Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 38
14. MARS 2013 FIMMTUDAGUR6 ● geðhjálp
Ómar H. Kristmundsson
Félagasamtök þurfa að fylgja nokkrum meginreglum til að
tryggja vandaða og árangursríka stjórnarhætti.
1. Ímynd og traust. Stjórnendur skulu vernda orðspor félagsins
og efla það traust sem samfélagið ber til þess. Verðmæti félags
endurspeglast ekki í kennitölum úr ársreikningi heldur í virð-
ingu og trausti samfélagsins.
2. Skráðar reglur. Lög félagsins mynda regluumgjörð þess þar
sem lýst er m.a. tilgangi félags, stjórnskipulagi og þeim grunn-
gildum sem starfsemin byggir á. Því þarf að vanda til gerðar
þeirra og endurskoða reglulega. Til viðbótar þurfa að vera í
gildi verklagsreglur stjórnar, þar sem m.a. er lýst reglum um
framkvæmd stjórnarfunda og siðareglum um starfshætti.
3. Sjálfboðaliðar. Styðja þarf við sjálfboðaliða félagsins og stöð-
ugt þarf að huga að öflun nýrra. Tryggt þarf að vera að þeir
geti ávallt leitað í áhugaverð og fjölbreytt verkefni og hafi
áhrif á starfsemi félagsins.
4. Hlutverk stjórnar. Hlutverkum stjórnar skal lýst með skýrum
hætti í lögum félags og verklagsreglum stjórnar. Stjórnum
er venjulega ætlað að móta stefnu félags og taka allar meiri
háttar ákvarðanir, hafa eftirlit með fjármunum og rekstri
þess, vinna að tekjuöflun og vera fulltrúi félagsins út á við.
Einnig ræður stjórn framkvæmdastjóra. Allt of algengt er að
stjórnir séu óvirkar. Ýmsum aðferðum er unnt að beita til að
stjórn geti sinnt þessum hlutverkum með virkum hætti.
5. Val á stjórnarmönnum. Til að tryggja lýðræði í félaga-
samtökum þurfa að vera skýrar reglur um val á stjórnar-
mönnum. Allir félagsmenn skulu eiga möguleika á að bjóða
sig fram til stjórnarsetu. Setja skal ákvæði í lög félagsins um
hámarks setu í stjórn. Tryggja skal að vina- og fjölskyldutengsl
séu engin milli stjórnar og framkvæmdastjóra. Það getur tak-
markað möguleika á að stjórn sinni eftirlitshlutverki sínu.
6. Fjármálastjórnun. Félagasamtök eiga það sammerkt með
fyrir tækjum og opinberum stofnunum að þurfa að fylgja
reglum um bókhald og reikningsskil. Mikilvægi vandaðrar
fjármálastjórnunar félagasamtaka er síst minna en hjá fyrir-
tækjum. Allar efasemdir um að rétt sé farið með fjármuni
félagsins geta skaðað varanlega ímynd og traust þess. Árs-
reikningar skulu endurskoðaðir af ytri endurskoðendum.
7. Upplýsingamiðlun. Ein áhrifamesta aðferðin til að viðhalda
samfélagslegu trausti er að félagasamtökin noti vef- og sam-
félagsmiðla til að koma á framfæri upplýsingum um starf-
semina. Birta skal upplýsingar um lög félagsins, stjórn, starfs-
menn, fundargerðir, ársreikninga, ársskýrslur og aðrar þær
upplýsingar sem lýsa ákvörðunum og starfsemi félagsins.
Einnig skulu félagar og aðrir hagsmunaðilar eiga þess kost á
að senda inn fyrirspurnir og tjá sig um þau málefni sem eru
efst á baugi á hverjum tíma.
Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi
formaður Rauða krossins.
Hvernig tryggjum við
góða stjórnunarhætti
félagasamtaka?
Hrefna Pálsdóttir
Það er stór ákvörðun að setja
barnið sitt á lyf og engu foreldri
léttvæg og trúlega oft þrauta-
lending. Slík ákvörðun getur
engu að síður haft varanleg áhrif
til góðs á líf barns og á að skoð-
ast í því ljósi. Mér er minnis-
stæð umfjöllunin um „læknadóp“.
Þar var lyfið Rítalín í brenni-
depli. Þessi umræða var vissu-
lega afar mikil væg en orðalagið
stakk mig. Rítalín er ekki lækna-
dóp. Rítalín er lyfseðilsskylt lyf,
veitt af læknum og til þess fallið
að hjálpa fólki með ofvirkni og
athyglis brest (ADHD). Lyfið er
svo gjarnan misnotað af einstak-
lingum sem glíma við fíkniefna-
vandamál. Notkun Rítalíns verð-
ur ekki gerð að frekari umfjöllun
en stef þessa pistils er: „Aðgát skal
höfð í nærveru sálar.“
ÍNA
Ég þekki 11 ára gamla stelpu sem
heitir Ína. Hún er dugleg í skólan-
um, brosmild og kát. Hún stundar
sína íþrótt af krafti og er félags-
lynd. Henni hefur samt ekki allt-
af liðið vel. Hún var mjög oft þjök-
uð af kvíða þegar hún var yngri.
Kvíði er ósköp eðlileg tilfinning
og flest finnum við einhvern tím-
ann fyrir kvíða. Líkt og læknar og
aðrir sérfræðingar hafa margoft
bent á, þá getur mikill kvíði yfir
lengri tíma haft lamandi and-
leg áhrif á einstaklinginn, vald-
ið mikilli vanlíðan og eins getur
hann komið fram í líkamlegum
einkennum. Eins er talið að ýmis
áföll í lífinu geti stuðlað að kvíða-
röskunum og að auki eiga erfðir
sinn þátt.
MEÐFÆDDUR KVÍÐI
Í Ínu tilfelli var talið líklegt að
um meðfæddan kvíða væri að
ræða. Hún var einkabarn á þeim
tíma, hafði aldrei orðið fyrir neinu
áfalli en þegar sagan var skoðuð
sýndi hún trúlega einkenni strax
frá fæðingu. Hún var frekar pirr-
að ungbarn, gjarnan óróleg og van-
sæl í vöku. Þegar hún fór til dag-
mömmu og síðar í leikskóla tók
við mikil barátta. Hún vildi ekki
fara í leikskólann og var það eink-
um vegna manneklu sem var í
leikskólunum á þeim tíma. Starfs-
fólkið gerði sitt besta en hjá Ínu
vakti þetta ástand óöryggi og van-
líðan. Eins komu fram hjá henni
breytt kvíðaeinkenni. Ef einhver
annar en mamma hennar sótti
hana á leikskólann fór hún að gráta
og varð óörugg. Hún varð einn-
ig mjög óróleg ef hún vissi ekki
nákvæm lega hvað beið hennar og
þráspurði gjarnan um sömu hlut-
ina. Ína hætti að vilja sofa í sínu
herbergi, óttaðist það líka oft að
vakna ekki aftur, var veðurhrædd,
þjófahrædd og eldhrædd. Ein jólin
varð hún ekki róleg fyrr en búið
var að aftengja allar jólaseríur
áður en farið var að sofa. Matar-
venjur voru erfiðar, hún borðaði
lítið og helst alltaf það sama. Eins
fór hún snemma að hafa áhyggjur
af því að fá illt í magann og kasta
upp. Það komu tímabil þar sem hún
þorði varla að borða. Ef hún fór í
flugvél óttaðist hún mjög að flug-
vélin myndi hrapa. Hún hræddist
það að fara í barnaafmæli ef hún
þekkti ekki til foreldranna. Þessi
ótti leiddi til þess að Ína fór stund-
um á mis við ýmsar gleðistundir
sem mörg börn hugsa hlýlega til
langt fram á fullorðinsaldur.
LYF EÐA EKKI LYF?
Tekin var sú ákvörðun að setja
Ínu í fimm ára bekk. Þar tók við
henni dásamlegur kennari, sem
bæði Ína og foreldrar hennar
eiga margt að þakka. Þegar hér
var komið sögu (Ína fimm ára)
hafði mamma hennar miklar
áhyggjur af henni og ákvað að
leita aðstoðar. Farið var með hana
til barna sálfræðings, sem greindi
hana með kvíðaröskun. Jafnframt
nefndi sálfræðingurinn að tíma-
bundin lyfjagjöf gæti verið lausn
en foreldrarnir tóku það ekki í
mál. Það var auðvelda leiðin út að
mati mömmunnar.
VIÐ TÓKU ERFIÐ ÁR
Tíminn leið og við tóku mjög
sveiflukennd og erfið ár. Haldið
var áfram að fara í viðtöl til sál-
fræðingsins. Síðar var skipt um
sálfræðing og náði sú afar vel til
Ínu. Hún hjálpaði henni að átta
sig betur á aðstæðum, náði að út-
skýra fyrir henni hvað hrjáði hana
og jafnframt hjálpaði hún Ínu að
beita ákveðinni tækni þegar áleitn-
ar og óþægilegar hugsanir fóru að
leita á hana og valda henni vanlíð-
an. Ína skildi líka að hún var ekki
ein um slíka líðan.
Haustið 2011 hafði verið mikið
um áleitnar hugsanir hjá Ínu sem
hún réð illa við og vöktu með
henni vanlíðan. Þá tók Ína hrein-
læti mjög alvarlega. Hún þvoði og
sprittaði á sér hendurnar svo oft
að þær urðu eins og sandpappír.
Á þessum tíma var álagið orðið of
mikið og ákveðið var að leita að-
stoðar barnageðlæknis. Tekin var
sú ákvörðun að prófa vægt kvíða-
lyf. Í stuttu máli sagt gjörbreytt-
ist líðan Ínu. Kvíðinn nánast hvarf
og Ína blómstraði. Í dag líður Ínu
mjög vel. Hún er sjálfsörugg, glöð
og það sem meira er, fer ekki leng-
ur á mis við margar af þeim já-
kvæðu og skemmtilegu hliðum
lífsins sem kvíðinn hafði áður
hamlað henni að upplifa og njóta.
Reyndar ber enn talsvert á þrá-
hyggju og áráttuhegðun en í mun
minni mæli en áður. Þá hafa Ína
og foreldrar hennar áfram aðgang
að ráðgjöf. Það sem foreldrar Ínu
hræddust mest var á vissan hátt
bjargvættur stúlkunnar þeirra.
AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR
Líf með geðröskunum er erfið
reynsla. Ekkert barn eða ung-
menni á að þurfa að upplifa skömm
vegna þess að þurfa að taka lyf
sem hjálpa þeim við einbeit-
ingu og stuðla mögulega að betri
líðan. Almennt er talið að náms-
gengi hafi áhrif á sjálfsmynd.
Eins getur lyfjagjöf hjálpað ein-
staklingum félagslega og losað þá
við stöðugan, nagandi kvíðaverk,
eins og hér á undan var reifað. Við
foreldrar þurfum að hafa í huga
að við þekkjum barnið okkar best.
Við erum ábyrg fyrir því að standa
vörð um barnið okkar og velja þær
leiðir, sem við teljum vera best-
ar fyrir það. Foreldar Ínu munu
aldrei sjá eftir því að hafa tekið
þessa ákvörðun. Óskin er þó auð-
vitað sú að lyfið sé tímabundið úr-
ræði þannig að Ína geti verið án
þess í framtíðinni. Vellíðan hennar
og velgengni í lífinu skiptir þó öllu
máli, með hjálp eða án.
LEGGJUM NIÐUR MEIÐANDI UMRÆÐU
Það er ósk mín að foreldrum barna
með geðraskanir auðnist að verja
þau gegn meiðandi umræðu um
þau úrræði sem þeim eru nauðsyn-
leg. Það er bæði sjálfsagt og eðli-
legt að misnotkun lyfseðilsskyldra
lyfja sé rædd opinberlega. En það
er líka mikilvægt að vanda vel til
verka. Það er samfélagi okkar til
skammar ef slík umræða hefur
þær afleiðingar að stór hópur
barna og fullorðinna forðast lyfja-
töku vegna fordóma og fáfræði í
samfélaginu.
Höfundur er lýðheilsufræðingur
(Master of Public Health (MPH))
og starfar sem sérfræðingur hjá
Rannsóknum og greiningu í Há-
skólanum í Reykjavík.
Í viðjum kvíðaröskunar –
Sagan hennar Ínu
Hrefna Pálsdóttir lýðheilsufræðingur