Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 4
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ➜ Svo fæ ég bara fyrirmæli um hvað ég á að gera. Fara til hægri, vinstri, stoppa eða renna. 217,2335 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,16 123,74 187,2 188,12 158,06 158,94 21,2 21,324 21,142 21,266 18,986 19,098 1,3195 1,3273 184,81 185,91 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 02.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is FÓLK Halldór Sævar Guðbergsson vakti athygli annarra skíðaiðkenda á Hlíðarfjalli um páskana enda íklæddur skærgulu vesti þar sem varað var við því að þar væri blind- ur skíðamaður á ferð. Á eftir Halldóri fór aðstoðarmaður hans einnig klæddur í gult vesti, merktur sem leiðsögumaður. „Ég var svolítið á skíðum sem krakki þegar ég hafði smá sjón og fékk þá góða þjálfun. Ég byrjaði svo á þessu aftur fyrir um sex árum og var fljótur að ná þessu aftur. Þetta er svona svipað og að læra að hjóla, maður gleymir þessu aldrei.“ Halldór fæddist blindur á vinstra auga en hafði lengst af 10 prósenta sjón á því hægra. Hann missti þó sjónina algjörlega í septem- ber á síðasta ári. Halldór lætur sjónleysið ekki aftra sér frá því að stunda útivist en auk þess að fara á skíði stundar hann hjól- reiðar af kappi. „Það hvarflaði aldrei annað að mér en að halda þessu áfram þó að sjónin færi alveg. Ég veit af blindu fólki erlendis sem stundar skíði þannig að ég vissi að þetta væri hægt.“ Helgi á mynd af brekkunum í Hlíðarfjalli í höfðinu á sér frá því áður en hann missti sjónina. Hann segir það hjálpa sér þegar hann skíði niður fjallið og veiti ákveðið öryggi. „Þetta gæti orðið erfiðara ef ég fer á staði sem ég hef aldrei komið á áður en ég skíða ekki einn. Ég þarf alltaf að hafa með mér aðstoðarmann sem stýrir mér í raun- inni með orðum. Aðstoðarmenn mínir þurfa að vera mjög vanir skíðamenn. Þeir skíða eins nálægt mér og þeir geta, oftast fyrir aftan mig, og reyna að hafa sem minnst bil á milli okkar. Svo fæ ég bara fyrirmæli um hvað ég á að gera. Fara til hægri, vinstri, stoppa eða renna. Það tekur tíma bæði fyrir aðstoðarmanninn að þjálfa sig upp og fyrir mig að læra að treysta aðstoðar manninum og fyrir hann að treysta mér.“ Að sögn Halldórs hefur allt gengið stór- slysalaust fyrir sig í brekkunum þótt það hafi komið fyrir að hann reki sig í aðra eða lendi í „smápústrum“, eins og Halldór orðar það. Hann vonast til að vera hvatning fyrir aðra sem hafa áhuga á að stunda skíði. „Það er svo gaman að vera úti í nátt- úrunni með fjölskyldunni. Að sitja ekki bara heima á meðan dóttirin og konan fara á skíði heldur vera með og taka þátt.“ hanna@frettabladid.is Blindur rennir sér á skíðum og hjólar Blindur maður rennir sér á skíðum og stundar hjólreiðar af miklum móð. Hann segir samhæfingu og traust lykilatriði. Ánægjulegt að geta stundað íþróttir með fjölskyldunni. Hann vonast til að fleiri fari á skíði þrátt fyrir sjónleysi. ÁRÉTTING Umferðarstofa vill árétta að starfsmað- ur Umferðarstofu annast ekki skoðun eða úttekt á metanbreytingum bifreiða, sem Jón Jónsson bifvélavirki hélt fram í frétt blaðsins í gær. „Slíkt eftirlit er á hendi faggiltra skoðunarstöðva,“ segir í tilkynningu. HALLDÓR Á HJÓLI Hann lætur sjónleysið ekki aftra sér frá því að stunda útivist á borð við skíðamennsku og hjólreiðar. Hér er hann með aðstoðar- manni sínum, Guðnýju Einarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NETLEIKUR Varðstaða við Torg hins himneska friðar er væntanlega ekki eitt þeirra verkefna sem spilarar leysa af hendi í tölvuleiknum. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA Kínversk stjórnvöld virð- ast hafa gefist upp á baráttu sinni gegn tölvuleikjum og hefur skotleikurinn Glorious Mission, sem þróaður var fyrir kínverska herinn, nú náð miklum vinsældum. Í leiknum þarf að takast á við ýmsar aðstæður sem beðið gætu kínverskra hermanna. Í umfjöllun BBC um leikinn kemur fram að óvinahermönn- um svipi óneitanlega til banda- rískra hermanna og banda- manna þeirra, og að áróður kínverska hersins skíni þar augljóslega í gegn. Leikurinn er spilaður í gegn- um netið og hefur verið hlaðið niður meira en milljón sinnum frá því hann var settur á netið fyrir nokkrum mánuðum síðan. - bj Kínverjar snúa við blaðinu: Tölvuleikur frá hernum vinsæll MJANMAR, AP Að minnsta kosti þrettán börn létust í eldsvoða í Rangoon, stærstu borg Mjanmar, í gær. Eldsvoðinn varð í mosku sem hýsti skóla og heimavist og hefur lögreglan sagt að eldurinn hafi kviknað af völdum rafmagns- bilunar. Þrátt fyrir það hafa sjón- arvottar sagt alla bygginguna hafa lyktað af dísil og telja að kveikt hafi verið í. Sextán börn eru sögð hafa sofið á svefnlofti og orðið innlyksa þegar eldurinn náði í stigann að loftinu. Þrír drengir stukku út en hin börnin brunnu inni. Mikil átök hafa verið á milli búddista og múslíma í Mjanmar, ekki síst í Rangoon undanfarið. - þeb Múslíma grunar íkveikju: Þrettán börn létust í eldsvoða EVRÓPUMÁL Atvinnuleysi í Evrópu sambandinu hélt áfram að aukast í febrúar síðastliðnum. Atvinnuleysið mælist nú 10,9 prósent en var 10,8 prósent í janúar. 1,8 milljónum fleiri eru án vinnu nú en í febrúar í fyrra. Innan evrusvæðisins hefur fjöldi atvinnulausra haldist stöðugur frá upphafi ársins. Tólf prósent fólks á svæðinu eru án atvinnu og hafa aldrei verið fleiri. Atvinnu- vandi ungs fólks í álfunni heldur áfram að aukast og í febrúar voru 23,5 prósent fólks undir 25 ára án vinnu. - þeb Ungt fólk áfram í vanda: Tæpur fjórð- ungur án vinnu STJÓRNSÝSLA Nýr ráðuneytisstjóri Stefán Thors hefur verið skipaður ráðu- neytisstjóri í umhverfis- og auðlinda- ráðuneytinu. Stefán á að baki áralangt starf í opinberri stjórnsýslu. Hann var skipaður skipulagsstjóri ríkisins árið 1985 og forstjóri Skipulagsstofnunar 1. janúar 2011. BANDARÍKIN Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær sögulegan sátt- mála um reglur um vopnasölu. Unnið hefur verið að sáttmálanum í tæpan áratug. 154 aðildarríki greiddu atkvæði með til- lögunni en þrjú ríki gegn, Sýrland, Íran og Norður-Kórea. 23 ríki sátu hjá í atkvæða- greiðslunni í gær. Samkvæmt sáttmálanum mega ríki ekki flytja út hefðbundin vopn í trássi við vopnasölubönn. Þá mega ríki ekki flytja út vopn þangað sem þau yrðu notuð í þjóðernishreinsunum, glæpum gegn mann- kyni, stríðsglæpum eða hryðjuverkum. Ríki eiga samkvæmt sáttmálanum að hafa eftirlit með þessu og koma í veg fyrir að vopn þeirra nái á svartan markað. „Við skuldum þeim milljónum, oft þeim berskjölduðustu í samfélaginu, sem hafa þurft að lifa í skugga óábyrgrar og ólög- legrar vopnasölu milli landa,“ sagði sendi- herra Ástralíu hjá SÞ, Peter Woolcott. Rússar og Kínverjar voru meðal þeirra sem sátu hjá, en bæði ríkin eru meðal þeirra sem mest flytja út af vopnum. Rúss- ar sögðu vanta bann við því að selja öðrum en ríkjum vopn og fulltrúar Sýrlands voru á sama máli, enda óttast þeir vopnasölu til uppreisnarmanna þar. - þeb Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vill að ríki hafi eftirlit með vopnasölu: Samþykktu vopnasölusáttmála KÝPUR, AP Fjármálaráðherra Kýpur, Michalis Sarris, sagði af sér embætti í gær. Haris Georgi- ades atvinnumálaráðherra hefur tekið við ráðuneytinu. Fyrr í gær var greint frá því að þrír dómarar myndu rannsaka aðdraganda hrunsins á Kýpur. Nikos Anastastiades forseti greindi frá rannsókninni. Hann sagði engan undanskilinn rann- sókn, en fram hafa komið ásakan- ir um að fjölskyldumeðlimir hans hafi komið peningum úr landi - þeb Kreppan á Kýpur: Fjármálaráð- herrann hættir Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur Fremur hægur vindur um allt land. HELDUR KÓLNAR á landinu næstu daga og frystir norðan- og austanlands seinnipart vikunnar. Hæglætisveður verður víða um land og lítilsháttar úrkoma en bjart með köflum vestan og norðanlands í dag og birtir heldur sunnan til á morgun. 4° 3 m/s 5° 5 m/s 6° 4 m/s 6° 7 m/s Á morgun Hæg breytileg átt um allt land. Gildistími korta er um hádegi 2° -2° 0° -4° -4° Alicante Aþena Basel 19° 21° 15° Berlín Billund Frankfurt 4° 4° 7° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 10° 4° 4° Las Palmas London Mallorca 23° 5° 19° New York Orlando Ósló 6° 27° 2° París San Francisco Stokkhólmur 7° 17° 5° 5° 2 m/s 4° 5 m/s 3° 2 m/s 0° 6 m/s 4° 2 m/s 4° 2 m/s 1° 2 m/s 7° 2° 6° 3° 2° 7.407 milljarðar króna er áætluð upphæð vopna- sölu í heiminum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.