Fréttablaðið - 03.04.2013, Qupperneq 6
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað plagar slökkviliðið á höfuð-
borgarsvæðinu þessa dagana?
2. Hvað styrkir kenningar um íslensk-
an uppruna Lewis-tafl mannanna?
3. Hvað hét Mammút upphafl ega?
SVÖR
1. Áhyggjur af þurrki og sinueldavá. 2. Fund-
ur rostungshausa á Snæfellsnesi. 3. ROK.
Save the Children á Íslandi
Ráðstefna um framtíð
húsnæðislána á Íslandi
Setning
Höskuldur Ólafsson, formaður SFF.
Danska húsnæðislánakerfið
Karsten Beltoft, framkvæmdastjóri Realkreditforeningen.
Sjónarhorn ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Vandamál og valkostir á íslenska fasteignalánamarkaðnum
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, kynnir meginniðurstöður skýrslunnar
Nauðsyn eða val – verðtrygging, vextir og verðbólga á Íslandi.
Sjónarhorn ÍLS
Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Umbætur á íslenska fasteignalánamarkaðnum
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF.
Pallborðsumræður
Pallborðsumræður með formönnum stjórnmálaflokkana sem eiga
sæti á Alþingi. Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur, stjórnar umræðum.
Fundarstjóri: Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ.
Skráning á ráðstefnuna fer fram á vef Samtaka fjármálafyrirtækja www.sff.is
Ráðstefna Alþýðusamband Íslands, Íbúðalánasjóðs og
Samtaka fjármálafyrirtækja um fasteignalán. Ráðstefnan
fer fram á Hilton Nordica þann 4. apríl 2013. Ráðstefnan
hefst 8:30 og stendur til 11:15.
NÁTTÚRA „Þetta er hrina í snarpari
kantinum,“ segir Benedikt Ófeigs-
son, sérfræðingur hjá Veðurstofu
Íslands, um jarðskjálftahrinu sem
nú stendur yfir austur af Grímsey.
Skjálfti af stærðinni 5,5 varð
klukkan eitt í fyrrinótt og í kjöl-
farið mældust mjög margir eftir-
skjálftar. Sá stærsti var 4,3 að
stærð en stór skjálfti upp á 4,7
varð á svipuðum slóðum í gær-
morgun.
Stærsti skjálftinn fannst vel
víða á Norðurlandi og fékk Veður-
stofan tilkynningar frá Grímsey,
Húsavík, Raufarhöfn, Mývatns-
sveit, Akureyri og Sauðárkróki.
Almannavarnir lýstu yfir
óvissustigi á svæðinu vegna
skjálftanna í gær.
„Upptök skjálftans eru á brota-
belti sem er hluti af flekaskilum
sem tengja norðurgosbeltið við
Kolbeinseyjarhrygginn. Þarna
verða hrinur og þarna verða stór-
skjálftar annað slagið. Hrina
af þessari stærðargráðu verð-
ur kannski á tíu til fimmtán ára
fresti, þetta er bara það sem við
er að búast,“ segir Benedikt.
Erfitt er að spá fyrir um ein-
hvers konar framhald á skjálfta-
hrinunni, en hrinur geta varað
allt frá nokkrum dögum til nokk-
urra vikna. „Það geta alltaf komið
stærri skjálftar og þetta getur
færst. Flekaskilin liggja suðaustur
í Axarfjörð og menn geta búist við
skjálftum sunnar og austar en þar
sem þessi varð. Hvort þessi hrina
kemur af stað einhverri atburða-
rás eða ekki höfum við hreinlega
ekki forsendur til að meta. Við
þurfum bara að fylgjast vel með
því.“ thorunn@frettabladid.is
Jarðskjálftahrina í
snarpari kantinum
Jarðskjálftahrina stendur nú yfir austur af Grímsey. Stærsti skjálftinn mældist 5,5
á Richter en engar skemmdir urðu vegna hans svo vitað sé. Hrinur af þessu tagi
verða með reglulegu millibili og fylgjast verður vel með framhaldinu.
STÉTTARFÉLÖG Einn frambjóðenda
til formanns í Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga hefur kært
kosninguna sem fram fór í mars.
Niðurstaðan var kynnt 14. síðasta
mánaðar, en þá kom í ljós að Ólaf-
ur G. Skúlason hjúkrunarfræðing-
ur hafði verið hlutskarpastur sex
frambjóðenda. Einu atkvæði mun-
aði á honum og næsta manni.
Elsa Björk Friðfinnsdóttir, frá-
farandi formaður félagsins, segir
að kjörnefnd félagsins fjalli um
kæruna sem kom fram fimmtu-
daginn 21. mars. Á þriðjudeginum
þar á undan hafði stjórn félagsins
þegar óskað eftir áliti lögmanns
á lögmæti kosningarinnar vegna
meintra ágalla á skriflegum hluta
hennar. Kosningin var bæði skrif-
leg og rafræn.
Álit lögmannsins liggur fyrir en
stjórn félagsins ákvað að gera það
ekki opinbert fyrr en kjörnefnd
hefði lokið skoðun sinni. Hún
hefur þó fengið álitið til að styðj-
ast við. Elsa segist búast við að
kjörnefnd kveði í þessari viku upp
úrskurð um lög-
mæti formanns-
kosningarinnar.
Stjórn Félags
íslenskra
hjúkrunar-
fræðinga
fj a l l a ð i u m
málið á fundi
sínum í gær.
„Auðvitað er
ekki gott þegar
svona aðstæður koma upp og
verður að vera ljóst að for maður
í svona félagi sé rétt kjörinn,
sér í lagi þegar munar bara einu
atkvæði,“ segir Elsa.
Ólafur G. Skúlason segist ekk-
ert hafa heyrt, fremur en aðrir
frambjóðendur, um hvar málið
standi eftir að ákveðið var að kalla
eftir lögmannsáliti og kæra kom
fram. Hann segir nokkra óánægju
meðal hjúkrunarfræðinga vegna
þess hve langan tíma þessi skoð-
un hafi tekið. Formannsskipti í
félaginu eru fyrirhuguð í byrjun
maí. - óká
Frambjóðandi kærði kosningu þar sem einu atkvæði munaði í formannskjöri hjúkrunarfræðinga:
Kjörnefndin hefur fengið álit lögmanns
ÓLAFUR G.
SKÚLASON
SJÁVARÚTVEGUR Síldarvinnslan tók
á móti rúmlega 160 þúsund tonnum
af loðnu á nýliðinni vertíð. Afurð-
ir loðnuvertíðarinnar hjá fyrir-
tækinu námu rúmlega 53 þúsund
tonnum, þar af voru rúmlega 21
þúsund tonn frystar afurðir.
Vertíðinni lauk skömmu fyrir
páska. Heildarkvóti á vertíðinni
var um 570 þúsund tonn og komu
liðlega 463 þúsund tonn í hlut
íslenskra skipa.
Öll þrjú loðnuveiðiskip Síldar-
vinnslunnar öfluðu vel á vertíð-
inni. Börkur NK landaði 28.746
tonnum og Beitir litlu minna,
eða 27.914 tonnum. Birtingur NK
landaði 15.134 tonnum en hóf ekki
veiðar fyrr en í byrjun febrúar
þegar ákveðið var að bæta við
þann kvóta sem áður hafði verið
gefinn út.
Alls voru fryst 19.264 tonn af
heilli loðnu fyrir ýmsa markaði í
fiskiðjuverinu í Neskaupstað, auk
909 tonna af loðnuhrognum. Þá
voru unnin 1.120 tonn af loðnu-
hrognum í Helguvík í samvinnu
við Saltver ehf.
Fiskimjölsverksmiða Síldar-
vinnslunnar á Neskaupstað tók á
móti 69.400 tonnum; á Seyðisfirði
var tekið á móti 31.500 tonnum og
28.155 tonnum í verksmiðju fyrir-
tækisins í Helguvík.
- shá
Síldarvinnslan framleiddi 53 þúsund tonn af afurðum á loðnuvertíðinni:
Tóku á móti 160.000 tonnum
NESKAUPSTAÐUR Tugir þúsunda
tonna berast að landi á vertíðinni.
MYND/KRISTÍN SVANHVÍT HÁVARÐSDÓTTIR
JARÐSKJÁLFTAHRINA AUSTUR AF GRÍMSEY
Skýringar
Brotabelti og fl ekaskil
Jarðskjálft ar
Stærsti skjálft inn
Þéttbýlisstaðir
5,5EYJAFJARÐARÁLL
GRÍM
SEYJARGRUNN
Ö
XA
FJA
R
Ð
A
R
D
JÚ
P
EYJAFJÖ
RÐ
U
R
SKJÁLFANDI
ÖXA
RFJ
ÖRÐ
UR
TJÖ
RN
ES
MELRAKKASLÉTTA
Húsavík
Siglufj örður
Grímsey
Kópasker
Raufarhöfn
Ólafsfj örður
Dalvík
VEISTU SVARIÐ?