Fréttablaðið - 03.04.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 03.04.2013, Síða 20
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 EINFALT Ferðamenn skrá sig inn á vefinn www.safetravel.is. Skráningin er ein- föld og er í nokkr- um fljótlegum skrefum. LEITARTÍMI STYTTIST „Ef ferðamenn nota bæði Ferðaáætlunina og smáforritið minnkar leitarsvæðið margfalt, sem er sérstaklega mikilvægt,“ segir Jónas Guðmundsson, verk- efnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Lands- björg. MYND/VILHELM Nýlega tóku Slysavarnarfélagið Lands-björg og Neyðarlínan í notkun nýtt kerfi sem gerir ferðamönnum kleift að skrá ferðatilhögun sína á vefnum og vaktar ferðir þeirra. Með notkun þess mun öryggi ferða- manna aukast til muna og leitartími björgunar- sveitarmanna styttast mjög mikið. Kerfið er að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg, bæði ætlað innlendum og erlendum ferðamönnum. „Við væntum þess að sem flestir nýti þetta og ekki síður í styttri ferðir en lengri. Kvöldferð á Esjuna á líka heima þarna inni svo dæmi séu tekin.“ Kerfið er mjög einfalt að sögn Jónasar. Not- endur skrá sig inn á www.safetravel.is í nokkr- um einföldum skrefum. „Flipinn Ferðaáætlunin er valinn þar sem finna má skráningarformið. Þar eru skráðar inn persónuupplýsingar, ferða- tilhögun og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Í lok skráningar gefst ferðamanni kostur á að velja svokallaða Ferðavöktun og tímasetningu á heimkomu. Hann fær sent SMS og tölvupóst og í lok ferðar notar hann annað hvort til að láta vita að ferðinni sé lokið. Ef ekkert svar berst fær stjórnborð Neyðar línunnar þær upp- lýsingar og starfsmenn hennar hringja í við- komandi. Ef ekki næst í ferðamann er brugðist við á viðeigandi hátt, til dæmis með því að hafa samband við björgunarsveit eða lögregl- una.“ Til viðbótar er þjónustan tengd við smá- forritið (appið) 112 Iceland þannig að ef við- komandi hefur notað það má auðveldlega sjá síðustu staðsetningu ferðamannsins að sögn Jónasar. „Í raun virkar þetta svipað og ef ferða- maður væri að skilja eftir brauðmola handa leitarmönnum. Hann getur ýtt á grænan takka í forritinu sem skynjar staðsetningar hverju sinni og þannig sjáum við fimm síðustu stað- setningar hans.“ Nýja kerfið mun spara mikla fjármuni að sögn Jónasar en það er þó ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir mestu máli er að öll leit að fólki verður svo miklu skilvirkari og vonandi árangursríkari líka. Ef ferðamenn nota bæði Ferðaáætlunina og smáforritið minnkar leitar- svæðið margfalt, sem er sérstaklega mikilvægt því stundum höfum við engar upplýsingar um ferðir fólks. Með nýja kerfinu getum við því staðsett fólk betur en áður og þrengt leitar- svæðið mikið. Í raun er þetta risaskref fram á við fyrir okkur og ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að við séum fyrsta þjóðin til að taka svona kerfi í notkun.“ ■ starri@365.is SKILVIRKARA LEITARKERFI ÖRYGGI Leitartími styttist og öryggi ferðamanna eykst með nýju kerfi Landsbjargar og Neyðar- línunnar sem nýlega var tekið í notkun. Niðurstöður könnunar sem ferðavefurinn Expedia.se stóð fyrir á flugvenjum Skandinava gefa til kynna að Svíar drekki á flugferðum, Norðmenn borði nesti og að Danir séu sparir á aurinn. Samkvæmt könnuninni eru Svíar einnig flughrædd- astir en fjórði hver Svíi sagðist flughræddur. Danir eru í öðru sæti hvað varðar flughræðslu en Norðmenn eru harðastir af sér. Það sem fer mest í taugarnar á öllum burtséð frá þjóðerninu var lítið fótarými í en barnsgrátur var í öðru sæti. Þegar kemur að matarvenjum sögðust 30 prósent Norð- manna taka með sér nesti, sautján prósent Svía og sextán prósent Dana. Annar hver Svíi sagðist fá sér drykk í loftinu, 41 prósent Dana og 45 prósent Norðmanna. Norðmenn eru duglegastir að versla en þrír af hverjum tíu sögðust versla fyrir 500 til 1.000 sænskar krónur í flugi. Danirnir voru hins vegar nískastir en aðeins einn af hverjum tíu sagðist versla fyrir meira en 1.000 krónur. FLUGVENJUR Ergo býður 100% afslátt af lántökugjöldum í apríl Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Það er gaman að fá sér grænan bíl sem eyðir litlu. Í tilefni af grænum apríl býður Ergo 100% afslátt á lántökugjöldum af umhverfishæfum bílum. Gott fyrir þig, fyrir umhverfið og okkur öll. Við aðstoðum þig með ánægju! GRÆNIR BÍLAR UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 26. október 5. apríl Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.