Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 26
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Einangrun Íslands var rofin
í seinni heimsstyrjöldinni og
kalda stríðinu. Vegna ráðandi
legu landsins í Norður-Atlants-
hafi var landið í lykilstöðu fyrir
varnir Atlantshafsbandalags-
ins og Bandaríkjanna. Við upp-
lausn Sovétsamveldisins virtist
svo að eyríkið skipti ekki máli og
í október 2006 lauk veru banda-
rísks flughers í Keflavík. En nú er
breyting enn á ný á ferðinni vegna
bráðnunar á íshellu norðurskauts-
ins með nýjum leiðum til sjóflutn-
inga og nýtingamöguleikum á
gífur legum náttúruauðlindum.
Samkvæmt mati U.S. Geo logical
Survey frá 2008 eru 19% allrar
ónýttrar olíu, 30% af því er snert-
ir jarðgas og 20% af fljótandi gasi
undir hafsbotni Norðurskautsins.
Ísland er ákjósanleg staðsetning
fyrir hafrannsóknir á svæðinu
og bækistöð vegna jarðborana,
vinnslu og flutninga. Minnkun
og væntanlegt hvarf íshellunnar
leiðir til byltingarkenndrar breyt-
ingar í sjóflutningum frá Asíu
til Evrópuhafna; norðausturleið-
in minnkar flutningskostnað um
40% miðað við siglingu um Súes-
skurðinn.
Í lykilstöðu
Enn á ný er Ísland í sinni strateg-
ísku lykilstöðu og meðal þeirra sem
sýna þessu vaxandi áhuga er Kína.
Nú er tími til kominn að Banda-
ríkin styrki tengslin við Ísland.
Með Ilulissat-yfirlýsingunni
frá 2008 gerðu fimm aðildarríki
Norðurskautsráðsins, Banda ríkin,
Kanada, Danmörk-Grænland,
Noregur og Rússland, í félagi við
Ísland, Svíþjóð og Finnland, tilkall
strandríkja til lögsögulegra rétt-
inda á norðurskautinu í samræmi
við ákvæði Hafréttarsáttmála Sam-
einuðu þjóðanna.
Ísland er á norðurskautinu
þótt landið sé ekki eitt af strand-
ríkjunum og hefur viðurkennd
vinnsluréttindi á hinu væntanlega
auðuga landgrunni Jan Mayen sam-
kvæmt tvíhliða samningi við Noreg
frá 1981.
Þótt Kína hafi ekki opinberað
stefnu sína varðandi norður skautið
verður að teljast ólíklegt að þar
sé að finna stuðning við einhliða
ákvarðanir Norðurskautráðsins.
Stórlega hagkvæm siglingaleið
fyrir helsta iðnaðarvöruframleið-
anda heims mun liggja um norður-
skautið. Og á síðastliðnum árum
hafa Kínverjar staðið að meiri
háttar átaki til að ná aðgangi að
vinnslu málma og orku í mörgum
heimshlutum. Opinberar stofnan-
ir í Kína og fræðimenn hafa haldið
fram kröfum um að siglingar um
svæðið og nýting auðlegðar á hafs-
botni þess eigi að koma mannkyni
öllu til góða.
Áhugi Kínverja á nánari
tengslum við Ísland er til kominn
vegna öflunar stuðnings um að
komast í Norðurskautsráðið. For-
sætisráðherra Kína, Wen Jiabao,
kom í opinbera heimsókn til Íslands
2012 með fjölmennu fylgdarliði í
forgangi við heimsókn til annarra
Evrópulanda. Komu kínverska
ísbrjótsins Xuelong var fagnað með
móttöku áhafnarinnar hjá forseta
Íslands. Risinn Kína og hið örsmáa
Ísland, sem skilur óralengd í fjar-
lægð, eru í samningsviðræðum um
tvíhliða fríverslun.
Kínverskar fyrirætlanir um
„ferðamannaparadís“ í víðáttu-
mikilli einangrun norðurhluta
Íslands má vel líta á sem aðstöðu
fyrir verkamenn við byggingu eða
þjónustu við hafnir vegna vöru-
flutninga eða umsvifa á norður-
skautinu. Ísland gæti orðið sam-
tvinnaður þáttur í framkvæmd
fyrirætlana Kínverja um að ráðast í
fjárfestingu risastórrar járngrýtis-
vinnslu fyrir milljarða dollara fyrir
norðan Nuuk á Grænlandi.
Í sem stystu máli leitast Kína við
að marka sér stöðu á norðurskaut-
inu, fyrst á Grænlandi en síðar með
stuðningsaðstöðu á Íslandi, sem er
ekki aðili að Evrópusambandinu og
að því er virðist yfirgefið af Banda-
ríkjunum. Sú aðstaða gæti hugsan-
lega haft framtíðarnotkun fyrir
herskip í eftirliti á norðurskautinu
og norðaustursiglingaleiðinni til
Evrópu.
Lífshagsmunamál
Öryggi og stöðugleiki á evrópska
norðurskautssvæðinu eru lífshags-
munamál Evrópuríkja og Banda-
ríkjanna. Til eflingar öryggis er
til allrar gæfu hvorki þörf á ný
á herstöð á Íslandi né gerð nýrra
samninga – viðeigandi ráðstafanir
hvíla á gildandi samningum Atl-
antshafssáttmálanum frá 1949,
tvíhliða varnarsamningi Banda-
ríkjanna og Íslands frá 1951 og
samkomulagsatriðum Íslands og
Bandaríkjanna frá 2006 um loft-
rýmiseftirlit, heræfingar og sam-
eiginlegar leitar- og björgunar-
aðgerðir frá Keflavíkurflugvelli.
Tími er til kominn að Banda-
ríkin taki fyllilega til greina
breytingar í þróun mála. Það felur
í fyrsta lagi í sér aukið samráð og
nána samvinnu við Ísland, gaml-
an bandamann, vin og granna í
Norður-Atlantshafi. Að lágmarki
er að löndin tvö séu tengd traustari
böndum varðandi málefni norður-
skautsins. Stuðningur við aðgerðir
Íslendinga til að tryggja efnahags-
legt öryggi og stöðugleika eflir
stöðu landsins og þýðingu fyrir
Atlantshafsbandalagið á svæði
sem hefur vaxandi þýðingu.
Í annan stað á Ísland að eiga
þess kost að verða aðili að Atlants-
hafssáttmálanum um viðskipti og
fjárfestingar (The Trans atlantic
Trade and Investment Pact –
TTIP) samhliða því sem Ísland
á í aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið.
Í þriðja lagi ættu Bandaríkin á
næstu Norður Víkings-heræfing-
unni að gera samstöðu með Noregi
og Íslandi sýnilega. Þá ber að efla
samvinnu Íslendinga við banda-
rísku landhelgisgæsluna í leitar- og
björgunaraðgerðum frá Keflavík.
Það er með slíkri ákveðinni
stefnu og aðgerðum um gagn-
kvæma aðstoð og samvinnu sem
Íslendingar tryggja frelsi sitt og
sjálfstæði. Samtímis eiga Banda-
ríkin að gera það ljóst að víðtæk
samvinna við Ísland, sérstaklega
að því er varðar nýtingu auðlinda
og verndun umhverfisins, er lyk-
ilatriði þjóðarstefnu Bandaríkin á
heimssvæði vaxandi þýðingar.
Greinin birtist fyrr í vikunni í
New York Times og International
Herald Tribune.
Kína knýr að dyrum Íslands
Flestir þeirra stjórnmála-
flokka sem bjóða fram til
alþingiskosninga næsta
vor eru sammála um að
setja þurfi í forgang að
leysa skuldavanda heimil-
anna. Há greiðslubyrði
stökkbreyttra lána, sí aukin
skattbyrði, hækkandi
vöruverð og fá atvinnu-
tækifæri hafa þau áhrif að
kaupmáttur heimilanna
rýrnar stöðugt og venju-
legt fólk á fullt í fangi með
að halda sér á floti.
Það sem veldur hins
vegar áhyggjum er hversu langt
sumir flokkarnir ganga í því að
bjóða gylliboð og galdralausnir
sem ekki hafa verið hugsaðar til
enda. Sumir þessara flokka kom-
ast t.d. upp með að slá um sig frös-
um sem líklegt má telja að fólk
vilji heyra, líkt og „látum auðmenn
borga brúsann“, „afnemum verð-
trygginguna“ eða „lækkum verð-
tryggð húsnæðislán“, án þess að
vera krafðir skýringa á því hvern-
ig uppfylla eigi þessi loforð eða
hvaða keðjuverkun það hrindir af
stað í hagkerfinu.
Hver man ekki eftir kosninga-
frasa Framsóknarflokksins hér um
árið þegar framsóknarmenn börðu
sér á brjóst og stuðluðu að því að
bjóða fólki 90% húsnæðis-
lán? Hvaða afleiðingar
hafði það? Jú, fólk fékk að
taka hærra lán sem hafði
þau einu áhrif að fast-
eignaverð hækkaði sam-
hliða. Þetta kosninga loforð
var því bjarnargreiði fyrir
marga og nú lofar sami
flokkur að hann láti þessi
lán hverfa.
Margir eru því miður í
þeirri stöðu í dag að vera
orðnir það langeygir eftir
lausnum og hafa það litla
trú á framtíðinni að þeir
eru nánast reiðubúnir að stökkva á
hvað sem er. Sama hversu ótrúlega
það hljómar, það getur ekki verið
verra en núverandi ástand. En það
er bara ekki rétt. Við búum í mjög
viðkvæmu hagkerfi sem er í dag
varið með verðtryggingu og höftum
og allar aðgerðir sem miða að því
að koma okkur á réttan kjöl verða
að vera úthugsaðar og öfgalausar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett
fram tillögur að slíkum aðgerðum
sem allar miða að því að létta á
greiðslubyrði heimilanna og lækka
skuldir. Engar öfgar, engin gylli-
boð, bara raunhæfar lausnir. Þess-
ar lausnir voru kynntar á síðasta
landsfundi og fela m.a. í sér skatta-
afslátt til að auðvelda afborganir af
húsnæðislánum, að nýta séreignar-
sparnað til að greiða niður höfuð-
stól lána, að lækka tekjuskatt og að
afnema stimpilgjöld. Flokkurinn
leggur jafnframt mikla áherslu
á afnám gjaldeyrishaftanna sem
forsendu efnahagsbata og vill gefa
fólki val um að taka verðtryggð eða
óverðtryggð lán, allt eftir því hvað
hentar hverjum og einum.
Hugsunin er sú að samspil
margra þátta leysi skuldavanda
heimilanna. Vandi heimilanna er
misjafn og þess vegna þurfa lausn-
irnar að vera það líka. Ég vara fólk
við að stökkva á gylliboð og galdra-
lausnir án þess að fá skýringar eða
svör við því hvernig fara eigi að
hlutunum. Það er ekki nóg að ætla
að setja málið í nefnd og svara eftir
kosningar. Lærum af reynslunni
og tökum skynsamar ákvarðanir
varðandi framtíðina. Þannig, og
eingöngu þannig, náum við að snúa
blaðinu við og horfa fram á bjart-
ari tíma.
Gylliboð og galdralausnir
NORÐURSLÓÐIR
Einar
Benediktsson
fyrrum sendiherra
Íslands í Banda-
ríkjunum og hjá
NATO og Evrópu-
sambandinu
Thomas R.
Pickering
fyrrum aðstoðar-
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna
og sendiherra í
Rússlandi og hjá
Sameinuðu þjóðu-
num
➜ Kínverskar fyrirætlanir
um „ferðamannaparadís “
í víðáttumikilli einangrun
norðurhluta Íslands má
vel líta á sem aðstöðu fyrir
verkamenn við byggingu
eða þjónustu við hafnir
vegna vörufl utninga eða um-
svifa á norðurskautinu.
STJÓRNMÁL
Ingibjörg
Óðinsdóttir
frambjóðandi fyrir
Sjálfstæðisfl okkinn
í 4. sæti Reykjavík
norður
➜ Sjálfstæðisfl okkurinn
hefur sett fram tillögur
að slíkum aðgerðum sem
allar miða að því að létta á
greiðslubyrði heimilanna og
lækka skuldir.
Ýmis málefni sem tengjast geð-
heilbrigði hafa vakið verðskuld-
aða athygli að undanförnu. Það er
því vert að líta yfir sviðið og skoða
aðbúnað málaflokksins.
Í því ljósi minnum við á mikil-
vægi þess að fólk með geðsjúkdóma
taki virkan þátt í opinberri umræðu
um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín
og hagsmuni. Annar höfunda þess-
arar greinar greindist með geðklofa
16 ára gamall og á þeim 43 árum
sem liðin eru hefur hann tvisvar
sinnum lagst inn á geðdeild. Með
eigin aðferðum og með aðstoð geð-
lyfja hefur hann náð góðum bata,
tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu
síns hóps og notið lífsins.
Aðgengileg heilbrigðisþjónusta
Til þess að okkur geti almennt
gengið vel að takast á við geðsjúk-
dóma þarf heilbrigðiskerfið að vera
aðgengilegt og styðjandi, og ekki
síður að hafa það að markmiði að
allir nái bata með hjálp endurhæf-
ingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar
eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í
þessu samhengi að viðeigandi með-
ferð geti hafist sem fyrst.
Um margra ára skeið hefur geð-
heilbrigðisþjónusta verið fjársvelt,
skortur hefur verið á nýliðun meðal
sérfræðinga á þessu sviði og engin
heildstæð stefnumótun átt sér stað.
Á síðustu árum höfum við svo fund-
ið fyrir því hvernig niðurskurður
í heilbrigðisþjónustu hefur aukið
álagið alls staðar á landinu. Þeir
sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í
Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi
með að leita sér aðstoðar og þörfin
á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga
þeirra eru því fjögurra til fimm
mánaða biðlistar Landspítalans allt
of langir.
Niðurskurður ekki rót vandans
Þótt niðurskurðurinn hafi aukið
álagið á kerfinu er hann þó ekki
rót vandans. Geðhjálp hefur bent á
að nýrri hugsun um réttindi fólks
með geðsjúkdóma verði að fylgja
ný vinnubrögð. Á síðustu árum
hafa slíkar hugmyndir rutt sér
braut innan geðheilbrigðisþjón-
ustunnar og mikilvæg skref hafa
verið stigin, meðal annars með
tilkomu réttindagæslumanna fatl-
aðra og með nýrri Geðheilsustöð
Breiðholts.
Aftur á móti hefur þessari
jákvæðu þróun ekki verið fylgt
eftir með áætlun um hvernig
hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði
eigi að vinna saman eða hvernig
tryggja eigi jafnan aðgang allra
að sambærilegri þjónustu. Með
öðrum orðum, rót vandans er í
raun skortur á heildstæðri stefnu-
mótun í geðheilbrigðismálum en
ekki bara fjárskortur eða hug-
myndaleysi. Bæði í niðurskurði
og í uppbyggingu verða mark miðin
að vera skýr. Þá verður leiðin að
þeim markmiðum að liggja fyrir
og jafnframt áætlun um hvern-
ig ólík stig þjónustunnar eigi að
vinna saman.
Áskorun
Enginn skortur er á góðum hug-
myndum á geðheilbrigðissviði, og
daglega leggja fjölmargir sitt af
mörkum við að veita bestu mögu-
legu þjónustu. Við skorum því á
stjórnvöld að virkja þennan mann-
auð og móta geðheilbrigðisstefnu til
framtíðar. Við skorum á frambjóð-
endur til næstu kosninga að setja
geðheilbrigðismál á dagskrá stjórn-
málanna. Síðast en ekki síst skor-
um við á fólk með geðsjúkdóma,
aðstandendur þess og alla þá sem
hafa áhuga á málaflokknum að láta
í sér heyra, taka þátt í hagsmuna-
baráttu og þrýsta á um breytingar.
Geðheilbrigði
til framtíðar
HEILBRIGÐISMÁL
Eva
Bjarnadóttir
framkvæmdastjóri
Geðhjálpar
Garðar Sölvi
Helgason
geðklofasjúklingur
➜ Um margra ára skeið
hefur geðheilbrigðisþjón-
usta verið fjársvelt, skortur
hefur verið á nýliðun meðal
sérfræðinga á þessu sviði
og engin heildstæð stefnu-
mótun átt sér stað.