Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 10
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Hyundai Santa Fe Comfort
2,2 dísil, sjálfskiptur. Verð 7.650 þús. kr.
Eyðsla 6,6 l/100 km*
HYUNDAI SANTA FE
SPARNEYTINN D SILJEPPI
NEW THINKING.
NEW POSSIBILITIES.
Kaupt ni 1 - 210 Garðabæ
575 1200 - www.hyundai.is
Verið velkomin í reynsluakstur
*
M
ið
as
t
vi
ð
bl
an
da
ða
n
ak
st
ur
s
am
kv
æ
m
t
fr
am
le
ið
an
da
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
9
4
1
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf.
Verð frá kr. 39.900
Ótrúle
gt tilb
oð!
2 fyrir 1 til Prag
25. apríl
Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Prag
25. apríl í 4 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1.
Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur.
Verð kr. 39.900
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 25. apríl í 4 nætur. Netverð á mann.
Verð áður kr.79.800.
Verðdæmi fyrir gistingu:
Kr. 17.900 í tvíbýli á hótel ILF ***
í 4 nætur. Verð fyrir einbýli kr. 30.300
Kr. 31.600 í tvíbýli á hótel Park INN ****
í 4 nætur. Verð fyrir einbýli kr. 60.400
STJÓRNSÝSLA Ólafur Steinar missti
ættarnafn sitt á pappírum þegar
þjóðskrá var tölvuvædd, þar sem
nafnið var of langt fyrir kerfið.
„Þegar ég varð átján ára sóttist ég
eftir því að fá þetta leiðrétt,“ segir
Ólafur, sem þurfti að lokum að leita
í gamlar kirkjubækur til að sýna
fram á að hann hefði verið skírður
upprunalega nafninu sínu. Hann var
skírður Ólafur Steinar Kristjánsson
Þorvaldz en ættarnafnið strokaðist
út árið 1986 sökum tæknilegra ann-
marka þjóðskrár.
„Ég sannaði að ég er skírður
þessu nafni og þeir enduðu á því að
leiðrétta það, sem var vesen því seta
er ekki lengur viðurkenndur stafur
í íslenska stafrófinu. Ég fékk þetta
í gegn að lokum og nú heita báðir
strákarnir mínir nafninu og bróð-
ir minn ætti að geta þetta ef hann
drattaðist til þess eftir allt erfiðið
sem ég hef gengið í gegnum,“ segir
Ólafur á léttum nótum.
Ninna Karla Katrínardóttir bar
áður nafnið Ása Ninna Katrínardótt-
ir. „Ég notaði Ásunafnið lítið sem
ekkert og það fór í raun í taugarn-
ar á mér að hafa það þarna,“ segir
Ninna. „Fólk greip yfirleitt fyrra
nafnið og ég var því yfirleitt kölluð
Ása, sem mér fannst leiðinlegt því
Ninna er að mínu mati afskaplega
fallegt nafn og ég fékk það í höfuðið
á ömmu minni.“ Ninna lét því verða
af breytingunni og lét í leiðinni
kenna sig við stjúpföður sinn, Karl.
Sólveig Ása B. Tryggvadóttir
vildi láta kenna sig við móður sína,
Björgu. Hún fékk þó þau svör frá
þjóðskrá að þar sem nafnið væri
orðið of langt þyrfti hún að segja
skilið við Ásunafnið til að passa inn
í kerfið.
„Upphaflega ætlaði ég að vera
Bjargar-Tryggvadóttir, en þar sem
þetta varð svo mikið vesen endaði ég
á einu litlu B-i,“ segir Sólveig. „Það
er ansi fúlt að stafafjöldinn sé svona
takmarkaður.“ sunna@frettabladid.is
Þurfti að sanna nafn
sitt með kirkjubókum
Fjölskyldutengsl eru aðalástæða þess að fólk breytir nafni sínu í þjóðskrá. Ungur
maður þurfti að leita í kirkjubækur til að fá nafn sitt leiðrétt. Kona þurfti að láta
upphafsstaf móður sinnar nægja og er ósátt við hámarksstafafjölda kerfisins.
BREYTINGAR Í NÁND? Fjölskylduheiður er ein aðalástæða þess að fullorðnir
Íslendingar ákveða að breyta nöfnum sínum. Þó heita langflestir sama nafninu allt
sitt líf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég fékk þetta í gegn
að lokum og nú heita
báðir strákarnir mínir
nafninu og bróðir minn
ætti að geta þetta ef hann
drattaðist til þess eftir allt
erfiðið sem ég hef gengið í
gegnum.
Ólafur S.K. Þorvaldz