtíð er þannig sköpuð sem systurflokkur Samfylkingar- innar. Hressilegri, laus við ábyrgð á miklum skattahækkunum og árangursleysi í framkvæmdum og ekki brennimerkt óvinsælum ákvörðunum. Nýja afurðin virkar öðruvísi ef kjósendur sjá ekki í gegnum nýju umbúðirnar. Á lands- fundi Samfylkingarinnar sagði Jóhanna Sigurðardóttir að „með öflugum jafnaðarmannaflokki eins og Samfylkingunni gætu þessir smærri flokkar lagt ríkulega af mörkum“. Ekki óraði þáverandi formann Samfylkingarinnar fyrir að fylgi Bjartrar framtíðar yrði meira en fylgi Samfylkingarinnar eins og skoðanakannanir hafa sýnt fram á. Að stóra Samfylking yrði minni en litla Samfylking var lík- lega ófyrirséður vinkill. Ólíkt spægipylsuframleiðand- anum sem var nokk sama hvor seldist betur, gamla pylsan eða sú nýja, er ólíklegra að forysta Samfylkingar innar kætist verði það niðurstaðan að litla Sam- fylkingin verði stærri en frum- gerðin. Þó má vera að þeim standi alveg á sama. Þau vita jú, sé mið tekið af borginni, að þau ráða ferð- inni ef til samstarfs kemur. Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Hugleiðingar um spægipylsur Borgarstjóri, að- stoðarmaður hans, framkvæmdastjóri og allir borgarfulltrúar Besta flokks- ins fyrir utan einn hafa raðað sér á lista Bjartrar framtíðar. Flestir heilaáverkar verða af völdum höfuðhöggs, sem kemur hreyfingu á heilann og veldur álagi á heilavef, taugafrumur og taugasíma. Þegar höggið er vægt virðist heilinn yfirleitt ná sér að fullu á nokkrum dögum eða vikum, en þegar högg- ið er þyngra kann það að leiða til álags á tauga- síma sem veldur skaða og langvinnum einkennum, sem hafa áhrif á hugræna þætti, atferli, aðlögun og líðan. Vægasta form heila- áverka er heilahristingur, sem einkennist af einkennum svo sem ógleði, uppköstum, svima, rugl- ástandi, svefnhöfgi eða skertri meðvitund. Heilaáverkar eru algengir. Gera má ráð fyrir að í hópi ungs fólks á aldrinum 15-35 ára hafi helmingurinn hlotið heila- hristing eða annan heilaáverka. Í flestum tilvikum eru heilaáverkar vægir og einstaklingurinn virðist ná sér að fullu á nokkrum dögum, vikum eða mánuðum eftir atburð- inn. Stundum valda „vægir“ heila- áverkar þrálátum afleiðingum til lengri tíma. Þungt höfuðhögg er líklegra til að valda langtímaaf- leiðingum en léttara högg. Einstak- lingur sem hefur hlotið heilahrist- ing eða heilaáverka oftar en einu sinn er líklegri til að vera með langtíma afleiðingar en sá sem hefur hlotið áverka einu sinni. Endur- tekin höfuðhögg, jafnvel þótt þau valdi ekki ein- kennum heilahristings, geta leitt til þrálátra ein- kenna. Þegar heilinn er að ná sér eftir höfuðhögg og heila- hristing er hann sérstaklega við- kvæmur fyrir öðru höfuðhöggi. Ungt fólk er ekki síður við- kvæmt fyrir afleiðingum heila- áverka en þeir sem eldri eru. Heilaáverkar eru ógn við hug- ræna heilsu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru mikilvægar til að draga úr líkum þess að ungt fólk hljóti heilahristing og heilaáverka. Hjálmar og annar öryggisbúnaður hafa sannað gildi sitt. Endurtekin höfuðhögg hafa ávallt hættu í för með sér, jafnvel þótt þau séu væg. Eftir heilahristing þarf að gæta þess að andlegt og líkamlegt álag sé ekki of mikið, þar til einkenni gera ekki lengur vart við sig, og draga þarf úr líkum á endurtekn- um heilahristingi. Vægir heilaáverkar ungs fólks HEILBRIGÐIS- MÁL Jónas G. Halldórsson sálfræðingur, sér- fræðingur í klínískri taugasálfræði sálfræðiþjónusta LSH - Grensási GEFUM HEILANUM GAUM ➜ Endurtekin höfuð- högg, jafnvel þótt þau valdi ekki einkennum heilahristings, geta leitt til þrálátra ein- kenna. „Í takt við tímann“ Ráðstefna SSSK 15. mars 2013 Hilton Reykjavík Nordica   Ráðstefnustjóri Íris Helga Baldursdóttir, skólastjóri Barnaskólans í Reykjavík. Skráning fer fram á netfanginu: gudbjorg@svth.is 15:00-15:05 Setning Sigríður Anna Guðjónsdóttir formaður SSSK. 15:05-15:15 Ávarp Katrín Jakobsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra. 15:15-15:55  „Breyttir tímar gera nýjar kröfur. Um nauðsyn þess að hugsa menntun upp á nýtt.“ Jón Torfi  Jónasson, Forseti Menntavísindasvið HÍ. 15:55-16:10 Tónlist frá Landakotsskóla 16:10-16:40 Kaffihlé 16:40-17:20 „ Teach for India“ Srini Swaminathan. 17:20-17:40  „ Hvað eigum við að búa til í dag“ Björgvin Ívar Guðbrandsson, Langholtsskóla. 17:40-18:00 „Gleði og fjör“ Anna Svava Knútsdóttir lýkur ráðstefnunni.       Veiðigjaldið fer í „Hús íslenskra fræða“ Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að Húsi íslenskra fræða, sem rísa mun á lóð gamla Mela- vallarins við Þjóðarbókhlöðuna. Húsið verður vettvangur fyrir Árna stofnun, handritin og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Starfsemi á sviði íslenskra fræða eflist til muna og loks verður handritunum sýndur sómi með boðlegri sýningaraðstöðu fyrir erlenda sem innlenda gesti. Þetta er því mikið fagnaðarefni. Fjárfesting í menntun, rannsóknum og ferðaþjónustu. Ríkið greiðir um 70% kostnaðar og Happdrætti HÍ restina. Ekki er víst að margir viti af því en hlutur ríkisins er greiddur af hinu nýja veiðigjaldi, sem ríkisstjórnin setti á í fyrra. http://blog.pressan.is Stefán Ólafsson AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.