Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 28
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Bæjarstjórinn í Grinda-
vík ritar grein í Frétta-
blaðið nýlega þar sem
hann boðar að slíta beri
samstarfinu um Reykja-
nesfólkvang. Bæjar-
stjórinn telur sig með
þessu vera að styrkja
Reykjanes jarðvang (e.
geo park) sem ný stofnaður
er á Reykjanesi. Það er
mikill misskilningur hjá
bæjarstjóranum að halda
að þessi ráðstöfun styrki
jarðvanginn. Fljótfærnis-
leg aðgerð af þessu tagi
getur þvert á móti spillt
fyrir því að jarðvangurinn verði
viðurkenndur. Þetta getur einn-
ig spillt fyrir ferðaþjónustunni
þegar til lengri tíma er litið og
um leið veitt náttúruvernd á
Reykjanesinu náðarhöggið.
Reykjanesfólkvangur
Fólkvangurinn var stofnaður
árið 1975 af sveitar félögunum
á höfuðborgarsvæðinu ásamt
Grindavík og Reykjanesbæ.
Reykjanesfólkvangur er stærsta
friðlýsta svæði landsins um
300 km² og er unnið að því að
Bláfjallafólkvangur og Her-
dísarvík bætist við og stækk-
ar hann þá um 100 km². Grind-
víkingar sýndu mikla framsýni
þegar þeir tóku þátt í stofn-
un fólkvangsins á sínum tíma.
Af náttúru fyrirbærum innan
Reykjanesfólkvangs eru m.a.
Kleifarvatn, Seltún, Krýsuvíkur-
berg, Vigdísar vellir og Móháls-
adalur. Fólkvangur er næsta
stig við þjóðgarð varðandi nátt-
úruvernd og er munur inn sá að
fólkvangar eru ekki með eins
ströng ákvæði í lögum
um verndun náttúr-
unnar og þjóðgarðar en
hafa þó sama tilgang,
að vernda einstaka nátt-
úru landsins. Jarð vangar
(geoparks) eru ekki til í
íslensku lagaumhverfi og
fela því ekki í sér neina
náttúruvernd. Þjóð garðar
og fólkvangar (nature
reserves) eru á heims-
vísu með þá ímynd að
þar sé eitthvað mjög ein-
stakt sem heimamenn
vilja vernda og ferða-
menn telja þess virði að
sjá og upplifa. Eins og flestir vita
þá koma um 75% allra erlendra
ferðamanna til landsins til að
upplifa óspillta náttúru Íslands.
Reykjanes geopark
Ferðamálasamtök Suðurnesja
(FSS) lögðu til fyrir nokkrum
árum að stofnaður yrði geo park
á Reykjanesi til að styrkja stoð-
ir ferðaþjónustunnar, auka fjöl-
breytileikann og opna fyrir nýja
markaði ferðamanna. Með stofn-
un geoparksins var hugmyndin
að beina sjónum ferðamanna að
menningu Suðurnesjanna, atvinnu
og þjónustu samhliða því að draga
fram jarðfræðilegan einstak-
leika. Suðurnesin búa yfir mikilli
sérstöðu hvað varðar atvinnulíf,
nálægð við háhita og virkjan-
ir, menningu og jarðfræðilegan
einstakleika þar sem Reykjanes-
hryggurinn gengur á land og
upphaf rekbeltisins er sem sker
Ísland í tvo fleka. Geoparkar eru
orðnir nærri 100 um heiminn og
eru þeir af öllum stærðum og
gerðum. Sumir þeirra ganga inn
á fólkvanga sem þykir styrkja til-
vist og ímynd þeirra hvað varðar
náttúruvernd. Fólkvangar geta
verið innan borgarmarka og má í
því sambandi nefna Hong Kong,
sem hefur fengið viðurkenningu
sem geopark vegna sérstöðu
borgar innar og einstakra jarð-
minja við hana.
Fljótræði
Bæjarstjórinn sagði á fundi með
stjórn fólkvangsins fyrir stuttu
um þetta mál að Grindvíkingar
vildu hafa yfirráðin yfir svæð-
inu austan Grindavíkur og teldu
sig geta stjórnað því svæði rétt
eins og Reykvíkingar sem ættu
lítið land í fólkvanginum, hvað
þá sveitarfélög sem ættu ekk-
ert land eins og Reykjanesbær.
Það er ekki mikil framtíðarsýn
í þessum orðum bæjarstjórans.
Hugsunarháttur á því plani að
rjúfa tengsl og slíta samvinnu er
fljótræði og hjálpar ekki ferða-
þjónustunni né því að fá viður-
kenningu á Reykjanes jarðvangi
sem geopark hjá European Geo-
parks og UNESCO. Sama má
segja um þá ákvörðun bæjar-
stjórans að aflýsa ráðstefnu
um geoparka sem halda átti á
Reykjanesi í ágúst nk.
Bæjarstjóri á villigötum
Eftir kreppu hefur
það tíðkast hjá skóla-
stjórnendum að ráða
kennara til starfa í eitt ár
í senn, sem sagt kennarar
fá tímabundna ráðningu
til eins árs í stað fast-
ráðningar sem tíðkaðist
fyrir kreppu.
Veikindaréttur kenn-
ara hefur hingað til tal-
ist nokkuð góður, það er
að segja að kennari með
fastráðningu á rétt á
launagreiðslum í veikindum í eitt
ár og komist hann ekki aftur til
starfa á hann rétt á dagpeningum
úr sjúkrasjóði Kennarasambands-
ins í allt að eitt ár til viðbótar.
Nú getur viljað svo óheppilega
til að kennari veikist á tímabili
lausráðningar. Þá gildir engu
um þann árafjölda sem hann
hefur greitt félagsgjöld og fleira,
hann er næstum réttlaus. Réttur
hans til launa í veikindum gild-
ir út ráðningartímabilið. Að því
loknu er jú hægt að fá greiðslur
úr sjúkrasjóði en aðeins til þess
að bæta upp tekjumissi það sem
eftir liggur upp í þetta eina ár
sem ráðningarsamningur gildir.
Segjum svo að kennari veikist
í janúar. Hann er með ráðningar-
samning sem gildir til 1. ágúst,
hann er í veikindaleyfi í þá 8
mánuði sem eftir eru af ráðning-
arsamningnum og fær þá greidda
frá vinnuveitanda. Nú dettur
umræddur kennari út af
launaskrá hjá viðkomandi
vinnuveitanda og getur
þá sótt um greiðslur úr
sjúkrasjóði en vegna
þess að hann var laus-
ráðinn greiðir sjúkrasjóður KÍ
einungis þá 4 mánuði sem upp
á vantaði og ekki krónu meir,
réttur kennarans til greiðslna
í eitt ár er dottinn út við það að
vera lausráðinn. Niður staðan er
sú að kennari sem veikist í tíma-
bundinni ráðningu fyrirgerir
veikindarétti sínum.
Kennarastéttin er að eldast og
ekki ólíklegt að þeir sem kennt
hafa í mörg ár þurfi að leita til
síns stéttarfélags með fjárhags-
leg úrræði þegar heilsunni fer að
hraka. Hafi þeir asnast til að taka
að sér sértæk verkefni sem veita
aðeins lausráðningu þá eru þeir
settir út á guð og gaddinn. Satt
að segja er það virkilega sár upp-
lifun fyrir fólk sem hefur skil-
að sínu til kennarastéttarinnar
en horfir nú fram á heilsubrest
að standa frammi fyrir þeim
fjárhags áhyggjum sem slík brota-
löm í kjarasamningum veldur.
Víti til varnaðar
fyrir kennara –
veikindaréttur
NÁTTÚRU-
VERND
Kristján
Pálsson
í stjórn Reykjanes-
fólkvangs og fv.
form. FSS
KJARAMÁL
Guðlaug Sjöfn
Jónsdóttir
leik- og
grunnskólakennari
➜ Niðurstaðan er
sú að kennari sem
veikist í tímabundinni
ráðningu fyrirgerir
veikindarétti sínum.
➜ Hugsunarháttur á því
plani að rjúfa tengsl og slíta
samvinnu er fl jótræði og
hjálpar ekki ferðaþjónust-
unni né því að fá viðurkenn-
ingu á Reykjanesjarðvangi
sem geopark hjá European
Geoparks og UNESCO.
Glæný þorskflök
m/roði
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3
Nýlagað fiskfars
590 kr.kg
Kinnar
glænýjar eða nætursaltaðar
490 kr.kg
Bláskel
1490 kr.kg
Glæný, frá Stykkishólmi.
Plokkfiskur
að hætti Fiskikóngsins
990 kr.kg
Fiskhakk
ferskt
590 kr.kg
Fiskibollur
2 fyrir 1
(kaupir 1 kg, færð 2 kg)
Skata
kæst/söltuð
790 kr.kg
Glæný Hrogn
890 kr.kg
Skötuselur
m/roði
1.190 kr.kg
Ferskir gúllasbitar
í Humarsósu
890 kr.kg
Ferskir gúllasbitar
í Karrí kókóssósu
890 kr.kg
Ferskir gúllasbitar
í Sinneps og Graslaukssósu
890 kr.kg
Takk kærlega fyrir að
styðja mig í gegnum
öll þessi ár. Án ykkar
væri ég ekki fisksali.
Þið eruð æðisleg.
Takk fyrir mig.
Kveðja, Kristján
Fiskikóngur
Tilboðið gildir alla vikuna.
12. mars – 17. mars.