Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 34

Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 34
14. MARS 2013 FIMMTUDAGUR2 ● geðhjálp Útgefandi: Geðhjálp Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432 Ábyrgðarmaður Svandís Nína Jónsdóttir Áhyggjur af vaxandi vanda og umfangi geðheilbrigðisþjónustunnar eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2005 skrifaði Ísland, ásamt tugum annarra ríkja, undir svokallaða Helsinki-yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þar sem ráðherrar á sviði heilbrigðismála skuldbundu þjóðir sínar sig til að viðurkenna þörfina á heildarstefnu á sviði geðheilbrigðismála og hefja þegar í stað sértækar aðgerðir til að bæta geðheilbrigði. Í yfirlýsingunni er sérstök áhersla lögð á aukna samþættingu geðheilbrigðisþjónustu og eflingu heilsugæslustöðva sem miðstöð heilbrigðis í nærsamfélaginu. Þrátt fyrir þetta berast nú stöðugar fregnir í fjölmiðlum af veiku fólki sem fær ekki þá lágmarksþjónustu sem bundin er í lög. Í mörgum tilvikum vísa heilbrigðisstofnanir hver á aðra en dæmi eru um að veikir einstaklingar í sjálfsvígshættu séu sendir heim til sín eftir heimsókn á bráðamóttöku geðdeildar án þess að þeim sé veitt viðeigandi aðstoð. Þetta er verulega ámælisvert. Nú, á tímum efnahagsþrenginga, er mikilvægara en ella að grunnstoðir sálgæslu og geðverndar í nærsamfélaginu séu styrktar til að mæta auknu álagi kreppunnar á einstaklinga og fjölskyldur. Hvaða aðgerðir ætla stjórnmálaflokkarnir, sem nú etja kappi um hylli kjósenda, að ráðast í á næsta kjörtímabili til að vinda ofan af þeim vanda sem nú steðjar að geðheilbrigðisþjónustunni? Í tilefni alþingiskosninganna í næstkomandi aprílmánuði lagði Geðhjálp eftirfarandi spurningar fyrir stjórnmálaflokkana: Hvernig ætla flokkarnir að bæta geðheilbrigðis- þjónustuna á næsta kjörtímabili? ■ LANDIÐ EITT HEILBRIGÐIS UMDÆMI 1 a) Landið á að vera eitt heilbrigðisumdæmi í þeim skilningi að það skipti ekki máli hvar sjúklingurinn er staddur á landinu þurfi hann á heilbrigðisþjónustu að halda. Samræmd sjúkraskrá, aðgengileg hvar sem er á landinu, er lykilatriði. Þétt net opinberrar heilbrigðisþjónustu í stað aðskildrar þjónustu einkaaðila er alltaf líklegri til að veita sjúklingum þá þjón- ustu sem þeir þurfa á að halda. Einnig er mikilvægt að samtök notenda og önnur úrræði sem rekin eru án gróða- sjónarmiða séu efld. b) Heilsugæslan á að vera fyrsti við- komustaður fólks með heilsuvanda. Heilsugæslan er misvel í stakk búin til að mæta því verkefni, sérfæð- ingavæðing á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á einkarekstur hefur gert henni erfitt fyrir. Aðgangur að geðteymi líkt og gert er á höfuðborg- arsvæðinu og þjónusta sálfræðinga og annarra fagaðila inni á heilsugæslu- stöðvum eru einnig mikilvægir þættir. c) Já, Vinstri græn stefna að því að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu öllu. Það verður best gert með auknu fjármagni til heilbrigðismála, bættri aðstöðu og opinberri heilbrigðisþjónustu sem veitir jafnan rétt allra til þjónustu óháð efnahag. Þetta á við um alla þjónustu, jafnt klíníska sem og að búa sjúklingum þá umgjörð sem þeir þurfa á að halda utan þar fyrir utan. 2 Meðan hið svokallaða góðæri stóð yfir létu stjórnvöld heilbrigðiskerfinu blæða. Ýtt var undir einkarekstur, oft án skuldbindinga um þjónustu. Vel- ferðarmál mættu afgangi á kostnað stórkarlalegra lausna sérhagsmunaafla. Nú liggur fyrir ein mesta upp bygging í heilbrigðismálum þjóðarinnar á síðari tímum, m.a. með byggingu nýs Landspítala. Sú uppbygging þarf að vera á vegum opinberra aðila, þannig er tryggt að allir hafi aðgengi að þjónustunni óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Geðheilbrigðismál þurfa að fá sérstakan sess innan nýs Landspítala. 3 Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu á að fjárveitingar til heilbrigðis- og velferðarmála verði í forgangi nú þegar uppbygging nýs samfélags er að hefjast eftir Hrunið. Á fjárlögum yfirstandandi árs tókst í fyrsta sinn frá Hruni að auka við fjárveitingar til heil- brigðismála og því munum við halda áfram fáum við einhverju um það ráðið. Það er forgangsmál hjá Vinstri grænum að auka fjármagn til velferðar- mála á næstu árum. Á landsfundi VG nú nýlega var ályktað geðheilbrigðis- stefna ætti að vera eitt af forgangs- málum heilbrigðisþjónustunnar. 4 Vinstri græn hafa alla tíð starfað í þeim anda sem felst í spurningunni, þ.e. að leita sameiginlegra lausna þeirra sem varða tiltekin mál. Aukið samráð þeirra sem sinna þjónustunni hlýtur að teljast af hinu góða og sjálfsagt að styðja það. Þannig er ekki aðeins líklegast að árangur verði góður heldur og ekki síður má gera ráð fyrir að sameiginleg markmið þeirra aðila muni leiða til farsællar þróunar á þeirra málasviðum og sátta um lausnir. Þetta á ekki síst við um heilbrigðismál sem byggjast jafnt á einstaklingsmiðuðum lausnum og lausnum sem miða að því að skapa umgjörð utan um þau mál í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir 1 Líkt og kemur fram í Helsinki- yfirlýsingunni er áríðandi að auka samþættingu geðheilbrigðis- þjónustunnar til að koma í veg fyrir það að veiku fólki sé vísað á milli mismunandi aðila án þess að fá hjálp. a) Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að skapa nauðsynlega samfellu á milli þeirra sem veita geðheil- brigðisþjónustu? b) Hvernig ætlar þinn flokkur að auka þátt heilsugæslunnar í geðheilbrigðisþjónustu svo hún megi verða fyrsti viðkomu- staður fólks með geðrænan vanda? c) Stefnir þinn flokkur að því að stytta biðlista eftir með- ferðarþjónustu á geðdeildum sjúkrahúsanna m.a. með því að útvega húsnæði fyrir þá sem ekki eiga þak yfir höfuðið og geta þ.a.l. ekki útskrifast? 2 Hvenær má almenningur vænta þessara umbóta í geðheilbrigðis- þjónustunni? 3 Mun þinn flokkur tryggja nauðsynlegt fjármagn til umbóta í geðheilbrigðisþjónustunni á kjörtímabilinu? 4 Mun þinn flokkur koma á samráðsvettvangi sjúkrahúsa, heilsugæslna og félagasamtaka til að vinna sameiginlega að þessum umbótum á kjörtímabilinu? Geðhjálp hefur ákveðið að árið 2013 skuli vera uppgjörsár. Upp- gjör við stjórnmálin og þá geð- heilbrigðisstefnu sem hér hefur verið við lýði. Þó svo að heil átta ár séu liðin frá því að Ísland skrifaði undir Helsinki-yfirlýs- ingu Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar (WHO) um nýjar og betri áherslur í geðheilbrigðisþjón- ustu eigum við enn langt í land. Heilsugæslan er enn þá of veik- burða til að mæta þörfum fólks með geðrænan vanda, samstarfi þjónustuaðila í geðheilbrigðis- kerfinu er enn ábótavant og verkaskipting ríkis sveitarfélaga og félagasamtaka er jafn óljós og áður. ÞEKKING Á þessum tímamótum er eðli- legt að staldra við og hugsa: hvað veldur? Hvað veldur þessari óstjórn í geðheilbrigðismálum? Ekki skortir okkur þekkinguna. Svo mikið er víst. Á þeim árum sem liðin eru frá undirritun Hels- inki-yfirlýsingarinnar hafa ráðu- neyti velferðar- og heilbrigðis- mála unnið að minnsta kosti sjö ítarlegar skýrslur um nauðsyn- legar aðgerðir og áætlanir í geð- heilbrigðismálum. Jafnframt hafa verið gerðar þjónustu kannanir og þarfagreiningar á gæðum geð- heilbrigðisþjónustunnar og þörf- um notenda hennar. Upplýsing- arnar ættu því að vera nægar. VILJI Ekki skortir okkur heldur vilj- ann. Á síðustu árum hafa orðið nánast byltingarkenndar breyt- ingar í meðferðarúrræðum hér- lendis en æ fleiri þjónustuaðilar hafa tileinkað sér notendavænni hugmyndafræði samfélagsgeð- lækninga. Bæði ríki og sveitarfé- lög eru óðum að hverfa frá hinu sjúkrahúsmiðaða kerfi fortíðar- innar og leggja nú aukna áherslu á að dreifa þjónustunni víðar en áður. Í Reykjavík eru starfandi um 13 sambýli fyrir geðfatlaða og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru a.m.k. sex starfandi félagasamtök í geiranum en eitt þeirra, Rauði Kross Íslands, rekur athvörf fyrir geðsjúka víða um land. Vilj- inn til góðra verka er því mikill. TENGING En fyrst okkur skortir hvorki vilja né þekkingu, hver er þá skýringin á stöðu geðheilbrigð- ismála í landinu? Getur verið að menn hafi gleymt að tengja saman stefnu og þjónustu? Að menn hafi einfaldlega horft framhjá því að samstillt vinnu- brögð ólíkra einstaklinga og stofnana eru ekki sjálfsprottin? Það er ekki hægt að reka um- fangsmikla heilbrigðisþjónustu án heildrænnar sýnar. Við þurf- um að skýra hver á að gera hvað, hvenær og hvernig. Við þurfum samfellu í meðferðarúrræðum, allt frá heilsugæslu til bráðamót- töku, frá ríki til sveitarfélaga, frá sveitar félögum og sjúkrahúsum til grasrótar samtaka. Í litlu landi eins og okkar ætti þetta ekki að vera svo erfitt. Við höfum smæð- ina og nálægðina hvert við annað. Við höfum viljann, við höfum þekkinguna. Hvað er okkur að vanbúnaði? Hættum að tala. Hættum að skrifa skýrslur. Förum að gera. Svandís Nína Jónsdóttir Gjaldkeri í stjórn Geðhjálpar og ritstjóri blaðsins Er ekki kominn tími til að tengja? ■ BEINA ÞARF SJÓNUM AÐ GRUNN ÞJÓNUSTUNNI 1 a) Stefna stjórnvalda umliðin ár hefur verið aukin miðstýring og meiri áhersla lögð á hátækniþjónustu. Þessi forgangsröðun á fjármagni ásamt bágri stöðu ríkissjóðs hefur komið hart niður á grunnþjónustunni. Lýðræðisvaktin vill hætta við byggingu nýs Land- spítala að sinni og beina sjónum fremur að grunnþjónustunni. Þetta er algerlega skýrt í stefnu flokksins, Velferðarvaktinni á xlvaktin.is. b) Tryggja verður öllum lands- mönnum sinn heimilislækni. Lýðræðisvaktin vill gera þetta að norskri fyrirmynd sem gefist hefur afar vel. Þessi leið inniber út- hlutun heimilislæknis af hendi hins opinbera í stað þess að einstaklingurinn þurfi sjálfur að sækja um slíkan og fá svo aðgengi eftir dúk og disk. Ekki þarf endilega að fjölga heimilis- læknum til að þetta sé mögulegt heldur nýta starfskrafta þeirra meira til lækninga og minna til skriffinnsku. c) Já. Nóg er af húsnæði í eigu hins opinbera sem stendur autt. Flytjum starfsfólkið þangað og búum til minni og manneskjulegri einingar fyrir þurfandi. Þetta þarf ekki að kosta mikið og miklu minna en margt flottræfilsbruðlið. 2 Strax á næsta kjörtímabili. Ekki eftir neinu að bíða. 3 Klárlega fái Lýðræðisvaktin hreinan meirihluta á þingi, að öðrum kosti mun hún gera allt sem í hennar valdi stendur. 4 Já. LÝÐRÆÐIS VAKTIN VINSTRI GRÆN Þorvaldur Gylfason

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.