Fréttablaðið - 03.04.2013, Page 1

Fréttablaðið - 03.04.2013, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 12 A ðaláherslan hefur því verið á ðh j GRÆNN APRÍL FER AF STAÐÁTAK GRÆNN APRÍL er umhverfisátak sem hefur vaxið og þróast undanfarin ár og er nú ýtt úr vör í þriðja sinn. Því er fyrst og fremst beint að því að auka meðvitund fólks um hvað það getur gert til að draga úr umhverfisáhrifum. STEFNAN Ein besta leiðin til að binda koltvísýr-ingsmengun er í gegnum trjágróður. Þess vegna ákváð-um við að hrinda af stað söfnun- inni APRÍLSKÓG-AR 2013 Stef UMHVERFIÐÞær Ingibjörg Gréta Gísla-dóttir og Guðrún Bergmann eru verkefnastjórar fyrir Grænan apríl. Sérblaðið Fólk tekur þátt í átakinu Grænn apríl. Markmiðið er að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálf- bæra framtíð á Íslandi. Lumar þú á grænni þjónustu, vöru og/eða þekkingu sem allt of fáir vita um? Þá er Grænn apríl eitthvað fyrir þig. MYND/PJETUR DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING AF YFIRHÖFNUM! 15% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM ÞESSA VIKUNA www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 3. apríl 2013 | 7. tölublað | 9. árgangur F Y R S TA F L O K K S Þ JÓNUSTA OYSTER PERPETUAL DATEJUST II Stjórn Eimskips breytist mikið Stjórn Eimskips mun taka miklum breytingum á aðalfundi félagsins sem fram fer í dag. Frest-ur til að gefa kost á sér í stjórnina er runninn út en einungis einn af fimm stjórnarmönnum er í kjöri á aðalfundinum í dag, Richard Winston Mark d‘Abo. Sjálfkjörið verður í stjórnina í dag en auk d‘Abo eru í kjöri Gunnar Karl Guðmunds-son, stjórnarformaður AFL sparisjóðs og fyrr-verandi forstjóri Skeljungs og MP banka, Helga Melkorka Óttarsdóttir, hæstaréttar lögmaður hjá Logos, Hrund Rúdólfs dóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel, og Víglundur Þorsteins son, fyrr-verandi stjórnarformaður BM Vallár. Stærstu eigendur Eimskips eru sjóðir á vegum banda-ríska fjárfestingarfyrirtækisins Yucaipa með samanlagt 25,3%, Lífeyrissjóður verzlunar-manna 14 57% og LBI hf með 10 4% 2 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Fólk Tækifæri felast í samfélagsábyrgð Vitundarvakning hefur átt sér stað í íslensku viðskiptalífi um mikil- vægi samfélagsábyrgðar. Fanney Karlsdóttir hjá Símanum segir samfélagsábyrgð snúast um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. MARKAÐURINN FRÉTTIR Sími: 512 5000 3. apríl 2013 77. tölublað 13. árgangur Slitastjórn eltir Kristján Slitastjórn Kaupþings reynir enn að innheimta tveggja milljarða skuld Kristjáns Arasonar vegna hlutabréfa- kaupa í bankanum. 2 Stórvirkur raðmorðingi Brasil- ískur læknir er grunaður um að hafa valdið dauða að minnsta kosti 300 sjúklinga. 8 SKOÐUN Mikilvægt er að foreldrar uppfræði börn sín, skrifa stjórnar- menn Blátt áfram. 13 MENNING Spilavinir eru fluttir í nýtt húsnæði og fengu hjálp viðskiptavina við fluttningana. 26 SPORT Kári Kristján Kristjánsson er laus við æxli og spilar með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í dag. 22 STJÓRNSÝSLA Alls voru skráðar 8.730 nafnabreytingar hjá þjóð- skrá Íslands á síðasta ári. Þetta er sögulegt met í nafnabreyting- um innan kerfisins en til saman- burðar má nefna að á fimm ára tímabilinu á undan, frá árinu 2007 til 2011, voru 13.213 breytingar skráðar á nöfnum Íslendinga. Algengustu breytingar á nöfn- um eru á kenninöfnum, sem oftar eru nefnd föðurnöfn. Þá er það að færast í vöxt að Íslendingar vilji kenna sig við bæði móður og föður, en það gengur misvel að fá slíkt í gegn þar sem leyfilegur fjöldi stafa í nafni er einungis 34 samkvæmt kerfi þjóðskrár. Því þurfa sumir að sætta sig við að kenna sig við upphafsstaf annars foreldris á undan kenninafni sínu, sökum stafafjölda. Samkvæmt reglum þjóðskrár má breyta nafninu sínu aðeins einu sinni nema sérstakar ástæð- ur séu fyrir hendi. Nafnbreyt- ingar eru í flestum tilvikum gjaldskyldar, til dæmis ef verið er að fella niður eða taka upp eiginnafn, taka á upp eiginnafn foreldris í eignarfalli sem millinafn eða kenna feðrað barn við stjúpforeldri. Gja ld veg n a nafnabreytinga er 6.600 krónur. Hafi verið tekið gjald vegna allra nafnabreytinganna árið 2012 þýðir það að Íslendingar greiddu tæpar 58 milljónir króna fyrir að láta breyta nöfnum sínum það ár. - sv / sjá síðu 10 8.730 breyttu um nafn í fyrra Um tvö prósent þjóðarinnar breyttu um nafn í þjóðskrá í fyrra. Aldrei hafa breytingar verið jafn tíðar. Margir ósáttir við reglur þjóðskrár um stafafjölda. Rúmlega 13.000 breytingar voru skráðar á árunum 2007 til 2011. Nafnabreytingar systkinanna Steinars Óla og Lindu gengu í gegn hjá þjóð- skrá á mánudaginn síðastliðinn, á afmælisdegi móður þeirra heitinnar. Þau heita nú Steinar Óli Bjarkar Jónsson og Hólmfríður Linda Bjarkar, en móðir þeirra, Björk Dúadóttir, hefði orðið 62 ára þann 1. apríl. „Við gerðum þetta í sameiningu til að heiðra minningu móður okkar og votta henni virðingu,“ segir Steinar Óli. „Við erum hæstánægð með að okkur sé nú fært að nota nafn móður okkar sem eins konar ættarnafn.“ ➜ Heiðra minningu móður sinnar Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk YFIR 50 GERÐIR Á LAGER FARTÖLVUR 15,6” FARTÖLVUR FRÁ 69.990 15,6“ BLINDUR HJÓLREIÐAMAÐUR Halldór Sævar Guðbergsson lætur fötlun sína ekki aftra sér þegar hann þeysist um á reiðhjóli eða skíðum, en hann missti alla sjón í september síðastliðnum. Í gær fór hann í hjólatúr um höfuðborgina með aðstoðarmanni sínum, Guðnýju Einarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolungarvík 4° SA 3 Akureyri 4° SA 2 Egilsstaðir 3° SA 2 Kirkjubæjarkl. 5° ANA 2 Reykjavík 6° SA 4 Hægur vindur víða um land, bjart með köflum vestan og norðan til en lítilsháttar skúrir sunnanlands. Hiti 0 til 8 stig. 4 KJARAMÁL Margir sjúkraþjálf- arar á Grensásdeild, endurhæf- ingardeild Landspítala, íhuga að segja upp störfum ef stofnana- samningur fæst ekki endurnýj- aður. Þetta kemur fram í grein Ídu Brögu Ómarsdóttur og Laufeyjar S. Hauksdóttur, sjúkraþjálfara á deildinni, í Fréttablaðinu í dag. „Eftir yfirlýsingu velferðar- ráðherra um að kvennastéttir innan Landspítala fengju leiðrétt- ingu launa gætti fyrst nokkurrar bjartsýni meðal sjúkraþjálfara en lítið virðist um efndir og svörin þau að engir peningar séu til,“ segir meðal annars í grein þeirra. Þær segja jafnframt að sjúkra- þjálfarar hafi dregist aftur úr öðrum sambærilegum háskóla- stéttum. Uppsagnir sjúkraþjálf- ara þýði að sjúklingar fái ekki þá sérhæfðu þjónustu sem þar sé í boði. Það hafi alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir sjúk- linga og annað starfsfólk, segja þær Ída og Laufey, sem skora á stjórnvöld að veita nú þegar því fjármagni til LSH sem nægir til að leiðrétta misræmi í launum innan spítalans. - shá / sjá síðu 12 Óánægja á Grensásdeild: Sjúkraþjálfarar íhuga uppsögn LÖGREGLUMÁL Amfetamínbylgja geng- ur nú yfir landið, að sögn yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á Suður- nesjum. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla í Leifsstöð fjórum sinnum lagt hald á amfetamínsendingar sem eru tvö kíló eða meira. Við það bætist risavaxið amfetamín- mál sem kom upp í janúar hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Þá komu tuttugu kíló af amfetamíni og 1,7 lítrar af amfetamínbasa til landsins í póst- sendingum. „Þetta er búið að vera svolítið afbrigðilegt ár og sérstaka athygli vekur þetta magn af amfetamíni,“ segir Guðmundur Baldursson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í gær greindi lögreglan á Suður- nesjum frá því að Íslendingur á fimmtugs aldri hefði setið í gæsluvarð- haldi frá því í janúarlok eftir að 2,4 kíló af amfetamíni fundust falin í töskubotni hans við komuna frá Berlín. Fyrr í janúar var Pólverji hand tekinn með tvö kíló af amfetamíni í Leifsstöð, tveir Pólverjar til viðbótar voru einnig gripnir þar í janúar með samtals þrjú kíló af amfetamíni í fórum sínum og í lok febrúar var Spánverji tekinn við komuna frá París með tæp þrjú kíló af amfetamíni í fórum sínum. „Við höfum ekki séð svona amfetamín bylgju um nokkurt skeið,“ segir Guðmundur. Hann kunni ekki á henni einhlíta skýringu en kveðst standa stuggur af henni. „Það er oft sagt að svona amfetamínbylgjum fylgi aukið ofbeldi í samfélaginu þótt það hafi ekki verið rannsakað hér.“ - sh Fjórar stórar amfetamínsendingar hafa verið teknar í Leifsstöð á árinu: Amfetamínbylgja ríður yfir Ísland 10 kg af amfetamíni hefur lögreglan á Suður- nesjum gert upp- tæk í Leifsstöð frá áramótum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.