Fréttablaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 31
 | FÓLK | 3TÍSKA Arnar Laufdal, eigandi keppn-innar, segir að keppnin Ung-frú Ísland 2013 verði haldin í haust, undirbúningur sé hafinn en dagsetning ekki ákveðin. Hann segir að keppnin verði með sama sniði en hlutirnir skýrist þegar nær dregur. Þrátt fyrir að engin Ungfrú Ís- land-keppni hafi verið haldin í fyrra eru fjórar stúlkur á leið til Svíþjóðar þar sem þær taka þátt í þremur fegurðarsamkeppnum sem fara fram um borð í skemmti- ferðaskipi á leið frá Stokkhólmi til Helsinki þann 8. júní og til baka. Það eru Miss Queen of Scand- inavia, Miss Supranational og Miss International. Silja Allansdóttir, umboðsmaður keppninnar Ungfrú Vesturland, er þeim til halds og trausts. „Svíinn Peter Hadward er með umboð fyrir nokkrar keppnir úti í heimi en hann hafði samband við mig og óskaði eftir íslenskum stúlkum til að taka þátt fyrir Ís- lands hönd. Ég hafði samband við fjórar stúlkur sem hafa tekið þátt í keppninni Ungfrú Ísland og spurði hvort þær hefðu áhuga á að fara. Þessar stúlkur eiga allar fullt erindi í slíka keppni og þurfa ekki að leggja út í kostnað. Þetta er því skemmtilegt tækifæri fyrir þær,“ segir Silja. MEÐ REYNSLU Þær stúlkur sem fara til Sví- þjóðar eru Sigrún Eva Ármanns- dóttir, ungfrú Ísland 2011, Fanney Ingvarsdóttir, ungfrú Ísland 2010, Íris Telma Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti keppninnar árið 2010, og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, ungfrú Reykjavík 2011. Silja og þrír aðrir fara með stúlkunum í ferðina sem fararstjórar. „Það er mikið í keppnina lagt en sama kvöld verður einnig valin Miss World Sweden,“ segir Silja, sem sjálf varð í þriðja sæti í Feg- urðarsamkeppni Íslands árið 1978 og fór síðan í keppni á Aruba. „Mér fannst virkilega skemmtilegt að taka þátt í keppninni og vil endi- lega gefa ungum stúlkum tækifæri vilji þær fara,“ segir hún. GEFUR TÆKIFÆRI Heiðar Jónsson snyrtir veit manna best um allt er viðkemur fegurð. Hann segir það ekki óalgengt úti í heimi að fegurðarsamkeppni liggi niðri eitt árið. „Það getur átt sér ýmsar skýringar, breytingar á um- boðsaðilum eða keppnishaldi. Það er til dæmis mjög dýrt að halda svona keppni,“ segir hann. Heiðar segist verða fyrir heil- miklu áreiti frá erlendum keppnis- höldurum. „Það er alltaf verið að spyrja um íslensku keppnina. Ég er þeirrar skoðunar að ef keppnin dettur út eitt árið komi hún sterk- ari til baka. Það verður hins vegar að standa vel að henni. Stór hópur kvenna er vissulega ánægður með að keppnin falli niður þar sem þarna sé verið að markaðssetja manneskjur. Því miður komumst við aldrei neitt áfram í lífinu nema að markaðssetja okkur,“ segir Heiðar og bendir á velgengni margra íslenskra kvenna eftir þátt- töku í keppninni. ■ elin@365.is KEPPA Í FEGURÐ Í SVÍÞJÓÐ TÆKIFÆRI Fegurðarsamkeppni Íslands var ekki haldin á síðasta ári en verður í haust. Íslenskar stúlkur fá engu að síður tækifæri til að taka þátt í keppni á erlendri grundu. Fjórar fegurðardrottningar taka þátt í keppni þann 8. júní. UNGFRÚ ÍSLAND 2011 Fegurðarsamkeppni var síðast haldin hér árið 2011. Hún verður aftur haldin í haust. Tvær af stúlkunum úr keppninni 2011 eru á leið til Svíþjóðar.MYND/DANÍEL LAGERHREINSUN! MIKIÐ ÚRVAL AF ÍÞRÓTTASKÓM OG FATNAÐI Á GÓÐUM AFSLÆTTI! Í ANDDYRI SALS FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS - MÖRKINNI 6 DAGANA 6. - 17. MARS. OPIÐ: MÁN.-FÖS: 12-18 OG LAU.-SUN: 12-16. EASTPAK TASKA ÁÐUR: 10.990.- NÚ: 4.990.- TEVA SANDALAR ÁÐUR: 9.990.- NÚ: 4.990.- ASICS 2170 ÁÐUR: 27.990.- NÚ: 14.990.- ASICS KAYANO ÁÐUR: 29.990.- NÚ: 16.990.- ASICS NIMBUS ÁÐUR: 29.990.- NÚ: 16.990.- ASICS BUXUR ÁÐUR: 10.990.- NÚ: 6.490.- ASICS BOLUR ÁÐUR: 7.390.- NÚ: 3.490.- SEAFOLLY SUNDBOLUR ÁÐUR:19.990.- NÚ: 9.990.- CASALL BOLUR ÁÐUR: 7.990.- NÚ: 3.990.- CASALL BUXUR ÁÐUR: 14.990.- NÚ: 6.990.- EASTPAK TASKA ÁÐUR: 11.490.- NÚ: 5.990.- ASICS JAKKI ÁÐUR: 15.990.- NÚ: 8.990.- CASALL PEYSA ÁÐUR: 17.990.- NÚ: 6.990.- CASALL KJÓLL ÁÐUR: 16.990.- NÚ: 5.990.- KETCH BARNAHÚFA ÁÐUR: 4.990.- NÚ: 2.490.- SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.