Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 7geðhjálp ●
Margsinnis hefur það komið til
tals að breyta ferlinu þegar ein-
staklingur veikist alvarlega af
geðsjúkdómi og er í kjölfarið
fluttur gegn vilja sínum á spítala.
Oft er þetta átakastund í líf þess
sem veikist en einnig fjölskyldu
hans. Stundum skilur hún eftir sig
hjartasár sem eru lengi að gróa.
Gagnrýni á nauðungarvistanir
hefur beinst að því að fjölskyldur
þurfi að bera ábyrgð á ákvörðun-
inni um að nauðungarvista ástvini
sína. Þar ættu eingöngu læknar,
eða eingöngu sveitarfélög, að hafa
milligöngu. Þá hefur aðkoma lög-
reglunnar, sem gjarnan mætir og
aðstoðar við að flytja fólk á sjúkra-
hús, verið gagnrýnd, enda sé um
veikt fólk að ræða en ekki glæpa-
menn. Stundum gerist það í veik-
indum að fólk er hættulegt öðrum
en það heyrir til undantekninga.
Yfirleitt er ákvörðun tekin um að
nauðungarvista fólk til að vernda
það gegn því að skaða sjálft sig.
Forsendur nauðungarvistana
eru því helst tvær. Að forða fólki
frá því að skaða sjálft sig eða aðra,
og að veita því meðferð við alvar-
legum veikindum og/eða fíkn.
Undir venjulegum kringum-
stæðum er sjálfræði okkar óum-
deilt en við gefum okkur að við
vissar aðstæður hafi fólk ekki getu
til að taka sjálfstæðar ákvarðanir
og það sé þá í höndum annarra að
gera það sem er því „fyrir bestu“.
Hugmyndir um mannréttindi og
sjálfsákvörðunarrétt krefja okkur
um nýja nálgun gagnvart fötluð-
um og gagnvart nauðung. Fyrr í
þessum mánuði sagði Juan Mén-
dez, sem er sérstakur skýrslugjafi
Sameinuðu þjóðanna um pynting-
ar og aðra grimmilega, ómannúð-
lega eða vanvirðandi meðferð eða
refsingu, þegar hann fjallaði um
skýrslu sína í Mannréttindaráði
SÞ, að „alvarleiki geðsjúkdóms
geti ekki réttlætt varðhald né
geti það verið réttlætt með þeirri
ætlun að tryggja öryggi manneskj-
unnar eða annarra“. Hann setur
sjálfsákvörðunarrétt fólks ofar
öllu öðru, jafnvel öryggi.
Grunnforsendan er samþykki
en í einhverjum tilvikum er slíkt
ekki að fá. Líkt og þegar einstak-
lingur, sem fær alvarlegt hjarta-
áfall og missir meðvitund, er
færður án samþykkis til meðferð-
ar á sjúkrahús, þá hlýtur sami
einstaklingur að fá sambærilega
þjónustu veikist hann þannig af
geðsjúkdómi að hann er ekki leng-
ur til þess bær að taka sjálfstæða
ákvörðun um meðferð. Skilin milli
þess hvenær taka skuli sjálfs-
ákvörðunarrétt fólks frá því eru
hins vegar ekki jafn skýr í báðum
dæmum. Að geta ekki veitt sam-
þykki vegna meðvitundarleysis er
ekki sama ástand og að vera ringl-
aður og óskýr í hugsun, eða sturl-
aður jafnvel. Enn fremur er ein-
staklingi sem fær hjartaáfall yfir-
leitt ekki haldið gegn vilja sínum
inni á sjúkrastofnun, en það er
markmið nauðungarvistunar.
Ef engin önnur leið en
nauðungar vistun er fær hlýt-
ur það að vera háð afar ströng-
um skil yrðum. Að leitað sé allra
leiða til að fá samþykki. Að veiku
fólk sé sinnt af heilbrigðisstarfs-
fólki en ekki lögreglu eða öryggis-
vörðum. Að hlutverk ættingja og
nákominna og hlutverk hins opin-
bera sé skýrt. Að þvinguð lyfja-
gjöf eigi sér ekki stað. Að vistun
sé ekki lengri en ástæða sé til. Og
svo mætti lengi telja.
Best væri þó að komast hjá
nauðungarvistunum og ætti það
að vera verkefni til framtíðar að
endur hugsa geðheilbrigðisþjón-
ustuna með það að markmiði að
fækka, og jafnvel binda enda á,
frelsissviptingar geðsjúkra.
Væntanlega hafa fáir sem þetta lesa upplifað nauðungarvistun.
Ísland stendur vel í alþjóðlegum samanburði og eru
nauðungarvistanir hlutfallslega færri hér á landi en annars
staðar á Norðurlöndum. Túlkun nýjustu mannréttindasamninga
og breytingar á grundvallarhugsun um nauðung hvetja þó
til þess að hugsa hlutina upp á nýtt. Þeir róttækustu segja
nauðungarvistanir vera óforsvaranlegar.
Nauðungarvistun endurhugsuð
„Best væri ef hægt væri að komast hjá nauðungarvistunum,” segir Eva Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Hrannar Jónsson, forritari og áhugamaður um geðheilbrigðismál
Um nokkurt skeið hefur áhugafólk um geðheilbrigðismál um heim allan
haft augastað á litlu héraði í Lapplandi. Þar, í 72 þúsund manna samfélagi,
hefur fólk verið að þróa nýstárlegar aðferðir til að fást við geðrof. Þessar
aðferðir snúast hreint ekki um einhverja hátækni heldur nokkuð sem við
mannfólkið höfum notað í þúsundir ára: samræður. Ef það er eitthvað eitt
sem fólk tengir við geðraskanir, eins og ótal bíómyndir bera vitni um, er
það geðrofsástand. Það er það ástand þegar einhver fer að heyra raddir
eða upplifa heiminn öðruvísi, t.d. að hann eða hún sé ósigrandi, sé hluti af
leynilegu ráðabruggi, sé undir smásjá erlendrar leyniþjónustu.
Þegar haft er samband við Keropudas-sjúkrahúsið í Tornio, vegna geð-
rofs, er boðað til fundar innan 24 tíma. Æskilegast er að sá fundur fari
fram á heimili þess sem upplifir geðrofið. Til hans eru boðaðir fjölskyldu-
meðlimir með teymi fagaðila. Svo er farið að tala saman.
Því fagfólkið segir sem svo: Þegar við förum inn í þessar aðstæður
byrjum við að ræða saman. Við byrjum að ræða saman vegna þess að við
vitum ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er nefnilega ekki í höfðinu á
þeim sem upplifir geðrofið, heldur í samskiptunum á milli fólks.
Í samræðuferlinu er áhersla á lögð á eftirtalda lykilþætti:
● Bregðast strax við. Leitast er við að koma á fundi innan 24 tíma.
● Virkja félagsnetið (í nærumhverfinu)
● Sveigjanleiki (einstaklingsmiðuð nálgun)
● Ábyrgð. Sá sem tekur við símtali ber ábyrgð á að kalla til fundar.
● Sálfræðilegt samhengi. Nauðsyn á góðri eftirfylgd, stundum í langan
tíma.
● Óvissuþol. Nauðsyn er að byggja upp samband sem byggir á trausti.
Reynslan sýnir að best er að hittast daglega fyrstu 10-12 dagana til að
byggja upp traust.
Niðurstöðurnar lofa mjög góðu. Eftir 5 ár sneru 84% sjúklinga til vinnu
eða náms eða voru að leita sér að starfi. (Seikkula o.fl. 2011). Í sömu rann-
sókn fann 81% ekki fyrir einkennum. Aðeins þriðjungur hafði notað geð-
lyf. Eftir 10 ár höfðu þessar tölur batnað ef eitthvað er. Ekki er mikið til
af langtímarannsóknum á bata en ef t.d. er tekin rannsókn í Svíþjóð voru
62% flokkuð sem öryrkjar eftir 5 ár.
Opin samræða
Í Lapplandi hafa verið þróaðar nýstárlegar aðferðir til að fást við geðrof. MYND/VALLI
FÖSTUDAGINN 1
5. MARS VERÐA
HALDNIR GEÐV
EIKIR
TÓNLEIKAR TIL
STYRKTAR GEÐH
JÁLPAR Á KEX
HOSTEL.
FJÖRIÐ BYRJAR KL
. 20.30. MIÐAVER
Ð ER 1.500 KRÓN
UR.
FRAM KOMA: ROB
ERT THE ROOMM
ATE, YLJA
OG ULTRA MEGA
TECHNOBANDI
Ð STEFÁN.
EKKI MISSA AF Þ
ESSARI GEÐVEIK
I!
SÝNUM LIT OG ST
YRKJUM GEÐHJÁ
LP!
Geðhjálp eru hagsmunasamtök sem ætlað er að gæta hagsmuna þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða og aðstandenda þeirra. Samtökin eru til húsa í fallegu húsi við Túngötu og miðar dagleg
starfsemi hússins að því að gefa gestum tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og njóta fræðslu og stuðnings. Geðhjálp er háð stuðningi einstaklinga, félaga og fyrirtækja til að viðhalda starfsemi hússins.
W
W
W
.B
IR
G
IR
M
A
R
.C
O
M