Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 35
geðhjálp ●FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 3 ● EFLA ÞARF HEILSU GÆSLUNA 1a) Við viljum beita okkur fyrir eflingu samtals og samráðs hjá ríki, sveitarfélögum og hags- munaaðilum til þess að geð- heilbrigðismál séu ekki flokkuð niður eftir þjónustu aðilum heldur hugsuð sem ein heild. Það finnast glufur og gloppur í þjónustunni, ekki síst þar sem ríki og svo félagslegt kerfi sveitarfélaga mætast. Það gerir það að verkum að það sem þó er gert verður ekki nógu skilvirkt fyrir notendur geðheilbrigðis kerfisins. Þetta eru grundvallaratriði í stoðum kerfisins sem þarf að laga og við beitum okkur fyrir því. b) Fyrsta skrefið í langtímaúrbótum í geðheil- brigðismálum er að efla heilsu- gæsluna á hverju svæði fyrir sig. Ekki síst á landsbyggðinni sem er hvarvetna algjörlega svelt þjónustu. Í heilsugæslunni þurfa teymi mismunandi sér- fræðinga að vinna saman með sjúklingum í góðu samráði við óhefð bundnari úrræði eins og „notandi hjálpar notanda“, ráðgjafa frjálsra félagasamtaka og félagslegt net sveitarfélaga. Heimilislæknar og hjúkrunar- fræðingar þurfa að geta ráðfært sig við sál- fræðinga sem veita þar viðtalsmeðferð án þess að fólk borgi stórfé fyrir. Sjúkraþjálfarar þurf að vera til taks sem og öflugar tengingar við ráðgjafa á sviðum forvarna og fræðslu. c) Það er mikið réttlætismál og oft lífs- nauðsynlegt fyrir fólk með geðræna sjúkdóma að þurfa ekki að bíða í röð eftir meðferð. Það er alveg ljóst að félagslegt húsnæðiskerfi öryrkja með geðsjúkdóma er engan veginn nægjanlegt. Til að laga þetta berjumst við fyrir heildarsýn og mikilli samvinnu ríkis og sveitarfélaga sem verða að átta sig á því að útlagður kostnaður í geðheilbrigðis þjónustu skilar sér til baka í virkari þegnum samfélagsins. Innlagnir á geðdeildir eru mjög dýrar – miklu dýrari en að hjálpa fólki í sjálfstæðri búsetu og veita sjúklingum fyrirmyndarstuðning þar. Það er ekki bara skynsamlegt að efla húsnæðismál geðsjúkra heldur nauðsynlegt. 2 Það fer auðvitað eftir úrslitum kosning- anna. Eftir því sem fylgið er meira höfum við í Bjartri framtíð sterkara bakland fyrir umbótum í geðheilbrigðiskerfinu sem og auðvitað heilbrigðiskerfinu öllu, sem er brýnt stefnumál. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að verkefnið er stórt og umfangs- mikið og það þarf að taka á því þannig. Við viljum forðast að setja lélega plástra hingað og þangað sem halda svo ekki til framtíðar. Við þurfum að vanda okkur. Forvarnir og efling á opinni umræðu um geðheilbrigði er lykilatriði og langtímahugsun í stefnumótun geðheilbrigðismála, sem tekur tillit til og metur víxlverkun ólíkra þátta, skiptir öllu. 3 Við munum leita alla leiða til að gera það, já, meðal annars með því að minnka sóun á fjármagni – nýta peningana betur. 4 Já. Það er skynsamlegast að fá alla að borðinu. Við verðum að muna það að mark- miðin eru nákvæmlega þau sömu hjá öllum þessum aðilum og okkur mun farnast best ef málin eru skoðuð heildrænt, til langtíma og með tilliti til sjónarmiða allra sem að borðinu koma með mismunandi þekkingu og sjónarmið. Heiða Helgadóttir ■ ALLT OF LANGT GENGIÐ Í NIÐUR SKURÐI 1 Dögun hefur fullan skilning á vanda fólks með geðræn vanda- mál og tekur undir mikilvægi þess að auka samþættingu á öllum sviðum heilbrigðis- þjónustunnar til að koma í veg fyrir að veiku fólki sé vísað milli mismunandi aðila án þess að fá hjálp. Dögun vill að heilbrigðis- þjónustan verði endurskipulögð og henni snúið frá allsherjarmiðstýringu ráðuneytisins og forstjóraveldi á spít- ölum. Jafnframt vill Dögun að sjúkra- húsþjónusta og aðgengi að sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki verði efld. Huga verður sérstaklega að tví- og marg- greindum einstaklingum í þessu sambandi, t.d vímuefna sjúklingum með geðsjúkdóma, og að heildrænni nálgun á heilsu fólks með geðræn vandamál. a) Dögun leggur áherslu á að verkefni og rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu verði endurskipulögð og stjórn þeirra færð til aukins sjálfstæðis með aðkomu fagfólks og fulltrúa neytenda. Dögun leggur áherslu á samstarf heilsu gæslunnar og félags- og sál- fræðiþjónustu og á að neytendastýrð þjónusta sé efld. b) Dögun vill að heilbrigðisþjónustu sé sinnt sem næst sjúklingunum. Þar gegnir heilsugæslan lykil hlutverki. Þar mætti t.d. gera sálfræði þjónustu aðgengilegri. Um leið leggur Dögun áherslu á aukið sjálfstæði og fjöl- breytni í rekstri stofnana, með valddreifingu og aðkomu fagfólks og notenda. Dögun vill að lýðheilsa og forvarnir verði sett í forgang í samfélaginu. Efla þarf vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu. Horfið verði frá þeirri miðstýringarstefnu sem nú ríkir í heilbrigðismálum og kerfið byggt upp með minni og manneskjulegri einingum þar sem megináherslan er lögð á alhliða grunn- og neyðar- þjónustu. c) Dögun telur mikilvægt að huga að grundvallarskilgreiningu á rétt- indum almennings að því er varðar möguleika til að njóta heimilis og þess skjóls sem slíkt veitir. „Réttur til húsnæðisöryggis“ kynni því að eiga heima í grundvallarlögum íslenska lýðveldisins. Þannig yrði virk með- vitund um slíkan rétt undirstaða að skarpari kröfum á hendur stjórn- völdum á hverjum tíma til að beita skil virkum tækjum til að auðvelda öllum almenningi aðstöðu til að njóta slíkra gæða – án þess að taka á sig áhættu og greiðslubyrðar til langtíma umfram getu og vilja. 2 Víðtækur stuðningur kjósenda við Dögun er forsenda þess að stefna Dögunar nái fram að ganga. Dögun telur það forgangsmál að snúa við of miklum niðurskurði í heilbrigðisþjón- ustu og hefja að nýju uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar og kalla fram betri árangur og skilvirkari þjónustu á öllum sviðum. Niðurskurðurinn hefur stórskaðað heilbrigðiskerfið og er það víðast hvar verulega skert. 3 Dögun telur að allt of langt hafi verið gengið í niðurskurði í heil- brigðiskerfinu á undanförnum árum. Landspítali Háskólasjúkrahús og heilbrigðisstofnanir um land allt hafa upplýst almenning um ástand mála á síðustu mánuðum þannig að ekki þarf að efast um að á þessu sviði er komið að hættumörkum. Dögun vill leysa skuldavanda heimilanna með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagn- vart fjármála valdinu. Á þann hátt er hægt að draga verulega úr álagi á heilbrigðiskerfið því rannsóknir sýna m.a. að álag og áfallastreita vegna fjárhags erfiðleika og afleiðinga þeirra valda bæði andlegu og líkamlegu heilsuleysi. Með því að minnka álag á heilbrigðiskerfið með þessum hætti skapast svigrúm til að þjónusta betur þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma og þurfa sannarlega á heil- brigðisþjónustunni að halda. 4 Dögun leggur áherslu á aukið sjálfstæði og fjölbreytni í rekstri stofnana, með valddreifingu og aðkomu fagfólks og notenda. Þessu verður einungis náð fram með víðtæku samráði og samvinnu milli ríkisins, heilbrigðisstofnana sem sinna þjónustunni og fulltrúum notenda þjónustunnar sem oftast eru þá frjáls félagasamtök. Margrét Tryggvadóttir Aðalfundur Geðhjálpar 2013 Laugardaginn 13. apríl kl. 14.00 á Túngötu 7, Reykjavík • Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við 5.gr. laga Geðhjálpar. • Kjör fimm stjórnarmanna af sjö fer fram til eins og tveggja ára í stað þeirra sem hafa hætt eða lokið stjórnarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör þriggja varamanna og tveggja skoðunarmanna ársreikninga. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík í síma 570 1700, tölvupóstur ged- hjalp@gedhjalp.is. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, Stjórn Geðhjálpar ■ SAMVINNA OG SAMSTARF 1 a) Það á ætíð að vera til staðar sam- félagslegt öryggisnet sem aðstoðar fólk þegar það lendir í erfiðleikum, veikist og/eða getur ekki séð fyrir sér. Nauðsynlegt er að endurskoða verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga en samhliða þarf að breyta tekjuskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga. Framsóknarflokkurinn vill fara í þá vinnu að skilgreina hvað sé grunnþjónusta en það er forsenda þess að hægt sé að ná betur utan um þjónustu sem boðuð er með lögum og reglugerðum. Það þarf að liggja ljóst fyrir hvaða aðilar koma að málinu og tryggja að einstaklingar falli ekki utan kerfa eða þjónustu. b) Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að efla heilsugæsluna. Það þarf að efla hana sem fyrsta viðkomustað þeirra sem eru veikir, hugsa upp á nýtt þá þjónustu sem heilsugæslan á að veita og auðvelda aðgengi. Flokkurinn vill auka teymisvinnu og fá inn á allar heilsugæslustöðvar t.d. sálfræðinga. Í gegnum öfluga þjónustu og starf í heilsugæslunni er hægt að efla fólk til sjálfshjálpar, bættrar heilsu og virkrar þátttöku í samfélaginu. Það er hluti af forvörnum að búa yfir öflugri geðrækt og þar gegnir heilsugæslan lykil- hlutverki. c) Þar sem nauðsynlegt er að forgangsraða í samfélaginu vill Framsóknarflokkurinn standa vörð um þá þjónustu sem heilbrigðisstofnanir veita og vinna gegn atgerfisflótta úr röðum heilbrigðis- starfsmanna með hagsmuni sjúkra að leiðarljósi. Sérstaklega þarf að tryggja snemmtæka íhlutun og efla og styrkja BUGL. Það er skylda samfélags- ins að standa vörð um mannréttindi fatlaðs fólks og flokkurinn vill fylgja eftir og endurskoða lög um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) í samráði við sveitarfélögin. Það þarf að gera fötluðum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar búsetu- og þjónustuúrræði. Það er aðkallandi að vinna bug á „töppum“ sem eru á geðdeildum. Það eru réttindi geðfatlaðra að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjöl- breyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráð- gjöf og atvinnuþátttöku. 2 Framsókn hefur lagt mikla áherslu á öflugt heil- brigðis- og velferðarkerfi. Það er stefna flokksins að þessar grunnstoðir samfélagsins eigi að vera á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Það má benda á að aldrei hefur hærra hlutfall af landsframleiðslu farið til heilbrigðismála en þegar framsóknarmaður sat í stól heilbrigðisráðherra og gerð var réttarbót fyrir unga öryrkja til aldurstengdrar örorkuuppbótar 2003. Hve fljótt almenningur má vænta umbóta fer auðvitað fyrst og fremst eftir því hver styrkur Framsóknar verður eftir næstu kosningar en ályktanir flokksins eru skýrar. 3 Það er auðvitað ekki hægt að svara þessar spurningu með já eða nei en það er í grunn gildum flokksins að forgangsraða beri í þágu grunnstoða samfélagsins. Hve miklu flokkurinn fær áorkað eftir kosningar fer allt eftir styrk hans á nýju kjörtímabili og hve vel okkur sem samfélagi tekst að styrkja afkomu ríkisins. Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að forsenda velferðar er og verður ávallt verðmætasköpun í atvinnulífi. 4 Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Fanný Gunnarsdóttir FRAMSÓKN BJÖRT FRAMTÍÐ DÖGUN GEÐHJÁLP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.