Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 14
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI HÓLM ÓSKARSSON frá Þúfum, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánudaginn 25. mars sl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 5. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Erla E. Steingrímsdóttir Óskar Stefán Gíslason Adela Y. Magno Gísli Guðberg Gíslason María Þóra Sigurðardóttir Á. Rúnar Hólm Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, VILHJÁLMUR ÓLI VALSSON stýrimaður/sigmaður, Furugrund 54, lést laugardaginn 30. mars á Krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 12. apríl kl. 11.00. Berglind Jónsdóttir Kristberg Óli Vilhjálmsson Dagný Heiða Vilhjálmsdóttir Bjarki Freyr Vilhjálmsson Guðný Sunna Vilhjálmsdóttir Valur Heiðar Einarsson Dagný Heiða Vilhjálmsdóttir Margrét Viðarsdóttir Einar Heiðar Valsson Magdalena Ólafsdóttir Halldóra Sigrún Valsdóttir Birgir Snær Valsson Erla Heiðveigardóttir Okkar elskulega ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR TÓTA leikskólakennari, lést á líknardeild LSH í Kópavogi föstudaginn 29. mars sl. Hún verður kvödd í Fossvogs- kirkju föstudaginn 5. apríl klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning til styrktar börnum hennar í Arion banka, 0372-13-111075 kt. 071189-2449. Steinn Skaptason Erla Rún Þórhildardóttir Jóhann Páll Kulp Urður Mist Þórhildardóttir Björn Máni Björnsson Jóhanna Björnsdóttir systkini og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, ÁRNÝ SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Digranesvegi 18, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 23. mars. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 5. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Hilmarsdóttir Jón Hilmarsson Sigrún Hilmarsdóttir Katrín Hilmarsdóttir Þórey Hilmarsdóttir Steinunn Hilmarsdóttir Þorsteinn Hilmarsson Hilmar Hilmarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR forvörður, Austurbrún 2, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. mars sl., verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 3. apríl kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MND félagið. Sigurjón Þ. Ásgeirsson Hlynur V. Ásgeirsson Patricia Bono Þórunn H. Óskarsdóttir Sigurður A. Jónsson Hrafnkell S. Óskarsson Arndís B. Huldudóttir Margrét L. Óskarsdóttir Rúnar Salvarsson barnabörn og barnabarnabarn. Útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, KRISTÍNAR BRAGADÓTTUR Efstalandi 4, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 16. mars, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. apríl, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Geðhjálp. Angela Baldvins Stefán Valur Pálsson Grímhildur Bragadóttir Haukur Guðlaugsson Baldur B. Bragason Esmat Paimani Halldór Bragason Steingrímur Bragason Sesselja Einarsdóttir Kormákur Bragason Þórdís Pálsdóttir Matthías Bragason Gréta Gunnarsdóttir Þorvaldur Bragason Ólöf Sighvatsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG MARÍA BJÖRNSDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 26. mars síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði. Lúðvík Duke Wdowiak Barbara Wdowiak Einar Pálmi Jóhannsson Terry Wdowiak Juan Marquez Gunnar Bill Björnsson Sigrún Guðmundsdóttir Þorgeir Sigurður Þorgeirsson Karina (Chaika) Þorgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRARINN ELDJÁRN Hér gægist skáldið upp úr eigin barnabókahrúgu. Svo er að minnst kosti ein í smíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég hef gaman af þegar börn fara með heilu bálkana eftir mig utan að og segjast hafa lært þá óvart,“ segir lista- skáldið Þórarinn Eldjárn, en eftir hann liggja margar bækur með bundnu máli fyrir börn. Í gær, á degi barna- bókarinnar, var hann heiðraður fyrir þau höfundarverk með hálfri milljón króna og verðlaunagripnum Sögu- steini. Samtökin IBBY á Íslandi veita verðlaunin árlega og að þessu sinni var það Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, sem afhenti þau. Valnefndina skipuðu þær Brynja Baldursdóttir, íslenskufræðingur og kennari, Dagný Kristjánsdóttir pró- fessor og Ragnheiður Gestsdóttir, rit- höfundur og myndlistarmaður. Af verkum Þórarins fyrir börn má nefna Stafrófskver og ljóðabækurnar Óðfluga, Heimskringla, Halastjarna, Grannmeti og átvextir, Gælur, fælur og þvælur og Árstíðirnar. Þrjár þær fyrstnefndu komu út á tíunda ára- tug síðustu aldar og hafa síðan verið gefnar út í einni bók sem heitir Óð- halaringla, en nafnið gefur góða mynd af orðasmíð skáldsins. „Sum orðin sem ég bý til eru nytjaorð en önnur eru bara bull og þvæla sem er alveg bráð- nauðsynlegt að hafa með,“ út skýrir hann. Eftir Þórarin liggur líka nútímaút- gáfa af Völuspá á aðgengilegu máli fyrir börn og talvert af barnabóka- þýðingum. Hann kveðst hafa gaman af að skrifa fyrir börn, enda séu þau þakklátir lesendur. Ekki síst sé gaman að yrkja fyrir þau, þar sem hljóðstaf- ir og rím eigi yfirleitt greiðan aðgang að þeim. Þórarinn kveðst hafa prófað efni bókanna á eigin börnum og barna- börnunum. „Svo koma alltaf ný börn,“ bendir hann á og kveðst aðspurður með enn eina barnabók í undirbúningi en útgáfuárið er ekki ákveðið. gun@frettabladid.is Sum orðin sem ég bý til eru bull og þvæla Þórarinn Eldjárn rithöfundur tók við verðlaununum Sögusteini í gær fyrir framlag sitt til barnabókmennta. Vigdís Finnbogadóttir afh enti þau fyrir hönd IBBY. Í ávaxtadeildinni er úrvalið mest af öllu því gómsæti er mér þykir best. Þar finn ég sviðaldin, sæfíkjur, nöldrur, sigurber, fríðaldin, lítrónur, skvöldrur. Síaldin, flatber og ofurepli, umsínur grænar með bleikum depli. Goðdalíettur og grammófínur, groddur og snjóþrúgur, andrésínur. Brimsætar hnuðlur og beiska tota, biðlistasúrur og útúrsprota. Gammsínur mjúkar og meðalónur, menningarfíkjur og aðaltrónur. Úlfaldinkjarna, ráðber og reskjur, ritepli, myndber og granatsveskjur. Veimiltítur og vitsmuníerur, viðloður, æsiber, sýndarperur. Úr bókinni Grann- meti og átvextir Harry S Truman, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir áætlun um aðstoð við stríðshrjáð lönd Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Áætlunin var skipulögð af banda- ríska utanríkisráðuneytinu og nefnd eftir þáverandi utanríkisráðherra, George Marshall, sem átti hugmyndina. Sjóðnum sem stofnaður var í þessu skyni var ætlað að efla efna- hagslegan uppgang í löndum Evrópu og að vera liður í því að auka samvinnu milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. Alls þáðu sextán þjóðir boð Bandaríkjanna um aðstoð, þar á meðal Íslendingar. Miðað við höfðatölu högnuðust Íslendingar líklega mest á aðstoðinni því uppbyggingin hér á landi eftir stríð var henni mikið að þakka. Hjól atvinnulífsins fóru að snúast, inn- flutningur og útflutningur hófst að nýju og líf manna féll í réttar skorður. ÞETTA GERÐIST: 3. APRÍL 1948 Marshall-aðstoðin var grundvölluð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.