Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 30
FÓLK|TÍSKA Fendi varð fyrstur til að ríða á vaðið með marglitum hana-kömbum í Mílanó. Síðan þá hafa kambarnir sést víða, þó ekki aðeins á höfði fyrirsætanna heldur einnig á töskum og skóm. Heider Ackermann sendi fyrirsætur sínar niður sýningarpallinn með svokallaða dauðakamba (e. death hawk), sem er vinsæl greiðsla meðal þeirra sem aðhyllast gotneska tísku. Vivienne Westwood er þekkt fyrir pönkaralegan stíl. Hanakambinn var líka að finna á síðustu sýningu hennar en þó aðeins á skófatnaði. Jean Paul Gaultier gerði tilraunir með hárgreiðslu sem helst mætti nefna blending af hanakambi og síðu að aftan. Skórnir hjá Leowe höfðu líka mikla skírskotun til hanakambs- ins. Heimild: www. style.com KAMBAR Á TOPPI OG TÁ TÍSKUSÝNINGAR Pönkið hefur ráðið ríkjum á tísku- sýningum undanfarið. Hanakambar hafa víða sést, bæði á höfði fyrirsæta og skóbúnaði þeirra. FENDI Fjólublár hanakambur á tísku- sýningu Fendi í Mílanó í febrúar. NORDICPHOTOS/GETTY JEAN-PAUL GAULTIER Sérstæð greiðsla fyrirsætu á tískusýningu Gaultiers nú í mars. LOEWE Hana- kambur á hælaskóm á tískusýningu Loewe í París 2. mars. VIVIENNE WESTWOOD Pönkara- legir skór á sýningu Westwood í París 2. mars. HAIDER ACKERMANN Dauðakambur á tískusýningu Haiders Ackermann á tískuvikunni í París nýverið. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 VISTVÆN TÍSKA Við framleiðslu á fatnaði og efnum er gríðarlegt magn eiturefna notað, bæði til að lita föt og til ræktunar ýmissa plantna sem notaðar eru í fatagerð. Vistvænn fatnaður er sá fatnaður sem framleiddur er með minni skaða fyrir umhverfið en áður hefur tíðkast. Vist- vænir framleiðendur og hönnuðir leitast við að finna ný efni, endurvinna eða nota nýjar umhverfisvænni að- ferðir við að búa til efni en áður. Slíkur fatnaður nýtur sífellt meiri vinsælda eftir því sem umhverfisvitund fólks vex. Sem stendur er slíkur fatnaður oftast dýrari en sá sem framleiddur er eftir hefðbundnari leiðum. Í framtíðinni er þó líklegt að þetta muni breytast, þar sem krafan um minni mengun fer sífellt vaxandi. Á vefsíðunni www.eco- friendly-fashion.com má fylgjast með hönnuðum og framleiðendum sem bjóða vistvænar vörur. Rúmföt frá 8.390 kr Dúnsæng 24.990 kr Ótrúlegt úrval af kjólum, skokkum bólerójökkum og peysum st 36-48 Sjá fleiri myndir á Fyrir fermingaveisluna Belladonna á Facebook Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Nýjar vörur í hverri viku Stærðir 40-58 Ferming 2013

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.